Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Síða 2
Hvernig kom til að þú ert að leika í ís- lenskri kvikmynd? Það voru prufur úti í Eistlandi sem ég fór í ásamt 10 eistneskum leikurum og fékk hlutverkið og ákvað að slá til því ég fékk tækifæri um leið til að sjá Ísland. Hvað heillaði þig við að taka verk- efnið að þér og hvað geturðu sagt um þitt hlutverk? Fyrir utan að geta farið til Íslands þá leist mér mjög vel á handritið. Ég fer með hlutverk stráks sem býr ásamt kærustu sinni í Tallinn og þau eru í fjárhagsveseni sem verður upphafið að því að hann flækist inn í eiturlyfjamál og framhaldið þekkja Íslendingar sem líkfundarmálið. Hvað ertu að gera þegar þú ert ekki að leika? Síðustu árin hafa mestmegnis farið í að leika, á sviði, sjónvarpi og kvikmyndum, nýlegastar eru tvær finnskar bíómyndir. Ég er einnig gítarleikari að atvinnu þar sem áherslan er öll á djass og spænska flamenkótónlist. Af hverju ætti fólk að fara og sjá Undir halastjörnu? Þetta er mynd sem ég held að muni snerta djúpt við fólki. Við reyndum að vinna þetta allt eins beint frá hjartanu og heiðarlega og hægt var og það skilar sér. Og að lokum; Hvernig kanntu við Ísland? Ég er satt best að segja leiður að þurfa að yfirgefa landið núna. Margir segja að það sé náttúran sem dragi þá hingað en í mínu tilfelli er það fólkið. Þið eruð ákaflega vingjarnleg þjóð, kannski er það vegna þess að þið eruð eyjarskeggjar, en það var heilmikið upplifun að kynnast fólkinu hér. Ljósmynd/Mummi Lú PÄÄRU OJA SITUR FYRIR SVÖRUM Fólkið frekar en náttúran Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Það munar um milljónina sem fór í að kaupa strá og gróðursetja þau íNauthólsvíkinni. Kannski voru þetta góð kaup og fínustu strá, kannskivoru þau á útsölu meira að segja, ekkert endilega ástæða til að slá neinu föstu um ógagn þeirra fyrr en málið hefur verið rannsakað til hlítar. En þegar verið að taka fé úr sameiginlegum sjóðum, hvort sem það eru sjóðir sveitarfélaga eða ríkis, verður að gera þá kröfu að hverri krónu sé velt. Alltaf. Í öllum verkefnum. Það munar um hverja krónu, og um hverja milljón munar svo sannarlega. Og auðvitað enn meira um nokkur hundruð milljóna króna framúrkeyrslu. Eldri maður sem stendur mér nærri þarfnast heimaþjónustu sem rekin er af sveitarfélaginu. Hann fær þjónustu þrisvar á dag og kvartar sjaldan. Slæmt þykir honum þó þeg- ar göngutúrar falla niður. Áður en hann varð ósjálfbjarga hafði hann fyrir sið að ganga sér til heilsubótar daglega. Enda vill hann eins og flestir huga að heilsunni, og göngutúrar eru þekkt, vel rann- sökuð og viðurkennd heilsubót. Nú, eftir að hann varð háður þjón- ustu sveitarfélagsins, eru göngu- túrarnir meiri munaður. Hann getur ekki lengur farið einn í göngutúra, heldur þarf hann að hafa einhvern sér til aðstoðar. Þjónustan er þannig skipulögð af sveitarfélaginu að göngutúrum er hægt að koma við tvisvar í viku. Kerfið býður ekki upp á meira einhverra hluta vegna. Stundum falla göngutúrarnir niður, ef mönnun er ábótavant eða illa stendur á. Þá er þetta talið nógu mikill munaður til að skera burt, ekki nauðsynleg þjónusta. Ferðum fækkað niður í eina eða jafnvel enga á viku. Göngutúrar hvern dag vikunnar væru víst of mikið til að biðja um. Ein af ástæðum þess að fólk reiðist þegar fréttist af bruðli með sameigin- lega sjóði, eins og kaupum á innfluttum stráum, er að við þekkjum öll dæmi um það sem gera mætti betur. Ef þarf endilega að bruðla, má ég þá frekar biðja um bruðl með göngutúra handa þeim sem þurfa á þeim að halda, bruðl með bakkamatinn handa eldra fólki sem nýtir heimaþjónustu og jafnvel bara meira bruðl með peninga sem gætu farið í að greiða fólkinu sem sinnir heima- þjónustu mannsæmandi laun. Einhverrra hluta vegna virðist alltaf hægt að passa upp á peningana þegar eldra fólk og þeir sem veikir eru fyrir eru ann- ars vegar. Mikið væri nú fínt ef einhvern tímann væri hægt að bruðla í rétta átt, ef þarf að bruðla með almannafé á annað borð. Bragginn góði í Nauthólsvík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meira bruðl, takk! Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Þegar verið að taka fé úr sameiginlegumsjóðum, hvort sem þaðeru sjóðir sveitarfélaga eða ríkis, þá verður að gera þá kröfu að hverri krónu sé velt. Alltaf. Í öllum verkefnum. Ólafur Þór Magnússon Landakotskirkja. SPURNING DAGSINS Hver er fallegasta bygging á Íslandi? Freyja Huginsdóttir Bessastaðakirkja. Ég á heima á Álfta- nesi og foreldrar mínir giftu sig þar. Gísli Sigurðsson Hallgrímskirkja. Kolbrá Kría Birgisdóttir Akureyrarkirkja. Hún er svo sér- stök. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Pääru Oja er þekktur leikari í heimalandi sínu, Eistlandi, en hann fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Undir halastjörnu sem byggist á líkfundarmálinu svokölluðu. Oja fer með hlut- verk Litháans sem tók að sér að flytja eiturlyf til landsins en lést af völdum fíkniefnapakkninganna sem hann hafði smyglað með því að gleypa þær.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.