Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Síða 15
Besta slökun leikara er að kúpla sig út og aðallega þegja. Og lesa. Verk- færið þarf að fá hvíld,“ segir Örn sem er vanur því að vera í mörgum sýningum og verkefnum á sama tíma. Stressið löngu horfið „Tímataflan manns er svolítið skipulagt kaos. Ég er ekki stressuð týpa. Ég er aldrei stressaður fyrir sýningar eða á sviði. Það bara hvarf alveg fyrir mörgum árum. Ég get ekki bent á hvenær eða hvernig það gerðist, kannski þegar ég sættist við að þetta er ég, þetta kann ég og get, svona er ég, ég hef ekki uppá neitt annað að bjóða og ef áhorfand- inn getur ekki sætt sig við það þá verður bara svo að vera, þetta er það sem ég hef. Ég geri það sem ég get og ef fólki líkar það ekki þá verður það bara að vera þannig en það skal aldrei upplifa það að ég nenni því ekki. Það mun aldrei ger- ast. Ég sýni alltaf af mér þá hegðan að ég er fyrir fólkið, geri mitt besta þegar ég kem, það fær það besta, ef því líkar það ekki þá verður það að skrifast annað hvort á leikritið eða uppfærsluna, ekki mína frammi- stöðu. Ég veit að þetta er algjör al- hæfing en ég geri mitt besta og hvíli í því. Þó svo ég klikki, það hef- ur aldrei áhrif á mig. Ég fæ aldrei kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég fer þá bara að hlæja,“ segir hann en það er ekki annað hægt að segja en þetta viðhorf sé eitthvað sem fleiri ættu að tileinka sér, hvort sem er í leikhúsi eða öðrum verkum í lífinu. Uppistands- trúbadorinn Örn Eftir viðtalið var Örn að fara að skemmta hjá eldri borgurum í Graf- arvogi. „Ég mæti bara með kassa- gítarinn og tala um sjálfan mig og syng nokkur falleg lög inni á milli og hvíli algjörlega í því. Af því að mér finnst gaman að segja frá.“ Einskonar uppistandstrúbador? „Já, ég hef meira í seinni stíð verið að sinna því og það er gaman.“ Örn hefur líka þessa miklu og fal- legu rödd sem flestir þekkja. „Mér leiðist ekki að syngja. Og ég geri mikið af því í mínum ferðum, þegar ég er að leiðsegja syng ég fyrir fólkið. Mjög vinsælt lag að syngja í rútunni er „Ó, mín flaskan fríða“. Þá tengi ég það við áfengisbannið 1915,“ segir Örn sem er búinn að þýða textann á ensku. Hann útskýrir fimmundarsöng fyrir ferðamönnunum. „Þetta er hálfgerður munkasöngur. Ég segi þeim að við tímdum varla að syngja í áttundum, nota átta nótur, heldur sungum bara í fimm,“ segir Örn sem segir ferðamönnum gjarnan frá „Þorraþræl“ en hann er búinn að þýða „Nú er frost á fróni“ og hin erindin á ensku. „Þetta er harmaljóð en hvað ger- um við Íslendingar? Við ákveðum bara að hafa svona gleðisöng með þessu! Kannski til að vinna gegn þessum harmi. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið.“ Blaðamaður spyr hvort hann upplifi hjá ferðamönnum að Ísland sé dýrt. „Ísland er ekki dýrasta land í heimi. Við skulum ekki stimpla alla þjónustuna með svart- asta stimpli bara þó einhverjir séu að rukka feitt. Það er vel hægt að finna þessar glufur. Við þurfum kannski að vera duglegri að upplýsa fólk um þær.“ Örn verður eins og áður segir sextugur á næsta ári. Er hægt að starfa lengi í leikhúsinu? „Menn geta alveg elst inn í þetta,“ segir Örn og bætir við að það taki hann lengri tíma nú en áður að læra handrit. „Ég lærði handrit á viku en það tekur aðeins meira en viku núna en það er ekkert óeðlilegt. Ég á ekkert erfitt með þetta. Ég er ekki einu sinni farinn að nota les- gleraugu!“ Hver er galdurinn? „Ég borða allt og geri mest allt sem mig langar. Ég hef ekkert miklar áhyggjur af þessu. Ég reyki reyndar ekki en ég er ekki púritani í áfengi. Sýp öðru hvoru en verð aldrei fullur þannig að ég verði ósjálfbjarga. Maður finnur á sér en maður er með einhvern stoppara, þetta er ekki fíkn hjá mér. Ég er glaður og svo er mikilvægt að læra að hvíla sig,“ segir Örn og skýtur inn að í lengri stoppum með far- þega stelist hann til að fá sér smá lúr. Hann svarar því játandi að hann sé einn af þeim sem geta sofnað hvar og hvenær sem er. „En hins- vegar hefur vinnan mín skapað ákveðna óreglu. Ég vinn kannski allan daginn, legg mig smávegis, fer svo að leika, kem heim tíu, hálf ell- efu og þá er ég stundum ekkert að sofna fyrr en undir morgun. Adrenalínið flæðir og ekki hægt að sofna. Maður lærir að lifa með þessu. Ég er einn að rolast frammi á nóttunni í YouTube!“ Skyldi hann eiga uppáhalds stað á landinu? „Nei, en ég ætti nú kannski að segja Hrísey,“ segir hann en þar ólst faðir hans, Árni Tryggvason leikari, upp. „Hún eins og margir aðrir staðir er dásamleg. Ég á engan sérstakan stað. Það er kannski frekar ákveðin árstíð,“ segir hann en það er snemmhaust sem er í uppáhaldi. „Mér finnst þessi tími núna ágæt- ur. Ég er ekkert voða hrifinn af sumrinu. Og ég vil frekar hafa skýj- að heldur en sól. Fólk verður svo grettið í sól! Ég elska svona morgna eins og í morgun, þegar allt er stillt og bjart.“ Endar sem nuddari? Ein ástæða þess að hann fór í leið- sögunámið er að hann vildi breyta til og hann er ekki hættur að læra. „Ég er jafnvel með eitt verkefni sem mig hefur alltaf langað til að gera. Það er að læra nudd. Ég sé mig fyrir mér í leikhúsunum, gaml- an nuddara að hjálpa unga fólkinu og nudda það því það er svo stress- að fyrir frumsýninguna,“ segir hann en víst er að hann gæti veitt því mörg góð ráð í leiðinni. „Ég sé mig ekki fyrir mér setjast í eitthvert fyrirbæri sem heitir helgur steinn. Ég verð alltaf að hafa eitthvað að sýsla. Ég er ekki mikill sportisti, áhugamál mín eru jafn mörg og trén í skóginum,“ segir Örn sem ætlar að halda áfram að vinna í leikhúsinu og við stýrið í rútunni. „Vinnan er mitt áhugamál líka. Ég hef gaman af þessu og ef ég get fengið að vinna við það eins lengi og ég get þá er ég glaður. Svo eins og gengur og gerist missa menn fót- anna í heilsunni og þá tekur maður bara á því en ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því strax.“ ’Ef þú veist ekki hvaðan þú kemur, þá veistuekki hver þú ert. Ef þú veist ekki hvert þú ertað fara, þá ertu sennilega villtur. Maður verðuralltaf að þekkja sinn uppruna. 13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15 „Í Þjóðleikhúsinu hefur Örn leik- ið fjölmörg eftirminnileg hlut- verk eins og Lilla í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónatan, Jesper og Kasper í Kardemommubænum, Max í Hallæristenórnum, Leik- arann í Gamansama harm- leiknum og Geir Vídalín í Gleði- spilinu. Hann lék Bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi og ýmis hlutverk í Klaufum og kóngs- dætrum,“ stendur á vef Þjóðleik- hússins þar sem hann er nú á sviði í Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Þegar Örn Árnason mætir í viðtalið grípur hann eintak af Morgunblaðinu til að kíkja á gagnrýnina um Ronju ræningadóttur sem fékk góða umsögn í blaðinu. Þar stendur: „Það gustar líka af Erni Árnasyni í hlutverki Matthíasar, en kemur nokkuð á óvart hvað hann sýnir okkur lítið af kjánanum og karla- barninu, sem gerir Matthías svo hlægilegan og ég hefði fyrirfram haldið að yrði grunntónn túlk- unar þessa tiltekna leikara,“ en þetta kallast á við það sem stend- ur í viðtalinu að Örn sé óhræddur við að stíga út úr þægindaramm- anum. „Auðvitað les maður krítík en tekur mismikið mark á henni. Maður gerir bara eins vel og maður getur,“ segir Örn. „Ég hef átt því láni að fagna að flestar af þeim fjölskyldusýn- ingum sem ég hef tekið þátt í hafa verið langlífar. Ég er búinn að leika í þremur uppfærslum af Dýrunum í Hálsaskógi. Ég er bú- inn að leika Lilla klifurmús, Hér- astubb bakara og Bangsapabba. Ég hef leikið í þremur upp- færslum af Kardemommubæn- um, hef leikið Kasper, Jesper og Jónatan, alla seríuna,“ segir Örn en blaðamaður hélt fyrst að það væri einhver prentvilla í textanum frá Þjóðleikhúsinu sem birtur er hér fyrir ofan en þetta er dagsatt. „Ég sagði í bríaríi einhvern tím- ann að það væri gaman að taka í millitíðinni Bastían bæjarfógeta og enda síðan á Tóbíasi í turn- inum. Hann er nú gamalmennið í sýningunni. Ég þarf ekki einu sinni að læra lagið hans Tóbíasar, ég kann það,“ segir Örn sem hefur gaman af því að taka þátt í þess- um fjölskyldusýningum. „Það er eitthvað í þessum Egner-leikritum, einhver fallegur strengur sem virkar,“ segir hann en leikritin Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi eru bæði eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner. Ronja er sterk kvenpersóna. „Þetta á alveg samhljóm við það sem er að gerast núna í samfélag- inu og upplýsta umræðu um allt mögulegt,“ segir hann og það er e.t.v. ekki verra að sýningar séu í takt við samtímann. „Stundum er gaman að bregða sér í ævintýri en það er ekki verra ef ævintýrin hafa eitthvað að segja okkur. Ronja er svo sannarlega að segja okkur helling. Hvernig mað- ur á ekki að vera ræningi heldur vera heiðarlegur og samvinnufús og að ólíkar ættir geti náð saman og unnið saman. Það má alveg heimfæra þetta á alheimskrísuna sem við erum að glíma við.“ Endar á Tóbíasi í turninum 50. sýning Dýranna í Hálsaskógi ár- ið 2004. Þrjár kynslóðir: Árni, Örn og dætur Arnar þær Sólrún María og Erna Ósk.Morgunblaðið/Eggert Feðginin Ronja (Salka) og Matthías (Örn) í Ronju ræn- ingjadóttur. Salka Sól Eyfeld birti þessa mynd á Instagram og skrifaði: „Hér er ég 5 ára eftir sýningu á Dýrunum í Hálsa- skógi í Þjóðleikhúsinu. Þessi í miðj- unni leikur pabba minn í sama leik- húsi í dag.“ Með Sölku (t.v.) og Erni á myndinni er Saga Líf Friðriksdóttir. Ræningjarnir þrír (Hjálmar Hjálmarsson, Pálmi Gestsson og Örn) ásamt Soffíu frænku (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) og Kamillu litlu (Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir). Mynd frá 1999. Ljósmynd/Olga Helgadóttir Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.