Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Qupperneq 34
LESBÓK
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13.10. 2018
É
g var bara unglingur þegar ég
heyrði í fyrsta sinn lag eftir
franska tónskáldið Serge Ga-
insbourg. Föðurbróðir minn,
mikill aðdáandi hans, spilaði fyr-
ir mig Poupée de cire poupée de son, sem
France Gall söng til sigurs í Eurovision árið
1965 – meira en aldarfjórðungi áður en ég
fæddist. Ég heillaðist gjörsamlega af söngn-
um og ekki síður tungumálinu og hef æ síð-
an hlustað mikið á lög eftir Gainsbourg,
bæði í flutningi hans sjálfs og ýmissa
franskra söngkvenna,“ segir Unnur Sara
Eldjárn, sem nýverið gaf út geisladiskinn
og vínylplötuna Unnur Sara syngur Gains-
bourg.
Lög og textar í tólf af þrettán lögum eru
eftir Gainsbourg, en eitt þeirra þýddi hann
úr ensku. Og Unnur Sara syngur lögin á
frönsku rétt eins og hún væri hennar móð-
urmál. Samt segist hún varla hafa drepið
niður fæti í Frakklandi svo heitið geti, að-
eins farið þangað í örfá skipti til vikudvalar
eða svo. Eina tenging hennar við landið sé í
rauninni ástríðan fyrir tónlistinni.
„Tvö lögin, Með kaffilit og Þetta allt og
ekkert, eru í íslenskri þýðingu. Ég fékk afa
minn, Þórarin Eldjárn, og kollega hans,
Sigurð heitinn Pálsson, til að þýða þau áður
en við, tónlistarfólkið sem stendur að plöt-
unni, tróðum upp á Þjóðlagahátíð á Siglu-
firði sumarið 2014. Sigurður lagði til
frönskuþekkinguna og þýddi beint, en afi
lagði til bragfræðina þannig að textinn
rynni vel í söng,“ útskýrir Unnur Sara.
Með í för til Siglufjarðar voru fyrr-
nefndur föðurbróðir, Halldór Eldjárn,
trommu- og slagverksleikari, sem vel að
merkja er aðeins rúmlega árinu eldri en
hún sjálf, Alexandra Kjeld, kontrabassaleik-
ari, og Daníel Helgason, gítarleikari. Þetta
sumar opinberuðust frönsku áhrifin hjá
þeim fjórmenningum – áhrif sem nýi geisla-
diskurinn þeirra hnykkir enn frekar á.
Að hugsa sér
Unnur Sara er ekki aðeins söngkona heldur
líka gítarleikari og lagahöfundur. Hún út-
skrifaðist sem djass-, popp- og rokksöng-
kona frá Tónlistarskóla FHÍ 2015 og hefur
síðan „bara verið að syngja og kenna“ eins
og hún segir. Tónmennt í grunnskólum
ásamt kennslu í sönglist í Borgarleikhúsinu
síðastliðið ár. Rétt eftir útskrift gaf hún út
sína fyrstu breiðskífu, Unnur Sara, með
átta lögum við íslenska texta eftir hana
sjálfa. „Frekar einlægir og persónulegir
textar og popplög undir áhrifum frá djassi,“
lýsir hún útgáfunni.
„Ég hef líka gefið út nokkur lög á
Spotify, til dæmis söng ég mína útgáfu af
Imagine, sem nefnist Að hugsa sér í ís-
lenskri þýðingu afa míns sem kom út árið
2017 þegar kveikt var á friðarsúlunni í Við-
ey. Nýlega gaf ég svo út tónlistarmynd-
bandið Mindful illusion, þar sem ég syng
rafpopplag eftir sjálfa mig. Einnig hef ég
tekið þátt í ýmsum tónlistartengdum sam-
starfsverkefnum, sem komið hafa út á
streymisveitum í áranna rás. “
Unnur Sara kveðst hafa byrjað að koma
sér á framfæri á tónlistarsviðinu fyrir um
fimm árum. Fyrstu sporin voru á kaffi-
húsum borgarinnar, þar sem hún söng lögin
sín við eigin gítarundirleik. Undanfarin ár
hefur Unnur Sara og bandið, sem að hennar
sögn heitir ekki neitt, en skipað er henni og
meðflytjendum á nýju plötunni, nokkrum
sinnum komið fram á tónleikum. Sjálf hefur
hún ásamt ýmsum píanóleikurum sungið
Gainsbourg og aðra franska kaffihúsatónlist
í Petersen-svítunni í Gamla bíói einu sinni í
mánuði.
Veit alveg hvað hún syngur
„Við stöndum í þakkarskuld við Gunnstein
Ólafsson, stjórnanda Þjóðlagahátíðarinnar á
Siglufirði, fyrir að þetta franska prógramm
varð til. Hann hafði heyrt að ég væri að
syngja á frönsku og spurði hvort ég gæti
sett eitthvað saman fyrir hátíðina. Halldór
frændi var til í að vera með mér í þessu og
okkur fannst bara liggja beinast við að taka
lög eftir Gainsbourg, uppáhaldstónlistar-
mann hans, enda eru þau ótrúlega fjöl-
breytt og skemmtileg – og svo frönsk!“
Í Menntaskólanum við Hamrahlíð vafðist
ekki fyrir Unni Söru að velja málabraut.
Hún vildi læra frönskuna fögru. Þótt hún
tali hana ekki reiprennandi, segist hún vel
geta bjargað sér. „Ég veit að minnsta kosti
alveg hvað ég syng,“ segir hún sposk á svip
og heldur áfram: „Enda skoða ég þýðing-
arnar alltaf mjög vel. Ég ætla að halda
áfram að syngja á frönsku og það er aldrei
að vita nema ég eigi eftir að læra meira í
frönsku í Frakklandi einhvern tímann í
framtíðinni,“ segir hún og bætir við að sér
finnist auðvitað líka rosalega vænt um ís-
lenskuna og gaman að syngja á ensku.
„Þegar ég syng á frönsku finnst mér bara
einhvern veginn að ég sé komin heim.“
Je T’aime, … Moi Non Plus
Flest lögin á plötunni eru ástarlög og að
sögn Unnar Söru afskaplega vel samin.
Stundum feli þau í sér orðaleiki og útúr-
snúninga, sem ómögulegt sé að útskýra fyr-
ir Íslendingum á tónleikum. „Eitt lagið er
með hálfgerðan bulltexta, sem Frökkum
finnst voða sniðugur. Textar Gainsbourg
eru afar hugvitssamlega ortir og fyndnir, en
hann átti þó til að ganga fram af fólki.“
Unnur Sara kannast vitaskuld vel við Je
T’aime, … Moi Non Plus, frægasta lag Ga-
insbourg, sem hann söng og stundi með
Jane Birkin árið 1969, og víða var bannað.
„Lögin á plötunni eru aftur á móti í sak-
lausari kantinum, þótt tvö þeirra þættu
kannski pínu vafasöm, til dæmis í meðförum
eldri karlsöngvara. Setningar á borð við
„ekki vera hrædd við mig“ eða „að fá vatn í
munninn“ hljóma, að ég held, ekkert svo
ógnvekjandi þegar ég syng þær. Fólk teng-
ir einfaldlega öðruvísi.“
Unnur Sara segir að platan hafi verið
tekin upp í lifandi flutningi á einum degi 1.
desember 2017 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
og notast hafi verið við sextán rása segul-
bandstæki til þess að afslöppuð og heim-
ilisleg stemning laganna fengi notið sín.
„Platan kom út nákvæmlega ári eftir að
gestur á tónleikum okkar á Menningarnótt
stakk upp á því við mig að við gæfum
frönsku lögin út á plötu,“segir söngkonan.
Franska sambandið
Morgunblaðið/Hari
’Lögin á plötunni eru afturá móti í saklausari kant-inum, þótt tvö þeirra þættukannski pínu vafasöm, til
dæmis í meðförum eldri karl-
söngvara. Setningar á borð við
„ekki vera hrædd við mig“ eða
„að fá vatn í munninn“ hljóma,
að ég held, ekkert svo ógnvekj-
andi þegar ég syng þær.“
Unnur Sara Eldjárn syngur lög eftir tónskáldið Serge Gainsbourg á nýrri breiðskífu. Ellefu eru
á frönsku en tvö í íslenskri þýðingu skáldanna Þórarins Eldjárns og Sigurðar heitins Pálssonar.
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is
Unnur Sara veit alveg hvað hún syng-
ur því þótt hún tali frönsku kannski
ekki alveg reiprennandi, skoðar hún
þýðingarnar alltaf mjög vel.