Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2018, Qupperneq 37
13.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 37
Stórmyndin Aquaman, sem er
væntanleg í desember og byggist
á teiknimyndasögum um karakt-
erinn Arthur Curry, hefur verið
lengi í fæðingu. Fyrstu drög að
myndinni voru gerð árið 2004 en
það tók sinn tíma að koma verk-
efninu af stað. Aquaman hefur
komið fyrir áður í ofurhetju-
myndum en þetta er fyrsta
myndin þar sem hans persóna er
í forgrunni.
Aquaman er leikinn af Jason
Momoa, sem heitir fullu nafni Jo-
seph Jason Namakaeha Momoa.
Hann er fæddur á Honolúlú á
Havaí árið 1979. Faðir hans var
heimamaður á eyjunni en Mo-
moa var alinn upp af móður sinni
í Iowa.
Það kemur sér eflaust vel í
þessu hlutverki að Momoa er
með háskólagráðu í líffræði, en á
háskólaárunum flutti Momoa um
tíma til Havaí til að kynnast föð-
ur sínum betur.
Momoa segist tengja vel við
Arthur Curry, sjálfan Aquaman.
„Hann er utanveltu ofurhetja á
milli tveggja heima. Ég tengi við
það, en ég fæddist á Havaí og
ólst upp í Iowa.“ Aquaman er
erfingi neðansjávarríkisins Atl-
antis og þarf að stíga fram og
verða leiðtogi þjóðar sinnar.
Árið 1998 var Momoa upp-
götvaður af japönskum hönnuði
sem fékk hann til að taka að sér
fyrirsætustörf, þar sem hann
naut mikillar velgengni til hliðar
við starf sitt í brimbrettabúð. Ári
síðar fór hann í prufu fyrir hina
gríðarvinsælu Baywatch-þætti og
fékk hlutverk í tíundu seríu sem
nafni sinn, Jason Ioane. Momoa
var 19 ára gamall þegar hann
fékk hlutverk Jason Ioane í Bay-
watch Hawaii-þáttunum eftir að
hafa keppt um það við meira en
þúsund aðra umsækjendur. Hann
öðlaðist talsverðar vinsældir sem
yngsti strandvörðurinn. „Þetta
var brjálað. Ég var 19 ára gamall,
hlaupandi um fáklæddur að
bjarga fólki. Hlutverkið vakti
samt hjá mér mikinn áhuga á
leiklist,“ sagði Momoa í viðtali
við útvarpsstöðina Radio 1.
Þrátt fyrir að hann hafi leikið
Ioane í þrjár seríur bætti Momoa
við að það hefði ekki hjálpað
honum að finna hlutverk í fram-
haldinu. „Það tók mig enginn al-
varlega í kjölfarið. Umboðsmenn
litu ekki einu sinni við mér.“ Eftir
þetta nýtti Momoa peningana
sem hann hafði fengið fyrir þætt-
ina en eftir að þeim lauk ferðað-
ist hann um heiminn, meðal ann-
ars til Tíbet þar sem hann varð
búddisti.
Eftir ferðalög sín settist Mo-
moa að í Los Angeles árið 2003
til að einbeita sér að leiklist-
arferli sínum. Hann fékk hlutverk
í nokkrum sjónvarpsmyndum.
Hann ávann sér vinsældir sem
hörkutólið Ronon Dex í þátt-
unum Stargate: Atlantis. Á svip-
uðum tíma lenti Momoa í atviki
á bar þar sem maður réðst að
honum með glerglasi og braut
það á andlitinu á honum. Sauma
þurfti 140 spor vegna skurðsins
sem hlaust af þessu og er örið
einkennandi fyrir útlit Momoa í
dag.
Árið 2011 fékk Momoa hlut-
verk sem barbara-höfðinginn
Khal Drogo í Game of Thrones.
Meðal þess sem hann gerði til að
heilla framleiðendurna í áheyrn-
arprufunni var að dansa pólýnes-
íska stríðsdansinn haka. Momoa
lék í fjölda mynda á næstu árum
á borð við Conan the Barbarian,
Bullet to the Head og Road to
Paloma, en þeirri síðastnefndu
leikstýrði hann einnig og skrifaði.
Árið 2014 var tilkynnt að Mo-
moa myndi fara með hlutverk of-
urhetjunnar Aquaman í Batman
v. Superman: Dawn of Justice
sem hann gerði og aftur í mynd-
inni Justice League sem kom út í
fyrra. Myndin Aquaman er svo
væntanleg í desember, þar sem
Momoa mun fá að njóta sín í að-
alhlutverki.
Momoa kynntist leikkonunni
Lisu Bonet árið 2005 og þau gift-
ust árið 2017. Þau eiga saman
tvö börn, dótturina Lolu Iolani
Momoa og soninn Nakoa-Wolf
Manakauapo Namakaeha Momoa
en Bonet átti áður dótturina Zoe
Kravitz með söngvaranum Lenny
Kravitz.
Momoa og Bonet eru mikið
fjölskyldufólk og eiga í góðu sam-
bandi við Lenny Kravitz, fyrri eig-
inmann og barnsföður Bonet.
Þau leggja áherslu á að börnin
þeirra ánetjist ekki nútímatækni
og eiga víst ekki sjónvarp. Auk
þess vilja þau ekki vera of mikið
á samfélagsmiðlum á borð við
Facebook og Bonet hefur
raunar sagt frá því í viðtölum
að hún hafi ekki einu sinni
farið á Facebook, það sé ein-
faldlega ekki á dagskrá.
Momoa er tólf árum yngri en
Bonet og man vel eftir henni frá
því hann var yngri og fylgdist
með The Cosby Show þar sem
hún fór með hlutverk Denise
Huxtable. Reyndar segist hann
hafa orðið ástfanginn af henni á
þeim tíma, átta ára gamall, og
verið ákveðinn í að ná sér í hana
sem eiginkonu síðar í lífinu. Hann
hlýtur því að teljast staðfastur
með eindæmum. Momoa var
hræddur við að segja Bonet frá
þessum æskudraumum sínum í
fyrstu af ótta við að hún teldi
hann eltihrelli. En nú segir hann
frá þessu í viðtölum eins og ekk-
ert sé eðlilegra.
Jason Momoa í hlutverki Aquaman. Momoa er ekki hin dæmigerða, smávaxna
Hollywood-stjarna. Hann er 193 sentimetrar á hæð og kraftalega byggður.
JASON MOMOA SEM AQUAMAN
Utanveltu
ofurhetja
Jason Momoa átti erfitt með að fá
hlutverk eftir að hann lék strandvörð
í Baywatch á yngri árum. Það þótti
ekki gæðastimpill í ferilskrána.
Jason Momoa og Lisa Bonet hafa ver-
ið par frá árinu 2005 en Momoa seg-
ist hafa verið ástfanginn af henni úr
fjarlægð frá því hann var átta ára.
AFP
Jason Momoa er
með þeim sval-
ari í bransanum.
Næsta ofurhetjumyndin frá Hollywood er um
hetju hafsins, Aquaman, leikinn af Jason Momoa.
Leikarinn varð ástfanginn af eiginkonu sinni, Lisu
Bonet, þegar hann sá hana í sjónvarpinu átta ára
gamall. Nú eiga þau tvö börn, en ekkert sjónvarp.
Þessir einu sönnu gæða hitablásarar.
Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir
gas og diesel/steinolíu.
Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara.
Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta.
HITABLÁSARAR
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnesi 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is