Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 28

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er vægast sagt sérkennilegt að veiða sel af stofni sem er í bráðri út- rýmingarhættu til að vernda lax þegar niðurstöður liggja fyrir sem benda til að lax- fiskar séu ekki mikilvægir í fæðu selsins eins og áður var talið, segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líf- fræðirannsókna- deildar hjá Sela- setrinu á Hvammstanga og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Í sumar birt- ist grein efir hana í vísindaritinu Polar Biology um niðurstöður rann- sókna við Sigríðarstaðaós og Bjargaós á austanverðu Vatnsnesi sumrin 2010 og 2011. Þar kom fram að laxfiskar væru ekki verið á mat- seðli landsels eins og margir höfðu gefið sér. „Ein aðalástæðan fyrir því að veiða landsel er að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif hans á laxfiska,“ segir Sandra. „Í niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem staðið hefur yfir í um tíu ár, kemur fram að það er í raun ekkert sem bendir til þess að laxfiskar séu mikilvægir í fæðu land- selsins. Fækkað hefur töluvert í landselsstofninum, en samt er ekk- ert gert.“ 80% af veiðinni nálægt veiðiám Sandra segir að gögn bendi til að á síðustu fimm árum hafi frá 40 og upp í 200 landselir verið veiddir ár- lega og yfir 80% af veiðinni eigi sér stað nálægt ósum laxveiðiáa í þeim tilgangi að minnka áhrif selaafráns á laxfiska. Þessar upplýsingar séu þó varla tæmandi því ekki er skylda að skrá veidda seli. Hún segir að gerðar hafi verið mismunandi rannsóknir, en meðal annars hafi verið gerð DNA- greining á skít selsins til að kanna hvaða tegundir selurinn hafi étið og eins kannað hvort þar væru kvarnir og bein úr laxfiskum. Ekkert slíkt hafi fundist og selurinn hafi því ekki étið lax. Þó sé svæðið við Sigríðar- staðaós og Bjargaós á Vatnsnesi í grennd við laxveiðiár eins og Víði- dalsá, Fitjaá og Vatnsdalsá og þekkt sé að þar hafi landselur verið skotinn. Lítið um selbitinn lax Einnig voru laxveiðimenn beðnir um að skrá selbitinn lax, bleikju og urriða sumrin 2009 og 2010 í fimm mikilvægum laxveiðiám þar sem upplýsingar voru um að selbit væri verulegt. Sandra segir að það hafi ekki átt við rök að styðjast og hafi reynst vera innan við 1% og reyndar innan við 0,1% í sumum tilvikum. Hún segir að selbit geti verið breyti- legt milli ára, en þetta hafi verið nið- urstöður þessara tveggja ára. Veiði við árósa laxveiðiáa er lík- lega ein helsta ástæðan fyrir áfram- haldandi fækkun í stofninum, að sögn Söndru. Fjöldi sela sem er veiddur á þessum svæðum hafi trú- lega eitthvað minnkað síðustu ár, en þá sé nærtæk skýring að sel hafi á sama tíma fækkað við landið og færri selir séu á ferðinni. Með minnkandi stofni skipti öll afföll miklu mál. Varðandi seli sem drep- ast í grásleppu- og þorskanetum segir hún að unnið sé að því hjá Haf- rannsóknastofnun að uppfæra líkan til að fá réttari tölur um fjölda sela sem drepast á þann hátt. Sandsíli, þorsk- og flatfiskar Sandra segir að algengasta fæða landsels í þessum rannsóknum hafi verið sandsíli, þorskfiskar og flat- fiskar, en einnig hafi loðna, síld og æðarfugl fundist í úrganginum. Fæðan fari að verulegu leyti eftir framboði. Lax hafi verið á svæðinu á rannsóknatímanum, en fullorðnir laxfiskar séu líklega ekki auðveld bráð fyrir selinn því þeir séu hrað- syndir. Hvorki í þessari rannsókn né í öðrum íslenskum rannsóknum hafi lax verið mikilvægur í fæðu landsels. Hún segir þó mikilvægt að það komi fram að selir hafi sést með rauðan fisk. „Þessar niðurstöður úti- loka ekki að selir éti nokkurn tíma lax, en aðalástæða þess að selir liggja í grennd við árósa á Vatnsnesi er tvímælalaust ekki sú að þeir séu að éta lax. Ef svo hefði verið hefði það komið fram í fjölmörgum sýnum sem við tókum,“ segir Sandra. Hugsanlegt sé þó að afrán sela á laxfiski geti verið breytilegt á milli ára. Erlendar rannsóknir þar sem lax- fiskar hafa fundist í fæðu selanna, sýni oft að þar eigi einn eða fáir ein- staklingar hlut að máli, sérhæfðir í að taka lax. Spurð að því hvort selir geti fælt lax frá því að ganga í ár segir hún að það hafi ekki verið kannað hérlendis. Sandra segir brýnt að grípa til heildstæðra aðgerða til að koma í veg fyrir beinar veiðar og að selur sé réttdræpur. Í þeim efnum séu þessar niðurstöður mikilvægar. Fækkun um 77% á 36 árum Á 36 árum frá 1980 til 2016 hafi fækkað um 77% í landselsstofn- inum. Ekki er fullljóst hvað veldur fækkuninni en líklegustu orsakir eru beinar veiðar við laxveiðiár og meðafli í fiskveiðum, en hugsanlega koma einnig við sögu loftslags- breytingar, fæðuskortur, truflanir vegna ferðamennsku, mengun og sjúkdómar. Á nýútgefinni válista íslenskra spendýra eru tvær tegundir flokk- aðar í bráðri hættu (CR), landselur og sléttbakur. Sandra segir að mest hafi landsel fækkað á árunum á milli 1980 og 1990 eða úr 33 þúsund dýrum í um 17 þúsund 1990. Á þessu tímabili var markvisst unnið að fækkun í stofninum af hálfu yfir- valda og m.a. greiddi hringorma- nefnd þá ákveðið gjald fyrir veidda seli. Frá árinu 1990 segir Sandra að hnignunin hafi haldið áfram og í síð- ustu heildartalningu árið 2016 var talið að 7.700 dýr væru í stofninum. Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum íslenska landselsstofnsins skal halda stofninum í 12.000 selum en hann er nú talsvert minni en það viðmið. Ljósmynd/Sandra Mikil fækkun Makindalegir landselir í svörtum sandi í fjörunni við Sigríðarstaðaós á Vatnsnesi. Landselsstofninn við landið er metinn í bráðri hættu á válista spendýra hjá Náttúrufræðistofnun. Lax ekki á matseðli landsels  Sérkennilegt að veiða sel af stofni sem er í bráðri útrýmingarhættu til að vernda lax, segir selasér- fræðingur  Tugir sela veiddir árlega, flestir nálægt ósum laxveiðiáa  Brýnt að grípa til aðgerða Sellátur við Vatnsnes Blönduós Bj ar ga ós Si gr íð ar st að aó s Húna- fjörður Hóp Húnaflói VA TN S N ES Loftmyndir ehf. Sandra M. Granquist Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is EM Orka áætlar að reisa 35 vindmyllur á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit og framleiðslugeta þeirra verði 126 MW. Áætlað er að taka þær í notkun árið 2022 og líf- tími verkefnisins verði 25 ár. Á byggingatíma er reiknað með alls um 200 störfum við verkefnið, auk óbeinna starfa, en þegar uppsetn- ingu verður lokið verða 25 störf við stjórnun, rekstur og viðhald, þar af um 20 störf í nærumhverfi. Áætlað er að fjárfesting við vindorkugarð- inn kosti um 16,2 milljaðar króna. Fjallað er um verkefnið á heima- síðum EM Orku og Reykhólasveit- ar, en verkefnið var kynnt á fundi í Króksfjarðarnesi í síðustu viku. Virkjunin er fyrsta verkefni EM Orku á Íslandi, en það er í jafnri eigu danska fyrirtækisins Vestas og írska fyrirtækisins EMPower. Bæði hafa fyrirtækin mikla reynslu á þessu sviði. Helstu kostir við staðsetningu á Garpsdalsfjalli, 22 kílómetra aust- ur af Reykhólum, eru taldir nálægð við tengivirki í Geiradal, en reikn- að er með að tengjast aðveitustöð- inni þar með sex kílómetra jarð- streng. Vindskilyrði eru sögð góð, sterkur vindur og stöðug vindátt og eru veðurmælingar hafnar en þær munu standa í tvö ár. Miðað er við að möstrin verði 91,5 metra há, spaðarnir 58,7 metrar og heildar- hæð því um 150 metrar. Svæðið er það langt frá byggð að hljóðmengun mun ekki valda ónæði og landslagið skermar vindmyll- urnar svo þær sjást ekki úr ná- grenninu, en munu hins vegar sjást lengra að. EM Orka áformar að stofna samfélagssjóð fyrir íbúa Reykhóla- hrepps og greiða í hann 15 millj- ónir króna á ári. Á líftíma verkefn- isins til 2047 gerir það hátt í 400 milljónir króna. Hægt verður að sækja um framlög úr sjóðnum til verkefna í Reykhólahreppi sem tengjast heilsueflingu, menntun, innviðauppbyggingu og nýsköpun. Í september var byrjað að kynna verkefnið fyrir öllum íbúum í 10 km fjarlægð frá Garpsdal, hrepps- nefnd, sveitarstjóra og byggingar- fulltrúa. Vinna við umhverfismat er hafin og reiknað er með að drög að mats- áætun liggi fyrir í nóvember. Gangi allt samkvæmt áætlun ætti rekstur að geta hafist 2022. 16,2 milljarða fjárfesting á fjallinu  Vindorkugarður á Garpsdalsfjalli  Samfélagssjóður Fyrirhugaður vindorkugarður í Garpsdal Tenging við raforkunet Fyrirhugaður vindorkugarður Kortagrunnur: OpenStreetMap Gilsfjörður Króksfjarðarnes Ga rp sd als fja llG au tsd alu r Ge ird alu r Ga rp sd alu r Mú laf jal l F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.