Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hótel rís með undraverðum hraða í
landi jarðarinnar Heysholts í Land-
sveit sem tilheyrir Rangárþingi ytra.
Þótt húsið sé enn í byggingu og hafi
ekki fengið varanlegt útlit er ævin-
týraljómi yfir því í morgunsólinni
þegar blaðamaður nálgast bæinn eft-
ir Landvegi.
Þarna verður gististaður og heim-
ili 300 manna innan fárra missera og
enn fleiri ef taldir eru með gestir
sem sækja einungis veitingar og
aðra þjónustu.
„Við erum búnir að fara á milli
ferðaskrifstofa og sýninga og höfum
fundið að mikil eftirspurn er eftir
gistingu á fjögurra stjarna hóteli hér
á svæðinu,“ segir Ólafur Þorgeirs-
son, nýráðinn hótelstjóri Landhótels,
sem opnar dyr sínar fyrir gestum á
komandi vori. Óli Guðmundsson,
markaðs- og sölustjóri, bendir á að
nú þegar sé búið að bóka 3.000 gisti-
nætur næsta sumar. „Það er mjög
gott miðað við að við tókum til starfa
fyrir einum mánuði og byrjuðum að
kynna þjónustuna,“ segir hann.
Hótel og kjarnar gistihúsa
Verið er að reisa fyrsta áfanga
byggingarinnar, 69 herbergja hótel
með veitingasal, fundasölum og
líkamsræktarstöð ásamt heitum og
köldum pottum og gufuböðum og
gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, auk ann-
arrar aðstöðu sem hótelrekstur
krefst. Innan þriggja ára á að bæta
við hótelálmu með 21 herbergi og í
framhaldinu þremur kjörnum sem
hver er með sjö gistihúsum með mis-
munandi mörgum herbergjum, öllum
með baði.
Húsið er mikið til byggt úr límtré
og kemur það tilsniðið frá Lettlandi.
Hótelbyggingin sjálf er upp á þrjár
hæðir og stendur á voldugum stein-
steyptum kjallara. Baðherbergin
koma í heilu lagi og þarf aðeins að
tengja tækin. Það tekur undra-
skamman tíma að reisa húsið og því
gefst færi á að nota veturinn til frá-
gangs innanhúss og búa hótelið
nauðsynlegum innréttingum og hús-
búnaði.
Af hverju er verið að byggja hótel
uppi í Landsveit, nokkuð frá hring-
veginum? Óli svarar því til að þarna
sé hjarta Suðurlands og mikil þörf
hafi verið á fjögurra stjarna hóteli á
þessu svæði. Stutt sé í helstu ferða-
mannastaði, svo sem Gullfoss og
Geysi, einnig Landmannalaugar. Þá
sé hægt að fara í dagsferðir til Víkur
og vinsælla áfangastaða þar í kring,
og jafnvel Vestmannaeyja. Ýmis af-
þreying sé í boði innan seilingar.
Hótel vantaði á svæðið
Ólafur hótelstjóri segir að vantað
hafi hótel á þessu svæði og kveðst
hann bjartsýnn um reksturinn.
Hann hefur ekki áhyggjur af að
ferðamannastraumur til landsins
aukist hægar en verið hefur.
„Flestir erlendu ferðamennirnir
fara um Suðurland. Það á ekki eftir
að breytast,“ segir Ólafur.
Við byggingu hótelsins er einnig
hugað að aðstöðu til að skoða norð-
urljósin. Fyrst má nefna að tiltölu-
lega langt er í næstu bæi og lýsing
er hófleg í kringum hótelið og því
truflar ljósmengun ekki norður-
ljósaskoðun að marki. Þá er stór
útiaðstaða á þaki einnar álmunnar
sem sérstaklega er hugsuð fyrir
fólk sem vill njóta norðurljósanna
og útsýnis til Heklu. Ólafur nefnir
að aðstaða sé til að láta alla gesti
hótelsins vita þegar norðurljósin
sýna sig.
ARKÍS arkitektar sem teikna
húsið vinna með þrjú litaþemu að
innan; vatn, láglendi og hálendi.
Límtréð fær að njóta sín og frekar
létt yfirbragð á að vera yfir innrétt-
ingum og húsgögnum.
Þótt stefnt sé að fjögurra stjarna
hóteli vill Ólafur bæta plús við, 4+.
Vísar hann til þess að talsvert sé
lagt í hótelið þótt ekki sé gengið
alla leið með þeirri þjónustu sem
fimm stjarna hótel krefst. Nefnir
hann aðstöðu til heilsuræktar og
tiltölulega stór herbergi og góða
hljóðvist.
Veitingastaður verður fyrir rúm-
lega 100 gesti og það verður eitt af
mörgum verkefnum stjórnendanna
að finna góðan matreiðslumann til
að aðstoða þá við þann undirbúning.
Ráða þarf um þrjátíu starfsmenn
fyrir næsta sumar. Þeir byrja á því
að leita fyrir sér í sveitinni og hér-
aðinu og segjast þegar hafa fengið
nokkur viðbrögð við því.
Fundur yfir veturinn
Þótt allt sé fullt af erlendum
ferðamönnum á Suðurlandi á sumr-
in og ferðamannatíminn hafi verið
að lengjast fækkar þeim mjög yfir
háveturinn. Ólafur og Óli hafa hug
á því að leita þá að tækifærum á
innlenda markaðnum. Þá koma
fundasalirnir sér vel fyrir fundi og
smærri ráðstefnur.
Fjögurra stjarna hótel rís í Landsveit
Landhótel opnar 69 herbergi á komandi vori Búið að bóka 3.000 gistinætur fyrir næsta sumar
Unnið að stækkun næstu árin Heysholt verður gististaður og heimili 300 manna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landhótel Hótelbyggingin sem nú rís í landi Heysholts blasir við af Landvegi. Hún breytist á hverjum degi enda byggð úr límtréseiningum. Á næstu árum
verður bætt við hótelálmu með 21 herbergi og jafnmörgum íbúðum í þremur gistihúsakjörnum. Í fjarska sést í gamla rauða burstabæinn í Heysholti.
Ólafur Þorgeirsson hótelstjóri og Óli Guðmundsson, sölu- og markaðs-
stjóri, eru báðir reynsluboltar í ferðaþjónustu, eins og þeir sjálfir taka til
orða. Aðeins er rúmur mánuður frá því að þeir tóku til starfa og eru ærin
verkefni fram undan við að koma rekstrinum af stað næsta vor.
Ólafur var fyrsti framkvæmdastjóri Fosshótela og var seinna hótel-
stjóri á Hótel Borg í þrettán ár, svo eitthvað sé nefnt úr ferilskránni. Óli
var sölu- og markaðsstjóri Hótel Arkar í Hveragerði um tíma og síðan
Hótel Selfoss í áratug. Síðustu árin hefur hann unnið við umfangsmikla
íbúðaleigu í Reykjavík.
Hvorugur er banginn við þau krefjandi verkefni sem eru fram undan.
„Það verður gaman að takast á við þetta,“ segir Óli. „Við höfum mikla trú
á þessu. Annars hefðum við ekki tekið þetta að okkur,“ bætir Ólafur við.
Reynsluboltar í ferðaþjónustu
STJÓRNENDUR LANDHÓTELS
Stjórnendur Ólafur Þorgeirsson hótelstjóri og Óli Guðmundsson markaðs- og
sölustjóri undirbúa opnun hótelsins og munu annast reksturinn.
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og