Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 50

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 50
Marta María mm@mbl.is Claire Underwood hefur veitt konum um allan heim innblástur þegar kemur að fatavali. Í fyrri seríum hefur hún alltaf verið framúrskarandi til fara og sýnt fram á að einfaldleikinn er oft besta svarið þegar föt eru valin. Í þáttunum hefur hún alltaf klæðst vel sniðnum fötum úr góð- um efnum. Nú virðist sem búninga- hönnuður þáttanna, Kemal Harris, hafi lagt sérlega mikið á sig til að ná fram ákveðnu útliti. Hún er þó meira en búningahönn- uður þáttanna því hún er persónulegur stílisti leikkonunnar Wright. Í þessari sjöttu seríu af House of Cards er frú Underwood orðin forsetafrú Banda- ríkjanna og það kallar á aðeins öðru- vísi klæðaburð, en samt ekki. „Við göntuðumst með það á setti að Claire Underwood væri í sömu föt- unum og leikkonan Robin Wright væri búin að klæðast síðan á mennta- skólaárunum,“ segir Harris í viðtali við Vogue. Harris segist hafa sótt innblástur í klæðnað kvenna í seinni heimsstyrj- öldinni, þegar hún hannaði búninga þessarar þáttaraðar. Hún lagði mikla áherslu á að fötin væru algerlega klæð- skerasniðin og það væri ekki ein ein- asta misfella. Ermahnappar eru líka mikið not- aðir og settir á nánast hverja einustu flík, bara með mismunandi hætti. Yfirdekktar tölur eru líka áberandi og eru þær í sama lit og fatnaðurinn sjálfur. Það að vera í flík með yfir- dekktum tölum þykir fínt svo því sé haldið til haga. En það eru ekki bara yfirdekktar tölur í sama efni heldur sjást líka belti í sama lit með sylgju eins og herforingjar hafa klæðst í stríðum heimsins. Fötin eru flest svört, grá, ólívu- græn eða blá. Og formin eru kvenleg, níðþröng og sýna vel vaxtarlag leikkonunnar. Tískuáhugamenn til sjávar og sveita eiga án efa eftir að læra eitthvað nýtt við áhorf þáttanna annað en hortug- heit og klæki. Fyrstu myndir af forsetafrúnni Claire Underwood í þátt- unum House of Cards, sem leikin er af Robin Wright, benda til þess að búningahönnuður þáttanna hafi þurft að skerpa línurnar fyrir þessa þáttaröð. Smart Þessi mynd var tekin af Robin Wright þegar House of Cards var frumsýnt. Valdabarátta Claire Underwood er eins og her- foringi á þessari mynd. Með stand- kraga, gulltölur og ermahnappa. Níðþröngt og allt með ermahnöppum Valdsmannsleg Yfirdekktar tölur eru áberandi og vasalok. Takið eftir ermunum. AFP Herforingi Þessi jakki minnir á herklæðnað. Takið eftir töl- unum og stand- kraganum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 C a n a d a G o o se T ri lli u m P a rk a k r. 11 3 .9 9 0 NORDIC STORE Lækjargötu 2 www.nordicstore.is Í verslun okkar í Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.