Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök jólagjöf Barna- myndatökur Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er frábært að fá tækifæri til þess að spila með Juliu Hülsmann, leiðandi djass- konu frá Þýskalandi, og enn betra að bjóða upp á tónleika með tveimur djasskonum á tvö píanó,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir um Tíbrártónleika sem fram fara í Salnum í Kópavogi kl. 20 í kvöld. „Hülsmann er mjög skapandi og leitandi og vill gera eitthvað nýtt. Tónsmíðar henn- ar eru milli þess að vera ómstríð tónlist og hæfileg blanda af lýrík og melódíu. Tónlist Hülsmann getur verið svolítið köntótt og ýtt við landamærum fram og til baka,“ segir Sunna en á tónleikunum verður öll tónlist eftir þær tvær auk þess sem þær leika „The Water eftir Feist“ sem Hüls- mann tók fyrir á hljómplötu sinni In full view. „Mín tónlist er að mestu melódísk og þegar hún spilar mína tónlist á sinn hátt og ég hennar á minn hátt myndast skemmtilegt jafnvægi milli þess ljúfa og beitta. Við vitum hvar við byrjum og hvernig við ætlum að enda en allt þar á milli er óvæntur, ævintýralegur spuni,“ segir Sunna, sem fylgst hafði með Hüls- mann um nokkurt skeið áður en þær spiluðu saman hjá sendiráði Íslands í Berlín. Hülsmann er á mála hjá ECM-útgáfunni og hefur í tvígang hlotið elstu og virtustu djassviðurkenningu Þýskalands. Sunna hef- ur hlotið tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins og var tilnefnd aftur í ár. Að sögn Sunnu lék þær Hülsmann fyrst saman á Play Nordic, hátíðinni í Berlín 2014. Næst komu þær fram á Jazzhátíð Reykjavíkur 2016 og léku árið 2017 saman á Piano Salon og listahátíðinni í Münsterland Berlín. Einstök rödd sem vekur athygli „Hülsmann er virkur talsmaður djassins en hún er stofnandi JazzMusikerAufruf og hefur gegnt formennsku í Þýska tónlistar- félaginu. Hülsmann hefur vakið athygli um allan heim fyrir einstaka rödd sem tónskáld og píanóleikari,“ segir Sunna og bætir við að 2007 hafi samstarf Hülsmann við ís- lenska tónlistarmenn hafist þegar hún kom fram með Strengjakvartett Gerðar Gunnarsdóttur á djasshátíðinni í Berlín. „Það gefst ekki oft tækifæri fyrir djass- píanóleikara að spila á tvö píanó, hvað þá tvær konur. En það tækifæri gefst í kvöld,“ segir Sunna, sem hlakkar til tónleikanna. „Óvæntur ævintýralegur spuni“  Djasskonur fá tækifæri til þess að leika á tvö píanó samtímis í Salnum í Kópavogi  Hülsmann og Sunna túlka og spila verk hvor annarrar  Ómstríð tónlist og hæfileg blanda af lýrík og melódíu Morgunblaðið/Eggert Djasskonur Julia Hülsmann og Sunna Gunnlaugsdóttir æfa í Salnum fyrir tónleika kvöldsins. Myndu jólin koma ef eng-in bók eftir ArnaldIndriðason kæmi út?Þessari spurningu velti ég fyrir mér eftir lestur nýjustu bókar hans, Stúlkunnar hjá brúnni. Frá árinu 1997 hafa fjölmargir eytt jólanóttinni við lestur bóka Arn- aldar en Stúlkan hjá brúnni er 22. bókin sem gefin er út eftir hann. Arnaldur er einn af þeim sem láta líta út eins og vinnan sé ekkert mál, en við Stúlk- una hjá brúnni virðist eins og hann hafi ekkert fyrir skrifunum. Sagan flæðir áfram áreynslu- laust og það er ekki erfitt að hugsa sér að höf- undur hafi sest niður við tölvu dag einn og skrifað söguna í einum rykk. Eins og í síðustu bók, Myrkrið veit, er aðalsöguhetjan Konráð, lög- reglumaður á eftirlaunum. Í grófum dráttum er söguþráðurinn á þá leið að eldri hjón sem Konráð kannast við biðja hann um aðstoð vegna ungrar konu í neyslu. Konráð er hins vegar mest með hugann við unga stúlku sem drukknaði í Reykjavíkurtjörn árið 1961. Sög- urnar tvinnast saman á sannfærandi hátt þar sem sorgin og skömmin umlykur allt. Sögupersónurnar eru áhugaverð- ar og Arnaldur gerir það listavel að lýsa persónum og stöðum á áhuga- verðan hátt, án þess þó að fara út í óþarfa smámunasemi. Samtölin eru einnig framúrskarandi, einföld og eðlileg. Þrátt fyrir að Stúlkan undir brúnni sé spennusaga er ekki þar með sagt að hraðinn og hasarinn sé of mikill. Frekar njóta lesendur þess að lesa vel skrifaða bók sem fær hárin til að rísa á réttum stöðum. Sagan dansar milli nútíðar og for- tíðar og þrátt fyrir að Konráð sé að- alsögumaður fá fleiri persónur sína hluta. Eins og oft áður leynir sagn- fræðileg þekking höfundar sér ekki þegar sagan fjallar um liðna tíð. Lýsingin er til að mynda býsna skemmtileg þegar Konráð hugsar með vanþóknun um háhýsin í Skuggahverfinu: „Hann átti bágt með að skilja hvers vegna heimska mannanna þurfti endilega að velja þennan stað og gera að ljótasta bletti borgarinnar.“ Ólíkt flestum síðustu jólum mun ég ekki fá nýjustu bókina eftir Arn- ald í jólagjöf og ligg því ekki með nefið ofan í henni á jólanótt. Aðrir geta hlakkað til jólanna. Nema Arn- aldur, hann er líklega búinn að lesa bókina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkastamikill Stúlkan hjá brúnni er 22. skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Sorgin og skömmin umlykur allt Glæpareyfari Stúlkan hjá brúnni bbbbm Eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell gefur út. 300 bls. innb. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.