Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tæknibylt-ingar eru al-mennt gagn-
legar, áhugaverðar
og jafnvel skemmti-
legar. Þær hafa í
gegnum aldirnar og árþúsundin
lyft lífskjörum fólks upp úr nán-
ast samfelldri örbirgð þar sem
aldrei var á vísan að róa með
næstu máltíð, upp í þær alls-
nægtir sem heimurinn, í það
minnsta stór og vaxandi hluti
hans, þekkir nú á tímum.
En tæknibyltingar geta verið
varhugaverðar og þegar þróun-
in er gríðarlega hröð, líkt og nú,
þá er sjálfsagt að fara að með
gát. Í Morgunblaðinu í gær var
sagt frá vaxandi notkun þess
sem kalla má internet hlutanna,
eða Internet of Things (IoT) á
ensku. Með því er átt við að
margskonar tæki, jafnvel ryk-
sugur og ísskápar, eru farin að
tengjast internetinu og tala
saman eða við eigandann. Þetta
getur verið gagnlegt, til dæmis
fyrir þá sem vilja vita hvort
mjólkin er búin til að geta kom-
ið við í búð á leiðinni heim, eða
vilja setja ryksuguróbótann af
stað á meðan þeir eru fjarri
heimilinu.
Þetta eru dæmi um mögulega
kosti, en gallarnir eru einnig
fyrir hendi, eða í það minnsta
hætturnar. Fólk er farið að
kaupa tæki til að tala við, sem
geta þar með tekið upp samtöl
sem fram fara á heimilinu. Þessi
tæki eru tengd við internetið og
jafnvel þó að fólk hafi ekkert að
fela er næsta víst að enginn
hefur áhuga á að
aðrir geti hlustað á
það sem fram fer
innan veggja heim-
ilisins. Tæknin á að
koma í veg fyrir
þetta, en er hún örugg? Hingað
til hefur flest tækni brugðist og
brotist hefur verið inn á örugg-
ustu stöðum. Og það er ekki að-
eins að fólk sé með hljóðnema í
íbúðum sínum, sumir hafa þar
öryggismyndavélar. Það er
skiljanlegt, en vissara að ganga
úr skugga um – ef hægt er – að
þær tengist ekki öðrum en ætl-
að er.
Í fyrrnefndri umfjöllun
Morgunblaðsins kom raunar
fram að tölvuöryggisfyrirtækið
Syndis sem hér starfar veit af
meira en sjö hundruð mynda-
vélum hér á landi sem tengdar
eru vefnum og eru aðgengilegar
hverjum sem er. Sumar þeirra
eiga að vera opnar, en að sögn
tæknistjóra fyrirtækisins á það
fjarri því við um þær allar.
Þá hefur sýnt sig að fólk get-
ur verið berskjaldað á sam-
félagsmiðlum, sem það treystir
fyrir miklu magni af upplýs-
ingum um sig og sína, en miðl-
arnir hafa ekki alltaf reynst
traustsins verðir. Mikið hefur
vantað upp á að fólk vari sig á
þessari gerð samskipta.
Tæknibylting síðustu ára hef-
ur verið svo hröð að eðlilegt er
að fólk eigi erfitt með að átta sig
á henni og vari sig þess vegna
ekki. Afar brýnt er orðið að fólk
hugi að þessum nýju hættum í
tilveru nútímans.
Vefurinn er mikið
þarfaþing, en fólk
verður að vara sig}
Nýjar hættur
Ríkisstjórninsýnir eindreg-
inn brotavilja varð-
andi „þriðja orku-
pakkann“ og
pantar sér ótæk
„lögfræðiálit“ til
réttlætingar. Í minni er hve
auðkeyptir „sérfræðingar“
voru í hinu ömurlega Icesave-
máli. Ekkert hefur laskað
Sjálfstæðisflokkinn eins og það
mál. Og orkupakkinn, „Icesave,
taka tvö,“ er skrítnara, og það
að horfa á varaformann flokks-
ins gerast þar merkisberi! Það
veldur óendanlegum von-
brigðum. Við blasir að vísa því
máli til þjóðarinnar.
Annað furðumál er framferði
Landsvirkjunar sem gerir sér
mat úr blekkingum í niðurlægj-
andi þjónkun við ESB um að
Íslendingar noti kjarnorku að
verulegu leyti til orkuöflunar! Í
Bændablaðinu segir: „Enn er
ekkert lát á sölu hreinleika-
vottorða íslenskra orkufyrir-
tækja úr landi. Það er þrátt
fyrir að ráðherrar og þingmenn
hafi lýst furðu sinni á þessu at-
hæfi fyrir þrem árum. Eru slík
vottorð í hávegum höfð hjá
jarðefnaeldsneytis-
knúnum erlendum
raforkuverum.
Enda geta þau með
slíkum vottorðum
sagst framleiða
raforku með hrein-
um og endurnýjanlegum orku-
gjöfum. Þrátt fyrir að þetta sé
vitað neitar hið opinbera fyrir-
tæki Landsvirkjun að upplýsa
hvert vottorðin eru seld og
hvað fáist nákvæmlega greitt
fyrir þau.“
Og blaðið bætir við: „Í stað-
inn fyrir útflutning uppruna-
vottorða verða Íslendingar að
taka á sig og skrá það inn í
bókhaldið hjá Orkustofnun um
orkuframleiðslu að íslenska
orkan, sem framleidd er með
vatnsafli og jarðvarma, sé
menguð í takt við það sem er-
lendu fyrirtækin losa sig við á
pappírunum. Þannig voru ein-
ungis 13% af raforku sem fram-
leidd var á Íslandi 2017 sögð
vera framleidd með endurnýj-
anlegri orku í gögnum Orku-
stofnunar. Hins vegar voru
58% orkunnar sögð eiga upp-
runa sinn í jarðefnaeldsneyti
og 29% í kjarnorku.“
Valdafeimnir ráð-
herrar og valda-
sæknar stofnanir
er vond blanda}
Óvænt kjarnorkunotkun?
F
orsætisráðherra sagði í þingræðu
fyrir skömmu að því miður væru
„engar töfralausnir“ til í gjald-
miðlamálum á Íslandi. Í sömu
setningu kom fram sá skilningur
ráðherrans að því miður lytu allir gjaldmiðlar
fyrst og fremst hagstjórninni. Þannig tókst að
koma tvennum áhugaverðum skilaboðum á
framfæri á örfáum sekúndum.
Skoðum yfirlýsingu forsætisráðherrans
betur. Greinilegt er að henni finnst það mjög
miður að hagstjórn sé ekki galdrar þar sem
hægt er að veifa töfrasprota og leysa málin eitt
skipti fyrir öll. Undirliggjandi er að fyrst engar
töfralausnir séu til hafi ríkisstjórnin afsökun
fyrir því að láta reka á reiðanum í efnahags-
málum.
Fyrir fimmtán árum birtist frétt í Morgun-
blaðinu um að í Norður-Kóreu væri búið að finna upp tæki
sem læknaði næstum öll mannanna mein. Gimsteinn gæti
breytt geislum sólarinnar í rafsegulmagnaða strauma.
Tækið læknaði, að sögn fréttastofu Norður-Kóreu, 98,8%
sjúklinga á nokkrum klukkustundum, meðal annars fólk
sem fengið hafði heilablóðfall og hjartaáfall. Fréttin endaði
á því að heilbrigðiskerfið í Norður-Kóreu væri reyndar
hrunið til grunna.
Hjörtun slá kannski ekki alveg í takt í vinstristjórnunum
í Reykjavík og Pyongyang, en uppgjöfin er svipuð, þó að
hagkerfið sé ekki hrunið til grunna á Íslandi. Hættumerkin
hrannast þó upp. Lausatök í ríkisfjármálum og gjaldmiðill
sem fellur um 10% á tveimur mánuðum. Við bætast kröfur
verkalýðsfélaga um rúmlega 100% hækkun
lægstu launa og hækkun skattleysismarka sem
leiðir af sér hrun tekjuskattkerfisins. Æi, hvað
það væri gott að hafa töfralausn.
Skoðum hinn hlutann í yfirlýsingu forsætis-
ráðherra um að allir gjaldmiðlar lúti fyrst og
fremst hagstjórninni. Hvað segir þá 10%
gengisfall á tveimur mánuðum um hagstjórn-
ina? Evran lýtur samt sem betur fer ekki ís-
lenskri hagstjórn.
Í annarri nýlegri ræðu vill forsætisráðherra
„breyta samfélaginu yfir í að vera hugvitsdrifið
hagkerfi en ekki auðlindadrifið“. Þetta er vissu-
lega göfugt markmið, en á undanförnum árum
hafa íslensk hugbúnaðar- og þekkingarfyrir-
tæki flutt störf úr landi. Hvers vegna? Jú,
vegna þess að gengi krónunnar hefur valdið því
að það er ódýrara. Þannig leiðir óstöðugleiki
krónunnar til færri starfa á því sviði sem forsætisráðherra
vill réttilega efla.
Seinna í sömu ræðu sagði ráðherrann: „Gjaldmiðillinn er
tækið en hagstjórnin þarf að hanga á fleiri þáttum.“ Bíðum
við. Hvort skyldi gjaldmiðillinn vera tæki til hagstjórnar
eða lúta hagstjórninni? Ef yfirmaður Seðlabankans er ekki
viss, þá er ekki von á afrekum í efnahagsmálum.
Vonandi eru næringarráðgjafar og áfengisfulltrúar ekki
á sömu línu og ríkisstjórnin: „Veistu, það eru engar töfra-
lausnir til og þess vegna skaltu bara halda áfram að borða
og drekka eins og þér sýnist.“
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Leitin að töfralausninni
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Greint var frá því í Morgun-blaðinu í byrjun vikunnarað ríflega sextíu tegundiraf jólabjór yrðu boðnar til
sölu í Vínbúðunum í ár. Sala á jóla-
bjór hefst fimmtudaginn 15. nóvem-
ber næstkomandi og úrvalið hefur
aldrei verið eins mikið og nú. Ekki
er enda skrítið að framleiðendur og
innflytjendur færi sig sífellt upp á
skaftið því salan eykst með hverju
árinu sem líður. Í fyrra seldust 757
þúsund lítrar af jólabjór í Vínbúð-
unum. Er þá ótalið það sem selst á
börum og veitingastöðum eða í frí-
höfninni í Leifsstöð.
Alls er 61 tegund af jólabjór í boði
að þessu sinni. Það er umtalsverð
fjölgun frá því í fyrra en vert er að
geta þess að úrvalið er misjafnt eftir
verslunum. Hægt er að fá ágæta
yfirsýn yfir úrvalið á vefsíðu Vínbúð-
anna og þar er líka hægt að leggja
inn sérpöntun, vilji áhugasamir vera
öruggir um að ná að smakka
ákveðnar tegundir.
Meira en helmingur innlendur
Vinsælasti jólabjórinn hefur verið
hinn danski Tuborg sem þó er fram-
leiddur hér á landi. Hins vegar hafa
minni framleiðendur notið sífellt
meiri vinsælda, enda gefst þarna
ágætistækifæri til tilraunastarfsemi.
Þekkt er að margir vinnustaðir og
hópar koma saman fyrir jólin og
smakka jólabjórana og margir eru
þá spenntir fyrir nýjungum.
Þegar rennt er yfir bjórana sem í
boði verða kemur í ljós að 29 teg-
undir eru innfluttar en 32 eru fram-
leiddar hér á landi. Þar af er hlutur
örbrugghúsa þó nokkur. Af þeim
þekktu sem verða með í ár má nefna
Ölvisholt, Gæðing, Borg brugghús,
Kalda, Steðja, Einstök, Segul 67 og
Bryggjuna brugghús. En svo bætast
nokkur glæný í hópinn.
Þar ber fyrst að nefna Brothers
Brewery frá Vestmannaeyjum sem
hefur getið sér gott orð fyrir bjóra á
borð við Gölla og Eldfell. Nú tekur
brugghúsið í fyrsta sinn þátt í jóla-
bjórflóðinu í Vínbúðunum með
bjórnum Lepp.
Sama gildir með Malbygg, sem
hóf fyrr á árinu að selja bjóra í Vín-
búðunum. Hafa tegundir á borð við
Galaxy IPA og Sopa mælst vel fyrir.
Nú er komið að Jólakisa.
Brugghúsið Austri kynnir til leiks
jólabjórinn Röndólf en Austri hefur
vakið nokkra athygli eftir að opn-
aður var bar í brugghúsinu á Egils-
stöðum. Þá verður RVK Brewing
með forvitnilegan bjór á boðstólum;
Co. & Co sem er tunnuleginn bakk-
elsis Stout.
Mikill áhugi á handverksbjór
Þessir litlu framleiðendur eru til
marks um þá miklu grósku sem er í
bjórheiminum og fjallað hefur verið
um í Morgunblaðinu. Sífellt fleiri
framleiðendur og veitingastaðir
spretta upp og mikill áhugi virðist
vera til staðar fyrir svonefndum
handverksbjórum. Er hann bæði að
finna hjá Íslendingum en ekki síður
hjá erlendum ferðamönnum sem
sækja í að smakka innlenda og
spennandi framleiðslu.
Auk þessara nýju framleiðenda
verða þeir eldri einnig með spenn-
andi úrval. Víking býður upp á þrjá
nýja jólabjóra, auk þeirra sem flestir
þekkja. Þeir nýju kallast Flibba-
hnappur mandarínu White Ale, Jóla-
fökker IPA og Kakóhóhó. Borg
brugghús verður með fjóra bjóra.
Þrjá eldri, þar á meðal Hurðaskelli
nr. 54 sem naut mikilla vinsælda í
fyrra og seldist fljótt upp, og hinn
nýja Skyrgám nr. 60.
Æ fleiri örbrugghús
bætast í jólabjórflóðið
Morgunblaðið/Hari
Jólabjórinn Tvær vikur eru í að hillur og gólf Vínbúðanna verði hertekin af
jólabjór. Úrvalið hefur aldrei fyrr verið jafnmikið. 61 tegund verður í boði.
Samfara því að úrval jólabjórs
hefur aukist jafnt og þétt í
gegnum árin hafa þeir fengið sí-
fellt forvitnilegri nöfn.
Í ár geta áhugasamir til að
mynda nælt sér í flösku af
Flibbahnappi Mandarínu White
Ale, Jólafökker IPA eða Kakó-
hóhó. Nú eða þá einn ískaldan
Snjókarl, Jólakisa, Röndólf eða
Lepp.
Jólakisi og
Kakóhóhó
FORVITNILEG NÖFN Í ÁR
Jólabjór Úrvalið hefur aðeins
aukist síðasta áratuginn.