Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 1
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það fer eftir því hvernig gos verður í jöklinum og þá hvaða leið vatnið kemur niður, en hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi,“ segir Aron Einarsson frá Hofsnesi í Öræfum, og vísar í máli sínu til þess að eitt stærsta eldfjall Íslands, Öræfajökull, hef- ur frá áramótum 2016-2017 þan- ist út og eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi. Komi til goss má vænta hlaupa og er hús Arons og fjölskyldu hans á svæði sem skilgreint er sem „ótryggur staður“. Mjög óvenjulegt ástand „Allir elstu bæirnir, þ.e. Hnappavellir, Hof og Svínafell, eru rétt utan flóðasvæðisins. Það er hins vegar ekki pláss fyrir alla uppi í hlíðunum og því er ég til að mynda ekki á mjög góðum stað hér ef það kemur flóð,“ segir Aron í samtali við Morgun- blaðið. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir þörf á að taka merki eldstöðvarinnar alvarlega. „Við vitum ekki til þess að svona skjálftar hafi fundist áður og það segir okkur að þetta ástand er mjög óvenjulegt.“ Húsið færi allt undir jökulflóð  Þensla og skjálftavirkni í Öræfajökli eykst stöðugt MSkjálftavirkni aldrei … »36 og 37 Morgunblaðið/RAX Hofsnes „Hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi,“ segir Aron Einarsson. F I M M T U D A G U R 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  257. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS FJÁRFEST Í SKUGGA TAP- REKSTRAR RÍSANDI STJARNA KEMUR FRAM Á AIRWAVES VIÐSKIPTAMOGGI NADINE SHAH 80SÉRBLAÐ 8 SÍÐUR MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Stefán Gunnar Sveinsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Óttast var að maður og kona hefðu farist í miklum eldsvoða sem kom upp í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi um fjögurleytið í gær, með þeim afleiðingum að þau hafi orðið innlyksa á efri hæð hússins. Taldi slökkvilið sig hafa komist að því hvar fólkið var mögulega staðsett á efri hæðinni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi en farið var varlega í allar aðgerðir með tilliti til rannsóknar- hagsmuna. Samkvæmt tilkynningu frá Lög- reglunni á Selfossi voru húsráðandi og gestkomandi kona handtekin vegna rannsóknar á eldsupptökum, en ekki fengust frekari upplýsingar um ástæður handtökunnar þegar leitað var eftir þeim í gærkvöldi. Þá sagði í fréttatilkynningu lög- reglunnar á Selfossi að sérfræðing- ar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Erfiðar aðstæður fyrir leit Pétur Pétursson, slökkviðsstjóri hjá Brunavörnum Árnesinga, sagði við mbl.is í gær að húsið hefði verið algjörlega alelda þegar slökkviliðið bar að garði. „Þá var eldur og reyk- ur út um alla glugga þannig að það var einn eldhnöttur þegar við komum,“ sagði Pétur. Bjóst Pétur jafnframt ekki við að hægt yrði að fara inn í húsið fyrr en í dag vegna aðstæðna. Þá gerði það slökkviliðinu erfitt fyrir að húsið var orðið það veik- burða að innan að hætta lék á því að slökkviliðsmenn og reykkafarar gætu fallið á milli hæða ef þeir at- höfnuðu sig á efri hæð hússins. Var því talið að styrkja þyrfti efri hæð- ina áður en hægt yrði að ganga þar um. Að sögn Péturs var húsið gamalt, frá árinu 1950. Var talið að asbest hefði verið í einangruninni í þakinu og beitti slökkviliðið því stórum vatnsbyssum til þess að minnka reykinn frá húsinu. Óttast að tvennt hafi farist  Mikill eldsvoði á Selfossi  Karl og kona handtekin Morgunblaðið/Hari Eldur á Selfossi Húsið var alelda þegar slökkviliðið bar að garði. Voru aðstæður mjög erfiðar á vettvangi og stóð slökkvistarf yfir langt fram eftir kvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.