Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Í nýjustu ljóðabók Bubba Morthens,
Rof, yrkir hann um kynferðisofbeldi
og áhrif þess á sálarlíf ungs manns í
mótun. Þar tæpir hann á óttanum og
skömminni, reiðinni sem svo fylgir,
og loks sáttinni og fyrirgefningunni,
sem hann segir sjálfur að náist ekki
nema maður hafi unnið úr tilfinn-
ingum sínum.
Með Rof lýkur Bubbi þríleiknum
sem hófst haustið 2015 með útgáfu
ljóðabókarinnar Öskraðu gat á
myrkrið, en þar orti Bubbi um mar-
traðarkenndan heim vímu og ótta,
sem hann fylgdi svo eftir með
Hreistur, sem gefin var út í fyrra.
Ævisagan í ljóðum
„Hún varð til á svipuðum tíma og
þegar ég var að vinna Öskraðu gat á
myrkrið,“ segir Bubbi aðspurður
hvenær hann hafi hafið vinnu við Rof.
„Á þeirri bók er að finna hluti sem
Rof er í raun bara beint framhald af,“
segir Bubbi. Þrátt fyrir það segir
hann bækurnar ekki hafa komið út í
línulegu samræmi við lífshlaup hans
en sem dæmi fjallar Hreistur, annað
verkið í þríleiknum, um umhverfi far-
andverkamannsins sem mótaði hann
sem listamann, sjávarþorpin, verbúð-
irnar, o.fl.
„Ef ég hefði átt að setja númer á
þær þá hefði Rof verið númer eitt,
Hreistur númer tvö og Öskraðu gat á
myrkrið númer þrjú,“ segir Bubbi.
Hann segir bækurnar þrjár vera
að einhverju marki sjálfsævisögu-
legan þríleik en eins og Bubbi sagði í
samtali við Morgunblaðið þegar
fyrsta bókin kom út, þá hafði hann
ætlað sér að skrifa sjálfsævisögu, en
ekki fundið rétta formið, þangað til
hann ákvað að yrkja söguna.
„Maður ræður voðalega litlu um
hvert maður fer þegar maður byrjar.
Upphaflega þegar ég hófst handa við
Öskraðu gat á myrkrið þá byrjaði ég
að skrifa ævisögu mína. Ég var alltaf
að leita að formi og fann það ekki
fyrr en það endaði þarna, í fríljóð-
inu,“ segir Bubbi og bætir við að
ljóðaformið hafi legið mjög vel fyrir
honum þegar hann loks fann það.
„Það er til lausn“
Spurður hvernig það hafi á hann
tekið að líta um öxl og horfast í augu
við átakanlegar upplifanir og tilfinn-
ingar eins og Bubbi yrkir um í Rof
svarar hann: „Til þess að geta það þá
þarftu að hafa unnið þannig í þínum
málum að þetta valdi þér ekki lengur
sársauka eða skaða. Fegurðin fyrir
þolandann er sú að það er til lausn.
Þú þarft ekki að burðast með
þetta. Þú þarft ekki að lifa með þess-
ari skömm og þessum sársauka, það
er til lausn. Það er hægt að vinna sig
heilan. Það kostar vinnu en hún er
þess virði.“
Þá segist Bubbi taka eftir einhvers
konar feimni í kringum sig, þá sér-
staklega meðal karlmanna, við að
ræða bókina og efnistök hennar.
„Hins vegar eru ótrúlega margir
sem nú þegar hafa sent mér pósta og
einkaskilaboð þar sem þeir eru að
segja mér frá reynslu sinni og
spyrja: „Hvar get ég leitað mér
hjálpar?“,“ segir Bubbi og bætir við
að það sé gríðarlega gleðilegt að bók-
in hafi opnað slíka umræðu.
Gruggið gæti dúkkað upp aftur
Rof hefst á ljóðinu „Áfallið“ og lýk-
ur með ljóðunum „Sátt“, „Orðin“ og
„Ferðalagið“. Eins og titlarnir gefa
til kynna spannar bókin átakanlegan
mótunartíma í lífi Bubba frá áfalli að
endurheimt og allt þar á milli. Spurð-
ur hvort hann hafi ort ljóðin með jafn
kerfisbundnum hætti og þau birtast
manni í bókinni svarar Bubbi: „Já og
nei. Þetta var svolítið í belg og biðu
en svo fór ég að raða þessu upp á
misjafnan máta. Hægt og rólega kom
þessi línulega frásögn, að byrja á
upphafinu og enda á heiluninni. Mér
fannst það svona frekar rökrétt.“
Hann segir þetta ferli þó hafa tek-
ið sig töluverðan tíma og segir: „Ég
var endalaust að prufa og skoða
hvaða möguleikar væru í stöðunni.
Og svo var auðvitað slatti sem fór
ekkert inn, sem bara lenti utan-
garðs.“
Spurður hvort hann sé með síð-
ustu bókinni í þríleiknum búinn að
gera atburðunum og æskuárunum
endanlega skil kveður Bubbi já við,
en segir: „Ég býst við að það muni
örugglega áfram dúkka upp einhvers
konar grugg.“
Meira á leiðinni
Eins og áður segir lá ljóðaformið
vel fyrir Bubba þegar hann hóf vinnu
við Öskraðu gat á myrkrið en Bubbi
segir formið þó ekki hafa verið sér al-
gjörlega nýtt og nefnir í því dæmi
ljóðahljóðbókina Hvíta hliðin á
svörtu sem gefin var út 1996.
„Þetta er auðvitað allt öðruvísi en
að búa til dægurlagatexta eða söng-
texta. Þetta form býður upp á miklu
fleiri vinkla, ef svo má að orði
komast.“
Bubbi segir að samhliða þrí-
leiknum hafi hann verið að vinna að
öðrum ljóðabálki, sem m.a. byggist á
pælingum um flóttafólk á Íslandi.
Blaðamaður stenst því ekki mátið og
spyr hvort búast megi við fleiri ljóða-
bókum frá Bubba á næstunni og við
því er svarið einfalt: „Já“.
„Það er hægt að vinna sig heilan“
Morgunblaðið/RAX
Þríleikur Í ljóðabókinni Rof yrkir Bubbi Morthens um kynferðisofbeldi og áhrif þess á sálarlíf ungs manns í mótun.
Rof er þriðja ljóðabókin, en fyrsta bindið í sjálfsævisögulegum þríleik Bubba Morthens
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Ljósmyndirnar eru heimurinn sem
ég var í og dagbókin er um mína
innri baráttu, eða þá um það hvernig
lífið er hverju sinni. Ég var nýkom-
inn úr sambandi og langaði að
breyta til í lífinu mínu og fór á þetta
svæði og það varð umbreyting í
hugsuninni minni sem átti sér stað í
þessari ferð,“ segir myndlistar-
maðurinn Halldór Ragnarsson, sem
nýlega gaf út ljósmyndabókina Leit
að lífi, sem mun vera ólík þeim verk-
um sem hann hefur áður unnið að.
Ferðalagið breytti sýninni
Hún er ekki eiginleg ljósmynda-
bók heldur ferðasaga Halldórs, sem
ferðaðist til
Suður-
Karíbahafs-
ins síðasta
vetur. Ferða-
sagan saman-
stendur af
dagbókar-
skrifum Hall-
dórs og
myndum af
mismunandi
þáttum mannlífsins og náttúru á eyj-
unum St. Vincent og Grenada. Bókin
samanstendur af dagbókarskrifum
og ljósmyndum sem Halldór tók á
ferðalaginu.
Í tveggja mánaða ferðalaginu um
eyjarnar flakkaði Halldór milli eyja
ásamt vinum sínum á skútu. Hann
segir ferðalagið hafa breytt sýn
sinni á margan hátt, og að hann hafi
verið í leit að eins konar lífi, eins og
titill bókarinnar gefur til kynna. Þó
hafði hann ekki hugsað sér að gefa
út bók eftir ferðalagið.
„Þegar ég fór í ferðina var ég ný-
kominn úr sambandi og á milli íbúða,
þannig að ég fór út í einhvers konar
leit að lífi. Ég fór ekki út til þess að
taka myndir eða gefa út bók, heldur
til að taka smá frí. Hitt gerðist bara
sjálfkrafa. Ég er ekki ljósmyndari
heldur myndlistarmaður en áður en
ég vissi af var ég byrjaður að vinna í
fríinu. Í ferðinni var ég bara í fullri
vinnu sem endaði í hátt í 2.000 ljós-
myndum.“
Halldór ferðaðist mestmegnis
einn með myndavélina og tók mynd-
ir af öllu milli himins og jarðar, en þó
aðallega því sem hafði áhrif á hann.
Mannlífið á eyjunum er í megin-
atriðum ólíkt því sem þekkist á
Íslandi því þar er mikil fátækt en þó
segir Halldór að þar sé gleðin
ríkjandi, þrátt fyrir erfiðar aðstæður
heimamanna.
Speglaði sig í fólki
„Þarna er mjög mikil fátækt en
upp til hópa er fólk miklu ánægðara
þarna en á Íslandi. Ég held að sólin
sé ekki ástæðan, ég fékk leið á sól-
inni eftir viku þarna. Það er einhver
kjarni þarna sem ég varð fyrir mikl-
um áhrifum af og ég veit ekki enn þá
hver hann er. Þetta snýst alla vega
ekki um það að eiga fullt af hlutum
og vera glaður út af því, ég uppgötv-
aði það þarna. Þarna er fólk sem er
atvinnulaust og á ekki neitt, skóla-
kerfið er ekki vel uppbyggt en samt
er fólk með einhverja hreina gleði.
Þess vegna byrjaði ég að taka mynd-
ir af þessu fólki – þetta var mjög
áhugavert fólk fyrir mér.
Ég var að taka myndir af fólki
sem hafði áhrif á mig, ég var að
spegla mig í því. Þegar maður er að
fylla inn í sálina þá finnur maður það
í öðru fólki. Tilgangurinn var að
kynnast fólki og opna þennan nýja
heim, ég er dálítill einfari að eðlisfari
og ég nota myndavélina sem eins
konar vopn: ég gat nálgast fólk á
auðveldari hátt með myndavélina.
Dagbókarskrifin eiga stóran þátt í
bókinni og undirstrika það hve per-
sónuleg hún er.“
Hollt að halda dagbók
Halldór er vanur að halda dag-
bækur og segir skrifin hafa góð áhrif
á sálartetrið. „Ég held venjulega
dagbók, það er mjög gott fyrir mig.
Ég held að það sé mjög hollt að
halda dagbók, þá nær maður að
setja hugsanirnar á blað. Það er dá-
lítið mín sálfræði, að skrifa. Í þessari
ferð náði ég að njóta augnabliksins,
kannski hafði ég áður verið að spá í
framtíðinni, hvað hún beri í skauti
sér. En það sést í gegnum dagbókar-
skrifin í bókinni að ég fór hægt og
rólega að taka eftir því sem var fyrir
framan mig. Stundum eru skrifin
dapurleg en stundum sýna þau af
sér gleði, bara eins og lífið er.“
„Náði að njóta augnabliksins“
Leit að lífi nefnist ljósmyndabók sem myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson hefur sent frá sér
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinna „Ég er ekki ljósmyndari heldur myndlistarmaður en áður en ég vissi af var ég byrjaður að vinna í fríinu,“
segir Halldór Ragnarsson myndlistarmaður um tilurð ljósmyndabókarinnar Leit að lífi sem nýverið var gefin út.