Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Útifuglafóður Mikið úrval, gott verð Smáratorg · Bíldshöfði · Grandi · Hafnarfjörður FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kostnaður Alþingis vegna alþjóða- starfs nemur 68,4 milljónum króna fyrstu 9 mánuði ársins 2018. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Helga Bernódussyni, skrifstofu- stjóra Alþingis. Blaðið leitaði til Alþingis til að varpa ljósi á umfang alþjóðastarfs- ins og þann kostnað sem af starfinu hlýst. Óskað var upplýsinga um kostnað vegna fimm síðustu ára, þ.e. árin 2014 til og með 2018. Nemur hann tæplega 430 milljónum króna. Kostnaður vegna þriggja síðustu mánaða þessa árs á eftir að bætast við. Mestur var kostnaðurinn árið 2015 eða 134,3 milljónir. Það ár var Norðurlandaþing haldið í Reykjavík og var kostnaður við þinghaldið 44,7 milljónir það ár. Kostnaður við að kalla inn varaþingmenn ótalinn Inn í þessar tölur vantar kostnað við varamenn sem kallaðir eru inn vegna trúnaðarstarfa aðalmanna er- lendis. Fram kom hér í blaðinu ný- lega að fyrstu 9 mánuði ársins voru varamenn kallaðir inn í 57 skipti og stefnir í metár. Kostnaður vegna varamanna það sem af er árinu 2018 er 23 milljónir króna. Þess ber að geta að ekki eru allir varamenn kall- aðir inn vegna alþjóðastarfsins. Aðrar ástæður koma til, svo sem veikindi o.fl. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í viðtali við Morgun- blaðið nýlega að það væri ánægju- efni þegar íslenskir þingmenn væru valdir til trúnaðarstarfa á erlendum vettvangi og slíkt kallaði á ferðalög og fjarveru frá þinginu. Hann full- yrti að ekkert bruðl væri í gangi og oft væri Ísland með minnstu sendi- nefndirnar á alþjóðavettvangi. Alþjóðastofnanir og samtök sem Alþingi/þingmenn eru aðilar að eru átta talsins. Fundi þeirra sækja á bilinu 3-7 íslenskir þingmenn:  Alþjóðaþingmannasambandið (IPU). Þrír þingmenn. Sambandið heldur tvö þing á ári; að vori í aðildarríki og að hausti í Genf.  Evrópuráðsþingið. Þrír þing- menn. Kemur saman til þingfunda fjórum sinnum á ári í Strassborg.  Þingmannanefndir EFTA og EES. Fimm þingmenn. Þingmanna- nefnd EFTA kemur að jafnaði sam- an fjórum sinnum á ári og þing- mannanefnd EES tvisvar á ári.  NATO-þingið. Þrír þingmenn. Heldur tvo árlega þingfundi að vori og hausti.  Norðurlandaráð. Sjö þing- menn. Heldur fjóra stóra fundi á ári, í janúar, apríl, september og um mánaðamótin október/nóvember þegar Norðurlandaráðsþing fer fram.  Vestnorræna ráðið. Sex þing- menn. Heldur tvo árlega fundi, þemaráðstefnu í janúar og ársfund í ágúst eða september.  Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál. Þrír þingmenn. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár.  Þing Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu. Þrír þingmenn. ÖSE-þingið heldur þrjá árlega fundi, vetrarfund í febrúar, ársfund í júlí og haustfund í september eða október. Auk þessa er föst venja að þing- menn fari á allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna árlega; nú fjórir þing- menn í tvær vikur, segir Helgi. Alþjóðastarf forseta er sér á parti; það er fólgið í þátttöku í reglu- bundnu samstarfi forseta þjóðþinga, í opinberum heimsóknum til annarra þinga og einstökum öðrum við- burðum erlendis. Þá er annað slagið efnt til þátttöku alþingismanna í sér- stökum fundum erlendis, svo sem umhverfisþingum (t.d. í París), kvennafundum SÞ o.fl. Loks sé rétt að nefna að taki íslenskir þingmenn að sér trúnaðarstörf (formennska, framsaga) hefur þeim verið veitt rík- ari heimild til þátttöku í fundum er- lendis. Kostnaður við alþjóðastarfið er greiddur af fjárheimildum Alþingis. „Ég veit ekki til þess að neinar tekjur komi þar á móti. Nokkur dæmi eru til þess (helst hjá Norður- landaráði) að alþjóðasamtökin greiði ferðakostnað alþingismanna sem eru þá í erindum þeirra. Og eitthvað er um endurgreiðslu kostnaðar (túlkaþjónustu, t.d.), en þá er slíkur kostnaður ekki gjaldfærður hjá Al- þingi,“ segir Helgi. Nákvæmt yfirlit um þátttöku í al- þjóðastarfi Alþingis má finna á vef þingsins, sem nær allt aftur til árs- ins 2010. Allar ferðir eru taldar upp og hægt er að lesa frásagnir af sum- um fundanna. Á yfirlitinu má sjá að farnar hafa verið 80 ferðir það sem af er þessu ári, flestar í maí, 16 tals- ins. Keyptar hafa verið flugferðir fyrir 9,8 milljónir og dagpeninga- greiðslur það sem af er ári nema 17,4 milljónum. Hæstar voru greiðslurnar árið 2015. Greiddar voru 23,3 milljónir króna fyrir flugferðir, dagpeningar voru 25,5 milljónir og dvalarkostn- aður 64,4 milljónir. Umfangsmikið alþjóðastarf  Alþingi og/eða alþingismenn eru aðilar að samtals átta alþjóðastofnunum og samtökum  Kostnaður vegna alþjóðastarfs þingmanna fimm síðustu ár nemur tæplega 430 milljónum króna Morgunblaðið/Hari Setning Alþingis Þingmenn þurfa að sinna umfangsmiklu alþjóðastarfi, sem felst m.a. í fundahöldum erlendis. Kostnaður við alþjóðastarf Alþingis 2014 til 2018* *Fyrstu 9 mán. 2018Heimild: Alþingi 2014 2015 2016 2017 2018* Erlent samstarf fastanefnda 7.896.144 12.853.245 5.871.018 4.450.678 5.544.900 Sendinefnd á Allsherjarþing SÞ 4.019.983 3.788.035 4.546.067 2.244.387 1.321.810 Íslandsdeild Norðurlandaráðs 21.477.718 14.830.715 15.195.033 16.284.386 18.391.512 Noðrðurlandaráðsþing í Rvk. 44.706.223 946.692 195.327 Íslandsdeild NATO-þingsins 4.746.335 6.969.214 4.245.314 3.335.605 2.236.893 Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 8.100.983 7.440.218 7.656.005 3.253.419 8.544.179 Íslandsdeild þingmanna EFTA 6.066.604 7.553.567 6.407.382 8.100.234 2.744.371 Íslandsdeild Alþjóðaþingm.samb. 6.849.285 7.478.311 7.803.198 6.671.801 3.964.232 Íslandsd. Vestnorræna ráðsins 4.087.360 18.478.296 17.714.309 27.107.145 21.469.409 Íslandsd. ÖSE-þingsins 4.845.342 5.039.619 4.455.180 3.530.573 2.923.450 Þingmannan. Norðurheimsk.ráðsins 3.179.249 1.378.845 1.890.775 2.215.118 706.974 Annað alþjóðastarf 1.434.305 117.257 771.660 553.282 Ráðstefnur á Íslandi 2.390.373 500 Samtals 71.269.003 134.340.966 76.848.230 78.160.833 68.401.012 Engir þingfundir verða á Alþingi í þessari viku. Ástæðan er m.a. sú að margir þingmenn eru á fundum erlendis. Nefndir starfa á fimmtudag og föstudag. Norðurlandaráðsþing fer fram í Ósló dagana 29. október til 1. nóvember. Þingið sitja fyrir Íslands hönd alþingismennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir, Kol- beinn Óttarsson Proppé, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifs- son, Steinunn Þóra Árnadóttir og Vilhjálmur Árnason. Með í för er Helgi Þorsteinsson, starfsmaður skrifstofu Alþing- is. Þá situr Guðjón S. Brjánsson þingið sem fulltrúi Vestnorræna ráðsins. Með honum í för er Bylgja Árnadóttir, starfsmaður skrifstofu Alþingis. Í Ósló fer einnig fram fundur norrænna þingforseta. Hann situr þingforsetinn Steingrímur J. Sigfússon og tveir starfs- menn Alþingis eru með í för, Helgi Bernódusson og Jörundur Kristjánsson. Loks fer fram í vikunni fundur formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Fundinn, sem fram fer í Vilníus, sækja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Stígur Stefánsson, starfs- maður skrifstofu Alþingis. Ekki fundað á Alþingi þessa viku ALÞJÓÐASTARFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.