Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Verkamenn sem byrjuðu á vinnumark- aði 1940 þurftu að vinna án lífeyrisrétt- inda til 1970, eða í 30 ár, sem veldur því að þeir fá drjúgan hluta lífeyris í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. Þetta veldur því að stofnunin ákveður hvað þessir lífeyrisþegar fá greitt og má segja að mannréttindum þess aldraða sé hent út í horn og eingöngu stuðst við hugdettuákvarðanir starfs- manna Tryggingastofnunar, út frá ákveðnum fyrirmælapunktum frá ráðherrum. Aldraður sem býr í eigin íbúð hefur ekki rétt á því, að mati Tryggingastofnunar, að nota íbúð- ina nema í samráði við stofnunina. Eignarrétturinn er raunverulega tekinn af honum og færður yfir á stofnunina án þess að fram hafi farið nein lögmæt aðgerð sem heimili slíkt. Eitt af því sem alveg er bannað þeim gamla er að hafa einhvern í íbúðinni hjá sér, hlýði hann því ekki, er lífeyririnn lækk- aður. Hvernig þeir finna þetta út er bara einhver hugdettuákvörðun, því aldrei er rætt við þann aldraða um svona breytingar áður en lækkun er sett á, heldur bara einfald- lega, lífeyririnn lækk- aður. Ef við lítum aðeins á aðferð Trygginga- stofnunar þá er hún eitthvað á þessa leið. Ættinginn hjá þeim aldraða lætur hann fá 3.000 kr. uppí matar- kaupin og sá gamli kaupir mat fyrir þá báða á 6.000 kr. Þegar Tryggingastofnun kemst að því að ættinginn hafi borgað það sem hann borðaði lækkar stofnunin lífeyri þess gamla sem nemur því er ættinginn borgaði fyrir sig. Þetta veldur því að maturinn fyrir þann gamla kostaði 6.000 kr. en 3.000 kr. fyrir ættingj- ann. Þetta byggist á hinu nasíska stjórnsýslukerfi stofnunarinnar. Það er sorglegt að við Íslend- ingar beitum svona kúgunaraðferð gegn öldruðum alveg að ástæðu- lausu, því miðað við hvernig mok- að er peningum í yfirstéttina þá er þarna verið að sækja molakaffi- aura í vasa aldraðra, sem er þó peningur fyrir þá. Áður en ég skrifaði þessar línur hringdi ég í Tryggingastofnun til að kanna þeirra álit á málinu. Þegar starfsstúlkan heyrði um hvað samtalið snerist sagði hún með þjósti – þú býrð ekki einn. Aðeins þeir sem búa einir fá fullan lífeyri. Ég spurði hana hvort ég ætti að reka konuna út, hún ætti jafnmikið í íbúðinni og ég. Hún svaraði þessu ekki og sagði ekkert eftir þetta svo ég talaði smástund við sjálfan mig og sagði síðan að ég væri ekki að skamma hana persónulega, heldur tala um kerfið. Hún svaraði þessu ekki heldur og þegar ég kvaddi, sagði hún – bless. Eitt breytist ekki, menn skulu borga öll opinber gjöld fullu verði þó lífeyririnn sé skertur. Er ekki komin tími fyrir ríkisvaldið að skoða þessi vinnubrögð Trygg- ingastofnunar? Hversvegna þurfa aldraðir að búa við svona mann- vonsku síðustu æviárin? Sá gamli skal búa einn Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Aldraður sem býr í eigin íbúð hefur ekki rétt á því, að mati Tryggingastofnunar, að nota íbúðina nema í samráði við stofnunina. Höfundur er eldri borgari. Hefurðu spáð í það að Jesús Kristur af- máði dauðann og inn- leiddi óslökkvandi ljós og eilíft líf með upprisu sinni frá dauðum? Ég er einmitt alltaf að reyna að ná þessu og tileinka mér þetta því að mér finnst þetta virkilega at- hyglisvert og spennandi og hrein- lega verulega mikið til koma. Hvers vegna haldið þið annars að fólk sé enn að tala um þennan Jesú Krist 2.000 árum eftir að hann var uppi? Og hvers vegna ætli það sé að kirkjan heldur velli eftir allan þennan tíma? Þá er ég ekki að tala um einstakar kirkju- deildir heldur almennt. Haldið þið að það sé vegna þess að vígðir þjónar kirkjunnar eða kirkjunnar fólk almennt geri aldrei mistök og viti alltaf allt best? Haldið þið að það sé vegna þess að þetta fólk hafi í gegnum tíðina verið svo miklir yfirburða andlegir snill- ingar sem hafa svör við öllum spurningum og sé því vel til þess fallið að eiga síðasta orðið í öllum sam- skiptum eða málum sem upp kunna að koma? Nei, það er að sjálf- sögðu ekki þess vegna. Jafnvel ekki þrátt fyrir alla trúu og góðu þjónana sem hugsanlega gjalda þess sem aðrir kirkj- unnar þjónar hafa brotið af sér með einum eða öðrum hætti í gegnum aldirnar eða gert einhvers konar mistök sem við jú öll gerum á einhverjum tímapunkti á ævinn- ar göngu. Kirkjan lifir og fólk er enn að tala um og leita eftir handleiðslu, stuðningi og styrk frá Jesú Kristi. Það er vegna þess að hann lifir enn í dag og vegna þess að hinn heilagi andi hans andar á þá dag- lega ferskum andblæ lífsins vonar sem þiggja vilja og þrá að fá að hvíla í. Við erum að tala um anda upp- risu lífsins sem megnar að græða sár, uppörva skaddaðar sálir sem orðið hafa fyrir vonbrigðum, mis- rétti, kúgun eða hvers konar of- beldi eða mismunun. Andann sem veitir hjörtunum huggun og eilífan frið. Andann sem stendur með þeim sem hallað er á. Andann sem reisir upp og fyrirgefur og gott er að hvíla í hvernig sem allt velkist í henni veröld. Ást Guðs Ást Guðs er nefnilega eins og galdur sem við skiljum ekki en getum upplifað, fáum að meðtaka ef við viljum og megum hvíla í og njóta hvernig sem stendur á. Og það sem er svo óendanlega þakkarvert og dýrðlegt er að okk- ur býðst að vera farvegur þess- arar ástar Guðs í umhverfi okkar dag hvern, jafnvel þótt við séum bara eins og við erum. Því er svo nauðsynlegt að staldra reglulega við og horfa inn á við. Rækta sjálfan sig, hugleiða Guðs orð, áætlanir og vilja, veru okkar hér og tilgang. Hvaðan við komum, hver við erum, hvert við raunverulega viljum stefna og vera á bæn fyrir sjálfum okkur, okkar dýrmæta umhverfi, náttúru, möguleikum og gjöfum hennar og fyrir ástvinum okkar og sam- ferðafólki yfirleitt. Okkar daglegu þörfum, áætlunum, draumum og þrám og því sem á hugann kann að leita hverju sinni og á hjarta okkar er lagt. Með kærleiks- og friðarkveðju í fullvissu þess að höfundur og full- komnari lífsins, kærleikans og friðarins muni vel fyrir sjá og leiða okkur inn til dýrðarinnar þegar yfir lýkur. Lifi lífið! Hvers vegna? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Við erum að tala um andann sem megnar að græða sár, uppörva skaddaðar sálir sem orðið hafa fyrir vonbrigðum, misrétti, kúgun eða hvers konar ofbeldi. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Á netinu les ég um baráttu foreldra fyrir því að fá að skíra dóttur sína Alex. Nafninu var hafnað af manna- nafnanefnd, í fullu sam- ræmi við manna- nafnalögin. Það ákvæði í lögunum sem kveður á um þetta hljóðar svona: Gr. 5.3: Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Alex er hefðað sem karlmannsnafn en ekki sem kvenmannsnafn og því var úrskurður mannanafnanefndar sá eini sem til greina gat komið að óbreyttum lögum. Þessu þarf að breyta (sbr. Blæ- málið) og það er afar einfalt, með eft- irfarandi orðalagi: „Stúlku skal alla jafna gefa hefð- bundið kvenmannsnafn og dreng skal alla jafna gefa hefðbundið karlmanns- nafn. Æski forráðamenn barns þess sérstaklega er þó heimilt að víkja frá þessu. Ósk þessa efnis skal beint til Þjóðskrár.“ Það eru engin rök fyrir því að telja Alex vera karlmannsnafn fremur en kvenmannsnafn önnur en einmitt hefðarrök. Nú skal ég ekki fullyrða um „réttlætistilfinningu almennings“, svo að notaður sé algengur orða- leppur, en lög sem banna Alex sem kvenmannsnafn særa mína réttlætis- tilfinningu og ég er greinilega ekki einn á þeim báti. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra mannanafnalaga. Þetta frumvarp er ekki vel hugsað. Það gengur of langt í sumum greinum og er of óljóst í öðrum greinum. Ekki dreg ég í efa góðan vilja flutnings- manna, en að leggja fram slíkt frum- varp torveldar og tefur skynsamlega lausn á mannanafnavandanum – frumvarpið er svo gallað (sbr. álits- gerðir um það á heimasíðu Alþingis) að líklegast verður að teljast að það verði svæft í meðförum þings- ins og þar með er verr af stað farið en heima setið. Vilji menn ná fram nauðsynlegum breyt- ingum á manna- nafnalögunum þurfa menn að leggja fram til- lögur sem einhverjar lík- ur eru á að þingheimur geti sameinast um. Samþykkt núgildandi laga um mannanöfn fól í sér mjög aukið frjálsræði miðað við fyrri mannanafnalög. Lögin gengu eins langt í framfaraátt og unnt var, árið 1996. En lögin eru barn síns tíma – það er löngu orðið tímabært að gera á þeim nauðsynlegar breytingar. Þau ákvæði sem helst þarfnast lag- færinga varða kenninöfn, umfram allt ættarnöfn, málfræðilegt form og rit- hátt eiginnafna og einmitt algera kyn- greiningu eiginnafna. Skilgreining á því hvað geti talist tækt eða viðeig- andi sem eiginnafn, millinafn eða kenninafn krefst yfirlegu. En það er einfalt að breyta kyngreiningar- ákvæðinu. Í stað þess að bíða þess til eilífðarnóns að fram komi heildstætt frumvarp um mannanöfn sem sam- staða getur náðst um væri óskandi að einhverjir velviljaðir þingmenn legðu fram einfalda breytingartillögu við lögin, til lagfæringar á kyngrein- ingarákvæðinu. Slík tillaga ætti auð- veldlega að geta náð fram að ganga á yfirstandandi þingi og þá er mikið fengið. Alex: Særð réttlætiskennd Eftir Halldór Ár- mann Sigurðsson Halldór Ármann Sigurðsson » Lög sem banna Alex sem kvenmannsnafn særa réttlætistilfinng- inguna. Höfundur er fyrverandi formaður mannanafnanefndar. halldor.sigurdsson@nordlund.lu.se Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.