Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 41

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 41
Hæð: 182 m (að meðtöldum 25 m háum stalli) Flatarmál yfirborðs: 22.000 m2 Styttan var reist til minningar um indversku sjálfstæðishetjuna Sardar Vallabhbhai Patel Steypa: 140.000 m3 Brons: 2.000 tonn Starfslið við framkvæmdirnar: 3.500 Kostnaður: 29,89 milljarðar rúpía (48 milljarðar króna) Ljósmynd: AFP/Sam Panthaky Risastytta á Indlandi NÝJA DELHÍ INDLANDGUJARAT KÍNA PAKISTAN Sardar Sarovar. AFP. | Hæsta stytta heims var vígð með pomp og prakt á Indlandi í gær. Mikill öryggis- viðbúnaður var við hana vegna mót- mæla andstæðinga hennar og deilu um kostnaðinn við framkvæmdirnar. Stjórn Narendra Modi, forsætis- ráðherra Indlands, hafði gert stytt- una að einu af forgangsverkefnum sínum. Hún var reist til minningar um indversku sjálfstæðishetjuna Sardar Vallabhbhai Patel, sem var fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Ind- lands eftir að það fékk sjálfstæði. Þjóðernissinnaðir stuðningsmenn stjórnarinnar segja að hann hafi of lengi verið í skugga Nehru-Gandhi- ættarinnar, valdamestu ættar lands- ins síðustu áratugi, og vilja að minn- ingu hans verði sýndur meiri sómi. Styttan er við Sardar Sarovar- stífluna í Gujarat-ríki og hefur feng- ið nafnið Einingarstyttan. Hún er meira en helmingi hærri en Frelsis- styttan í New York. Næsthæsta stytta heims er 128 metra há búdda- stytta sem reist var yfir hofi í Henan-héraði í Kína á árunum 1997 til 2008. Nýja styttan var reist á tæpum fjórum árum og kostaði 29,89 millj- arða rúpía, jafnvirði tæpra 48 millj- arða króna. Hundruð Kínverja voru meðal 3.500 manna sem störfuðu við verkefnið. Stjórnvöld í Gujarat segja að 185 fjölskyldur hafi fengið fjár- bætur og 475 hektara af nýjum lóð- um fyrir að flytja af svæðinu til að hægt yrði að reisa styttuna. Rúm- lega 80% íbúanna á þessum slóðum tilheyra ættbálkum sem njóta sér- stakrar verndar samkvæmt ind- verskum lögum. Um 5.000 lögreglumenn voru við styttuna þegar hún var vígð. And- stæðingar hennar sögðu að tólf menn hefðu verið færðir á lög- reglustöð til að koma í veg fyrir að þeir stæðu fyrir mótmælum. Lög- reglan neitaði því að þeir hefðu verið handteknir en sagði að hún hefði aukið öryggisviðbúnað sinn vegna mótmæla íbúa og leiðtoga nálægra þorpa. Þyrlur og flygildi voru notuð til að fylgjast með fólki í grennd við styttuna. Ættbálkaleiðtogar í 22 þorpum höfðu skorað á Modi að mæta ekki á vígsluathöfnina. „Ríkisstjórnir Ind- lands hafa beitt ættbálkahópana misrétti og stórnarflokkurinn BJP endurtekur það nú,“ sagði Chotu Va- sava, þingmaður á svæðinu. „Ég er ekki á móti Sardar en hvaða gagn er að styttu ef fólkið á landinu þarf að þjást og er flutt frá heimilum sínum?“ Unnið að 212 m hárri styttu Forsætisráðherrann varð ekki við áskoruninni og vígði styttuna. Skotið var á loft flugeldum sem mynduðu fánaliti Indlands við athöfnina, her- þota flaug yfir svæðið og þyrlur létu blómum rigna yfir styttuna. „Þessa dags verður minnst í sögu Ind- lands,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti við að Sardar Patel hefði átt stóran þátt í því að sameina þjóð- ina eftir að Indland fékk sjálfstæði árið 1947 og Einingarstyttan væri „tákn um verkfræði- og tæknisnilld“ Indverja. Aðgangsmiði að útsýnispalli á styttunni kostar jafnvirði tæpra 600 króna. Indversk stjórnvöld vona að dag hvern skoði um 15.000 manns styttuna. Indversk stjórnvöld ætla að reisa enn hærri styttu til minningar um stríðskonunginn Chhatrapati Shivaji við strönd Mumbai. Gert er ráð fyrir því að hún verði 212 metra há og verði vígð árið 2021. Hæsta stytta heims vígð á Indlandi  Mikil öryggisgæsla vegna mótmæla íbúa nálægra þorpa  Kostaði 48 milljarða króna  Unnið að enn hærri styttu AFP Vígsla Narendra Modi, forsætisráð- herra Indlands, við athöfnina í gær. FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 ✤ NÁTTFÖT ✤ NÁTTKJÓLAR ✤ SLOPPAR FULL BÚÐ AF NÝJUM NÁTTFATNAÐI Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði HA PPATALA • D AGSINS ER •41 TIL HAMINGJU - ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/fimmtudagur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Hæstiréttur Pakistans hnekkti í gær dauðadómi yfir Asiu Bibi, kristinni konu sem hafði verið dæmd fyrir guð- last og óvirðingu við Múhameð spá- mann. Harðlínumenn úr röðum músl- íma mótmæltu sýknudómi réttarins í stærstu borgum landsins og kröfðust þess að konan yrði tekin af lífi. Undirréttur dæmdi konuna til dauða árið 2010 eftir að múslímskar konur sökuðu hana um að hafa talað af óvirðingu um Múhameð spámann þegar þær kröfðust þess að hún sner- ist til íslamskrar trúar í orðasennu þegar þær voru við uppskerustörf á akri. Hún hefur alltaf neitað sakar- giftunum. Dauðadómurinn vakti mikla at- hygli. Ríkisstjóri Punjab, Salman Ta- seer, var myrtur í Íslamabad árið 2011 fyrir að lýsa yfir stuðningi við konuna og krefjast þess að lög um guðlast yrðu milduð. Í fangelsum landsins eru um 40 manns sem hafa fengið dauða- eða lífstíðardóm fyrir guðlast. AFP Mótmæli Stuðningsmenn strangra laga í Pakistan um guðlast loka götu í Karachi til að mótmæla sýknudómi í máli kristinnar konu, Asiu Bibi. Dauðadómi fyrir guðlast hnekkt  Kristin kona sýknuð í Pakistan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.