Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 64

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Rebekka Þráins-dóttir, aðjunktí rússnesku við Háskóla Íslands, á 50 ára afmæli í dag. Hún kennir rússnesku, rússneskar bók- menntir og sögu og menningu Rússlands. „Rússneska er magnað tungumál og lykill að merkilegri menningu og undraheimi rúss- neskra bókmennta. Þetta eru yfirleitt litlir hópar en öflugir hjá okkur í náminu. Við erum tveir kennarar sem störfum við deild- ina en svo koma líka stundakennarar að kennslunni.“ Að sjálfsögðu fer Rebekka í saumana á bókmenntum helstu stórskálda Rússa í kennslunni eins og Dostojevskí, Tolstoj, Gogol að ógleymdu þjóð- skáldinu Aleksander Púskhín auk yngri skálda. En svo hefur Rebekka líka fengist við þýðingar. „Ég er í þessum töluðu orðum að ljúka við þýðingu á smásögu eftir Púshkín. Annars hef ég lítið fengist við þýðingar, en hef þó þýtt örfáar smásögur, eftir t.d. Púskhín, Ísaak Babel og Ljúdmílu Úlitskaju. Þetta er algjör aukabúgrein.“ Rebekka er Akureyringur en hefur búið á Eyrarbakka frá 2005 og segir yndislegt að vera þar. „Það er eins og að vera í enda- lausri sumarbústaðaferð að búa hér.“ Rebekka er í sambúð með Örlygi Benediktssyni, tónskáldi og tónlistarkennara við Tónlistarskóla Árnesinga. Foreldrar Reb- ekku eru Þráinn Karlsson leikari, sem er látinn, og Ragna Garðarsdóttir, sem vann lengst af við miðasölu hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég ætla að bjóða systur minni, sonum hennar og einum góðum frænda út að borða í tilefni dagsins. Í kvöld ætla ég svo í fyrsta tíma á námskeiði um Dostojevskí sem haldið er á vegum Endur- menntunar HÍ, og sækja í leiðinni málverk sem ég eignaðist fyrir skömmu. Það er verkið Kona tekur slátur eftir Þránd Þórarins- son og ég hlakka rosalega til að fá það verk heim til mín.“ Háskólakennarinn Rebekka ætlar út að borða í tilefni dagsins. „Rússneska er magnað tungumál“ Rebekka Þráinsdóttir er fimmtug í dag I ngibjörg Styrgerður Har- aldsdóttir, listvefari og myndlistarmaður, fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1948. Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Gíslason, húsasmíðameistari og kaupmaður í Reykjavík og Grindavík, f. 9. júlí 1915, d. 17.9. 1979, og Sigríður Vava Björnsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 22.5. 1921, d. 30.3. 2003. Ingibjörg Styrgerður ólst upp við gömlu sundlaugarnar í Laugar- neshverfinu og stundaði nám í Laugarnesskóla og Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Þegar hún var 11 ára gömul fór hún í sveit á Heiði í Sléttuhlíð. Þar var lagður grunnurinn að lífsstarfi hennar. „Á Heiði var ekki rafmagn,“ segir hún. „Dvölin þar hafði mikil áhrif á mig þar sem ég kynntist einstaklega vel fornum vönduðum vinnubrögðum við heyskapinn og við heimilisstörfin. Gleðin fólst í vel unnu dagsverki.“ Ingibjörg Styrgerður stundaði nám við Húsmæðraskólann á Varmalandi þar sem hún kynntist vefnaði undir handleiðslu Snjólaug- ar Guðmundsdóttur. Eftir það lá Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir vef- og myndlistarkona – 70 ára Samhent Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir og Smári Ólason á línakri undir Vestur-Eyjafjöllum árið 2000. „Vefnaðurinn og hörrækt- in hafa átt hug minn allan“ Listaverk Ingibjörg kláraði þetta teppi, sem er 230x110 cm , nú í haust. Svörtu flet irnir eru úr handspunnum hör en rauði flöturinn er íslensk ull. Bakkakot, Skorradal Haukur Axel Ólafsson fæddist 13. desember 2017 kl. 13.09. Hann vó 2.084 g og var 44,5 cm langur. For- eldrar hans eru Lilja Rannveig Sigurgeirs- dóttir og Ólafur Daði Birgisson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag ● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ● Betri melting, meiri orka! ● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase). ● Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. ● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og Fræinu Fjarðarkaupum. Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu en því miður þá verð ég alltaf útþaninn eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara svínvirkaði! Haraldur Egilsson, 46 ára sjómaður og ævintýragjarn matgæðingur Það bara svínvirkaði! Digest Gold Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.