Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 16

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 e u or , r y uo nar, st r s nv rp, m nn s nv rp, soundbarir, bassabox og ýmislegt annað. 15% afsláttur af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga LÁGMÚLA 8 - 530 2800 *Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í gangi. Ekki er afsláttur af símum, spjaldtölvum eða úrum. „Að gefnu tilefni er lagt til að sveitarstjórn Norðurþings snúi sér hið fyrsta að öðrum aðgerðum af svipuðum toga og hér er rætt um. Til að mynda því makalausa stefnuleysi sem ríkir í lausagöngu ísbjarna í sveitarfélaginu,“ segir m.a. í bókun sem tveir fulltrúar í sveitarstjórn Norðurþings lögðu fram á fundi í vikunni. Áður hafði sveitarstjórnin fallið frá því að afnema bann við lausa- göngu katta í þéttbýli í sveitar- félaginu, en slíkt bann hefur gilt í áratug. Tillaga um að falla frá því að af- nema bannið var samþykkt á fund- inum með sjö atkvæðum gegn tveim- ur. Í tillögunni sagði m.a. að sveitarfélög hringinn í kringum landið reyndu að sporna við lausa- göngu katta í þéttbýli og jafnvel banna slíkt. Engin rök eða beiðni hefði komið fram sem kallaði á breytingu á fyrri samþykkt. Tveir fulltrúar, Kristinn Þór Magnússon, sem jafnframt er bæjar- stjóri, og Óli Halldórsson, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þar sem segir m.a., að öryggi íbúa hafi nú verið tryggt á ný með endurvakningu lausagöngu- banns kattanna í þéttbýlinu. Köttur- inn sé jú varasöm skepna sem geti ekki skýlt sér á bak við það eitt að hafa gengið laus í þúsund ár án skaða. „Fyrir heimilisketti Norðurþings, og bræður þeirra sem kunna að hafa íhugað flutning í þéttbýlissollinn, er nú bara eitt að gera; flytja alfarið í dreifbýlið út í guðs græna náttúruna þar sem lausagangan hefur frá land- námi verið að fullu heimil, t.d. í Kelduhverfið þar sem smjör drýpur af hverju strái.“ Lausaganga katta bönnuð  Stefnuleysi í lausagöngu ísbjarna Morgunblaðið/Eggert Var um sig Kettir mega ekki ganga lausir í þéttbýli í Norðurþingi. Staðfest var á þingi Norðurlanda- ráðs í Ósló í gær að íslenska og finnska verði opinber tungumál á fundum ráðsins og fái sömu stöðu og danska, norska og sænska. Um er að ræða breytingu á 74. grein starfsreglna Norðurlandaráðs. Þar segir nú, að tungumál norrænu ríkjanna séu talin jafngild á fundum Norðurlandaráðs. Frá og með 1. jan- úar 2020 verður bætt við, að opinber tungumál ráðsins séu danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Margra ára umræður Fram kemur á vef ráðsins, að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft og tíðum hafi verið nokkuð krefj- andi. Í röksemdum fyrir ákvörðun- inni er lögð áhersla á lýðræði og jöfnuð og þá sérstaklega að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá sig á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. Túlkun á og úr finnsku og íslensku er þegar skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins og öll mikil- væg gögn eru þýdd á finnsku og ís- lensku. Á vef Norðurlandaráðs seg- ir, að þörfin fyrir túlkun hafi aukist verulega undanfarin ár og haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verði betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem geri að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verði í undirbún- ingnum sé hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði. Vinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfestir að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem búi einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. gummi@mbl.is Fimm opinber tungumál í Norðurlandaráði  Kannað hvort hægt sé að taka upp fjartúlkun á fundum ráðsins Norden.org/Johannes Janssen Norrænir þingmenn Sjötugasta þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Ósló, höfuðborg Noregs. Því lýkur í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.