Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 258. tölublað 106. árgangur
STERKAR KVEN-
HETJUR Í LÉTTU
SMARTLANDI
ÞRÍTUGIR
FJÓR-
BURAR
FRÁBÆR FYRSTA
LEIKTÍÐ SVÖVU Í
ATVINNUMENNSKU
SYSTRAGLEÐI BAKSÍÐA EIN ÞRIGGJA BESTU Í NOREGI ÍÞRÓTTIR32 SÍÐNA SÉRBLAÐ
„Þessi tími er svolítið í móðu hjá
mér. Ég skil samt ekki hvernig ég
komst í gegnum þetta. En undir
lokin fékk ég taugaáfall á spítal-
anum. Þá gjörsamlega brotnaði ég
niður, það var enginn sérstakur að-
dragandi, það bara þyrmdi yfir
mig, mér sortnaði fyrir augum og
ég gat ekki dregið andann. Mér
fannst ég vera að kafna og það
spratt fram kaldur sviti. Mér leið
eins og ég væri að deyja,“ segir
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir m.a. í
viðtali í tímariti Smartlands sem
kemur út í fyrsta sinn í dag.
Sunna komst í fréttir fyrr á þessu
ári þegar hún féll á milli hæða á
heimili sínu á Spáni. Sunna Elvíra
dvaldi í 12 vikur á spítala á Spáni,
bæði í Malaga og í Sevilla.
Í dag er hún lömuð fyrir neðan
brjóst og býr í sérútbúinni íbúð fyr-
ir fatlaða ásamt dóttur sinni. Sunna
hefur verið í endurhæfingu á
Grensási og lýsir m.a. þeirri
reynslu í viðtalinu. mm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Lömuð Sunna Elvíra tekst nú á við
nýjan veruleika í hjólastól.
Eins og
ég væri
að deyja
Sunna Elvíra í
tímariti Smartlands
Ekið var á 295
hreindýr frá
árinu 1999 til
apríl 2018, sam-
kvæmt upplýs-
ingum úr gagna-
grunni
Náttúrustofu
Austurlands
(NA).
Einkum er ek-
ið á hreindýr á
veturna þegar aðstæður eru slæm-
ar, hálka, myrkur og lélegt
skyggni, á sama tíma og hreindýrin
leita í auknum mæli niður á lág-
lendi í nágrenni við vegi. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu NA,
Ekki keyra á hreindýr! sem samin
var fyrir Vegagerðina. »14
Ekið var á 295
hreindýr á 20 árum
Hreindýr Verða fyr-
ir bílum á vetrum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Svo gæti farið að útflutningsverð-
mæti afurða uppsjávartegunda
minnkaði um hátt í 20 milljarða
króna á næsta ári frá yfirstandandi
ári. Áætlað er að útflutningsverð-
mæti uppsjávarfisks í ár verði um
47,5 milljarðar, en miðað við þær for-
sendur sem nú liggja fyrir gætu það
orðið um 28,3 milljarðar á næsta ári.
Fyrir fimm árum, árið 2013, var út-
flutningsverðmætið í hæstu hæðum
og var um 80 milljarðar króna.
Yrðu að draga saman seglin
Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins verður verulegur
samdráttur í makríl- og kolmunna-
afla á næsta ári og engin loðnuveiði
samkvæmt niðurstöðum mælinga
Hafrannsóknastofnunar. Hins vegar
er gert ráð fyrir yfir 50% aukningu í
norsk-íslenskri síld eftir samdrátt
síðustu ár.
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, segir að verði þessi sviðsmynd
að veruleika þýði það gífurlegt högg
fyrir fyrirtækin, en ekki síður og
jafnvel enn meira fyrir samfélögin.
Hann segir að uppsjávarfyrirtækin
séu yfirleitt öflug. Þau hafi verið að
byggja upp og hagræða og hafi nýtt
gott árferði síðustu ár til að styrkja
sig. Fyrirtækin muni verða að
bregðast við með því að draga saman
seglin.
„Uppsjávarfyrirtækin eru komin
mun lengra heldur en bolfiskurinn í
hagræðingu, auk þess sem þau eru
flest blönduð og hafa þá einhverja
sveiflujöfnun í bolfiskinum,“ segir
Gunnþór. „Fjárfestingar síðustu ár
taka hins vegar í og fyrirtækin geta
ekki annað en dregið saman til að
bregðast við þessu. Það leiðir til
minni vinnu, minni tekna og minni
umsvifa í samfélögunum.“
20 milljarðar gætu tapast
Verðmæti uppsjávarafla gæti farið úr 47,5 milljörðum í 28,3 milljarða á næsta ári
Yrði gífurlegt högg fyrir fyrirtækin og samfélögin Mikið fjárfest síðustu ár
MVerðmætið svipað … » 6
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Með nýju Krossmýrartorgi á Ár-
túnshöfða verður til ný miðstöð
verslunar og þjónustu í borginni.
Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá
ASK-arkitektum, vinnur að deili-
skipulagi torgsins. Hann segir unnið
að útfærslu á gatnakerfi svæðisins
m.t.t. umferðar af ýmsu tagi.
Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá
Arkís, segir torgið mikilvægt.
„Það má segja að Borgarlínan sé
lykilatriði í því að torgið verði jafn
kröftugt og menn sjá fyrir sér. Það
má gera ráð fyrir að þarna verði
þungamiðjan í verslun og þjónustu í
þessu hverfi,“ segir Björn.
Hægt að þétta byggðina meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður samgöngu- og skipulagsráðs,
segir athugun benda til að mögulegt
verði að þétta byggðina meira með-
fram Borgarlínu en talið var. »10
Borgarlínustöð ný þungamiðja
Deiliskipulagi Ártúnshöfða lýkur í vor
Krossmýrartorg miðstöð verslunar
Drög Svona hafa arkitektar séð fyrir sér Borgarlínustöð á Krossmýrartorgi.
Teikning/ÞG verk/fasteignavefur
Þau eru reisuleg húsin í Viðey, fyrstu steinhúsin
sem byggð voru á Íslandi. Landreisnarmaðurinn
Skúli fógeti stóð fyrir því og hér standa þær utan
við slotið, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöf-
undur og Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögu-
félagsins, en Þórunn afhenti Hrefnu eintak af
nýrri bók sinni um Skúla fógeta á þessu gamla
heimili höfðingjans. Skúli var mikil tilfinninga-
vera og ævi hans ævintýri líkust. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heilög stund þegar bók um Skúla var afhent úti í Viðey
Sólin baðaði hinn forna stað ljósi sínu í tilefni dagsins