Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 6

Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðar á landsel í grennd við ósa laxveiðiá verða teknar til umræðu á vettvangi Lands- sambands veiðifélaga, að sögn Jóns Helga Björnssonar, formanns sambandsins. „Það er eðlilegt að við ræðum í okkar röðum um sel- veiðar og stöðu stofnsins. Fjöldi landsela hef- ur verið á niðurleið og ég tel þá eðlilegt að menn hlífi þessum stofni við veiðum,“ segir Jón Helgi. Stofn landsels hefur hrunið um 77% hér við land frá 1980 og eru ástæður þess taldar vera af ýmsum toga. Selveiði við veiðiár er ein ástæðan og í Morgunblaðinu í gær kom fram í samtali við Söndru M. Granquist, selasérfræð- ing hjá Hafrannsóknastofnun og á Selasetrinu á Hvammstanga, að árlega síðustu fimm ár hefðu 40-200 selir verið skotnir við laxveiðiár. Það væri þó ekki nákvæm tala því ekki væri skylt að skrá og tilkynna um veiddan sel. Hún vísaði jafnframt til rannsókna þar sem fram kemur að lax sé ekki á matseðli landsels. Hún sagði það sérkennilegt að veiða sel af stofni sem væri í bráðri útrýmingarhættu til að vernda lax sem ekki væri mikilvægur í fæðu sels eins og áður hefði verið talið. Í ann- arri rannsókn hefði komið fram að innan við 1% af veiddum laxi hefði verið selbitinn. Ekki sannfærður um sakleysi selsins Jón Helgi sagði að í gegnum árin hefði eitt- hvað verið um að ósar hefðu verið varðir fyrir sel. „Ég tel eðlilegt að menn endurskoði slíkar veiðar og íhugi þá vandlega að hætta því.“ Hann sagðist þó ekki alveg sannfærður um að selurinn væri eins saklaus og af væri látið. Sjálfur hefði hann oft veitt selbitinn lax og hefði séð sel elta lax. Selbit virtist þó vera misjafnt á milli ára og það gæti tengst því að selastofninn hefði verið að minnka. „Ég hef oft séð einstaka seli vera að sniglast í árósum þegar laxinn er að ganga, en vissulega eru aðrar tegundir meginfæða selsins,“ sagði Jón Helgi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er aðeins lítill hluti af þeim sel sem veiddur er við árósa nýttur. Eðlilegt að hlífa landsel við veiðum Ljósmynd/Sandra Athugull Stofn landsels hefur átt í vök að verjast frá því um 1980. Árið 2016 var talið að um 7.770 dýr hefðu verið í stofninum.  Veiðar á landsel við ósa laxveiðiáa verða teknar til umræðu á vettvangi Landssambands veiðifélaga Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miðað við gefnar forsendur verð- ur útflutningsverðmætið fyrir afla næsta árs svipað og það var fyrir rúmum áratug. Þá var makríll að byrja að ganga á Íslandsmið í miklu magni og í kjölfarið hófust kraft- miklar veiðar íslenska flotans á makríl, á sama tíma var að draga mjög úr síldveiðum. Árið 2019 gæti orðið lakasta árið í tekjum upp- sjávarfyrirtækja á síðustu tíu árum miðað við verðlag hvers árs. Svo gæti farið að útflutningsverð- mæti afurða uppsjávartegunda minnkaði um hátt í 20 milljarða króna á næsta ári miðað við yfir- standandi ár. Áætlað er að útflutn- ingsverðmæti uppsjávarfisks í ár verði um 47,5 milljarðar, en miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir gæti það orðið um 28,3 millj- arðar á næsta ári. Munar miklu í loðnu og makríl Í þessum útreikningum er miðað við að afli Íslendinga breytist á sama hátt og ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES), fyrir næsta ár í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld og að ekki verði gefinn út loðnukvóti við Ísland í vetur. Miðað er við óbreytt aflahlut- fall íslenskra veiðiskipa af heildinni og að aðrar forsendur breytist ekki frá því sem verið hefur í ár. Í ár er áætlað að útflutningsverð- mæti makríls frá Íslandi verði um 17,5 milljarðar króna. Alþjóðahaf- rannsóknaráðið leggur til í ráðgjöf fyrir næsta ár að makrílaflinn verði rúmlega 40% minni en lagt var til fyrir þetta ár. Samkvæmt því myndi útflutningsverðmæti makríl- afurða 2019 dragast saman um sjö milljarða og verða nálægt 10,5 milljörðum. Í kolmunna er ráðgjöf ICES 18% minni en fyrir þetta ár. Útflutnings- verðmæti kolmunna færi sam- kvæmt því úr átta milljörðum í ár í um 6,8 milljarða á næsta ári. ICES leggur til að heimilt verði að veiða 53% meira af norsk-íslenskri síld heldur en á þessu ári. Það hefði í för með sér að útflutningsverðmæti síldarafurða færi úr 9 milljörðum í 11 á næsta ári. Umfangsmikill loðnuleiðangur í haust gaf ekki tilefni til að gefa út upphafskvóta í loðnu við Ísland í vetur. Upp úr áramótum verður á ný farið til loðnuleitar, en að óbreyttu verða engar loðnuveiðar í vetur. Í ár er útflutningsverðmæti loðnu áætlað um 13 milljarðar. Útflutningsverðmæti uppsjávartegunda 2005-2017 og áætlun fyrir 2018-19 Heimild: Hagstofan og Síldarvinnslan 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 milljarðar kr. ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Makríll Loðna Síld Kolmunni Verðmætið svipað og var fyrir áratug  Mikill samdráttur í uppsjávarveiðum samkvæmt ráðgjöf  Útlitið svipað og var við upphaf veiða á makríl við landið Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir að á þessum árstíma hafi menn áður séð núll-loðnu- kvóta, en svo hafi fundist loðna upp úr áramótum. Þá geri menn sér vonir um að niðurskurður verði ekki eins mikill í makríl og Al- þjóðahafrannsóknaráðið lagði til í september. „Svona er útlitið samt núna og það er ekki hægt að horfa framhjá þessari erfiðu stöðu og huga að aðgerðum til að bregðast við,“ segir Gunnþór. Huga þarf að aðgerðum EKKI HÆGT AÐ HORFA FRAMHJÁ ÞESSARI STÖÐU Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Óvissa Beitir NK á loðnuveiðum 2017. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bíldudalur er nýr viðkomustaður í nýrri siglingaáætlun Samskipa. Af- urðir sem þaðan eru fluttar eru komnar til Englands eftir fjóra daga. Grundvöllur þessarar nýj- ungar er samningur Samskipa við Arnarlax um flutning á laxi á erlend- an markað og rekstrarvörum til baka en önnur fyrirtæki á sunnan- verðum Vestfjörðum geta einnig nýtt sér þjónustuna. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við getum flutt fiskinn beint frá Bíldudal út á markaðinn. Flutn- ingarnir hafa verið áskorun hingað til, þótt þeir hafi gengið vel,“ segir Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Arnarlaxi. Andi Péturs svífur yfir „Samningurinn við Arnarlax varð til þess að við fórum að sigla til Bíldudals. Við vorum þar í fyrsta skipti í gær [fyrradag]. Við finnum að mikill áhugi er hjá öðrum fyrir- tækjum á að nýta þessa þjónustu,“ segir Birkir Hólm Guðnason, for- stjóri Samskipa. Á Bíldudal er kalk- þörungaverksmiðja og fiskvinnslur á öllum stöðunum á sunnanverðum Vestfjörðum. Birkir segist finna fyrir bjartsýni á Bíldudal. Andi Péturs Thorsteins- sonar athafnamanns svífi yfir vötn- um en hann gerði út flutningaskip frá Bíldudal til millilandasiglinga fyrir rúmri öld. Skipin koma við á Bíldudal alla miðvikudaga á leið til Reykjavíkur og eru komin til Hull á sunnudags- morgni og halda síðan til meginlands Evrópu. Arnarlax hefur flutt afurðir sínar með flutningabílum fyrir flug frá Keflavík og til Reykjavíkur og nýtt fleiri flutningsmöguleika. Hefur það skapað mikið álag á vegina en enn er kafli á Vestfjarðavegi lélegur malar- vegur. Víkingur segir að áfram verði afurðir fluttar landleiðis og með flugi. Undirbúa aukningu Flutningskostnaður er minni við sjóflutning en flutning með bílum og flugvélum. Víkingur segir að samn- ingurinn við Samskip sé einnig liður í að undirbúa framleiðsluaukningu á næstu árum. Fram undan er fram- leiðsla fyrir jólavertíðina. Birkir segir að gert sé ráð fyrir að skip félagsins muni einnig hafa við- komu á Ísafirði í framtíðinni. Eftir sé að ákveða með hvaða hætti þjón- ustan verði. Ljósmynd/Samskip Nýjung Skálafell kemur í fyrsta skipti við á Bíldudal. Það liggur við hafnar- kantinn við kalkþörungaverksmiðjuna. Þar er laxinum skipað út. Lax fluttur út frá Bíldudal  Nýr viðkomustaður Samskipa Veðurstofa Íslands varar við ferða- lögum vegna veðurs um helgina og þá sérstaklega til fjalla. Er viðvör- unin í gildi frá laugardegi fram yf- ir hádegi á sunnudag. Aðfaranótt laugardags gengur í norðaustan 15-23 m/s á Norðurlandi, á Vest- fjörðum og á Austurlandi. Ásamt hvassviðrinu er spáð snjó- komu og skafrenningi og því viðbúið að skyggni verði mjög lé- legt. Má gera ráð fyrir slyddu eða rigningu á láglendi fyrir austan. Verður því varhugavert ferða- veður á öllu svæðinu á þessum tíma og er sérstaklega tekið fram að veður til rjúpnaveiða verði sér- lega slæmt. Ekkert ferðaveður um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.