Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 12

Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég heillaðist af Skúlafyrir fjórum árum þegarég var beðin um aðflytja um hann erindi á Vetrarhátíð. Þegar okkar stærstu menn liggja óbættir hjá garði vaknar í mér verndarinn, enda er Þór í nafni mínu og hann sami guð og Júpiter, verndari jarðar. Ég hellti mér því í að rannsaka Skúla og hefði getað skrifað nokkrar doktorsritgerðir, slíkt er magn heimilda til um hann, en mér end- ist ekki aldur til þess svo ég læt þessa bók fyrir alþýðu duga,“ segir Þórunn Jarla Valdimars- dóttir, rithöfund- ur og sagnfræð- ingur, en hún afhenti Hrefnu Róbertsdóttur, forseta Sögu- félagsins, fyrsta eintakið af bók sinni um Skúla fógeta Magnússon úti í Viðey í vikunni, sem er vel við hæfi því þar lét Skúli byggja slotið, fyrsta steinhúsið á Íslandi og þar bjó hann með fjölskyldu sinni. „Það hefur verið sérlega ánægjulegt að skrifa þessa bók, enda er ævi Skúla ótrúlega ævin- týraleg. Björn Þorsteinsson, minn mentor og merkasti sagnfræð- ingur sinnar kynslóðar, sagði eitt sinn í erindi sem hann flutti um Reykjavík að tvennt merkilegt hefði gerst í Íslandssögunni: Landnám Íslands og Skúli. Og þetta er satt því Skúli var mjög stór í sögunni. Hann barðist meðal annars fyrir byggingu fyrstu al- mennilegu húsanna á Íslandi, fyrstu steinhúsunum. Hefði Skúli ekki verið svona vökull, hvatvís og frekur og vel tengdur í Danmörku hefði ekkert af þessu fé til fram- kvæmdanna komið hingað til Ís- lands frá danska kónginum. Skúli sigldi heim frá Kaupmannahöfn vorið 1752 með konunglegt leyfi til að byggja steinhús úti í Viðey og fé til framkvæmdanna. Hann fyllti fjögur skip af góssi og fólki til að byggja fyrsta vísi að götu hér í villta vestrinu. Það er falleg fæð- ingarsaga borgar og fyrir vikið er hann sagður faðir Reykjavíkur. Skúli hóf líka þilskipaútgerð en það var tvöfaldur skuggi yfir hon- um að mati vinstrisinnaðra sagn- fræðinga kalda stríðsins, hann var verksmiðjurekandi og skattmann. En þegar Skúli hóf viðreisn lands- ins stóðu embættismenn landsins þétt saman. Þeir voru landreisn- armenn og hugsuðu verklega, á meðan Fjölnismenn hugsuðu um tungu og rómantík, og drápu rím- ur og grallarasöng,“ segir Þórunn og bætir við að fljótlega eftir uppbygginguna í Viðey hafi hungr- ið lagst yfir landið. „Einn af hverjum tíu dó seint á fimmu átjándu aldar, svo lögðust móðuharðindin yfir með öllum sín- um þunga 1783 og einn af hverjum fimm dó hér á landi. Þá voru Ís- lendingar flestir eins og börnin í Jemen núna. Við erum búin að gleyma því í sukki og svínaríi nú- tímans..“ Braut þrjár gaddakylfur í áflogum við lögregluna Skúli var Skagfirðingur en flutti ungur í Kelduhverfi og Aðal- dal. „Hann er kominn af bókakörl- um og biskupum, en biskupabörnin forfeður hans voru lausaleiks. Skúli var drengur númer tvö hjá foreldrum sínum, svo hann fékk að vera fíflið en stóri bróðir hans átti að vera gáfubarnið. Eins og allt gott fólk sem eitthvað verður úr þá lenti Skúli í áföllum í bernsku, hann missti eldri bróður sinn og tók við hlutverki elsta sonar. Stuttu síðar drukknaði faðir hans og þá þurfti hann að vera höfuð fjölskyldunnar, aðeins 16 ára strákur,“ segir Þórunn og bætir við að Skúli hafi fæðst óþekkur. „Hann hrekkti systkini sín. Var látinn vinna mikið svo hann fengi útrás fyrir orkuna. Afi hans, séra Einar í Garði í Kelduhverfi, dró hann kvölds og morgna út í kirkju þau ár sem hann var hjá honum til að reyna að ná úr hon- um óþekktinni, lét hann hugleiða þar. Það bar lítinn árangur, enda er Skúli eldsmaður, fæddur um miðjan desember í merki bog- manns, svo hann iðaði í skinninu, heitur skapmaður. Eitt sinn á fyll- iríi í Kaupmannahöfn sprakk hann og réðist á löggur þegar átti að loka þar sem hann sat að sumbli. Hann braut í þeim áflogum þrjár gaddakylfur og var dreginn fyrir dómara. Þetta sýnir að í honum bjó maður sem lætur verkin tala.“ Í Þingeyjarsýslu var merk miðja menningar Þórunn segir að eitt af því fal- lega sem hún hafi áttað sig á við að skrifa bókina um Skúla, sé að ástæðan fyrir því að Þingeyingar eru gáfað fólk, sé sú að þar voru tvö af allra feitustu brauðum á landinu, Grenjaðarstaður og Múli, og líka Rauðaskriða. „Mikið höfðingjaveldi var þarna nyrst í Aðaldal sem Skúli átti ungur samskipti við. Þegar rektorar í fullu fjöri í Skálholti vildu hafa það náðugt, fóru þeir að Grenjaðarstað til að lifa á öllu þessu smjöri. Þorleifur galdramað- ur Skaftason sat í Múla, en hann var stjúpi Skúla. Hann kunni mál hrafna, segir Bólu-Hjálmar. Þor- leifur var með heimaskóla í Múla og þegar Skúli fór út til að hefja nám í Kaupmannahafnarháskóla var hann annar tveggja drengja frá Múla í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu sem hófu nám þar ytra, en aðeins einn drengur frá Skálholti og einn frá Hólum. Þetta sýnir hvað heimaskólinn í Múla var góður. Í Þingeyjarsýslu var strax á miðöldum merk miðja menning- ar.“ Grét þegar hann fann til Þegar Skúli kom heim frá Kaupmannahöfn, 22 ára guðfræði- nemi, sigldur og einhleypur, var hann um tíma í Bjarnanesi í Skaftafellssýslu, þar sem hann var sýslumaður. „Hann barnaði þar tvær gjaf- vaxta fósturdætur prestsins hús- ráðanda síns, Guðrúnu og Stein- unni. Barnið sem hann átti með Guðrúnu var vanskapað og Skúli sór það barn af sér, annars hefði hann ekki getað setið í embætti, því yfirvald sem hýðir fólk fyrir lausaleik getur ekki átt tvö lausa- leiksbörn í einu. Skúli orðar það á þann veg að hann muni gera þá skuld upp við Guð þegar þar að komi. Það kemur fram í heim- ildum að Skúli var bullandi tilfinn- ingavera eins og margir karl- mannlegir eldhugar, karlar og konur, og hann grét þegar hann fann til. Fólk, sem er heitt í hamsi, er oftast með rjúkandi til- finningar og grætur án þess að skammast sín. En hann gekkst auðvitað við barni Steinunnar Thorlacius og giftist henni. Hún er sú ektakvinna sem fylgir honum út lífið, elur honum börn og býr með honum í Viðey. Þau tilheyra sem landfógetahjón háaðli Ís- lands.“ Örn hlustaði á Oddnýju kreista úr sér krakkann Fjölmargt drífur á daga Skúla áður en hann verður landfógeti með aðsetur í Viðey og um það allt má lesa í bók Þórunnar. „Skúli var konungur í ríki sínu. Þegar hann fæddist settist örn á ufsir bæjarins. Eftir því var tekið og það fært til bókar. Þessi konungur fuglanna heyrði hljóðin í Oddnýju móður Skúla þegar hún kreisti úr sér krakkann, örn aldar. Þegar ég fór í vettvangsrannsókn þar sem drengurinn Skúli fæddist, rann upp fyrir mér að nokkrum ár- um áður þegar ég var á gangi úti í Viðey með Erlu Þórarinsdóttur myndlistarmanni, reis risastórt fygli upp úr þúfunum rétt framan við okkur. Þetta var ungur örn, sennilega úr Borgarfirði. Þá vissi ég ekki að ég ætti eftir að skrifa sögu arnarins Skúla fógeta, sem byggði slotið í Viðey og varð faðir Reykjavíkur.“ Innandyra „Ég afhendi þér þessa bók með ánægju, því þú ert kvenna fróðust um Skúla.“ Kátar Gleðin var við völd á heimleiðinni enda siglt sérstaklega út í Viðey til að afhenda bókina. Skúli var mikil tilfinningavera Sólin kyssti kinn þegar Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sigldi út í Viðey í vikunni til fundar við anda Skúla fógeta sem þar byggði og bjó. Þórunn sendir nú frá sér bók um þennan föður Reykjavíkur sem var breyskur maður en framkvæmdaglaður enda frekur og hvatvís en líka bullandi tilfinningavera. Skúli var landreisnarmaður, eldsmaður og iðandi í skinninu. Hann má ekki gleymast. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fegurðin Þær voru glaðbeittar vinkonurnar Hrefna og Þórunn eftir að hafa átt góða stund á fyrrum heimaslóðum Skúla í blessaðri blíðunni. Bók Þórunnar um Skúla kemur í búðir nk. þriðjudag en þann sama dag mun Vigdís Finnbogadóttir taka við eintaki úr hendi Þórunnar í Fógetagarði í miðbæ Reykjavíkur við styttu Guðmundar frá Miðdal af Skúla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.