Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Meðal mála sem afgreidd voru á fundi Rannsóknanefndar sam- gönguslysa í vikunni var olíuleysi smábáts frá Vestfjörðum tvo daga í röð í febrúar síðasta vetur. Í báðum tilvikum fengu skipverjar aðstoð frá björgunarskipi. Af 24 málum um atvik á sjó, sem fengu loka- afgreiðslu á fundinum, var atvika- lýsing í 11 tilvikum: „Vélarvana og dreginn til hafnar“. Fram kemur í rannsóknaskýrslu um atvik er fyrrnefndur smábátur varð olíulaus á Vestfjarðamiðum að bilun hafi verið í dælubúnaði á bryggjunni sem orsakaði að aðeins lítið magn af olíu dældist á tankinn, en byssan stoppaði síðan dælingu. Skipverjar fylgdust ekki með því hvað fór á tankinn, en töldu að olíu- tankurinn væri fullur þar sem dæl- an sló af sér. Einnig kemur fram að olíumælir í bátnum var bilaður. „Orsök olíuleysisins er gáleysi skipstjóra,“ segir í nefndaráliti. aij@mbl.is Smábátur olíulaus tvo daga í röð Basar á vegum félaga úr „Máli dagsins“ verður til styrktar við- gerðum á steindu gleri Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju nk. sunnudag frá kl. 13-16. Basarinn verður í safnaðarheim- ilinu Borgum, skáhallt gegnt Gerð- arsafni. Fjölbreyttir munir verða í boði og kaffi og vöfflur til sölu. Allir eru boðnir velkomnir, segir í tilkynningu frá söfnuðinum. Morgunblaðið/Hari Kópavogskirkja Frá viðgerðum í sumar á steindu gleri Gerðar Helgadóttur. Basar til styrktar viðgerð á glerinu Nafn dýra- læknis misritaðist Rangt var farið með nafn dýralækn- is á Ísafirði í frétt blaðsins í gær um atvik á eyðibýlinu Eyri við Mjóa- fjörð. Dýralæknirinn heitir Sigríður Inga Sigurjónsdóttir. Er beðist vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekið var á 295 hreindýr frá árinu 1999 til apríl 2018, samkvæmt upp- lýsingum úr gagnagrunni Náttúru- stofu Austurlands (NA). Einkum er ekið á hreindýr á veturna þegar að- stæður eru slæmar, hálka, myrkur og lélegt skyggni, á sama tíma og hreindýrin leita í auknum mæli niður á láglendi í nágrenni við vegi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu NA, Ekki keyra á hreindýr! sem samin var fyr- ir Vegagerðina. Höfundar skýrslunn- ar eru Kristín Ágústsdóttir, Skarp- héðinn G. Þórisson og Rán Þórarinsdóttir. Tilgangurinn með verkefninu er að vekja athygli á og draga úr slysahættu á þjóðvegum Austurlands sem skapast vegna árekstra við hreindýr. Markmiðið er að fækka árekstrunum. Ákeyrslur skýra allt að þriðjung af dánartíðni hreindýra, ef veiðar eru ekki teknar með. Á tíu árum, frá 2006 til 2015, urðu að meðaltali um 22 árekstrar á ári við hreindýr á vegum. Ökumenn og farþegar bíla sem lent hafa í árekstrunum hafa yfirleitt sloppið án alvarlegra meiðsla, en oft hefur orðið eignartjón. Nokkur hættusvæði Nokkur breyting hefur orðið á dreifingu dýra sem ekið hefur verið á síðastliðna tvo áratugi. Flestir árekstrarnir hafa orðið á milli Hafn- ar í Hornafirði og Djúpavogs, einkum í Lóninu. Þar urðu alls 88 dýr, eða 30% allra dýra sem ekið var á, fyrir bíl. Næstflestar ákeyrslur urðu á Kárahnjúkavegi, alls 36 dýr, en þar hefur ekki verið ekið á hreindýr síðan virkjunarframkvæmdum lauk að mestu árið 2009. Á árunum 1999-2009 urðu engin hreindýr fyrir bíl á leiðinni frá Hamarsfirði til Reyðarfjarðar og engir árekstrar urðu á veginum frá Háreksstaðaleið til Vopnafjarðar. Hins vegar var töluvert um árekstra við hreindýr á Kárahnjúkavegi á þeim tíma enda var aðalfram- kvæmdatími virkjunarinnar á árun- um frá 2003-2009. Ekki var ekið á hreindýr á Kárahnjúkavegi frá 2010 til apríl 2018 en þá fjölgaði ákeyrslum á veginum af Háreks- staðaleið til Vopnafjarðar og eins á Fagradal, í Reyðarfirði og í Beru- firði. Mest drápust 13 dýr í einni ákeyrslu á Fljótsdalsheiðarvegi í desember 2007 í myrkri og hálku. Tarfar eru um 40% hreindýra sem keyrt er á, kýr 35% og kálfar 25%. Ákeyrslum hefur fækkað á undan- förnum árum þrátt fyrir að umferð- arþungi hafi aukist á Austurlandi. Hreindýrastofninn í júlí hefur stækk- að frá árinu 2000, þegar hann var um 3.000 dýr, í 6.400 dýr í júlí 2017. Ekki er augljós fylgni á milli fjölgunar hreindýra á Austurlandi og fjölda ákeyrslna, hvorki þegar litið er til stofnstærðar á landsvísu né heldur fjölda dýra t.d. á veiðisvæðum 8 og 9 þar sem árekstrar við hreindýr eru hvað algengastir. Til stendur að þróa upplýsinga- veitu um ákeyrslur á hreindýr og safna upplýsingunum í smáforrit. Vegfarendur geta þá sett inn upplýs- ingar um hreindýr við vegi eða fengið upplýsingar um hvar hætta stafar af hreindýrum. Hreindýravefsjá er í smíðum hjá Náttúrustofu Austur- lands og ætti hún að geta þjónað þessum tilgangi að einhverju leyti. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Á Háreksstaðaleið Hreindýr geta skapað hættu við vegi, einkum á vetrum þegar þau leita niður á láglendið. Ekið var á 295 hreindýr  Árekstrar bíla og hreindýra 1999 til 2018 á Austurlandi skoðaðir  Tarfar lentu frekar fyrir bíl en kýr og kálfar  Hættusvæði er á milli Hafnar og Djúpavogs Formaður Sambands garðyrkju- manna, Gunnar Þorgeirsson, telur ástæðu til að óttast um íslenska mat- vælaframleiðslu þegar þriðji orku- pakki ESB verður innleiddur. Segir hann í viðtali við Bændablaðið það borðleggjandi að íslensk garðyrkja leggist af í núverandi mynd. Afleið- ingarnar verði ekki síður alvarlegar fyrir annan landbúnað, fiskiðnað og ferðaþjónustu. „Ef Íslendingar ætla ekki að standa vörð um eigið sjálfstæði þá veit ég ekki á hvaða vegferð menn eru í þessum málum. Þetta er skelfi- leg staða og verst að hugsa til þess að íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki skilja um hvað málið snýst og ég efast um að þeir hafi lesið sér til um það,“ segir Gunnar í viðtal- inu. „Í dag felast um 30% kostn- aðar við rekstur garðyrkjustöðva í kaupum á raf- orku. Innleiðing á orkupakka 3 mun án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforku- verði. Þá er borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í núver- andi mynd. Ef það gerist er ólíklegt að það borgi sig yfirhöfuð að fram- leiða grænmeti yfir vetrartímann á Íslandi.“ Ljóst sé í hans huga að við innleið- ingu orkupakkans yrðu ekki fram- leiddir tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar á Íslandi. Segir Gunnar það undar- lega umhverfisstefnu hjá stjórnvöld- um að eyðileggja hreinleikaímynd- ina sem hreina orkan hafi gefið landinu, en sala á hreinleikavott- orðum vegna raforku hafi þegar óhreinkað þá mynd. Nú séu 87% orkunnar sögð framleidd með kol- um, olíu, gasi og kjarnorku. „Við innleiðingu orkupakkans væri hreinleikaímynd landsins al- gjörlega eyðilögð. Við þurfum þá ekki að gorta af því lengur að Ísland sé hreinasta land í heimi,“ hefur blaðið eftir Gunnari. Engar skyldur á herðar Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna viðtalsins við Gunnar þar sem áréttuð var sú skoðun að þriðji orku- pakkinn legði engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Þá sagði einnig að þriðji orkupakkinn breytti engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nyti niður- greiðslna á verulegum hluta af flutn- ings- og dreifikostnaði raforku. Íslensk garðyrkja gæti lagst af  Formaður garðyrkjubænda óttast áhrifin af þriðja orkupakka ESB á greinina Gunnar Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.