Morgunblaðið - 02.11.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
á 1960
rslur í boð
00,- stk.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
/solohusgogn
i
E-60 Stólar
Klassísk hönnun fr
Ýmsir litir og útfæ
Verð frá 28.1 Retro borð m/stálkanti
Fáanlegt í mörgum stærðum
Verð frá 109.200,- E-60 Bekkur
Til í fleiri litum og
lengdum
Verð frá 71.200
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Um helmingur íbúa Jemens, eða fjór-
tán milljónir manna, er algerlega háð-
ur aðstoð hjálparstofnana til að halda
lífi og hætta er á hungursneyð á
næstu mánuðum, að sögn embættis-
manna Sameinuðu þjóðanna. Á meðal
þeirra sem þurfa aðstoð vegna mat-
vælaskorts eru meira en sjö milljónir
barna, að sögn embættismanna
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
UNICEF.
„Um 1,8 milljónir barna undir fimm
ára aldri standa núna frammi fyrir al-
varlegri vannæringu og 400.000 börn
þjást nú þegar af alvarlegri vannær-
ingu,“ hafði fréttaveitan AFP eftir
Geert Cappelaere, svæðisstjóra UNI-
CEF í Jemen. Hann bætti við að talið
væri að fjórtán milljónir Jemena
þyrftu á matvælaaðstoð að halda og
þar af væri meira en helmingurinn
börn. Cappelaere sagði að til að
bjarga öllum börnunum nægði ekki
að binda enda á stríðið í landinu og
hann benti á að Jemen var fátækasta
arabaríkið áður en átökin hófust. „Við
þurfum að sjá til þess að stríðinu ljúki
en einnig að koma á stjórnkerfi þar
sem fólkið og börnin eru í fyrirrúmi.
Ástandið var orðið slæmt fyrir vegna
margra ára vanþróunar og stríðið
gerir það enn verra.“
UNICEF sagði í fréttatilkynningu
í vikunni sem leið að alls þyrftu meira
en ellefu milljónir barna – um 80%
allra barna í landinu – á aðstoð að
halda sökum skorts á matvælum og
öðrum lífsnauðsynjum og vegna smit-
sjúkdóma sem breiðast út, meðal ann-
ars kóleru. Talið er að um sextán
milljónir Jemena hafi ekki aðgang að
öruggu drykkjarvatni og hreinlætis-
aðstöðu og þar af séu 1,2 milljónir í
bráðri þörf fyrir aðstoð, að sögn
UNICEF.
Tala látinna óljós
Stríðið hófst fyrir rúmum þremur
árum með uppreisn Húta sem njóta
stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran
og hafa náð stórum hluta Jemens á
sitt vald, meðal annars höfuðborginni
Sana. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki
hafa gert loftárásir á yfirráðasvæði
uppreisnarmannanna og notið stuðn-
ings stjórnvalda í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Frakklandi.
Cappelaere sagði að UNICEF
gæti staðfest að rúmlega 6.000 börn
hefðu beðið bana eða særst alvarlega í
árásum frá því að stríðið hófst árið
2015. „Þetta eru dauðsföll sem við
getum staðfest en við teljum að hægt
sé að ganga út frá því sem vísu að tala
látinna sé miklu hærri,“ hafði AFP
eftir honum.
Í fréttum um stríðið í Jemen er oft
skírskotað til þess að embættismenn
Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að
10.000 manns hafi beðið bana í hern-
aðinum. Breska vefblaðið The In-
dependent segir að sú tala hafi fyrst
verið nefnd í byrjun síðasta árs og allt
bendi til þess að manntjónið sé orðið
miklu meira. Stríðsrannsóknahreyf-
ingin ACLED telur að 56.000 manns
hafi beðið bana í átökunum frá janúar
2016 til október í ár og rúmlega 2.000
manns hafi látið lífið á mánuði á síðari
helmingi ársins. Óvissan um mann-
tjónið er m.a. rakin til þess að stjórn-
völd í Sádi-Arabíu hafa torveldað
blaðamönnum og fulltrúum alþjóða-
samtaka að fara til Jemens í því skyni
að afla upplýsinga um ástandið, að
sögn The Independent.
Mörg dauðsföll ekki skráð
Í fréttatilkynningu UNICEF kom
fram að rúmur helmingur heilbrigðis-
stofnana Jemens hefur lagt niður
starfsemi vegna skemmda sem hafa
orðið í árásunum eða vegna skorts á
rekstrarfé og starfsfólki. Dæmi séu
um að starfsfólk sjúkrahúsa hafi ekki
fengið laun greidd í rúm tvö ár.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna hafa sagt að talið sé að um
50.000 Jemenar hafa látið lífið af völd-
um hungurs eða sjúkdóma. Mark
Lowcock, aðstoðarframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, segir að dánar-
talan sé líklega mun hærri í raun þar
sem margir komist ekki á sjúkrahús
og deyi heima hjá sér. „Mjög fáar fjöl-
skyldur skýra yfirvöldum frá slíkum
dauðsföllum og þau eru því ekki
skráð,“ hefur fréttaveitan UPI eftir
Lowcock, sem samhæfir hjálparstarf
stofnana Sameinuðu þjóðanna.
Milljónir barna í Jemen í hættu
Fjórtán milljónir Jemena þurfa á aðstoð að halda og þar af er meira en helmingurinn á barnsaldri
Hætta talin á hungursneyð í landinu á næstu mánuðum Hættulegir smitsjúkdómar breiðast út
AFP
Börn svelta Ung og alvarlega vannærð stúlka vigtuð á sjúkrahúsi í Hajjah-héraði í norðvesturhluta Jemens.
Ástandið í ágúst og september sl. Hungursneyð spáð á næstu þremur mánuðum
Hungur í Jemen
Heimild: FEWS NET
100 km
JEMEN
SÁDI-ARABÍA
Aden-
flói
Rauða-
haf
ÓMAN
DJÍBÚTÍ
SANA
Aden
100 km
JEMEN
SÁDI-ARABÍA
Adenflói
Rauða-
haf
ÓMAN
DJÍBÚTÍ
SANA
Aden
Hættuástand Neyð Uppl. vantarSkortur
Socotra
(JEMEN)
Socotra
(JEMEN)
Þáttur í valdatafli
» Stríðið í Jemen hófst með
uppreisn Húta í mars 2015 og
endurspeglar valdataflið sem
nú stendur yfir milli Írana og
Sáda í Mið-Austurlöndum.
» Klerkastjórnin í Íran hefur
séð Hútum fyrir vopnum, m.a.
flugskeytum, jarðsprengjum
og bátum sem þeir hafa notað
til sprengjuárása á herskip
Sáda og samstarfsríkja þeirra.
Sádar hafa notið stuðnings
Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakklands.
» Báðar fylkingarnar hafa ver-
ið sakaðar um stríðsglæpi.
» Hútar eru vopnuð hreyfing
svonefndra zaída, sem eru um
35-40% íbúa Jemen og til-
heyra sjíum innan íslams.
Meirihluti íbúanna er hins veg-
ar úr röðum súnnímúslíma
sem búa flestir í suður- og suð-
austurhluta landsins.
Sana. AFP. | Ahmed Hassan er aðeins nokkurra mán-
aða gamall og grindhoraður líkami hans kippist til
þegar hann æpir af sársauka við það að læknir set-
ur hann varfærnislega á vog. Barnið sveltur.
Í næstu stofu á Sabaeen-sjúkrahúsinu í Sana,
höfuðborg Jemens, útbúa hjúkrunarfræðingar
mjólkurblöndu í könnur og búa sig undir að næra
alvarlega vannærð ungbörn. Sum þeirra eru svo
máttfarin að þau geta ekki kyngt og þurfa því að fá
næringarslöngu sem sett er í nef þeirra og ofan í
maga.
Sumum ungbarnanna virðist líða betur eftir að
þau fá næringuna. Þau skríða til annarra sármag-
urra barna sem leika sér, sum enn með næringar-
slöngu festa á andlitinu.
„Lífið er orðið mjög erfitt … en við gerum okkar
besta, við erfiðar aðstæður,“ segir Umm Tarek, sem
kom með níu mánaða son sinn á sjúkrahúsið. „Við
erum ekki héðan, þannig að við leigjum eldgamalt
hús í Hiziaz [bæ sunnan við Sana]. Hann veiktist
vegna þess að við gátum ekki haldið áfram að gefa
honum mjólkurblöndu því að við höfum ekki lengur
efni á að borga leiguna og kaupa mjólkurduft.“
Barnalæknirinn Sharaf Nashwan segir að sumar
fjölskyldur í Jemen hafi ekki efni á að koma van-
nærðum börnum sínum á sjúkrahús. „Börnin þjást
því af vannæringu dögum og vikum saman án þess
að fá hjálp þar til einhver sér aumur á fjölskyldunni
og gefur henni aura til að koma barninu á sjúkra-
hús. En þá er barnið orðið mjög alvarlega vannært.“
Börnin orðin alvarlega vannærð þegar þau fá loksins hjálp