Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
Áhugamenn um
Árneshrepp, sem kalla
sig svo, eiga það helst
sammerkt að standa
gegn framförum í
hreppnum, vilja ekki
vera þar, en eru há-
værir í fjölmiðlum og
keppast við að and-
mæla þeim tilburðum
sem uppi eru til þess
að styrkja búsetu og
mannlíf, ekki bara í
Árneshreppi heldur á Vestfjörðum
öllum.
Hvalárvirkjun virðist vera nýj-
asta skotmark svörtu umhverfis-
verndarinnar, sem berst fyrir
óbreyttu óviðunandi ástandi á
stórum landsvæðum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Móðurskip þess-
arar hreyfingar er Landvernd, sem
hefur verið lyft til pólitískra áhrifa
í núverandi ríkisstjórn með um-
hverfisráðherra úr þeirra röðum.
Samtök, sem undanfarinn áratug
hafa framfylgt af mikilli grimmd
þeirri stefnu að kæra allar orku-
framkvæmdir með hörmulegum af-
leiðingum og gríðarlegum kostnaði
fyrir land og þjóð, hafa verið verð-
launuð með því að sá sem helst ber
ábyrgð á öfgunum, er nú ráð-
herrann og fyrirsvarsmaður mála-
flokksins. Það eru nýmæli í íslensk-
um stjórnmálum að nú er til
flokkur sem leggur sig allan fram
um að gera þeim erfitt fyrir sem
veikast standa á landsbyggðinni að
halda velli í samkeppni við höfuð-
borgarsvæðið. Skrif Viðars Hreins-
sonar í Morgunblaðinu á laugar-
daginn veita innsýn í hugarheim
sem er til og verið er að skírskota
til en er byggður á töluverðri van-
þekkingu.
Leikreglur beygðar
og brotnar
Áform um Hvalárvirkjun hafa
farið í gegnum lögbundið ferli,
tvisvar sinnum, sem tók mörg ár
og allir sem vildu gátu komið að at-
hugasemdum og það oftar en einu
sinni. Tvisvar hefur Alþingi sam-
þykkt tillögu um að virkjunin verði
í nýtingarflokki. Að-
eins einn aðili, Land-
vernd, lagðist gegn en
enginn annar. Enginn.
Ekki Náttúru-
fræðistofnun Íslands.
Ekki Viðar Hreinsson.
Ekki Fréttablaðið.
Ekki Vinstri græn.
Þessir aðilar koma eft-
ir á og vilja fá að
breyta leikreglunum
þegar búið er að fara í
gegnum langt og
strangt ferli með já-
kvæðri niðurstöðu. Til-
raunir til þess að yfirtaka Árnes-
hrepp með flutningi fólks á kjör-
skrá fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar í vor er einsdæmi; ósvífin
aðgerð þar sem reynt var að koma
í veg fyrir að meirihlutavilji heima-
manna réði. Viðar Hreinsson kallar
það skopleik að heimamenn fengu
að ráða, en fyrir flesta aðra er
skopleikurinn eða öllu heldur
harmleikurinn athæfi hinna sem
reyndu að hafa rangt við í leik-
reglum lýðræðisins. Listamenn bú-
settir í Berlín reyndu í alvöru að fá
kosningarétt í Árneshreppi. Hvern-
ig má það vera að þessi alvarleg-
asta atlaga að lýðræðislegu fyrir-
komulagi, almennum kosningum,
sem orðið hefur, skuli ekki vera
rannsökuð og dregið fram hverjir
bera ábyrgð og þeir sóttir til saka?
Það er óumdeilt sakamál að hafa
lýðræðið að leiksoppi. Ef menn
komast upp með að brjóta leikregl-
urnar á bak aftur bara vegna þess
að niðurstaðan varð þeim ekki að
skapi þá er illa komið fyrir stjórn-
skipaninni.
Náttúrurfræðistofnun eftir á
Framganga Náttúrufræðistofn-
unar Íslands er rannsóknarefni.
Stofnunin gerði engar athuga-
semdir né sendi inn umsögn um
Hvalárvirkjun þegar ferlið var í
gangi. En kemur nú skyndilega
fram með tillögu til umhverfis-
ráðherra um friðun svæðis þar sem
tvær virkjanir eru áformaðar,
Hvalárvirkjun og Austurgilsvirkjun
með vísun til þess að vernda þurfi
jarðmyndanir. Þrátt fyrir að beðið
hafi verið um rökstuðning fyrir til-
lögunni þá hefur hann ekki komið
að öðru leyti en að vísað er í
jarðfræðiritgerðir. En ekki fæst
uppgefið hvað í þessum ritgerðum
styður við tillögur stofnunarinnar.
Hér fer fram opinber stofnun bein-
línis í því skyni að spilla fyrir, eftir
á.
Viðar með viðsnúning
Skrif Viðars Hreinssonar eru
gegnsæ og feta í fótspor sem áður
hafa verið stigin í þessu máli. Hann
hefur það hlutverk að þyrla upp
ryki til þess að dylja slóðina. Stað-
reyndin er að það eru andstæð-
ingar Hvalárvirkjunar sem ganga
gegn leikreglum í umhverfismálum
og svífast einskis og þessir and-
stæðingar koma líka innan úr
stjórnkerfinu þar sem enginn virð-
ist hafa taumhald á framgöngu ein-
stakra forstöðumanna ríkisstofn-
ana.
Arðsemin ræður
Það verður arðsemin sem ræður
því hvort Hvalárvirkjun verður
reist. Svo virðist að þrátt fyrir
fremur háan kostnað sé þessi kost-
ur að verða arðbær vegna hækk-
andi raforkuverðs. Það skiptir ekki
máli hvar kaupandinn er, ekki frek-
ar en að kaupendur raforku af
Þjórsársvæðinu eru á höfuðborgar-
svæðinu og í Hvalfirði. Það mun
hins vegar vera þjóðhagslega og
öryggislega mikilvægt að reisa
virkjanir utan helsta jarðskjálfta-
svæðis landsins og þá þarf einmitt
að hafa traustar flutningsleiðir milli
landsvæða og innan þeirra.
Vanþekking Viðars
Eftir Kristin H.
Gunnarsson » Staðreyndin er að
það eru andstæð-
ingar Hvalárvirkjunar
sem ganga gegn leik-
reglum í umhverf-
ismálum og svífast
einskis.
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er Vestfirðingur
og ritstjóri.
kristinn@kristinn.is
Kavanaugh-málið
var mikið hér í frétt-
um, hart sótt að hon-
um á Vinstri-slagsíðu-
Rúvinu, og fóru þar
ýmsir offari að sínum
vanda. En þegar nafn
Bretts Kavanaughs
hafði verið hreinsað af
órökstuddri ásökun lét
prófessor Þorvaldur
sér detta sú ósvinna í
hug að bera opinberlega á hann það
sem hann kallar „trúverðugar ásak-
anir um kynferðisofbeldi á unglings-
árum“!
En Christine Blasey Ford stóð
ein uppi með sínar ásakanir, studd
engum sönnunargögnum, atburðar-
lýsing hennar í molum, afar óná-
kvæm og tortryggileg, gat hvorki
tilgreint í hvaða hverfi né í hvaða
húsi atburðurinn ætti að hafa átt
sér stað né hvernig hún kom þang-
að eða fór þaðan (bílprófslaus og
átti heima fjarri), og engin tilgreind
vitni, jafnvel ekki hennar nánasta
vinkona, stóðu með hennar fullyrð-
ingum, og þótt þessi sálfræðingur
hafi að eigin ósk farið í gegnum
lygamæli var hún einmitt sérfróð í
því að komast með vissum aðferðum
í gegnum lygamælispróf! Fyrrver-
andi langtímakærasti hennar ljóstr-
aði upp um að hún leið-
beindi einmitt beztu
vinkonu sinni í því efni!
Hinar tvær ásakan-
irnar voru svo langt úti
í móum, að jafnvel
demókratahneigða
blaðið New York
Times synjaði birt-
ingar á þeim.
Frú Ford má vænta
þess, eins og í hlið-
stæðum, óstaðfestum
ásökunum einnar konu
gegn dómaranum
Clarence Thomas árið 1991, að
söfnunarsjóðir til stuðnings henni
fari langt á annað hundrað milljóna
króna og renni beint í hennar vasa,
en sönnunargögn og vitni hafði hún
þó engin. Það hentar samt Clinton-
trúum Þorvaldi að bera það á borð
fyrir landsmenn að „tveir af fimm í
meirihlutanum [í hæstarétti] hafa
verið sakaðir með trúverðugum
hætti um kynferðisáreiti“! Það væri
ekki á góðu von í Hæstarétti Ís-
lands, ef þar sæti maður á borð við
Þorvald Gylfason, sem er ekki vand-
látari en þetta og lætur sér nægja
gersamlega ótrúverðugan framburð
um meintan glæp, sem verður ekki
studdur neinum rökum.
Brett Kavanaugh hefur gegnt
sínum störfum af fullkominni sæmd
og með flekklausum hætti og jafnan
staðið með virðingu kvenna í sínum
álitum og úrskurðum. Lágkúran í
atsókninni gegn honum náði nýjum
lægðum og varð ekki stuðningsfólki
demókrata til annars en langvar-
andi skammar. Að þetta tengist
baráttu „pro-choice“-demókrata
fyrir dauða milljóna ófæddra á kom-
andi árum var ljóst af mótmæla-
fundum í Washington og víðar, en
verður þeim einungis til enn meiri
hneisu.
Athöfnin og snilldarræða Kavan-
aughs, sem finna má á Facebook er
hann var settur inn í embætti
hæstaréttardómara í Hvíta húsinu,
er hins vegar eftirminnilegur vitnis-
burður um glæsilegan og trúverð-
ugan dómara: facebook.com/
Breitbart/
Endum þetta á einum punkti
þaðan: „Dómari á að túlka lögin,
ekki að semja lög,“ er meðal góðra
grunnreglna Kavanaughs. Megi val
hans verða til farsældar fyrir
Bandaríkin.
Ótrúverðugur er Þorvaldur
Gylfason um Kavanaugh
Eftir Jón Val
Jensson » Frú Ford stóð ein
uppi með sínar órök-
studdu, óstaðfestu ásak-
anir.
Jón Valur Jensson
Höfundur er guðfræðingur og
fræðimaður.
jvjensson@gmail.com
Nú ræða menn á
þingi afnám krónu á
móti krónu skerð-
ingar á framfærslu
örorkulífeyrisþega.
Nei, ágæti lesandi,
þú ert ekki að lesa
gamla frétt, þú hefur
ekki dottið á hausinn
eða slysast inn í
tímavél. Þrátt fyrir
áralanga umræðu og
mikla samstöðu – þá ræða menn
enn. Og er þetta mál þar með að
skipa sér í hóp séríslenskra mála
sem allir eru sammála um að eigi
að leysa en engin „getur neitt“.
Til upprifjunar, fyrir þá sem
hafa verið í dái eða erlendis síð-
asta áratug, þá snýst málið um að
allar tekjur öryrkja eru dregnar af
þeim jafnóðum, krónu fyrir krónu,
og er það gert af þeim hluta af
bótum sem kallast sérstök fram-
færsluuppbót. Þetta snýst ekki
bara um atvinnutekjur, heldur líka
um t.d. lífeyrissjóðstekjur, dán-
arbætur, séreignarsparnað, náms-
styrki og styrki til endurhæfingar
og tækjakaupa. Allt hirðir TR
jafnóðum og öryrkjar sitja eftir
með kostnaðinn.
Af hverju er svona flókið að af-
nema þetta? Eina skýringin sem
fæst er að þetta verði að skoða
jafnframt því að skoða þurfi ný-
gengi ungra karlmanna með geð-
ræn vandamál á örorku. Ekki sé
hægt að gera breytingar á þessu
fordæmalausa óréttlæti fyrr en
fundin verði úrræði fyrir þessa
menn. Þótt umhyggja Páls
Magnússonar og SA fyrir velferð
þessa unga fólks sé vissulega
hrærandi er okkur fyrirmunað að
skilja hvers vegna það þurfi að
blanda þessum tveimur hlutum
saman; hvernig fólk er metið inn í
kerfið og hvernig greitt er úr því.
Það er mikilvægt að taka vel á
geðheilbrigðismálum ungs fólks.
Það er meðal annars gert með því
að auka úrræði, styrkja geðdeildir,
sálfræðiþjónustu og styrkja fram-
haldskólana til þess að geta rúmað
þetta unga fólk. Það er hins vegar
ekki gert með því að hirða dán-
arbætur eða lífeyrissjóðstekjur af
langveikum ekkjum, námsstyrki af
fötluðum námsmönnum eða launin
af láglaunafólki í hlutastarfi. Það
bætir ekki aðstöðu ungs fólks með
geðræn vandamál.
Og ekki bara er þessi fram-
kvæmd óréttlát, hún er beinlínis
ólögleg. Krónu á móti krónu
skerðing var afnumin hjá eldri
borgurum í janúar 2017 og þá voru
öryrkjar skildir eftir vegna þess að
stjórnvöld töldu forsvarsmenn ör-
yrkja vera of trega í taumi hvað
varðar starfsgetumat. Þáverandi
ráðherra sagði beinlínis að ör-
yrkjar fengu ekki þessa leiðrétt-
ingu vegna andstöðu ÖBÍ við
starfsgetumat. Þannig geta stjórn-
völd í lýðræðisríkjum ekki hagað
sér, það er einfaldlega ólöglegt að
gera upp á milli sambærilegra
hópa vegna „samstarfsörðugleika“
og slíka einræðistilburði á að for-
dæma – ekki apa eftir eins og nú-
verandi ríkisstjórn virðist vera á
góðri leið með að gera.
Það er skýr stefna núverandi
ríkisstjórnar að halda aftur af öll-
um kjarabótum til örorkulífeyris-
þega þar til tekist hefur að troða
svokölluðu starfsgetumati í gegn.
Ráðherrar og þing-
menn segjast vera allir
af vilja gerðir – að þeir
vilji endilega bæta
kjör okkar – en að
engu sé hægt að lofa
eða ráðstafa fyrr en
starfsgetumat hafi ver-
ið komið í gegnum
þingið.
Og þar við situr.
Eftir kynningu á
hugmyndum um
starfsgetumat hefur
stjórn Öryrkjabandalagsins lýst
sig andvíga þeim hugmyndum sem
fyrir liggja. Ekki af því að við höf-
um svo gaman af því að vera fúll á
móti. Þvert á móti er mikill hvati
fyrir alla öryrkja að samþykkja
breytingar, það er margt sem þarf
að bæta í núverandi kerfi og á
meðan á þeirri vinnu stendur
standa kjör öryrkja í stað. Það
hefði því verið gott að geta afgreitt
tillögur um starfsgetumat á já-
kvæðum nótum. Að komast upp úr
þessum skurði sem kjaramál ör-
yrkja hafa verið í undanfarin 12 ár
og horfa fram á veginn. Það hlýtur
því að gefa lesendum einhverja
vísbendingu um hversu lélegar til-
lögur að starfsgetumati eru, þegar
stjórn sá sér ekki fært að gera
annað en að hafna þeim alfarið þar
sem þær eru óraunhæfar. Okkur
ber skylda til þess að verja lang-
tímahagsmuni fatlaðs fólk, óháð
skammtíma ávinningi í samræðum
við stjórnvöld. En það er ekki
ásættanlegt að vera sett í þessa
stöðu sem ekki getur kallast annað
en fjárkúgunarstarfsemi.
Til þess að breiða yfir þessa
fjárkúgunarstarfsemi er reynt að
flækja málin. Stjórnarþingmenn
tala mikið um „flækjustigið“, að
það þurfi „að leggjast yfir þetta“
og það krefjist „heildarendurskoð-
unar“. Það er sorglegt að heyra
hversu illa undirbúnir stjórnar-
þingmenn virðast vera til þess að
takast á við það lagaumhverfi sem
þeir eru kjörnir til þess að sinna
og starfa undir og er það mikið
áhyggjuefni. En þá er gott að hafa
öfluga stjórnarandstöðu og faglega
sterk hagsmunasamtök. Nú liggur
nefnilega fyrir mjög einföld lausn
á því að afnema krónu á móti
krónu skerðinguna. Frumvarpið er
að koma úr umsagnarferli og hefur
fengið jákvæða umsögn allra sem
skipta máli. Það er því ekkert eftir
nema að ýta á græna takkann þeg-
ar frumvarpið er lagt fyrir þingið
– og ættu stjórnarþingmenn að
ráða við það. Eins og hæstvirtur
heilbrigðisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, sagði á þinginu 11.
október sl. Það á ekki að skipta
neinu máli hvaðan gott kemur.
Þegar þingmenn eru búnir að
ýta á græna takkann getum við
loksins hætt að ræða þessa bless-
uðu krónu á móti krónu skerðingu
því hún verður ekki lengur til.
Ferð án fyrirheits
Eftir Rósu Maríu
Hjörvar
Rósa María Hjörvar
» Það er skýr stefna
ríkisstjórnarinnar
að halda aftur af öllum
kjarabótum þar til tek-
ist hefur að troða svo-
kölluðu starfsgetumati í
gegn.
Höfundur er formaður málefnahóps
ÖBÍ um kjaramál.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?