Morgunblaðið - 02.11.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
✝ Steinunn Ey-steinsdóttir
fæddist 23. júní
1933 í Hvítarhlíð í
Bitrufirði. Hún
lést á heimili sínu,
Brákarhlíð í
Borgarnesi, 14.
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín L.
Jóhannesdóttir og
Eysteinn Einars-
son, bændur á Bræðrabrekku í
Bitrufirði. Þar ólst Steinunn
upp í stórum systkinahópi.
Alsystkini Steinunnar eru:
Margrét, f. 1925, látin. Bjarni,
f. 1926, látinn. Jón, f. 1928,
látinn. Kristjana, f. 1929, látin.
Sveinn, f. 1931. Laufey, f.
1935. Einar, f. 1936. Fanney, f.
1939. Trausti, f. 1943, látinn.
Hálfsystkini samfeðra eru:
Jens, f. 1945. Dofri, f. 1947.
Gísli, f. 1949. Hrafnhildur, f.
1949, látin. Hilmar, f. 1951.
13. desember 1955 giftist
Steinunn Þorgrími Viðari Jó-
hannessyni, f. 6. nóvember
1931, d. 21. júní 1997. For-
eldrar hans voru Jóhanna
Halldórsdóttir og Jóhannes
Þorgrímsson, bændur á Eið-
húsum í Miklaholtshreppi.
Steinunn og Þorgrímur hófu
Örn. Langömmubörnin eru
orðin 11.
Steinunn ólst upp við öll al-
menn störf á stóru sveitaheim-
ili. Ung stúlka vann hún á
Sólheimum í Grímsnesi og var
svo í vist í Reykjavík. Eftir að
þau Þorgrímur stofnuðu heim-
ili tók hún að sér heimilis-
haldið, og síðar varð hún hús-
móðir í sveit þar sem hún vann
jafnt úti sem inni. Húsmóður-
starfið var á þessum tímum
mjög víðtækt. Þægindi í sveit-
inni voru lítil, rafmagn kom
þar fyrst upp úr 1965. Störfin
voru tímafrek og erfið og
vinnudagurinn langur. Stein-
unn skapaði fjölskyldu sinni
fallegt heimili og börnunum
uppeldisskilyrði langt umfram
það sem aðstæður gáfu tilefni
til.
Þegar börnin voru upp kom-
in starfaði Steinunn á Vega-
mótum á Snæfellsnesi og við
saumaskap. Lengst starfaði
hún á leikskólanum Klettaborg
í Borgarnesi og trúlega skipta
börnin hundruðum sem þekktu
hana þaðan undir nafninu
Amma Steina. Steinunn spilaði
á ýmis hljóðfæri, og söng opin-
berlega sem ung stúlka ásamt
systrum sínum og vinkonum.
Hún söng um árabil með
kirkjukór Borgarneskirkju, og
í kór eldri borgara, Gleðigjöf-
um, meðan heilsa hennar
leyfði.
Útför Steinunnar fer fram
frá Borgarneskirkju í dag, 2.
nóvember 2018, klukkan 13.
sambúð í Reykja-
vík en 1957 fluttu
þau að Eiðhúsum.
Þau bjuggu fyrst í
sambýli við for-
eldra Þorgríms, en
stofnuðu síðar ný-
býli á hluta jarð-
arinnar. 1979
fluttu þau í Borg-
arnes og bjuggu
þar til æviloka.
Börn Steinunnar
og Þorgríms eru: 1. Hanna
Kristín Steinunn-
ar-Þorgrímsdóttir, f. 4. mars
1955. Gift Þóri Ólafssyni. Börn
hennar og Garðars S. Jóns-
sonar eru: Þorgrímur Jón, Ása
Dóra og Sveina Kristín. 2.
Erna Þorgrímsdóttir, f. 13. jan-
úar 1958. Ógift og barnlaus. 3.
Hrönn Þorgrímsdóttir, f. 13.
janúar 1958. Gift Ágústi S.
Haraldssyni. Dóttir hennar og
Sæmundar Víglundssonar er
Jóhanna Steinunn. 4. Unnur
Þorgrímsdóttir, f. 17. maí
1960. Gift Torfa Halldórssyni.
Börn þeirra eru: Steinunn Guð-
björg, Hafþór og Halldór Við-
ar. 5. Elsa Þorgrímsdóttir, f.
18. apríl 1965. Börn hennar og
Valdimars Guðmundssonar
eru: Kristrún Inga, Hugrún
Eva, Guðný Hulda og Viðar
Við hraunsins jaðar
kliða kaldavermsl
sem krap og snjóar
byrgja stundum inni.
En lindin mín
á eina djúpa æð
sem ekki hefur lokast
nokkru sinni.
Hún sprettur upp
úr iðrum jarðar, þar
sem út í vatnið
seytlar lækjarsprænan.
og lætur jafnan
lítið yfir sér
en litar allan
dýjamosann grænan.
Svo iðulaus
varð aldrei nokkur hríð
að ekki sæist
lindaraugað bláa.
Og engan tón
svo þýðan hef ég heyrt
sem hennar nið
við klettaskútann lága.
(Heiðrekur Guðmundsson)
Í dag verður móðir mín, Stein-
unn Eysteinsdóttir, borin til
grafar.
Mamma, sem var miðdepill til-
veru minnar í frumbernsku og
sem ég man best sístarfandi af
metnaði og vinnugleði, oftast með
söng á vörum.
Mamma elskaði börn, og þau
hændust að henni. Hún fóstraði
barnabörnin þegar þau þörfnuð-
ust hennar, öll mín börn bjuggu
hjá henni um tíma. Hún var ást-
rík og stórskemmtileg amma og
langamma, og týndi aldrei
barninu í sjálfri sér.
Mamma var náttúrubarn og
vorið var hennar tími. Ljúf og létt
í lund sóttist hún eftir gleði, tón-
list og dansi, og elskaði lífið til
hinsta dags.
Hún trúði á Guð og það góða í
manneskjunni. Talaði vel um fólk
og ætlaði því það besta. Þegar
erfiðleikar og sorgir steðjuðu að
var hún sjálfri sér trú, efldi
þroska sinn og þraukaði.
Í glímu sinni við banvænan
sjúkdóm sýndi hún æðruleysi.
Hún setti sér að njóta hverrar
stundar og vægðarlaus sjúkdóm-
urinn fékk aldrei að svipta hana
lífsgleðinni. Þannig auðgaði hún
ekki aðeins sitt líf, heldur létti
okkur hinum þennan erfiða tíma
og gaf okkur eina gjöfina enn:
Gott fordæmi.
Þó sumri taki að halla
er sól í augum þínum
og söngur vors og angan
í brosi þínu og raust
því inn í slíkar sálir
nær aldrei skuggi að falla,
þar eilíft ríkir sumar,
þar kemur ekki haust.
(Friðrik G. Þórleifsson)
Systrum mínum, Ernu og
Hrönn, og Ágústi mági mínum
þakka ég allt sem þau gerðu fyrir
mömmu. Starfsfólki Brákarhlíð-
ar þakka ég góða umönnun og
hlýju, þar leið mömmu vel.
Takk fyrir allt, mamma mín,
og sæl að sinni. Við verðum aftur
saman síðar.
Minningin lifir.
Hanna Kristín
Steinunnar-Þorgrímsdóttir.
Í minningu ástkærrar móður
minnar.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason)
Innilegar þakkir fyrir allt.
Hvíl í friði.
Elsa.
Við hefðum ekki getað fengið
betri ömmu, ekki einu sinni ef við
hefðum sjálf fengið að velja.
Amma var yndislegasta kona
sem við höfum kynnst og það
voru alger forréttindi að hafa
hana í lífi okkar seinustu 20-30
árin.
Í hvert skipti sem maður hitti
hana ljómaði andlitið á henni upp
og ástin til okkar sást alveg
greinilega.
Amma var alltaf voðalega mik-
ið hjá okkur eða við hjá henni,
það var algjör veisla að vera hjá
ömmu, í hvert skipti sem við
komum til hennar tíndi hún allt
út úr skápunum og hlóð á borðið
minnst fimm sortum af bakkelsi
og afsakaði sig svo að hún ætti nú
ekkert mikið til að bjóða upp á.
En það sem amma bauð upp á var
einfaldlega alltaf best.
Ekki hefur enn fundist betri
piparmyntuís en sá sem amma
átti í frystikistunni, þetta var
samt örugglega bara venjulegur
piparmyntuís frá Kjörís, hann
var bara einfaldlega miklu betri
þegar amma bauð upp á hann.
Hún var mjög tónelsk og í
hvert skipti sem við komum til
hennar fengum við að glamra á
orgelið hennar eins og við ættum
lífið að leysa, hlusta á lög sem
henni fundust flott og syngja
með.
Það var ekki sjaldan sem hún
tók upp gítarinn sinn og spilaði
fyrir okkur og við sungum saman
og oft fengum við gamla gítarinn
hennar og glömruðum með, þrátt
fyrir að kunna ekki eitt einasta
grip. Alltaf fengum við að hjálpa
til við allt, alveg frá því að við
munum eftir okkur fengum við að
hjálpa til í þvottahúsinu eða eld-
húsinu og eiginlega gera allt, það
mátti allt hjá ömmu.
Hún var einstaklega barngóð
og elskaði að vera í kringum
barnabörnin sín og barnabarna-
börnin.
Á leikskólanum Klettaborg,
þar sem allir kölluðu hana ömmu
Steinu, montaði maður sig óspart
af því að hún væri sko alvöru
amma okkar, og við mættum líka
hitta hana um helgar.
Sú umhyggja og ást sem fylgdi
henni var mikil og aldrei höfum
við kynnst svona góðhjartaðri og
fallegri sál. Það var alltaf svo
mikið fjör í hennar návist.
Til dæmis mætti nefna eitt
skipti á Brákarhlíð, þar sem hún
bjó seinustu árin, þar sem hún
sat og var að brjóta saman þvott
og hlusta á Ellý, allt í einu stend-
ur hún upp úr sófanum og grípur
mann sem sat við hliðina á henni,
dregur hann út á mitt stofugólfið
og byrjar að dansa við hann. Við
endum á því að dansa nokkur út á
gólfi í dágóðan tíma.
Við minnumst tímanna með
ömmu Steinu með bros á vör og
reynum að venjast þeirri hugsun
að hún sé farin frá okkur. Hún lif-
ir þó alltaf í hjörtum okkar og við
vonum svo sannarlega að þú sért
að spila á gítar, leika við öll börn-
in þarna hinum megin og hlaða
kræsingum á borðið, elsku amma
okkar.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kristrún Inga, Hugrún Eva,
Guðný Hulda og Viðar Örn.
Steinunn
Eysteinsdóttir
✝ Guðrún Sigríð-ur Haralds-
dóttir fæddist 28.
febrúar 1956 á
Hvanneyri í
Borgarfirði. Hún
lést á líknarheimili í
London 5. október
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Eygló F.
Gísladóttir, f. 26.5.
1925, d. 29.6. 2017, og Haraldur
Sigurjónsson, f. 24.12. 1916, d.
25.1. 1993. Bræður hennar eru
Brynjar Haraldsson, f. 22.5.
1947, og Þórir Haraldsson, f.
3.10. 1953.
Guðrún giftist
Ómari Bjarka
Smárasyni, f. 16.4.
1950, árið 1974.
Þau slitu sam-
vistum. Guðrún
eignaðist einn son,
Óðin Örn Hilm-
arsson, f. 2.11.
1989, með Hilmari
Erni Hilmarssyni,
f. 23.4. 1958. Guð-
rún bjó og starfaði í London sl.
24 ár.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 2. nóvem-
ber 2018, klukkan 13.
Kær vinkona, Guðrún Sigríð-
ur, hefur kvatt þennan heim.
Við kynntumst í London fyrir
tæpum 40 árum þegar Gunna
Sigga var í listnámi þar. Mér
líkaði strax vel við þessa ein-
lægu og hlýju manneskju og
með okkur kviknaði vinátta sem
hefur haldist æ síðan. Gunna
sýndi strax hvers hún var
megnug, mikil athafna- og fram-
kvæmdakona sem vílaði ekkert
fyrir sér, ekkert verk var of
flókið eða erfitt fyrir Gunnu
Siggu. Á Lundúnaárunum
hjálpaði hún mér við að vegg-
fóðra og teppaleggja heima hjá
mér, eitthvað sem ég hélt að
væri eingöngu á færi fagfólks.
Hún fór sínar eigin leiðir í list-
sköpun sinni og var frumleg,
jafnt með efnivið og verkefni.
Gunna Sigga vann með alls
kyns efni og form og það var
áhugavert að fylgjast með
hvernig verk hennar voru í
stöðugri þróun allt til hins síð-
asta. Hún átti líka svo mikið eft-
ir og sem dæmi þá hafði hún
verið valin til að sýna verk sín í
Hallgrímskirkju í byrjun árs
2019, en hún vann ötullega við
að undirbúa þá sýningu upp á
síðkastið eftir því sem kraftar
hennar leyfðu.
Gunna var mikið á Íslandi
undanfarin ár á meðan Eygló
móðir hennar lifði og sinnti
henni af einurð og kærleika
enda voru þær mæðgur mjög
nánar.
Það er svo kaldhæðni örlag-
anna að Gunna greinist með sín
veikindi fljótlega eftir að
mamma hennar deyr í júlí 2017.
Ég er þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum saman síðastliðið
haust þegar ég heimsótti Gunnu
í London, þá áttum við saman
ljúfa daga, ræddum mikið sam-
an og spáðum í lífið og tilver-
una. Lítið vissi maður þá að
þetta yrðu okkar síðustu fundir.
Ég minnist góðrar vinkonu
sem ég á eftir að sakna sárt,
enn sárari er þó missir Óðins
Arnar, einkasonar Gunnu Siggu,
hans sorg er mikil.
Við Nonni sendum Óðni,
bræðrum Gunnu og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Gunnu Siggu vinkonu.
Inga Sólnes og
Jón Sigurjónsson.
Síminn hringir; björt klingj-
andi röddin segir: „Haæ“; dreg-
ur örlítið seiminn; brýst svo
fram í flóði: „Já, ég er sko kom-
in, vil endilega hitta þig, þarf
samt aðeins að hitta þennan,
sækja hitt, græja þetta.“ Þegar
hér er komið er ég farin að
brosa út að eyrum, gríp fram í:
„Hurru sæta, græjaðu bara eins
og þú getur og komdu svo, ég
verð heima.“
Svo kemur hún, brosið geisl-
andi, faðmlagið fast og hlýtt:
„Oh, hvað það er gott að sjá
þig!“
Er alveg slök, kemur inn og
sest – við spjöllum fram á nótt,
drekkum smá rauðvín, hlæjum.
Þannig var hún; þó að hún
væri alltaf að gera og græja,
skapa dásamleg listaverk, sinna
syni og aldraðri móður, heim-
sækja ættingja, var hún slök
þegar hún var sest og gaf sér
allan tíma í heiminum með sínu
fólki, róleg og íhugul, búin að
hugsa margt um lífið og til-
veruna.
Kátínan, bjartsýnin og lífs-
gleðin var óþrjótandi. Það var
eins og hún væri léttari í spori
en annað fólk, væri við það að
taka sprettinn, m.a.s. í rólegum
gönguferðum; hún gat snúið öllu
upp í hið jákvæða, það var
henni eðlislægt prinsipp; jafnvel
þegar eitthvað bjátaði á gat hún
snúið því sér til aukins þroska,
reynslu, lærdóms.
En við gátum líka þráttað;
hún var ekki eins viss um að líf-
ið væri tilviljun og ég. Ef eitt-
hvað gekk ekki upp eins og best
varð á kosið (hvort heldur hjá
henni eða mér) og ég var fýld,
sagði hún: „Neeii, ég held ekki,“
og dró aðeins seiminn, „ég held
að þetta eigi að vera svona“ eða
„það kemur til mín/þín, kannski
ekki strax, en bráðum.“ Jeminn,
hvað ég dáðist að henni.
Í listsköpun sinni var hún
ótrúlega fjölhæf og kom alltaf á
óvart; hvort sem hún skreytti
heila umferðarmiðstöð með
verki sem stýrðist af gangi sólar
eða vann einkasýningu þar sem
runnu saman fortíð og nútíð í
formi og efnivið. Listhugsunin
var tær og markviss og óvænt.
En hún var ekki góð í réttritun
og skilaboð gátu komið á öllum
tímum sólarhrings: Má ég senda
á þig smá? Hún vildi hafa alla
hluti í lagi, ekki síður sýning-
arskrár og texta en verkin sjálf.
Á sama hátt og hún tókst á
við lífið, tókst hún á við sjúk-
dóminn; með lífsvilja, lífsgleði
og lífskrafti.
Alltaf spaugsöm en undir lok-
in ekki alveg eins spræk og
fyrr. Þegar ég heimsótti hana
fyrir rúmum mánuði vissi hún
að hún væri lögð af stað annað.
Jafnyndisleg og ætíð spurði hún
mig samt frétta af mér og mín-
um, hlustaði vandlega eins og
hennar var vandi, en var samt
lögð af stað annað. Mér fannst
ég eins og hljómandi málmur og
hvellandi bjalla að segja einskis-
verðar fréttir.
Svo fórum við ásamt Kate
vinkonu hennar út í almennings-
garðinn í grenndinni; ég fékk að
keyra hjólastólinn að vatninu.
Við sátum í þögn; ég fann
hvernig hún drakk í sig lífið
umhverfis, vatnið, gróðurinn,
fuglana, börn að leik. Þegar við
komum heim aftur gekk hún
óstudd inn, leit svo á mig stríðn-
islega og sagði: „Sko, þetta er
ekkert mál. En gríptu mig ef ég
dett.“
Skarðið sem brotthvarf henn-
ar myndar verður aldrei fyllt.
Megi birtan yfir minningun-
um um hana lýsa Óðni syni
hennar og öðrum ættingjum
leiðina gegnum sorgina og miss-
inn.
Ingunn Ásdísardóttir.
Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR HAFLIÐADÓTTIR
frá Ögri
og húsfreyja á Hörðubóli
í Dalabyggð,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5. nóvember klukkan 13.
Ragnhildur B. Erlingsdóttir Sigurjón Hannesson
Kristrún Erna Erlingsdóttir Baldur Kjartansson
Guðríður Erlingsdóttir
Lineik Dóra Erlingsdóttir Guðmundur Erlingsson
Elsku mamma, amma, tengdamamma
og systir,
HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR,
Grettisgötu 40,
lést fimmtudaginn 25. október.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.
Björk Guðmundsdóttir
Arnar Sævarsson Hrund Einarsdóttir
barnabörn og systkini