Morgunblaðið - 02.11.2018, Page 23

Morgunblaðið - 02.11.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018 ✝ Anna HildurÁrnadóttir fæddist í Skál á Síðu í Vestur-- Skaftafellssýslu 27. maí 1938. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 15. októ- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru Árni Krist- inn Árnason, bóndi í Skál á Síðu, f. á bænum Á, á Síðu 3. ágúst 1904, d. 6. október 1989, og Jóhanna Pálsdóttir, f. í Ytri Dalbæ í Landbroti 1. september 1913, d. 28. ágúst 2006. Árni og Jóhanna eignuðust fimm börn. Systkini Önnu eru: Guðrún, f. 28. febrúar 1941, Sigurbjörn, f. 23. ágúst 1942, Guðríður, f. 14. apríl 1945, og Páll, f. 15. apríl 1945, d. 10. júní 2016. Árið 1958 giftist Anna Hildur eiginmanni sínum Stein- grími Lárussyni, f. 5. maí 1933, d. 24. október 2014. Foreldrar Steingríms voru hjónin Lárus Ólafur Steingrímsson bóndi í Hörgslandskoti á Síðu, f. á Kálfafelli í Fljótshverfi 11. nóvember 1905, d. 6. september 1977, og Sigurlaug Margrét Sig- urðardóttir, f. í Oddgeirsbæ í leiddi úrvalsvörur og fylgdist vel með nýjungum í sínu fagi. Þau hjónin voru samhent og fengu endurtekið viðurkenningu Mjólkurbús Flóamanna fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk ásamt því að framleiða gæðakjöt alla sína búskapartíð. Anna starfaði einnig í hlutastarfi á seinni árum samhliða búskapnum utan heim- ilis sem félagsliði hjá öldruðum. Anna var áhugasöm um að til- einka sér nýjungar og lauk 2004 eins árs fjarnámskeiði í rit- vinnslu og upplýsingatækni. Anna var í fjölmörg ár í kirkju- kór Prestbakkakirkju og um árabil í kvenfélagi hreppsins. Anna var mikil húsmóðir og lagði mikla rækt við heimilið. Hún var listakokkur sem með út- sjónarsemi sinni og dugnaði útbjó allan mat og bakkelsi fyrir heimilið. Gestkvæmt var á heim- ilinu og voru gestir boðnir vel- komnir og nutu góðra veitinga. Anna var mikil hannyrðakona og bar heimilið vott um fallegt handbragð. Vettlingarnir og sokkarnir frá henni voru róm- aðir að gæðum og voru eftir- sóttir bæði innan og utan fjöl- skyldu. Anna og Steingrímur brugðu búi 2007 og fluttu til Reykjavík- ur þar sem þau bjuggu til dán- ardags. Útför Önnu Hildar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. nóvember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 13. Reykjavík 2. september 1910, d. 12. febrúar 1978. Dætur Önnu og Steingríms eru: 1) Lilja Sigríður, f. 7. mars 1958. Synir Lilju eru: Alexand- er Jón, f. 12. maí 1992, og Aaron Thomas, f. 6. júní 1995, maki Melanie Frei. 2) Jóhanna Kristín, f. 17. mars 1961, maki Logi Ragnarsson, f. 18. febrúar 1960. Börn þeirra eru Halla Hrund, f. 12. mars 1981, maki Kristján Freyr og dóttir þeirra er Hildur Kristín, f. 24. október 2014, og Haukur Steinn, f. 13. ágúst 1990. Anna ólst upp í Skál á Síðu. Hún lauk grunnskóla, vann einn vetur fyrir sér í vist á Kirkjubæj- arklaustri og fór síðan 15 ára að vinna fyrir sér í vist á heimilum í Reykjavík. Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1955-1956. Anna hóf síðan búskap í Hörgslandskoti árið 1956 með Steingrími Lár- ussyni. Hún var ásamt eigin- manni sínum metnaðarfullur sauðfjár- og kúabóndi, fram- Elsku mamma okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar dætur, Lilja og Jóhanna. Tengdamóðir mín, Anna Hildur Árnadóttir, var svo sann- arlega öflugur liðsmaður ís- lensks samfélags. Hún ásamt eiginmanni sínum, Steingrími Lárussyni, stundað búskap með myndarbrag í rúmlega 50 ár í Hörgslandskoti á Síðu. Anna var dugnaðarforkur til allra verka, ósérhlífin, ótrúlega út- sjónarsöm og vel að sér í öllu sem tengist heimilis- og bú- rekstri. Maður dáðist að því hvernig hún náði að halda öllu einstaklega snyrtilegu innan- dyra þrátt fyrir mikinn mann- fjölda öll sumur. Þess utan tók hún þátt í öllum útistörfum sem tengdust rekstri búsins. Snyrti- mennskan var þar í hávegum höfð enda búið verðlaunað um langt árabil fyrir úrvalsmjólk og mikil gæði í hvívetna. Hún var heldur ekki hrædd á nokkurn hátt við að reyna sig við ný verkefni. Það sá maður meðal annars á því að hún skráði sig í fjarnám í tölvutækni og fórst það vel úr hendi. Ekki var málakunnáttunni fyrir að fara en hún lét það ekki slá sig út af laginu heldur hélt ótrauð áfram. Hún nýtti sér tæknina sér til framdráttar svo sem heimabankatengingu og rit- vinnslu. Hún var auk þess dug- leg að nýta sér Facebook til að fylgjast með og hafa samband við fólk. Feimni var ekki til í hennar orðabók, hún spjallaði við alla alveg óhikað. Það var sama hvort um var að ræða Ís- lendinga eða útlendinga sem áttu leið hjá, hún náði ávallt á einhvern hátt að gera sig skiljanlega. Anna hafði gaman af tónlist og var félagi í kirkjukór sveit- arinnar um langt árabil. Hún átti talsvert safn af íslenskri tónlist sem oft var í spilaranum á hennar heimili. Eitt var það sem henni þótti sérstaklega gaman og það var að fara í berjamó sem hún reyndi að gera bæði á meðan hún bjó fyrir austan en einnig eftir að þau hjónin brugðu búi og fluttu í borgina. Eins og áður sagði var Anna mikil húsmóðir, hún kunni bók- staflega allt sem tengdist mat- argerð. Hjá mér voru það kóte- lettur í raspi sem voru í uppáhaldi. Hún bjó til allan mat til heimilisins, rúllupylsur, kæfu, hangikjöt, bjúgu, slátur, sultur, saft og svo mætti áfram telja. Einnig var hún mjög vel að sér varðandi hannyrðir af ýmsum toga. Oftar en ekki voru fullar kommóður af sokkum, vettlingum og húfum í öllum mögulegum stærðum, þetta var bara eins og að koma inn í verslun að fá að skoða hjá henni úrvalið. Hún var líka nákvæm í mörgu og það sá maður m.a. þegar kom að rekstri bílsins, hann skildi alltaf vera hreinn og í góðu standi, helst að farið væri með hann í skoðun vel fyrir til- settan tíma og dekkjaskipti skyldu fara fram á þeim dag- setningum sem lögboðnar eru. Hún var með svolitla bíladellu að því er mér fannst og þar náð- um við vel saman. Hún hafði einnig mikinn áhuga á velferð barnabarna sinna og sama gilti um langömmubarnið hennar. Anna var góð fyrirmynd, dug- leysi og leti var ekki til í hennar huga og það smitaði út frá sér í sveitastörfunum meðal þeirra sem áttu þess kost að dvelja í Kotinu fyrr á árum. Ég kveð nú tengdamóður mína og vona að henni líði vel á nýjum stað. Far í friði og hafðu bestu þakkir fyrir samveru undanfar- inna áratuga. Logi Ragnarsson. Það er úr nægu að taka af góðum minningum um ömmu Önnu – enda var ég svo heppin að fá að eyða stórum parti úr hverju ári fyrir austan fyrstu 20 ár ævinnar. Eins og lóan kemur á vorin mætti ég með rútunni austur í Kot þar sem amma var í essinu sínu og kenndi mér réttu tökin í sauðburðinum hratt og örugg- lega. Minningar frá smölun að hausti færa mér ilm af flatköku og hangikjöti hennar ásamt yl frá hlýrri heimaprjónaðri lopa- peysu í köldu rigningarveðri. Jólaferðirnar í Kotið voru síðan alltaf bestar en þá dró amma fram fallegu silfruðu örþunnu jólakúlurnar sem virtust að minnsta kosti 100 ára og sem við hengdum saman á gervitréð í stofunni ásamt glerfuglinum sem komið var fyrir á efstu greininni. Sömu ánægju veittu páskaferðirnar með útiveru í fjósi og fjárhúsi þar sem ómót- stæðilegar kótelettur í raspi og karamellu Royalbúðingur seðj- uðu hungrið að degi loknum. Þegar ég hugsa til baka kem- ur samt hljóðið í kleinujárninu hennar einhvern veginn alltaf upp í hugann og „klingrið“ þeg- ar deigið var skorið. Hún beitti járninu af öryggi, vandvirkni og hraða - skorið var niður í 300 kleinur hið minnsta og svo gjarnan hent í snúða eða hjóna- bandssælu næsta dag. Við baksturinn sönglaði amma gjarnan lag og hveitið þyrlaðist upp þegar við snerum rösklega við kleinunum. Í Kotinu var ekkert bakkelsi keypt úr búð, ekki einu sinni brauðið og allar sultur búnar til heima – úr rifs- berjum úr garðinum, rabarbar- anum við hlöðuna eða kræki- berjum sem við sóttum inn að Þverá. Dagarnir hófust árla morg- uns með mjöltum og aldrei end- aði vinnudagurinn fyrr en að lokum seinni mjöltum klukkan sjö. Á háannatíma, til dæmis í sauðburði og heyskap, var vinnudagurinn langt fram á kvöld. Amma stýrði mjöltum og rak hin ýmsu verk eftir árstíma þess á milli ásamt því að elda tvisvar sinnum á dag, oft ofan í 10-20 manns á sumrin og svo voru kvöldin nýtt vel, t.d. í prjónaskap. Í ofanálag þá var allt hreint og strokið í Kotinu – þvotturinn brakandi ferskur af snúrunni ofan við bæinn og heimilið fallegt með hekluðum dúkum og útsaumuðum mynd- um eftir ömmu. Já ég held því hiklaust fram að amma, með sínum ótrúlega myndarskap, hefði getað starf- rækt öll Icelandair hótelin sof- andi – og öll hótel landsins vak- andi! Þvílík atorka, yfirsýn, útsjónarsemi og vandvirkni allt í senn. „Ekkert slór“, „ekkert hálfkák“ og „áfram með smjör- ið“ – eins og hún sagði iðulega. Og það var sama hversu hratt maður vann – aldrei komst mað- ur með tærnar þar sem amma var með hælana. „Ekki vera að gufast þetta“ sagði hún gjarnan ef einhver okkar vinnumann- anna á bænum var ekki með hugann við verkefnið. Enda voru allir yfirleitt með hugann við efnið í sveitinni – sem skilaði framúrskarandi út- komu, þar með talið verðlauna mjólk ár eftir ár. Oft hugsa ég til allra verðlaunagripanna sem stóðu hógværir í hillunni í eld- húsinu í Kotinu en höfðu hvetj- andi áhrif á okkur öll. Meira: mbl.is/minningar Halla Hrund Logadóttir. Nú er hún Anna mágkona mín búin að kveðja þennan heim og minnumst við hennar með þakklæti. Ég kynntist Önnu vorið 1964 þegar ég kom fyrst í Hörgs- landskot með Sigga bróður hennar og þar tóku Anna, Steini og dæturnar á móti mér opnum örmum og urðum við Anna strax miklar vinkonur og hélst sú vinátta alla tíð. Anna var mikil húsmóðir og hannyrðakona bæði við útsaum, prjónaskap og fékk ég og mín fjölskylda að njóta þess t.d allt- af til sokkar frá Önnu frænku. Og ekki má gleyma hangi- kjötinu og flatkökunum sem við fengum alltaf fyrir jólin og þeg- ar sá pakki kom voru jólin kom- in hjá okkur. Við Anna vorum oft að grín- ast með það seinni árin að það væri ekki skrýtið þótt börnin okkar væru vel gerð þar sem við hefðum alið þau upp í samein- ingu en strákarnir okkar voru alltaf á sumrin hjá Önnu og Steina og stelpurnar þeirra fengu aðstöðu hjá okkur þegar þær komu suður. Þegar strákarnir okkar komu heim á haustin fékk ég alveg að heyra það að snúðarnir og klein- urnar mínar væru nú ekki eins góðar og hjá Önnu frænku þótt við værum með sömu uppskrift. Það var alltaf mikið fjör hjá okkur Önnu þegar við vorum að vinna eitthvað saman fyrir aust- an, hvort það var að setja í hana permanent eða útbúa veislur eða eitthvað annað þá var mikið hlegið og skrafað enda Anna hláturmild og hress kona. En margs er að minnast nú þegar við kveðjum Önnu og eigum við Siggi og börnin okkur margar góðar minningar um góða systur, mákonu og frænku í gegnum öll árin sem við höfum átt saman og eigum eftir að sakna. Elsku Lilja, Jóhanna og fjöl- skyldur ykkar, við vottum ykk- ur samúð okkar, missir ykkar er mikill en minningarnar lifa í hjörtum okkar allra áfram. Hjördís, Sigurbjörn bróðir og fjölskylda. Fyrir nákvæmlega 40 árum fórum við fjölskyldan í okkar fyrstu heimsókn til Önnu og Steina á Hörglandskot á Síðu. Þau voru sannkallaðir höfðingj- ar heim að sækja og það var mikil gleði þegar Steini hringdi eitt vorið og óskaði eftir að fá frumburðinn okkar Hrafnhildi í sveitina til að aðstoða við sauð- burðinn. Næstu sumur á eftir vorum við tíðir gestir á Hörg- landskoti og vinskapurinn hélst alla tíð. Þegar minnst er á kvenskör- unga þá sé ég alltaf fyrir mér Önnu. Það var með ólíkindum að fylgjast með á hve einfaldan hátt Anna bæði verkstýrði og kom sjálf miklu í verk á stuttum tíma. Strax eftir mjaltir á morgnana var hún komin í eld- húsið að framreiða morgunverð fyrir mannskapinn. Síðan hófst hún handa við ýmis verk og útbjó hádegisverð. Á meðan verið var að ganga frá eftir há- degisverðin var hún oftar en ekki búin að skella nokkrum jólakökum, lagtertum eða snúð- um í ofninn sem var boðið upp á í kaffinu. Þegar komið var með baggana heim á hlað henti hún þeim hraðar en nokkur karl- maður á færibandið, skellti sér aftur í fjósið og síðan var eld- aður kvöldmatur og alltaf bauð hún upp á kvöldkaffi áður en farið var að sofa. Anna reykti bestu hangilæri sem ég hef smakkað, ræktaði kartöflur og ýmislegt grænmeti í garðinum. Anna var ákveðin kona, hrein og bein og sagði hlutina án umbúða. Hún var líka einstaklega hláturmild og trúði því að öllum væri allt mögulegt, oft heyrði ég hana segja: „Þú getur það ef þú vilt það“ – vilji er allt sem þarf. Það allra skemmtilegasta við að koma í sveitina var að spjalla því Anna og Steini höfðu bæði einstakan hæfileika að segja skemmtilega frá og sögurnar voru óþrjótandi. Þau spurðu líka frétta og við lærðum fljótt að taka vel eftir á leiðinni austur á hvaða bæjum var byrjað að heyja og hvar ekki. Gestagang- urinn var mikill og það brást aldrei að á meðan við stopp- uðum komu oft nokkrir gestir á dag. Allir voru velkomnir í gist- ingu á meðan húsrúm leyfði og aðrir gistu úti í tjöldum. Við komum á hverju einasta sumri í töðugjöld því þá var hægt að rétta hjálparhönd og í lokin var haldin þvílík og önnur eins veisla þannig að borðið svignaði af kræsingum. Við minnumst þeirra heiðurs- hjóna Önnu og Steina með miklu þakklæti. Dætrunum Jó- hönnu, Lilju og fjölskyldum vottum við okkar innilegustu samúð. Gunnhildur og Hafsteinn. Anna Hildur Árnadóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning, vináttu og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, sonar, bróður og mágs, ÓMARS INGA FRIÐLEIFSSONAR, Rauðalæk 41. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A4 LSH í Fossvogi og líknardeildar fyrir vinsemd og góða umönnun. Svala Lind Ægisdóttir Oliver Ómarsson Arna Björk Óðinsdóttir Mikael Freyr Oliversson Ingi Þór Ómarsson Anice Theodór Chebout Abraham Amin Chebout Friðleifur Björnsson Elva Regína Guðbrandsdóttir Gunnar Þór Friðleifsson Inga Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGER RAGNARSDÓTTIR, Þykkvabæ 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Jóhann E. Björnsson Dóróthea Jóhannsdóttir Hörður Helgason Sigrún Jóhannsdóttir Skúli Guðbjarnarson Ragnar Jóhannsson Anna Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS BIRNA SIGURÐARDÓTTIR, áður Blöndubakka 15, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 30. október. Útför verður auglýst síðar. Halla Guðrún Jónsdóttir Gísli Arnar Gunnarsson Brynjólfur Gunnar Jónsson Arndís Lára Jónsdóttir Ebenezer G. Guðmundsson Hallgrímur Júlíus Jónsson Berglind Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, KARL HARALDSSON læknir, Gautlandi 15, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. nóvember klukkan 13. Guðrún Bryndís Karlsdóttir Ísak Sverrir Hauksson Kolbrún Karlsdóttir Gunnlaugur Karlsson Kerstin Gaudlitz Haraldur Karlsson Birna Pétursdóttir Teitur Áki, Freyja Sóllilja, Hildur Iðunn, Benjamín Julian, Brynja Sóley, Guðný Diljá, Sunneva Björk, Philip Etienne, Simon Freyr og Ernir Snær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.