Morgunblaðið - 02.11.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Karl Olgeirsson hefur lifað og hrærst
í heimi tónlistarinnar frá unga aldri.
Hann spilar á píanó, orgel og fleiri
hljóðfæri, leikur inn á plötur hjá hin-
um og þessum, undir á tónleikum hér
og þar, stýrir upptökum og útsetn-
ingum, kennir tónlist og syngur ef svo
ber undir. Í áranna rás hefur hann
samið lög og texta, sem margir helstu
söngvarar landsins hafa flutt á plötum
og opinberum vettvangi. Þótt hann
hafi komið víða við er Mitt bláa hjarta
–14 nýir jazzsöngvar fyrsta platan,
sem hann gefur út í eigin nafni. Af því
tilefni blæs hann til útgáfutónleika kl.
21 í kvöld, föstudag, í Björtuloftum í
Hörpu.
Af þeim tólf söngvurum sem koma
við sögu á plötunni syngja tíu á tón-
leikunum við undirleik þriggja blás-
ara og fjögurra manna hrynsveitar
með Karl við píanóið. Söngvararnir
sem fram koma eru Ragnheiður
Gröndal, KK, Kristjana Stefánsdóttir,
Helgi Hrafn Jónsson og Bogomil
Font svo nokkrir séu nefndir.
Mitt bláa hjarta á sér fortíð og
fyrirrennara í samnefndri nótnabók,
sem Karl gaf út í september og hefur
að geyma nótur við sömu lög og á
plötunni. „Þegar ég var að vinna í
FÍH og MÍT fannst mér einfaldlega
vanta fleiri íslensk djasslög fyrir
söngelska. Fljótlega áttaði ég mig á
að nótnabók væri ekki nóg, betra væri
að heyra lögin til að geta sungið þau. Í
vor hófst ég því handa við textasmíð-
arnar samhliða nótnaskrifunum.“
segir Karl.
Hefur mikið að segja
Hann kveðst ekki hafa lagt upp
með ákveðið þema í textunum, ein-
ungis að þeir væru fjölbreyttir og lög-
in líka. „Enda væri ekkert gaman að
gefa út 14 lög og öll næstum eins,“
segir hann brosandi. „Að vísu eru
nokkrir textanna um söknuð, aðrir
um ástina, sem alltaf er svo vinsælt að
syngja um. Eitt lagið á plötunni fjallar
um ást sem kviknar, annað smáerjur
milli elskenda. Annars er enginn
rauður þráður hvað textana varðar.“
Og vissulega snúast þeir um margt
fleira en söknuð og ást. Veðrið til að
mynda og óhlýðinn strák, sem aldrei
getur setið kyrr og er rosalega
spenntur að uppgötva heiminn. „Við
gerð nótnabókarinnar og plötunnar
fékk ég sterklega á tilfinninguna að
ég hefði uppgötvað eitthvað nýtt sem
höfundur. Skyndilega fannst mér ég
hafa svo mikið að segja og fylltist
meira sjálfstrausti en ég hef áður
fundið fyrir.“
Karl segir hafa komið sér til góða
hversu mikið hann gat sjálfur unnið
við útgáfu bæði nótnabókarinnar og
plötunnar. Spurður um það helsta
bendir hann á hið augljósa; til að
byrja með semji hann lögin, skrifi þau
upp á nótur, semji textana og velji
söngvara fyrir hvert lag. „Ég hef of-
boðslega gaman af öllu þessu stússi
og ætlaði meira að segja að prenta
nótnabókina sjálfur í leysiprentar-
anum mínum. Hún reyndist of stór
þannig að það gekk ekki eftir. Hins
vegar er ég upptökumaður og gat því
mixað plötuna sjálfur.“
Með Kristjönu í hausnum
Í fyrstu hafði hann hugsað sér að
syngja flest lögin sjálfur og fá kannski
með sér tvær eða þrjár söngkonur. „Á
endanum söng ég einungis eitt lag, Er
haustið kemur, af því mig langaði
bara svo mikið að vinna með þeim frá-
bæru söngvurum sem ég þekki. Ég
var ekki með sérstaka söngvara í huga
þegar lögin urðu til. Helst að Krist-
jana Stefánsdóttir hafi verið í hausn-
um á mér þegar ég gerði Árstíðirnar
þrjár því það er svo rosalega djassað
lag og hún er djassdrottningin okkar.“
Nafnið á plötunni kom í framhaldi
af því að Karl var einhverju sinni í
sköpunarferlinu að velta vöngum yfir
hvort hann hefði nógu mikið að segja í
fjórtán lögum. Honum fannst tólf of
lítið í nótnabók og fjórtán hugsanlega
of mikið á plötu.
„Í þessum hugrenningum varð mér
litið yfir á Esjuna og þá laust því niður
í kollinn á mér að kannski væru fjöllin
blá af sömu ástæðu og hjörtu manna
verða blá, fjarlægðin gerir fjöllin blá
og mennina sorgmædda.“
Platan tók að sögn Karls furðulega
stuttan tíma í vinnslu. Hann byrjaði
að taka upp um miðjan júlí og hún var
komin í framleiðslu í byrjun septem-
ber. „Mér finnst svo skemmtilegt við
djassinn að hann verður til í augna-
blikinu, öfugt við popplögin til dæmis,
sem geta verið heilmikið púsluspil í
upptökum. Þess vegna þurftum við
ekki að æfa mikið, tónlistarfólkið
mætti bara í stúdíóið á tilteknum tíma
og úr varð nokkurs konar spunalota.“
Mitt bláa hjarta er á geisladiski og
vínyl auk þess sem lögin eru á staf-
rænum veitum.
Djassinn í augnablikinu
Karl Olgeirsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Mitt bláa hjarta –14 nýir
jazzsöngvar Nýverið gaf hann út samnefnda bók sem hefur að geyma nótur við lögin á plötunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á góðum nótum Flestir söngvararnir á plötunni syngja á tónleikunum við undirleik þriggja blásara og fjögurra manna hrynsveitar með Karl við píanóið.
Myndlistarsýningin Hvít sól verður
opnuð á morgun, laugardag, kl. 16 í
Skaftfelli á Seyðisfirði en að henni
stendur listhópurinn IYFAC sem er
skammstöfun fyrir Inspirational
Young Female Artist Club, sem
þýða mætti sem Klúbb ungra
myndlistarkvenna sem veita inn-
blástur. Á sýningunni mun listhóp-
urinn sýna innsetningu sem hann
vann sérstaklega fyrir þessa sýn-
ingu, að því er segir í tilkynningu.
„Síðustu mánuði hefur hópurinn
rannsakað tímann sem hugtak og
upplifun og samband manneskj-
unnar við sólina. Við á norðurhveli
jarðar búum við þær öfgar að sólin
er ekki áreiðanleg klukka, hún færir
okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar
með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef
við myndum smíða okkar eigin
sólarklukku, hvernig liti hún út og
hvað myndi hún mæla?“ segir þar.
Í aðdraganda sýningarinnar kom
hópurinn í rannsóknarferð til
Seyðisfjarðar í júlí með það að
markmiði að upplifa og kortleggja
aðstæður um hásumar sem nýtast
svo til samanburðar við gerð verks-
ins sem verður til sýnis yfir hávetur,
eins og því er lýst. Sýningin er því
opnuð tæpu hálfu ári síðar við gjör-
ólíkar aðstæður og stendur yfir til 3.
mars 2019.
IYFAC er vinnustofa og umræðu-
vettvangur um sköpun fyrir félags-
menn sem eru ungar konur og þær
sem taka þátt í sýningunni eru Halla
Birgisdóttir, Ragnheiður Harpa
Leifsdóttir, Ragnheiður Maísól
Sturludóttir og Sigrún Hlín Sig-
urðardóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Skapandi Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er í hópnum IYFAC.
Hvít sól í Skaftfelli
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar