Morgunblaðið - 02.11.2018, Side 36
Hafdís og Parallax
spinna í Mengi í kvöld
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Morgunblaðið hefur sett saman lið
októbermánaðar í Dominos-deild
kvenna í körfubolta og valið Kristen
McCarthy sem besta leikmann
þessa fyrsta mánaðar tímabilsins. Í
viðtali við Morgunblaðið segir Krist-
en, sem vill kalla sig Kristen Gunn-
arsdóttur, að sig dreymi um að spila
fyrir íslenska landsliðið eftir að hafa
tekið ástfóstri við landið. »4
Þá bestu dreymir um
að spila fyrir Ísland
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Hvert stefnum við? er yfirskrift
málþings um hönnun í kvikum
heimi sem haldið er í Veröld – húsi
Vigdísar í dag kl. 15-17.30. Erindi
flytja m.a. Garðar Eyjólfsson, fag-
stjóri MA-náms í hönnun við LHÍ;
Hrólfur Karl Cela, arkitekt á Basalt
arkitektastofu og Bergur Finnboga-
son hjá CCP. Í pallborði taka m.a.
þátt Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir, Sig-
urður Hannesson
og Ragna Árna-
dóttir. Í kvöld verða
Hönnunar-
verðlaun Ís-
lands 2018 af-
hent við
hátíðlega at-
höfn á Kjar-
valsstöðum.
Málþing um hönnun í
dag og verðlaun afhent
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Taugin er sterk og oft getur ein lesið
hug annarrar eða verið að velta
sama málinu fyrir sér um leið og hin-
ar. Kaldhæðinn húmor hafa þær líka
sameiginlegan og geta hlegið inni-
lega saman. Að öðru leyti eru þær
um flest ólíkar, fjórburasysturnar
Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín
Guðjónsdætur sem urðu þrítugar í
gær. Fæðing þeirra vakti mikla at-
hygli á sínum tíma og allir vissu um
fjórburana í Mosfellsbæ; dætur
Margrétar Þóru Baldursdóttur og
Guðjóns Sveins Valgeirssonar.
Allar með fjölskyldur
„Sennilega má segja að við syst-
urnar höfum átt gott og farsælt líf,
hver á sinn hátt. Við erum allar
komnar með fjölskyldur, allt okkar
fólk við góða heilsu og engin alvarleg
áföll komið upp,“ sagði Elín þegar
Morgunblaðið heimsótti systurnar í
Mosfellsbæ í gær. Þar býr Alex-
andra; hún er lögfræðingur að
mennt og þriggja barna móðir, Elín
stýrir verslunum Vodafone og á einn
son og Brynhildur, sem starfar hjá
Deloitte, er barnshafandi og væntir
sín á allra næstu dögum. Diljá býr
með manni og syni í Debrecen í
Ungverjalandi hvar hún er á fjórða
ári í læknanámi. Hún var því fjarri
góðu gamni í gær – og þó! Var kölluð
til leiks í gegnum Skype-forritið og
birtist því fólki þótt stödd væri í
öðru landi .
„Hér áður fyrr komu oft myndir
af okkur í blöðunum og á
grunnskólaaldrinum fundum við vel
áhugann sem fólk hafði á okkur. Það
var þreytandi, en núna þegar við
sjálfar erum komnar með börn
finnst mér þessi athygli sem okkur
var sýnd hins vegar mjög skilj-
anleg,“ segir Alexandra.
Systurnar voru fyrstu fjórbur-
arnir á Íslandi þar sem allir lifðu.
Hinn 31. október 1957 fæddust fjór-
burar hér á landi, þrír þeirra lifðu og
einn lést á fyrsta ári.
Brynhildur er límið
„Við erum í góðu sambandi og
fylgjumst að, til dæmis í gegnum
Facebook og Skype sem hefur
breytt ýmsu í samskiptum fólks. Og
Diljá er alltaf mjög nærri, því útlönd
eru ekki jafn fjarlæg og áður var,“
segir Brynhildur sem gengst við að
vera límið í systrahópum og halda
honum saman.
„Við höfðum lengi til siðs að fara
saman út að borða á afmælisdeg-
inum okkar, 1. nóvember, sem ekki
hefur verið núna síðari árin enda er
Diljá ekki á landinu. En hún kemur
um jólin og þá hittumst við auðvitað
og það verður um nóg að tala, svo
sem börnin okkar sem þá verða orð-
in samanlagt sex.“
Morgunblaðið/Eggert
Guðjónsdætur Frá vinstri talið eru hér Alexandra, Elín og Brynhildur. Á tölvuskjánum er Diljá í Ungverjalandi.
Fjórburarnir þrítugir
Systurnar fæddar 1. nóvember 1988 Höfum átt gott og
farsælt líf Fóru ólíkar leiðir Tvennir fjórburar á Íslandi
Fjórburarnir Athyglin var mikil.
Grein í Morgunblaðinu árið 1990.
Norska tríóið Parallax og tónskáldið
og rafgítarleikarinn Hafdís Bjarna-
dóttir bjóða upp á tónleika í Mengi í
kvöld kl. 21 þar sem náttúruhljóðum
og spunatónlist er blandað saman.
Tríóið skipa Are Lothe Kolbeinsen á
rafgítar, Stian Omenås á trompet og
Ulrik Ibsen Thorsrud á slagverk. Hús-
ið verður opnað kl. 20.30. Miðar eru
seldir við innganginn og á mengi.net.
WOWHREKKUR
TILALLRAÁFANGASTAÐAMEÐKÓÐANUM
30%
AFSLÁTTUR
*Tilaðnýtaafsláttinnþarfaðbókaflugframogtilbakafyrirkl.23.59þann2.11.2018,
ogferðastátímabilinu1.11.2018-31.3.2019.Skilmálargilda.wowair.is/smattletur
BÚ!
ÞÚ HEFUR TIL
MIÐNÆTTIS Í KVÖLD