Morgunblaðið - 12.11.2018, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku Ath að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 Frá kr. 94.185 Jólainnkaupin í sól og slökun u. Ath .a ðv er ðg etu rb re yst án fyr irv ar a. Sólin fyrir jólin g g Tenerife eða Gran Canaria í nóvember & desember Kynntu þér úrvalið á heimsferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Guðni Ágústsson heimti forystu- gimbur sína norðan úr Þingeyjar- sýslu í gær. Hún kom með áætlunar- flugi flugfélagsins Ernis frá Húsavík og var gefið nafn á Reykjavíkur- flugvelli. „Þetta er gert forystukindinni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni. Vinningur á kótilettukvöldi Hópur manna kemur árlega sam- an á kótilettukvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrktar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinningar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hef- ur einnig verið meðal vinninga for- ystugimbur frá Skúla Ragnarssyni, bónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. „Ég hringdi í Aðalstein Bald- ursson, verkalýðsforingja á Húsa- vík, en hann er líka sauðfjárbóndi eins og margir á Húsavík og sauða- hvíslari því mér er sagt að allar kindur verði spakar sem hann nálg- ast. Bað hann um að sækja fyrir mig svarta gimbur og koma henni suð- ur,“ segir Guðni. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur í gær. Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli og þar hellti Hörður Guðmundsson, eigandi flug- félagsins, yfir hana sunnlensku rign- ingarvatni og gaf henni nafnið Flug- freyja. Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur. Guðni segir að Geir bóndi Gísla- son á Stóru-Reykjum í Flóa muni fóstra gimbrina fyrir sig. Þar muni hún fara fyrir kindahjörð hans og verði gaman að fylgjast með. „Forystukindin er sérstakt fjár- kyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Móttökuathöfn Guðni Ágústsson og Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins Ernis, stilla sér upp til mynda- töku með gimbrinni Flugfreyju. Með Guðna eru dótturdætur hans, Eik og Eva Arnarsdætur. Á bak við krjúpa Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur Flóamanna, og Aldís Þórunn Bjarnardóttir og Geir Gíslason á Stóru-Reykjum. Forystugimbur með áætl- unarflugi úr Þingeyjarsýslu  Gefið nafnið Flugfreyja við móttökuathöfn í Reykjavík Arnar Þór Ingólfsson Guðrún Hálfdánardóttir Lík tveggja íslenskra fjallgöngu- garpa, Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, fundust nýverið í Nepal, 30 árum eftir að þeir fórust í hlíðum fjallsins Pu- mori í október árið 1988. Þeir voru 27 ára að aldri þegar þeir fórust. Bandarískur fjallgöngumaður rakst á lík þeirra, leitaði að skil- ríkjum og komst að því að þeir væru íslenskir og tilkynnti fundinn, segir Anna Lára Friðriksdóttir, vinkona þeirra Kristins og Þor- steins. Upplýsingar væntanlegar Ekki kemur til greina að um aðra sé að ræða en þá Þorstein og Kristin, en Bandaríkjamaðurinn er enn á fjallinu og mun væntanlega veita nánari upplýsingar síðar. Hún segir að þrír dagar séu síð- an fyrstu fréttir af fundi þeirra Þorsteins og Kristins bárust hing- að til lands og að fregnum af fundi þeirra hafi verið komið út til að- standenda þeirra. „Þetta eru góðar og erfiðar frétt- ir,“ segir Anna Lára. „Það er alltaf gott að geta sett punktinn yfir i-ið. Það hefði verið gott fyrir foreldr- ana að fá að jarða börnin sín,“ bæt- ir hún við, en minningarathöfn um þá Kristin og Þorstein fór fram 26. nóvember 1988. Reyndir fjallamenn Þrátt fyrir ungan aldur voru Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson í hópi reyndustu fjalla- manna landsins. Þeir héldu frá Katmandú, höfuðborg Nepals, 24. september 1988 áleiðis að fjallinu Pumori sem er 7.161 metra hár tindur við landamæri Tíbets. Með þeim voru Jón Geirsson og Stephen Aistrope frá Skotlandi. Jón veiktist og sneri við til byggða og flaug til Parísar þar sem hann var búsettur. Eftir aðlögun héldu Þorsteinn og Kristinn á fjallið 17. október en Stephen var veikur og varð eftir í aðalbúðum. Þeir komu í 1. búðir sama dag. Árla næsta morgun, 18. október, lögðu þeir á tindinn. Klukkan tvö eftir hádegi sá Steph- en til þeirra í gegnum sterka að- dráttarlinsu en þeir voru þá í 6.600- 6.700 metra hæð og komnir yfir verstu erfiðleikana við klifið. Þeir voru staddir í bröttum ísbrekkum og festir með línu og sóttist ferðin vel. Eftir að þeir hurfu úr sjónlínu frá aðalbúðum hefur ekki sést til þeirra fyrr en lík þeirra fundust núna, 30 árum og þremur vikum síðar. Daginn eftir fór Stephen að gruna að ekki væri allt með felldu og sendi boð til byggða til að biðja um aðstoð þyrlu við leit. Á meðan beðið var eftir þyrlu leitaði hann við búðir 1 og gekk auk þess um- hverfis fjallið. Ekkert sást til Þor- steins og Kristins úr þyrlunni, eða farangurs þeirra. Lík fjallgöngumanna fundin í Nepal Kristinn Rúnarsson  Fórust í hlíðum fjallsins Pumori í Nepal fyrir þrjátíu árum  Bandarískur fjallgöngumaður rakst á lík fjallgöngumanna með íslensk skilríki og tilkynnti fundinn  Góðar en erfiðar fréttir, segir vinkona Þorsteinn Guðjónsson Bensíntunnan fór undir 70 dali á heimsmörkuðum í síðustu viku. Þar með hafði orðið 20% lækkun á henni frá hæsta punkti í október. Íslensk olíufélög brugðust við þessu um helgina og lækkuðu bensín- verðið um þrjár krónur. Nú kostar lítri af 95 oktana bens- íni hjá Orkunni (Skeljungi) 228,70 kr., hjá Atlantsolíu 228,80 kr. og hjá N1 232,30 krónur. N1 lækkaði dísilolíuverðið þá um tvær krónur, það er víðast hvar um þremur krón- um lægra en á 95 oktana bensíni. Það er spurning hvort verðið lækki áfram á næstu dögum, sökum mikillar lækkunar á heimsmark- aðsverði. „Það er líklegt. Þetta er fljótt að breytast og sterkur dollari étur upp mikið af lækkuninni,“ seg- ir Már Erlingsson hjá Orkunni. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festis (N1), tekur í sama streng aðspurður. „Það kemur í ljós. Fer eftir þróun gengis og olíu- verðs,“ segir hann. Hann ítrekar jafnframt: „Olíuverð lækkar hraðar en það hækkar hérlendis. Það er staðfest af Samkeppniseftirlitinu, þó að sumir vilji stundum meina hið gagnstæða.“ Skýringin sem báðir þessir við- mælendur Morgunblaðsins gefa á því hvers vegna verðið lækkar ekki meira, eða ekki um sömu upphæð og það hefur lækkað á heimsmark- aði, er sú sama og ævinlega: hér- lendis er meira en helmingur af bensínverðinu föst stærð; skattar, olíugjald o.s.frv. snorrim@mbl.is Bensínverð lækkaði um þrjár krónur um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Bensíndæla Lægra lítraverð í sjálfsafgreiðslu hjá Orkunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.