Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Þvotturinn verður barnaleikur. Sápuskömmtun er sjálfvirk. TwinDos með tveimur fösum. Fyrir hvítan og litaðan fatnað. Treystu Miele W1 þvottavélum með TwinDos fyrir því sem skiptir þig mestu máli. Þú verður sannarlega í góðum höndum. Innbyggða og sjálfvirka skömmtunarkerfið auk þvottaefnafasanna tveggja vinna fullkomlega saman. Þetta tryggir að rétt magn af réttri tegund þvottaefnis er skammtað inn á réttum tímapunkti – fyrir fullkominn þvottaárangur og án þess að nota of mikið þvottaefni. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um. Miele. ImmerBesser. **þegar keypt er Miele W1 með TwinDos þangað til 8. mars 2019 Fríar hálfs árs birgðir af þvottaefni** Íslenskar leiðbeiningar Dómnefnd Samtaka ferðaþjónust- unnar hefur ákveðið að veita Bjór- böðunum ehf. nýsköpunarverðlaun SAF 2018. Voru verðlaunin afhent á viðburði sem haldinn var á laugardag í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna. Nýsköpunarverðlaun SAF eru veitt fyrir athyglisverðar nýjungar í ferðaþjónustu og er markmiðið með þeim að hvetja fyrirtæki innan sam- takanna til vöruþróunar og nýsköp- unar. Að þessu sinni barst dómnefnd 31 tilnefning og hafa verðlaunin nú verið veitt fimmtán sinnum. Bjóböðin voru opnuð á Árskógs- sandi í Eyjafirði árið 2017 og vöktu strax mikla athygli. Hefur starfsem- in lífgað upp á ferðaþjónustuna á svæðinu og styrkt markaðssetningu Norðurlands sem áhugaverðs áfangastaðar árið um kring. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson stofnuðu fyrirtækið í félagi við son sinn og tengdadóttur en þau ráku fyrir bruggverksmiðjuna Kalda á sama stað. Nýta bjórböðin bjórgrugg sem annars hefði verið hent. ai@mbl.is Stolt Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna (f.m.), ásamt Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni SFA, og Elizu Reid. Bjórböðin fá ný- sköpunarverðlaun  Laða gesti til Eyjafjarðar árið um kring FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eftir fimm ára baráttu hafði breski uppfinningamaðurinn og frum- kvöðullinn James Dyson betur í slag við Evrópusambandið. Dóm- stóll ESB í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að evrópskt vottunarkerfi fyrir ryk- sugur bæði villi fyrir almenningi og mismuni framleiðendum. Ógilti dómstóllinn vottunarkerfið en fá- heyrt er að reglur ESB séu ógiltar með þessum hætti. Öllum heimilisraftækjum sem seld eru í Evrópu þarf að fylgja einkunn sem á að hjálpa neytend- um að velja frekar tæki sem nota minni orku og virka eins og til er ætlast. Samkvæmt reglum ESB verða allar ryksugur að gangast undir próf og er þeim gefin ein- kunn á skalanum A til G fyrir raf- orkunotkun, hve mikla soggetu þær hafa á hörðum og mjúkum gólfum, hve mikið ryk er í út- blæstri þeirra og hve mikill hávaði stafar frá ryksugunum. Væri það gott og blessað, nema hvað að samkvæmt reglum ESB eru ryksugur prófaðar án ryksugu- poka, og án þess að þær séu látnar sjúga upp ryk og önnur óhreinindi. Líkir við dísel-svindlið James Dyson byggði einmitt upp mikið viðskiptaveldi í kringum hug- vitsamlega hannaða ryksugu sem er pokalaus og heldur óskertum sogkrafti þó hún fyllist af ryki. Hefur fyrirtæki Dysons bent á að evrópska prófið gefi ekki raunhæfa mynd af frammistöðu ryksuga við hefðbundna notkun, og að bæði orkuþörf og soggeta pokaryksuga versni fljótt ef pokinn er á sínum stað og fyllist smám saman af ryki. Athygli vekur að ryksugupróf ESB er gjörólíkt prófi alþjóðlegu raftækjastaðlastofnunarinnar í Sviss, International Electrotecnhi- cal Commission (IEC). Þar eru ryksugur, rétt eins og þvottavélar og uppþvottavélar, prófaðar eins og þær eru notaðar: með föt í trommlunni, diska í rekkunum og bæði poka og ryk í ryksugunni. Þá hefur Dyson haldið því fram, að því er FT greinir frá, að sumir framleiðendur svindli á evrópska ryksuguprófinu með því að láta ryksugur sínar beina minni orku til mótorsins við þau skilyrði sem not- uð eru við prófun, en auka svo kraftinn og orkunotkunina þegar skynjarar greina að ryksugupokinn er tekinn að fyllast af óhreinindum. Ef lesendum þykir þetta hljóma kunnuglega þá hefur Dyson líkt brellum keppinauta sinna við dísel- vélasvindl þýskra bílaframleið- enda. Raftækjarisar með afskipti Ástæðan fyrir því að próf ESB er hannað eins og það er kemur les- endum líklega ekki á óvart: Öflugir þýskir raftækjaframleiðendur, sem selja ryksugur með poka, beittu fulltrúa Evrópusambandsins þrýst- ingi þegar reglurnar voru samdar. Hefur sigur Dysons verið vatn á myllu Brexit-sinna eins og breska þingmannsins Matt Ridley sem skrifar um dómsúrskurðinn á vef hugveitunnar IEA og segir málið allt til marks um þann galla ESB að eiga það til að slá skjaldborg um hagsmuni stórfyrirtækja á kostnað neytenda og nýsköpunar. „Útkom- an er sú að fólk kaupir pokaryk- sugu með einkunnina A, en þegar heim er komið virkar hún eins og ryksuga í G-flokki.“ „Málaferlin hafa verið löng, truflandi og dýr,“ sagði í tilkynn- ingu frá Dyson-samsteypunni á fimmtudag. „Flest fyrirtæki hefðu ekki getuna til að berjast gegn reglum af þessum toga, og er hræðilegt að yfirvöld hafi, eins lengi og raun ber vitni, lagt blessun sína yfir reglur sem eru bæði ólög- legar og skerða samkeppni.“ Dyson hefur ESB undir í ryksugumáli  Aðferðir við mælingar á sogkrafti og orkunotkun ryksuga virðast hafa verið sniðnar að þörfum þýskra framleiðenda Óhress James Dyson segir ekki nóg með að reglur ESB mismuni framleið- endum heldur hafi sumir keppinautar hans svindlað á ryksuguprófum. AFP Kínverski netverslunarrisinn Ali- baba seldi á sunnudag, degi ein- hleypra, varning fyrir um 213,5 milljarða kínverskra júana, jafn- virði um 3.750 milljarða króna. Undanfarinn áratug hefur Ali- baba haldið mikinn útsöludag 11. nóvember og tileinkar daginn ein- hleypu fólki. Er dagur einhleypra nú orðinn stærsti netverslunar- viðburður heims og slær meira að segja við bandarísku útsöludög- unum svörtum föstudegi og net- mánudegi sem haldnir eru í kring- um þakkagjörðarhátíðina. Alibaba hélt mikla hátíð í tilefni af útsölunni og bauð upp á sýningu í Sjanghæ þar sem m.a. stigu á svið María Carey, fjölleikafólk frá Cir- que du Soleil og japönsk Beyonce- eftirherma. Salan var töluvert líflegri hjá Ali- baba í ár en í fyrra og jókst um 27% á milli ára. Hefur þó hægt á vext- inum því árið á undan jókst salan um 39%. ai@mbl.is Alibaba slær aftur met á degi einhleypra  Salan jókst hægar en undanfarin ár AFP Gróði Alibaba, sem Jack Ma stofn- aði á sínum tíma, vex enn hratt. 12. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.65 122.23 121.94 Sterlingspund 158.24 159.0 158.62 Kanadadalur 92.12 92.66 92.39 Dönsk króna 18.485 18.593 18.539 Norsk króna 14.394 14.478 14.436 Sænsk króna 13.405 13.483 13.444 Svissn. franki 120.74 121.42 121.08 Japanskt jen 1.068 1.0742 1.0711 SDR 168.25 169.25 168.75 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0841 Hrávöruverð Gull 1223.45 ($/únsa) Ál 1975.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.87 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.