Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 15

Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Við kvefi og særindum í hálsi • Vörn gegn sýklum • Linar særindi í hálsi • Flýtir bata á kvefi • Flýtir endurnýjun slímhimnu í hálsi Leiðtogar ríkja heimsins gengu margir saman upp Champs-Elysees- breiðgötuna í París í gær til að minn- ast þess að öld er liðin frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sérstaka athygli vakti að tveir leiðtogar tóku ekki þátt í athöfninni, þeir Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladim- ír Pútín Rússlandsforseti. Þeir fóru hvor í sínu lagi að Sigurboganum, en fóru ekki í rútuferðina og gönguna táknrænu ásamt hinum þjóðarleið- togunum. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var Trump seinna á ferðinni af öryggisástæðum. Emmanuel Macron Frakklands- forseti flutti ræðu þar sem hann gagnrýndi einangrunarhyggju þar sem alið sé á ótta og hvatti þjóðhöfð- ingjana til þess að taka höndum sam- an um að skapa frið. „Þjóðerniskennd er svik við þjóð- rækni,“ sagði Macron. „Ræktum drauma okkar í stað þess að ala á ótta hvert gegn öðru,“ sagði hann. Athöfnin var haldin til minningar um þær milljónir sem létu lífið í stríðinu. Lásu meðal annars nem- endur upp úr bréfum hermanna til fjölskyldna sinna þegar þeir komust að því að stríðinu væri lokið. Öld frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar  Trump og Pútín gengu ekki með hinum AFP Leiðtogar Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Birgitte fyrir miðju ásamt ýmsum þjóðhöfðingjum heimsins sem minntust stríðsloka. Sjaldgæf 850 gramma truffla var seld fyrir 85 þúsund evrur, rétt tæp- lega 12 milljónir króna, á uppboði í ítalska héraðinu Alba. Kaupandinn er kínverskur. „Verðið á þessari fágætu trufflu endurspeglar ekki markaðsverðið, sem á þessu ári er í kringum 350 evrur fyrir 100 grömm,“ sagði tals- maður uppboðsins sem haldið er ár- lega í grennd við ítölsku borgina Tórínó. „Þetta háa boð má útskýra bæði af því að ágóðinn rennur til góðgerðarmála og að 850 gramma trufflur eru sjaldséðar. Eftir því sem þær eru stærri verða þær dýrari.“ Hvítu trufflurnar úr Alba-héraði eru mjög eftirsóttar en uppskeru- tímabilið er frá 21. september til 31. janúar. Í frétt AFP segir að uppskeran í ár hafi verið með eindæmum góð, bæði í magni og gæðum, öfugt við uppskeruna í fyrra sem þótti heldur dræm. Þetta aukna framboð hefur leitt til verðlækkana á trufflum, veit- ingamönnum og matgæðingum til mikillar gleði. Á síðasta ári leiddu þurrkar til uppskerubrests og var þá markaðs- verð á trufflum á bilinu 600 til 700 evrur fyrir 100 grömm. Í ár fór verð- ið niður í 250 evrur en stendur nú í kringum 350, segir í frétt AFP. Truffla seld á tólf millj- ónir króna  Fágæt hvít truffla var seld á uppboði AFP Trufflukaup Kaupandinn heldur á trufflunni og lyktar af henni. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fjöldi látinna í skógareldunum sem hafa geisað í Kaliforníuríki í Banda- ríkjunum undanfarna daga er á þriðja tug. 250 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og mörg þúsund heimili og fyrirtæki hafa orðið skógareldum að bráð. Stærsti skógareldurinn logar við rætur Sierra Nevada-fjallanna norð- ur af Sacramento, en sá eldur hefur brennt 6.700 heimili og fyrirtæki til grunna í bænum Paradise. Þar hafa 23 dauðsföll verið staðfest, en íbúar bæjarins eru aðeins 27 þúsund tals- ins. Anton Axelsson býr skammt frá Paradise í bænum Chico ásamt eigin- konu sinni og sex börnum, en hjónin opnuðu morgun- og hádegisverðar- staðinn Old Barn Kitchen í Paradise fyrir tveimur mánuðum. Þegar Morg- unblaðið náði tali af honum í gær- kvöldi hafði hann nýlega fengið upp- lýsingar um að staðurinn hefði sloppið við brunann. „Við heyrum að 90 prósent bæjarins séu brunnin til grunna,“ segir Anton. „Eins og stað- an er akkúrat núna þá stendur stað- urinn. Við vorum að fá mjög góðar fréttir, en það er gjörsamlega allt brunnið í kringum hann. Það er eins og að guðirnir hafi verið að líta eftir veitingastaðnum,“ segir Anton. „Ég vaknaði á fimmtudagsmorgun og var að sækja kaffi fyrir konuna mína áður en ég færi upp eftir. Á leið- inni sé ég svakalegan reykmökk, en hann var dálítið í burtu frá bænum svo ég spáði ekki mikið í það þótt ég hefði einhverjar áhyggjur,“ segir Anton. Hann skilaði kaffinu heim til konunnar í flýti og ók af stað til Para- dise á veitingahúsið. „Á leiðinni upp eftir sé ég að eldurinn er búinn að færast töluvert nær Paradise. Lög- reglubílar, slökkviliðisbílar og sjúkra- bílar koma á móti mér og allt vinstra megin við mig er orðið að báli. Það var eins og að himinninn breyttist frá degi í nótt og aska kom yfir bílinn. Fólk var í örvæntingu að reyna að komast úr bænum,“ segir Anton en hann lokaði staðnum og tók allt starfsfólkið upp í bíl og brunaði út úr Paradise. „Þegar við leggjum í hann eru eldarnir komnir alveg upp að bænum. Það var allt í blossa og það ríkti mikil ringulreið, en við náðum að komast í burtu,“ segir hann. „Eldur- inn breiðir úr sér eins og ég veit ekki hvað. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir hann. „Það er sennilega mikið átak fram- undan. Það mun taka ár eða tvö að endurbyggja bæinn. Þetta er svaka- legt áfall bæði fyrir veitingahúsið okkar og fyrir bæjarfélagið allt. Við vitum ekki hvort við náum að opna á næstunni. Allar síma- og rafmagns- línur eru ónýtar og við vitum ekki hvort við náum að opna eða hvað. Fjölskyldan hefur sett upp Go- FundMe-síðu fyrir okkur til að hjálpa okkur í gegnum þetta og það er farin af stað söfnun fyrir bæjarfélagið til að hjálpa við endurbygginguna.“ Anton segir að fjölskyldan hafi þurft að yfirgefa heimilið á fimmtu- dag, en fengið að snúa aftur til baka síðar um nóttina. „Eldarnir komu ekki alveg niður að Chico, slökkviliðið náði að stöðva þá. En það er rosalega mikill reykur og þetta er alveg hræði- legt,“ segir hann. AFP Skógareldar Dádýr stendur á grunni húss í Paradise sem brann til kaldra kola. Tugir manna hafa látið lífið. „Gjörsamlega allt brunnið í kringum veitingastaðinn“  Íslendingur rekur veitingastað á svæðinu sem fór illa í eldunum í Kaliforníu Ljósmynd/Aðsend Veitingamenn Anton Axelsson fyrir miðju ásamt eiginkonu sinni Chrystal Axelsson og Ramon Silva. Þau reka veitingastað í bænum Paradise.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.