Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vopnahlés-samnings-ins vegna fyrri heimsstyrj- aldar var minnst víða um heim í gær. Þó að stríðið væri ekki jafn víðtækt og það sem kom í framhaldinu, og að mörgu leyti má telja beina afleiðingu af hinu fyrra, meðal annars hvernig því lauk, snerti það ekki aðeins Evrópuþjóðir. Ástralar minntust í gær fall- inna hermanna sinna og hið sama gerðu Nýsjálendingar og Indverjar. Íslendingar voru ekki held- ur ósnortnir og misstu einnig menn vegna stríðsins þó að stríðið sjálft hafi verið háð handan hafsins. Og Íslend- ingar liðu töluverðan skort á stríðsárunum enda áttu þeir fyrir stríð, eins og nú, mikil viðskipti við erlend ríki og voru um margt háðir vöruinn- flutningi. Í heild var mannfallið í stríðinu gríðarlegt þó að enn fleiri féllu í síðari heimsstyrj- öldinni. Um tuttugu milljónir manna féllu vegna stríðsins á árunum 1914-1918, þar af var rúmur helmingur óbreyttir borgarar. Aldrei fyrr hafði mannfall meðal almennra borgara verið jafn mikið en síðan hafa stríð haft æ meiri áhrif á almenna borgara. Minningarathafnirnar í gær, ekki síst sú sem fram fór undir Sigurboganum í París, voru ekki aðeins haldnar til að minnast hinna föllnu, held- ur einnig til að reyna að koma í veg fyrir að slíkir hörmung- aratburðir endurtaki sig. Þó að sagan endur- taki sig aldrei með beinum hætti er nauðsynlegt að minnast hennar og leitast við að læra af henni. Eftir því sem hörm- ungar stríðs eru ofar í huga fólks þeim mun ólíklegra er vonandi að þær endurtaki sig. Heimurinn er enn hættu- legur og virðist að ýmsu leyti verða æ hættulegri á nýjan leik. Þess vegna er mikilvægt að leiðtogar heims komi sam- an og ræði saman. Meira þarf þó til að friður haldist. Eitt af því sem tekist hefur verið á um á undanförn- um árum er framlag Evrópu- ríkja til eigin varna og Atl- antshafsbandalagsins. Banda- ríkjamenn hafa réttilega bent á að verulega hefur vantað upp á að Evrópuríkin skili sínu í þeim efnum. Og eftir að þrýstingurinn að þessu leyti hefur aukist hafa fleiri innan Evrópu viðurkennt vandann. Segja má að forseti Frakk- lands hafi gert það á dögunum þegar hann talaði um að efla hernaðarsamvinnu Evrópu- sambandsríkja, en það var í meira lagi óheppilegt að hann skyldi tengja þau sjónarmið því að þessi ríki kynnu að þurfa að verjast Rússum, Kín- verjum og jafnvel Bandaríkj- unum. Hann reyndi um helg- ina að túlka orð sín á annan veg en þau voru sögð enda óverjandi að tala með þeim hætti til Bandaríkjanna sem í tvígang hafa bjargað lýðræð- isríkjum Evrópu og eru helsta kjölfestan í varnasamstarfi lýðræðisríkjanna enn í dag. Ríki Evrópu þurfa að standa sig betur til að verja friðinn} 100 ár frá lokum ófriðar Eldhafið semæðir um Kaliforníu hefur valdið vel á þriðja tug dauðsfalla og ólýsanlegri eyðileggingu mannvirkja, meðal annars breytt bænum Paradís í víti á jörð. Þegar slíkur eldur fer af stað fær enginn mannlegur máttur stöðvað hann. Það eina sem fólk getur í raun gert er að koma sér í öruggt skjól. Ísland er þannig staðsett á jarðarkringlunni að eldur af þessari stærðargráðu þekkist sem betur fer ekki hér. Þó gerist það reglulega að tölu- verðir eldar brenna í íslenskri náttúru sem erfitt er að hemja. Eldur eins og brennur nú í Kaliforníu minnir þó fremur á þann sem stundum brýst upp úr iðrum jarðar hér á landi og fer yfir allt sem á vegi hans verður. Atburðir af þessu tagi vekja ónotatilfinningu og hræðslu meðal fólks, sem skiljanlegt er. Þegar náttúran minnir á sig með þessum hætti rifjast upp fyrir manninum hve smár hann er í raun og veru í hinu stærra samhengi. Maðurinn nálgast náttúr- una stundum af nokkru yfir- læti, þykist skilja hana til hlít- ar og geta tekist á við hvaða náttúruöfl sem er. Því fer þó fjarri. Þó að meira fari fyrir manninum en áður var er hann eins og peð þegar nátt- úruöflin ákveða að minna á sig. Þetta er mikilvægt að hafa í huga, einkum í harðbýlu landi. Paradís hvarf í vítis- logana í Kaliforníu}Maðurinn og náttúruöflin Degi íslenskrar tungu verður fagn-að með fjölbreyttum hætti áfæðingardegi Jónasar Hall-grímssonar hinn 16. nóvembernk. Dagurinn hefur fest sig í sessi í huga landsmanna og margir nýta hann til að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi tungumálsins. Íslenskan skipti sköpum í sjálfstæðisbaráttu okkar og athygli- vert er hversu mikla áherslu forystufólk á þeim tíma lagði á mikilvægi tungumáls og menntunar. Þegar litið er um öxl má með sanni segja að vel hafi tekist til við að auka lífsgæði á Íslandi. Við þurfum hins vegar allt- af að vera meðvituð um þá samkeppni sem ríkir um mannauðinn og keppa að því að lífs- kjör séu góð og standist alþjóðlegan sam- anburð. „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð,“ er haft eftir Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta. Á tímum örrar alþjóðavæðingar og tæknibyltinga er mikilvægt að undirstrika stöðu þjóð- tungunnar. Vaxandi áhrif tölvu- og samskiptatækni á daglegt líf krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda til að tryggja að tungumál líkt og íslenska séu gjaldgeng í nú- tímasamskiptum. Nauðsynlegt er að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna svo hún megi þróast og dafna til fram- tíðar. Ábyrgðin á því viðvarandi verkefni hvílir hjá stjórnvöldum og atvinnulífi hvers tíma. Það eru forréttindi fyrir fámenna þjóð að tala eigið tungumál. Þjóðir hafa glatað tungumálum sínum eða eru við það að missa þau. Dæmi um slíkt er lúxemborgíska sem er eitt þriggja mála sem töluð eru í Lúxemborg. Um ára- tugaskeið hafa opinber skjöl í Lúxemborg verið birt á frönsku og þýsku en lúxemborg- íska verið töluð. Líkt og Ísland er Lúxemborg fámennt land með háar þjóðartekjur en land- fræðileg staða ríkjanna er afar ólík. Yfirvöld í Lúxemborg hafa hugað lítt að því að tækni- væða lúxemborgísku og því fer notkun henn- ar dvínandi. Íslensk stjórnvöld hafa kynnt heildstæða áætlun sem miðar að því að styrkja stöðu ís- lenskunnar. Aðgerðirnar snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum samfélagsins. Þeim til grundvallar er eindreginn vilji til að tryggja framgang tungumálsins, m.a. með stuðningi við bókaútgáfu, einka- rekna fjölmiðla, máltækni og menntun. Á næstunni verð- ur kynnt þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi. Megininntak hennar verða að- gerðir í 22 liðum sem snerta m.a. skólastarf, menningu, tækniþróun, nýsköpun, atvinnulíf og stjórnsýslu. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Hún er full af spennandi áskorunum og tækifær- um. Vinnum að því saman að allt sé hægt á íslensku. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sókn er besta vörnin Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil breyting er í sjón-máli verði rafrænarþinglýsingar inn-leiddar með laga- frumvarpi dómsmálaráðherra, sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Margir fagna þessu í umsögnum til nefndarinnar en telja líka þörf á að ganga mun lengra. Breytingin á að auka hagræði og hafa í för með sér mikinn tíma- sparnað hjá lántakendum og öðr- um sem hafa þurft að fara með skjöl í þinglýsingu á skrifstofur sýslumanna og margumræddur biðtími styttist væntanlega veru- lega með hraðvirkari afgreiðslu. En skjala- og pappírsvafstrið heyrir þó ekki sögunni til. Í um- sögn Þjóðskrár er t.a.m. bent á að þinglýsing skjala á pappírsformi muni haldast óbreytt enda ekki lagðar til breytingar á öðrum ákvæðum laganna þar sem fjallað er um þinglýsingu skjala á papp- írsformi. Íbúðalánasjóður bendir á að fjármálafyrirtæki komi áfram til með að þurfa að gefa veðskjöl út á pappír og með lögfestingu frum- varpsins bætist við að þau þurfa einnig að fylla út rafræna færslu til þinglýsinga. Hvatt er til að fleiri skref verði tekin til þess að útgáfa veðskjala geti einnig orðið rafræn. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlög- fræðingur Samtaka fjármálafyr- irtækja, tekur í sama streng í um- sögn og segir að þrátt fyrir að frumvarpið sé langþráð sé æski- legt að ganga lengra svo útgáfa allra veðskjala og stjórnsýsla tengd þeim geti orðið rafræn. Í þessu frumvarpi sé skrefið til raf- rænna viðskipta og rafrænnar stjórnsýslu sem tengist þeim að- eins stigið til hálfs. ,,Aðeins er gert ráð fyrir rafrænni þinglýs- ingu veðskjala en ekki er gert ráð fyrir að veðskjölin sjálf geti verið rafræn eða undirrituð með rafræn- um hætti,“ segir í umsögn hennar. Ennfremur þarf að mati SFF enn frekari breytingar á lögum til þess að ná því markmiði að útgáfa veð- skjala geti orðið rafræn. ,,Eins og frumvarpið lítur út munu sjónar- mið um breytt form skjala, sparn- að á tíma og pappír og þar með betri þjónustu ekki ná fram að ganga gagnvart viðskiptavinum. Fjármálafyrirtæki munu áfram þurfa að gefa út veðskjöl á papp- írsformi og síðan bæta við raf- rænni færslu til þinglýsingar.“ Færa efni skjala í forrit Við eldhúsdagsumræður á Al- þingi í haust boðaði Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra sókn í rafvæðingu stjórnsýslunnar. Fyrsta skrefið er væntanleg lög- gjöf um rafrænar þinglýsingar sem á að taka gildi 1. mars nk. með aukinni sjálfvirkni við þing- lýsingar. Sýslumenn hafa sent umsagnir við frumvarpið á undanförnum dögum og segir þar að um gríð- arlegt framfaramál sé að ræða en vanda verði vel til verka við inn- leiðinguna. Minnt er á að þinglýs- ingar hafa verið rafrænar í mörg ár og fara þannig fram að skjöl sem afhent eru hjá sýslumanni eru færð inn í rafrænt þinglýsingar- kerfi. ,,Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu og hafa verið kynntar sýslumanni, munu felast í því að þinglýsingarbeiðandi hefur sjálfur aðgang að þinglýsingar- forriti, þar sem hann færir sjálfur inn efni skjalsins og forritið mun síðan þinglýsa skjalinu sjálfvirkt ef öll skilyrði eru fyrir hendi. Skjalið sjálft kemur því ekki til þinglýsingarstjóra og verður ein- göngu í vörslu þinglýsingarbeið- anda, ef skjalið verður á annað borð búið til,“ segir í umsögn Sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Framfarir en stíga þarf stærri skref Fjöldi skjala í þinglýsingu 1. janúar 2015 – 15. október 2018 2015 2016 2017 2018 Sýslum. á höfuðborgarsvæðinu 71.764 79.508 77.227 60.465 Sýslum. á Vesturlandi 6.001 6.419 6.389 4.649 Sýslum. á Vestfjörðum 2.321 2.177 2.242 1.723 Sýslum. á Norðurlandi vestra 1.894 2.039 2.570 1.671 Sýslum. á Norðurlandi eystra 9.947 10.748 11.330 8.602 Sýslum. á Austurlandi 2.743 2.729 2.677 2.236 Sýslum. á Suðurlandi 9.012 10.289 11.325 8.673 Sýslum. í Vestmannaeyjum 8.131 9.858 9.727 7.620 Sýslum. á Suðurnesjum 1.353 1.345 1.490 1.069 Gunnar Dofri Ólafsson, lög- fræðingur Viðskiptaráðs, segir ráðið styðja frumvarpið um rafrænar þinglýsingar en telur í umsögn til þingnefnd- arinnar að ganga þurfi lengra í átt til stafrænnar stjórn- sýslu. Með frumvarpinu sé ekki stigið inn í nútímann heldur aðeins stigið nær nú- tímanum. Gunnar Dofri minnir á að þegar horft er til stafvæð- ingar (e. digitalisation) ís- lenskrar stjórnsýslu er Ísland í 60. sæti meðal þjóða, ,,á eftir Perú og á undan Bangladess, á undirlista Glo- bal Innovation Index þegar aðeins er horft til stafvæð- ingar hins opinbera og í 13. sæti af 14 meðal ríkja Vest- ur-Evrópu […].“ Ísland er eftirbátur að sögn hans þegar kemur að stafrænni samkeppnishæfni og við erum enn langt á eftir þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Bandaríkin tróna á toppnum en í 2. til 7. sæti eru Norðurlöndin, auk Singapúr og Sviss,“ segir í umsögninni. Eftirbátur annarra þjóða STAFRÆN STJÓRNSÝSLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.