Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Gamalt og nýtt Grágæsir á flugi yfir bílum og fólk að gefa öndum og álftum brauð fyrir framan menningarhúsið Iðnó við Tjörnina með tónlistarhúsið Hörpu og Esju í öllu sínu veldi í bakgrunni. Árni Sæberg Núverandi mennta- málaráðherra hefur hrint af stað vinnu við gerð nýrrar mennta- stefnu sem gilda á til ársins 2030. Það er þarft verk og miklu skiptir að vel takist til. Yngsta skólastigið á Íslandi er leik- skólastigið og á þá hvort tveggja við, að þar eru yngstu nem- endurnir og svo hitt, að styst er síð- an starf leikskóla var gert að sjálf- stæðu skólastigi. Það er ýmislegt sem bendir til að leikskólastigið sé enn í frumbernsku, hafi ekki slitið barnsskónum ef svo má segja. Þá er ekki átt við það starf sem unnið er í leikskólum landsins, – það er nær undantekningarlaust prýðilegt. Hins vegar virðist sjónum ekki hafa verið beint nægilega að kerfinu sjálfu, umgjörðinni og skipulaginu, því svo er að sjá að það hafi fyrst og fremst þróast tilviljanakennt út frá þörfum foreldra og at- vinnulífs fyrir barna- gæslu. Hvað aldur nemenda varðar þá er leik- skólastigið fyrir börn undir skólaskyldualdri, eins og segir í lögum um leikskóla. Hvenær börn eiga að hefja nám eða vistun í leikskóla, er hins vegar óljósara og virðist fyrst og fremst fara eftir henti- stefnu og fjárhagslegri getu hvers og eins sveitarfélags. Ætli það séu engin uppeldis- fræðileg eða þroskasálfræðileg rök fyrir því hvenær skynsamlegt er að barn komi til náms og dvalar í stofn- un eins og leikskóla? Er eðlilegt að það sé bara tilviljunum háð? Er eðli- legt að það ráðist meira af þörfum foreldra fyrir að taka þátt í atvinnu- lífinu en þörfum barnsins sjálfs fyr- ir nærveru og umönnun foreldra sinna? Lokið á leikskólakerfinu liggur ljóst fyrir, skilin milli leik- og grunnskólans. En þarf ekki líka að setja botn í kerfið, botn byggðan á hagsmunum barnsins, þroska- sálfræðilegum rökum? Eða finnst okkur eðlilegra að miða botninn við þarfir samfélagsins fyrir barna- gæslu hverju sinni? Ný mennta- stefna þarf að svara þessum spurn- ingum með skýrum faglegum leiðbeiningum um upphaf leik- skólastigsins. Og hvað með dvalartíma barna í leikskólum? Er gott og eðlilegt að lítil börn dvelji að meðaltali um 45 vikur á ári í leikskóla, meðan börn í grunnskóla eru 36 vikur í skólanum ár hvert? Skóladagur leikskóla- barna er auk þess í flestum tilfellum lengri en hjá grunnskólabörnum. Finnst okkur eðlilegt að því yngri sem börnin eru því lengri tíma dvelji þau í skólanum? Leikskólakerfið er fyrst og fremst sniðið að þörfum þéttbýlis því það gerir ráð fyrir að foreldrar komi börnum sínum sjálfir í leik- skólann og sæki að skóla loknum. Það krefst stuttra vegalengda til og frá skóla. Leikskólakerfið hentar illa í dreifbýli þar sem vegalengdir eru miklar því það eru takmörk fyr- ir því hvað hægt er að ætlast til að foreldrar flytji börn sín um langan veg til og frá leikskóla. Skólakerfi sem gerir ráð fyrir að foreldrar aki börnum sínum tugi km í leikskóla getur tæplega talist góð þjónusta við íbúa dreifbýlisins. Til að jafna aðstöðu leikskólabarna til skóla- göngu þarf ný menntastefna að gera ráð fyrir skólaakstri með leik- skólabörn í dreifbýli með sama hætti og grunnskólabörn. Ný menntastefna til ársins 2030 þarf fyrst og fremst að taka stöðu með börnum þessa lands. Það krefst barnvæns samfélags þar sem hagur ungra barna og fjölskyldna þeirra er hafður að leiðarljósi. Barnvænt samfélag krefst verulega lengra fæðingarorlofs en nú er og barn- vænt samfélag krefst líka styttri vinnuviku. Barnvænt samfélag get- ur einnig þurft að huga að öðrum leiðum en leikskólum til umönnunar yngstu barnanna. Barnvænt samfélag gerir kröfu um breyttan hugsunarhátt, lág- stemmdari, með minni áherslu á veraldleg gæði en meiri á mannleg gildi og innihald. Í nýrri mennta- stefnu þarf að ríkja skilningur á að hvert barn á rétt á nærveru og umönnun foreldra sinna fyrstu ævi- árin og þar þarf líka að ríkja skiln- ingur á því að það er réttur foreldra að búa í samfélagi sem gerir þeim kleift að rækja uppeldisskyldur sín- ar gagnvart börnum sínum. Í nýrri menntastefnu þarf að ríkja skiln- ingur á því að góð tilfinningaleg tengsl barns og foreldris eru grunn- ur þess sem á eftir kemur. Eftir Ólaf Arngrímsson »Er eðlilegt að það ráðist meira af þörf- um foreldra fyrir að taka þátt í atvinnulífinu en þörfum barnsins sjálfs fyrir nærveru og umönnun foreldra sinna? Ólafur Arngrímsson Höfundur er skólastjóri Stórutjarnaskóla. oliarn@storutjarnaskoli.is Að taka stöðu með börnum – menntastefna til ársins 2030 Í síðustu viku gekk dómur Hæstaréttar í máli sem Samherji hafði höfðað á hendur Seðlabanka Íslands til ógildingar á stjórn- valdssekt sem bank- inn hafði lagt á fyr- irtækið í september 2016. Var staðfestur héraðsdómur, þar sem sektin var felld úr gildi. Höfðu ekki verið lagaskilyrði til að leggja hana á. Málsýfingar Seðlabankans á hendur Samherja hófust á árinu 2012 með húsrannsókn á skrif- stofum fyrirtækisins. Mikill fjöl- miðlahvellur varð vegna þessarar aðfarar og virðist fréttastofa RÚV hafa átt beinan þátt í að stofna til þessa upphlaups. Vísast um það til bókar eftir Björn Jón Bragason, „Gjaldeyr- iseftirlitið“, sem út kom á árinu 2016. Enginn vafi er á að þetta upphlaup var til þess fallið að skaða fyrirtækið með alvar- legum hætti. Í apríl 2013 kærði bankinn svo Samherja fyrir brot á reglum um gjaldeyrismál. Sér- stakur saksóknari taldi kæruna ekki geta orðið tilefni lög- reglurannsóknar og vísaði henni frá sér. Bankinn kærði þá fjóra nafngreinda einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir Samherja. Í sept- ember 2015 endursendi sérstakur saksóknari þessa kæru líka til baka, þar sem ekki væru uppfyllt lagaskilyrði fyrir henni. Bankinn gafst samt ekki upp. Í september 2016 lagði hann á fyr- irtækið 15 milljón króna stjórn- valdssekt. Með dómi Hæstaréttar í síðustu viku var fallist á kröfu Samherja um að fella sektina niður. Ekki hefðu verið uppfyllt lagaskil- yrði til að leggja hana á. Þetta er einfaldlega dæmi um mál þar sem handhafi opinbers valds misbeitir valdi sínu til tjóns fyrir starfandi atvinnufyrirtæki í landinu. Brot bankans er gróft þó að ekki væri fyrir annað en að hann hefur ekki viljað sjá að sér þó að hann hafi fengið skýr og alvöru- þrungin tilefni til þess á leiðinni. Hér á ekki að þurfa um að binda. Seðlabankastjórinn ber ábyrgð á þessari aðför bankans. Hann tók reyndar sjálfur beinan þátt í henni, svo sem fram hefur komið reglu- lega í fjölmiðlum, meðan á þessu hefur staðið. Það ætti að vera aug- ljóst að bæði hann og aðrir emb- ættismenn við bankann, sem tóku þátt í þessu, hljóta að víkja. Það fylgir því mikil ábyrgð að stjórna opinberum stofnunum sem fengnar eru heimildir til að beita borgara valdi þeim til tjóns. Þegar svo hrapallega tekst til sem hér er raunin hljóta þeir sem ábyrgð bera á aðför stofnunar að gjalda fyrir með starfi sínu. Um það ætti ekki að þurfa neinar málalengingar. En þá birtist í fjölmiðlum for- sætisráðherra þjóðarinnar, en sam- kvæmt lögum skipar sá ráðherra bankastjórann til starfa og ætti því að víkja honum úr starfi vilji hann ekki víkja sjálfur. Dómurinn hefur ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra segir ráðherrann! Hér birtist okkur hin íslenska leið. Engu máli skiptir þó að op- inberir starfsmenn misfari með vald sitt og valdi borgurum að ólög- um bæði fjárhagslegu og persónu- legu tjóni. Þeir skulu enga ábyrgð bera á athöfnum sínum. Kannski við ættum að biðja stjórn- málamenn, sem taka svona afstöðu, að hlífa okkur í framtíðinni við orðagjálfri um ábyrga og vandaða stjórnsýslu? Þeir sem þannig tala reglulega eru ekki síður en hinir botnsokknir í þá spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Engu máli skiptir þó að opinberir starfs- menn misfari með vald sitt og valdi borgurum að ólögum bæði fjár- hagslegu og persónu- legu tjóni. Þeir skulu enga ábyrgð bera á at- höfnum sínum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Vikist undan ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.