Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 ✝ Arndís BirnaSigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1932. Hún lést eft- ir skammvinn veikindi á Land- spítalanum 30. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Klara Tryggvadóttir, f. 1. október 1906 í Garpsdal í Húnavatnssýslu, d. 9. október 1997, og Jóhann Sigurður Hjálmarsson, f. 17. október 1900 á Fremri-Bakka í Norður-Ísafjarðarsýslu. Klara og Sigurður skildu. Seinni maður Klöru var Hall- grímur Júlíusson skipstjóri, f. 3. júlí 1906 í Bolungarvík. Systkini Arndísar sam- mæðra voru Tryggvi Sigurðs- son, f. 16. febrúar 1931, Garð- ar Sigurðsson, f. 20. nóvember 1933, d. 19. mars 2004, Óskar Hallgrímsson, f. 13. apríl 1942, Hallgrímur Hall- grímsson, f. 4. febrúar 1944. Systkini Arndísar samfeðra f. 1983, þeirra börn: Halla El- ísabet og Arnar Páll. 2) Brynj- ólfur Gunnar, f. 18. janúar 1959. 3) Arndís Lára, f. 7. nóv- ember 1962, maki Ebenezer Garðar Guðmundsson, f. 23. maí 1959, þeirra börn: a) Björn Steinar, f. 1982, maki Guðrún Kristín Einarsdóttir, f. 1980, þeirra börn: Einar Snær og Sigrún Lára, b) Kristján Örn, f. 1986, maki Sigurborg Jóna Björnsdóttir, f. 1986, þeirra barn: Björn Ebenezer, c) Kolbrún Birna, f. 1988. 4) Hallgrímur Júlíus, f. 22. júní 1966, maki Hólmfríður Berglind Birgisdóttir, f. 5. febrúar 1967, þeirra börn: a) Smári Dan, f. 1990, maki Eva María Pétursdóttir, f. 1990, þeirra barn: Franz Logi, b) Telma Rut Sigurðardóttir, f. 1992, maki Aron Matthíasson, f. 1989, c) Elísa Rut, f. 1992, maki Dagur Jónsson, f. 1989, d) Arndís Birna, f. 2004. Arndís var í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni 1952- 1953. Hún vann lengst af við verslunarstörf og sem mat- ráðskona hjá verkfræðistof- unni Hönnun og Sólningu. Arndís verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag, 12. nóv- ember 2018, klukkan 15. voru Hannes, f. 31. desember 1943, Hjálmar, f. 3. maí 1945, Svav- ar, f. 4. janúar 1948, Örn, f. 11. maí 1951, Þor- steinn Frímann, f. 22. júlí 1952, Ósk Ólöf, f. 21. febr- úar 1955. Arndís giftist Jóni Pálssyni, f. 18. júní 1934, d. 22. júní 2015, hinn 3. júní 1956. Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson, f. 22. september 1901, d. 4. apríl 1986, og Fanný Guðjónsdóttir, f. 4. mars 1906, d. 26. nóv- ember 1994. Arndís og Jón skildu árið 1984. Börn þeirra eru: 1) Halla Guðrún, f. 15. nóvember 1955, maki Gísli Arnar Gunnarsson, f. 28. jan- úar 1954, þeirra börn: a) Sonja Hlín, f. 1979, maki Grét- ar Sigfinnur Sigurðsson, f. 1982, þeirra börn: Vilhelm Bjarki Viðarsson, Íris, Rakel og Unnur, b) Viktor Bjarki, f. 1983, maki Álfrún Pálsdóttir, Þegar mamma kom til dyra mætti gestum ætíð bros og fölskvalaus gleði yfir að hitta þá sem komnir voru í heim- sókn. Börn fengu sérstaka at- hygli og henni var lagið að tala við þau. Gestrisnin einstök, alltaf til kaffi á könnunni og nýbökuð kaka eða skellt var í pönnsur eða vöfflur. Kökurnar sviku engan en kaffið misgott. En þótt kaffið væri misjafnt var alltaf gestkvæmt í Blöndu- bakkanum, því það var gest- gjafinn sem dró fólk að sér. Mamma gaf mikið af sér og oft meira en hún átti. Hún stóð með sínu fólki í gegnum þykkt og þunnt. Hún fylgdi okkur milli fótboltaleikja, handboltaleikja og dansmóta innan lands sem utan, ekki af skyldurækni heldur af því að hún naut þess að fylgjast með sínu fólki. Hún var stolt af sínu fólki og sagði það hverj- um sem heyra vildi. Ef fólk stóð í framkvæmdum fylgdist hún náið með gangi mála og ýtti gjarnan á eftir. Hún elsk- aði að ferðast og var dugleg að heimsækja þá sem bjuggu er- lendis. Hún tileinkaði sér tæknina eftir áttrætt og var ekki í vandræðum með að nota Fésbókina til að fylgjast vel með öllu sem í gangi var í fjöl- skyldunni. Hún skellti gjarnan inn einu og einu „kommenti“ þegar hún sá ástæðu til að hrósa. Mamma var hagsýn, nýtti allt og henti engu sem gæti komið að gagni. Líklega er ekki til það húsdýr sem ekki var úrbeinað á eldhúsborðinu og seint mun gleymast svíns- haus í eldhúsvaskinum í Birki- grundinni. Síldar- og saltkjöts- tunnur voru á svölunum og slátur, kæfa og rúllupylsa í frystinum. Ekki veitti af, því oft voru margir í heimili og engum vísað á dyr sem óskaði eftir gistingu. Ófáar veislur gerði hún fyrir ættingja og vini og hikaði ekki við að vinna fram á rauða nótt til að veislan yrði til sóma fyrir gestgjafann. Aldrei féll henni verk úr hendi og hún virtist geta gert allt. Þeir sem réðu mömmu til vinnu voru ekki sviknir. Hún var snjöll í eldhúsinu og það var eftir því tekið hvað hún var hagsýn og lagin við að reka mötuneyti. Hún gerði kjarngóðan heimilismat og allt var gert á staðnum. Ekki kom til greina að sóa peningum í bakkelsi þegar hægt var að baka heima á kvöldin og taka með í vinnuna daginn eftir. Hún hafði ríka réttlætis- kennd, var strangheiðarleg og mátti ekki vamm sitt vita. Aldrei fór reikningur yfir gjalddaga og hún skuldaði engum neitt. Hún var tryggur vinur en ef þú tapaðir því trausti var erfitt að vinna það til baka. Mamma var tónelsk og söngvin. Með fallega rödd sem hún var ófeimin að nota en hefði gjarnan mátt nota meira. Í lífsins önn var líklega erfitt að finna tíma til að sinna tón- list sem hún tók ung ástfóstri við en var á efri árum dugleg að sækja tónleika. Hún var þó umfram allt skemmtileg og orðheppin. Við eigum ótalmargar sögur og minningar, misjafnlega prent- hæfar, sem munu lifa með okk- ur, ylja hjartanu og kalla fram bros og hlátur um ókomin ár. Við erum öll svo miklu fá- tækari að hafa þig ekki lengur hér hjá okkur. En við erum líka svo miklu ríkari fyrir að hafa þekkt þig, lært af þér og notið samvista við þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við munum alltaf sakna þín. Hallgrímur og Berglind. „Veistu ekki að vatnsdropi á stærð við títuprjónshaus getur eyðilagt alla eldhúsinnrétt- inguna?“ Þegar ég var 16 ára gamall bjó ég meira og minna einn með ömmu á meðan foreldrar mínir eyddu öllum stundum í að byggja hús. Það var lær- dómsrík dvöl sem útskýrir ofangreinda setningu. Ég, óharðnaður unglingurinn, hafði svo sannarlega gott af húsráðum ömmu. Hún kunni alveg að láta mig heyra það, með munninn svo sannarlega fyrir neðan nefið þar sem gull- kornin runnu út. Við gerðum oft grín að þessari sambúð okkar, og amma hló yfirleitt sínum dillandi hlátri og hristi hausinn yfir vitleysunni í mér. Seinna þegar ég byrjaði að búa var amma aldrei langt undan með réttu svörin við öll- um spurningum einmana ung- mennis sem var að stíga sín fyrstu skref í heimilishaldi. Í þau skipti sem ég flutti til útlanda var amma yfirleitt mætt í heimsókn nánast sam- stundis og búin að kortleggja bestu matvörubúðirnar, kaffi- húsin og blómabúðirnar í hverfinu. Svo ekki sé minnst á magnið af fiskibollum sem hún sendi okkur yfir hafið. Það voru ómissandi sendingar enda fiskibollurnar einn af fjölmörgum réttum sem amma gerði best í heimi. Elsku amma mín, þú varst alltaf aðdáandi þíns fólks núm- er 1. Alltaf í klappliðinu, til fyrirmyndar í einu og öllu. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir all- ar minningarnar og fyrir það að börnin mín fengu tækifæri til að kynnast þér svona vel. Veröldin er svo sannarlega einum snillingi fátækari, elsku amma mín. Ég mun alltaf sakna þín og engar áhyggjur, ég mun aldrei skilja eftir svo mikið sem einn vatnsdropa á eldhúsbekknum, geyma ryk- sugu í fataskápnum eða setja of mikið í þvottavélina. Fyrir þig. Þinn Viktor Bjarki. Arndís Birna Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Arndísi Birnu Sigurðar- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingólfur Ara-son fæddist á Patreksfirði 6. desember 1921. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 1. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Ari Jónsson frá Vatt- arnesi, f. 9.11. 1883, d. 24.8. 1964, og Helga Jóns- dóttir frá Djúpadal, f. 10.3. 1893, d. 9.5. 1962. Ingólfur var elstur sjö barna þeirra hjóna, en systkini hans eru: Þórhall- ur, f. 28.7. 1923, Steingrímur Einar, f. 28.3. 1925, d. 13.3. 2012, Una Guðbjörg, f. 14.5. 1927, Jón Þorsteinn, f. 9.10. 1930, Júlíana Sigríður, f. 24.6. 1932, og Erna, f. 13.12. 1934, 1957. Börn Arnars með fyrr- verandi sambýliskonu sinni, Ingibjörgu Stefánsdóttur, f. 20.12. 1957, eru Ýmir Már, f. 5.11. 1986, og Natan Leó, f. 26.5. 1988. Eygló, f. 11.6. 1963. Sonur Eyglóar með fyrrver- andi sambýlismanni sínum, Ei- ríki Benedikz, f. 26.12. 1962, er Andri Benedikz, f. 5.8. 1993. Kristín Elfa, f. 2.7. 1965, maður hennar er Guðlaugur V. Þórarinsson, f. 5.6. 1965. Börn þeirra eru Sjöfn, f. 14.10. 1989, Albert, f. 10.9. 1993, Agnes, f. 22.5. 1997, og Berglind Una, f. 23.11. 2001. Langafabörnin eru orðin ellefu. Ingólfur var fæddur og upp- alinn á Patreksfirði og bjó þar til ársins 1992 er hann flutti ásamt eiginkonu sinni til Reykjavíkur. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði árið 1940 og frá Samvinnuskólanum í Reykja- d. 23.11. 2000. Árið 1954 kvæntist Ingólfur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sjöfn Ásgeirsdóttur frá Bíldudal, f. 31.3. 1936. Foreldrar hennar voru Krist- ín Jónsdóttir, f. 21.5. 1896, d. 11.5. 1994, og Ásgeir Jónasson, f. 18.9. 1896, d. 5.11. 1984. Börn Ing- ólfs og Sjafnar eru: Fjóla, f. 31.1. 1955, maður hennar er Björn Garðarsson, f. 23.5. 1955. Synir þeirra eru Ing- ólfur, f. 5.7. 1975, og Garðar Elliði, f. 28.9. 1983. Arnar Már, f. 14.7. 1957. Sambýlis- kona hans er Rannveig Svan- hvít Þorvarðardóttir, f. 9.4. Ingólfur Arason tengdafaðir minn var farsæll maður í lífi og starfi. Traustur, hógvær, léttur í lund, víðlesinn og greindur. Hann var einn af þessum mönn- um sem kallast sannur heiðurs- maður. Ingólfur var gæfumaður í einkalífinu, kom úr stórum og samheldnum systkina hópi, gift- ist góðri konu og eignast fjögur mannvænleg börn. Mín gæfa í lífinu var að giftast yngstu dóttur Ingólfs og um leið eignast góðan tengdaföður og vin. Við Ingólfur áttum alltaf góða og ánægjulega samleið. Ingólfur fæddist á Patreks- firði og rak þar verslun í tæpa hálfa öld. Ingólfur var vinnusam- ur og vinnudagarnir voru oft langir og oftar en ekki unnið sex daga vikunnar. Fyrir utan rekst- urinn á búðinni sat Ingólfur í hreppsnefndum, stjórn Eyrasp- Ingólfur Arason ✝ Egill Daði Ólafs-son fæddist í Reykjavík 1. október 1984. Hann andaðist á heimili sínu í Bruss- el 26. október 2018. Foreldrar hans eru Ólafur Vigfús- son, f. 24. ágúst 1959, og María Anna Clau- sen, f. 13. september 1962, kaupmenn í Veiðihorninu. Foreldrar Ólafs eru Vigfús Ólafsson, f. 11. júní 1938, og Sig- rún Guðnadóttir, f. 15. júlí 1935, d. 22. janúar 2012. Foreldrar Maríu eru Jens Pét- ur Clausen, f. 13. mars 1939, d. 14. nóvember 2011, og Marsibil Tómasdóttir, f. 30. október 1942. Bræður Egils Daða eru Andri Ólafsson, sérfræðingur hjá Mannvit, f. 7. febrúar 1987. Sam- býliskona hans er Sigurlaug Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Capa- cent, f. 15. september 1986. Dótt- ir Andra er Þórey Lilja, fimm ára og sonur Sigurlaugar Haf- steinn Darri, þriggja ára. Yngri bróðir Egils er Vigfús Ólafsson, háskólanemi, f. 11. júlí 1996. með B.Sc. gráðu í viðskiptalög- fræði frá Bifröst árið 2011 og tók meistaragráðu í lögum með áherslu á alþjóðaviðskipti við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Árið 2014 útskrifaðist Egill Daði með meistaragráðu í lögum og tækni frá háskólanum í Til- burg í Hollandi. Samhliða vinnu stundaði Egill Daði rannsóknir og vann að doktorsritgerð sinni um Reglur ríkisaðstoðar í EES og ESB-rétti við háskólann í Ma- astrict. Egill Daði starfaði sem lær- lingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA 2014 til 2015 og flutti sig síðar til lögfræðistofunnar Clayton & Segura State Aid Lawyers í Brussel þar til ESA kallaði hann til starfa á ný. Hjá Clayton & Segura vann Egill Daði að fjölda stórra mála, meðal annars tengdra orku- málum á Íslandi. Egill Daði skrifaði fjölda ritrýndra greina sem gefnar voru út í sérfræði- tímaritum og fór með mál fyrir Evrópudómstólinn með koll- egum sínum. Egill Daði hóf störf á ný hjá Eftirlitsstofnun EFTA í byrjun september 2018. Útför Egils Daða fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 12. nóv- ember 2018, klukkan 13. Egill Daði og Sif Sigþórsdóttur, f. 28. febrúar 1988, lögfræð- ingur í Brussel, bjuggu saman frá 2011 þar til 2018. Sif og Egill héldu áfram góðu sam- bandi og voru bestu vinir alla tíð. Egill Daði fæddist á Landspítalanum í Reykjavík og ólst fyrstu árin upp með ungu foreldrunum á Haga- mel 45. Litla fjölskyldan flutti þaðan í Breiðholtið, fyrst í Álfta- hóla og síðar í Vesturberg þar sem unglingsárin tóku við. Síðar flutti fjölskyldan í Kópavog. Eftir skyldunám nam Egill Daði tölvunarfræði í Iðnskól- anum. Tölvurnar áttu hug hans allan og aðeins 15 ára setti hann upp vefsíðu og eina fyrstu net- verslun hér á landi fyrir fjöl- skyldufyrirtækið. Eftir iðnnám- ið hóf Egill störf hjá BT og vann sig upp í stöðu verslunarstjóra einungis rétt um tvítugt. Námið kallaði og lögfræðin heillaði. Egill Daði útskrifaðist Elsku hjartans fallegi dreng- urinn okkar. Það er svo stutt síðan ungu foreldrarnir vestur í bæ rifnuðu úr stolti með þig, fallegasta barn sem fæðst hafði, í fanginu. Það er svo stutt síðan fallega brosið þitt, mjallhvíta hárið og stóru bláu augun lýstu upp veröld ungu for- eldranna. Elsku hjartans fallegi grall- araspóinn okkar. Það er svo stutt síðan öll prakkarastrikin voru framin. Það er svo stutt síðan þú fórst niður í lyftunni heima með fót- bolta og eldhúskoll. Eldhúskoll- inn til að komast aftur heim því án hans náðir þú ekki upp á efstu hæðirnar í lyftunni. Það er svo stutt síðan þú hljópst á eftir fót- boltanum þínum með báðar hendur í buxnastrengnum fyrir aftan bak til til að halda uppi buxunum. Það er svo stutt síðan þú sagð- ir brosandi „bakaðu bara bollur, mamma mín“ þegar þú smakk- aðir fyrstu heimagerðu kleinurn- ar. Elsku hjartans fallegi töffar- inn okkar. Unglingsárin þín og ævintýr- in. Skipulagið og samviskusemin þegar kom að líkamsræktinni. Hvergi mátti slaka á í mataræði og æfingum. Allar myndirnar eru svo ljóslifandi fyrir okkur. Þarna vaknaði tölvuáhuginn. 15 ára settirðu upp vefsíðu og net- verslun fyrir pabba og mömmu. Kominn með mannaforráð og í stjórnunarstöðu hjá stóru fyrir- tæki rétt um tvítugt. Elsku hjartans fallegi dugnað- arforkurinn okkar. Hve stolt við vorum þegar þú ákvaðst að drífa þig aftur í nám. Lögfræðin heillaði. Fyrst Bif- röst, síðar Háskólinn í Reykjavík og að lokum Háskólinn í Tilburg í Hollandi. Þú hófst störf hjá ESA í Brussel sem nemi. Fórst þaðan á litla lögfræðistofu í sömu borg þar til ESA kallaði á þig á ný. Sérfræðiþekking sú sem þú hafð- ir aflað þér var orðin verðmæt. Elsku hjartans fallegi, metn- aðarfulli ungi maðurinn okkar. Það var ekki nóg fyrir þig að vera kominn í góða stöðu og á góðan stað. Þú vildir bæta við þig þekkingu og samhliða krefjandi vinnu vannstu nú að doktorsrit- gerð í þinni sérgrein og áttir ekki mikið eftir. Hve stolt við vorum þegar þú lést okkur vita að prófessorinn, leiðbeinandi þinn, sagði að efni ritgerðar þinnar þyrfti að koma út á bók. Elsku hjartans fallega barnið okkar. Óendanlega erum við stolt af þér. Hve allt var farið að ganga vel. Hve lífið virtist bjart fram- undan. Óendanlega þakklát erum við fyrir tímann sem algóður Guð gaf okkur með þér. Elsku hjartans fallegi engill- inn okkar. Sofðu rótt. Við sjáumst og knúsumst síðar. Mamma og pabbi. Fyrir rúmu ári fór ég í helg- arferð til Belgíu til að heimsækja Egil og Sif, í þessari ferð fór ég loksins til Brugge, borgar sem ég hafði lengi viljað koma til. Á sunnudeginum vorum við Egill heima hjá þeim, Egill sitjandi við borðstofuborðið og ég uppi í sófa. Egill spyr mig: Viltu fara í fall- hlífarstökk í dag? og ég spyr: hví ekki? Við Egill bókum svo tíma samdægurs og brunum í tæpa tvo tíma til Spa til að stökkva úr flugvél í 4.000 metra hæð. Í þess- ari ferð styrktist samband okkar talsvert. Egill prufaði fallhlífarstökk í fyrsta sinn í byrjun sumars í fyrra og smitaðist algjörlega af þessu sporti. Svo kom hann Egill Daði Ólafsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINDÍS HELGADÓTTIR (Neðri-Brekku í Saurbæ í Dalasýslu) Jökulgrunni 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. nóvember 2018. Útför hennar fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 12 E fyrir góða umönnun, hlýhug og virðingu. Gunnar Viðar Hafsteinsson Ester Helgadóttir Rúnar Á. Harðarson Sylvía Bragadóttir Helena Björg Harðardóttir Jón Gísli Ragnarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.