Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 21

Morgunblaðið - 12.11.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 21 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30- 11.15, rúta fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og Aflagranda kl. 10.20. Félags- vist kl. 13. Útskurður kl. 13. Kapitólurnar kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10. Opin handverks- stofa kl. 9-12. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Handaband, skap- andi vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-15.30. Söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Verið velkom- in á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 / 8.15 / 15.15. Kvennaleik- fimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ás- garði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjenda- námskeið í línudansi kl. 10, hádegismatur kl. 11.30, myndlistarnám- skeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.15. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. Ganga frá Borgum og Grafar- vogskirkju kl. 10, einnig inni í Egilshöll. Dans í Borgum kl. 11. Allir vel- komnir. Prjónað til góðs kl. 13. í Borgum, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13 í dag í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Kóræfing Korpusystkina fellur niður í dag. Seltjarnarnes Gler kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu ísalnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.40. Grill og skemmtikvöldið er nk. miðvikudag 14. nóv- ember. (Ath. breyttur tími frá gula dagskrárblaðinu). Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Helgistund kl. 10.10. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjendur kl. 9.45. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópana. AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI: tölvu- námskeið dagana 21. og 28. nóv. 2018, innritun hafin feb@feb.is. Sími 588-2111 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarhús / Gesthús Mjög vandað sumarhús / gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki og gluggar eru áltré, bræddur pappi á þaki. Upplýsíngar í síma 8220023, tvt@simnet.is Þjónusta Snjómokstur og söltun GÍH Vetrarþjónusta allan sólarhring- inn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. Hafið samband í síma 7728040 eða á mokstur@gih.is Ýmislegt Sólbaðsstofa Súper sól Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2,109 Rvk. Nýir sól- og kollagen-bekkir beint frá Ítalíu. Opnunartilboð: 7, 10, 11 mínútur, aðeins fyrir 1200 kr. Allir velkomnir frá kl. 10 til 22, sími 5870077. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig fagmann? FINNA.is vík árið 1944. Að námi loknu flutti hann til baka á æskuslóð- irnar og tók fljótlega við versl- unarrekstri foreldra sinna í Vertshúsinu. Verslunin flutti síðar í Aðalstræti 8 þar sem hann rak ásamt konu sinni Verslun Ara Jónssonar í 47 ár. Ingólfur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á Patreks- firði. Hann var í hreppsnefnd Patrekshrepps í 8 ár, sat í stjórn Eyrarsparisjóðs í 20 ár, lengst af sem formaður stjórn- ar. Hann var skipaður í Orku- nefnd Vestfjarða sem lagði grunninn að stofnun Orkubús Vestfjarða. Ingólfur átti einnig sæti í Sýslunefnd og Yfir- skattanefnd Barðastrandar- sýslu. Hann sat í skólanefnd og sóknarnefnd og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Pat- reksfjarðar. Útför Ingólfs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 12. nóv- ember 2018, klukkan 13. arisjóðs, stjórn Orkubús Vest- fjarða og ótal öðrum nefndum og ráðum. Hann var alla tíð virkur og duglegur og voru viðfangsefn- in hans ekki eingöngu bundin við þorpið heldur náðu þau allt suður frá Gilsfirði og norður í Arnar- fjörð. Tími Ingólfs á Patreksfirði var mikill uppgangstími í þorp- inu og mikið lán fyrir samfélag að hafa svona duglega og hæfi- leikaríka einstaklinga í sínum röðum. Það er nær ómögulegt að segja frá öllum hans störfum í stuttri minningargrein en þessu sinnti hann öllu af samviskusemi og dugnaði. Fjölskyldan var Ingólfi mik- ilvæg og hann var góður fjöl- skyldufaðir, afi og langafi. Hann bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki og alltaf var hægt að leita til hans eftir ráðum eða stuðningi. Ingólfur var barngóður og þægi- legur í umgengni og alltaf var hann áhugasamur um það sem fjölskyldumeðlimir voru að fást við. Ingólfur var minnugur og ein- staklega skemmtilegur sögumað- ur. Ósjaldan sátum við saman fjölskyldan og hlustuðum á hann segja sögur frá Vertshúsinu, æskuheimilinu, sögur af því þeg- ar hann gerði út á litla trillu, sög- ur af því þegar hann sem ung- lingur aðstoðaði apótekara við að blanda lyfin, sögur frá héraðs- skólanum á Núpi, sögur úr Sam- vinnuskólanum eða sögur af at- burðum sem á daga hans höfðu drifið á langri ævi. Sumar sög- urnar sagði hann oft, sennilega flestar og alltaf voru þær skemmtilegar. Hann byrjaði kannski á því að segja „þetta verður nú ekki leikið eftir“, svo kom hláturinn og oft þurfti hann að stoppa á meðan hlegið var að hinu og þessu og yfirleitt var það hann sem hló mest. Í öllum þess- um sögum var Ingólfur umtals- góður og aldrei man ég til þess að hann hallmælti nokkrum manni og hann kunni þá list að upphefja aðra og gera grín að sjálfum sér. Við fjölskyldan fórum í mörg ferðalög með Ingólfi og Sjöfn um Ísland og ógleymanleg eru ferða- lögin þegar farið var um Vest- firði, sérstaklega Barðastrandar- sýslur. Stoppað var víða, skoðað, gengið, sagðar sögur og síðast en ekki síst borðað nesti sem Sjöfn hafði listilega útbúið. Ingólfur var þarna á heimavelli, þekkti alla bæi og hverja þúfu. Við sam- ferðafólkið nutum þessara ferða. Ingólfur lagði upp í sitt síðasta ferðalag á fallegum haustdegi eftir langa og farsæla ævi. Ég varðveiti góðar minningar um góðan mann. Blessuð sé minning Ingólfs Arasonar. Guðlaugur V. Þórarinsson.  Fleiri minningargreinar um Ingólf Arason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. þessu yfir á mig og við höfum ekki hætt að deila myndböndum úr þessum heimi hvor á annan síðan þá. Ég fór sjálfur út til hans núna í enda júní og lærði fallhlífarstökkið í Spa eins og hann hafði gert árið áður. Egill var kominn upp í 100 stökk og var tilhlökkunin mikil að ná 200 því þar koma inn réttindi eins og að mega taka upp stökkin á myndband. Við vorum byrjaðir að búa til lista yfir áfangastaði til að stökkva á - Kalifornía, Spánn, Dubai og Sviss voru þar meðal annarra. En að taka stökkin upp á myndband eða stökkva á flott- um stöðum var ekki mesta til- hlökkunin hjá mér heldur að fá að stökkva með honum. Ég er ekki kominn með leyfi til að stökkva með öðrum þannig að við fengum ekki að taka ferð saman. En ef ég læt verða af því að fara í fleiri stökk þá verður Egill Daði alltaf með í anda. Vigfús (Fúsi). Elsku stóri bró. Verndar- vængurinn. Það sem ég leit upp til þín og vildi óska að ég gæti verið eins skipulagður og áorkað eins miklu og þú gerðir í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst svo rólegur, yfirveg- aður og sterkur. Sterki bróðir minn. Mig langaði alltaf að vera eins sterkur og þú. Ég var furðu lostinn þegar ég sá þig dedda meira en 200 kg með slitið kross- band. Það var alltaf stutt í jákvæðn- ina hjá þér og þú sást alltaf góð- ar hliðar. Hlutirnir voru „ekkert mál“. Við áttum sterkt bræðrasam- band. Samskiptin okkar voru rosalega góð, byggð á hreinskilni og laus við óþarfa útskýringar. Ég var samt sem áður litli bróðir þinn og fékk öðru hverju að finna fyrir því hlutverki, t.a.m. þegar þú lést mig trúa því að ég gæti breytt vindáttinni eins og veð- urmaðurinn í MegaMan nin- tendo-leiknum. Þegar ég hafði hangið of lengi aftan í þér þegar við vorum krakkar, þá endaði gamanið með nauðsynlegri gusu af Ajaxi í and- litið á mér. Nokkuð mörgum árum síðar urðu aðferðirnar þróaðri. Tölvu- kunnáttan nýttist vel þegar þú komst fyrir trójuhesti í tölvunni minni sem gerði þér kleift að taka alla stjórn af mér, skrifa „bumbumann“ á skjáinn, stjórna músinni, opnað geisladrifið og slökkva á vélinni. Samskiptin minnkuðu því mið- ur þegar þú fluttir til útlanda og við hittumst eðlilega sjaldnar. Það er því mikils virði fyrir mig í dag að hafa heimsótt þig og Sif til Brussel fyrir rúmu ári síðan. Það var notalegt að hitta þig og fá að halda til heima hjá ykkur. Síðustu samskiptin sem ég átti við þig lýsa því sem ég hef sagt hér á undan vel. Ég var staddur á Spáni í fjölskylduferð í október sl. þegar Þórey þurfti að leggjast inn á sjúkrahús þar. Þegar ég sagði þér fréttirnar þá svaraðir þú án frekari spurninga um mál- ið og án þess að leggja fram nokkrar aðrar vangaveltur: „Á ég að koma?“ Verndarvængur- inn. Í dag vildi ég að sjálfsögðu að ég hefði sagt já við boðinu. Kæri bróðir. Jólin verða skrít- in í ár og framtíðarsýnin í huga mér er brostin. Ég hafði alltaf ímyndað mér okkur saman á elli- heimilinu, tveir gamlir karlar í hjólastól, Vigfús litli bró á miðjum aldri, ýtandi okkur á milli staða. Allt þetta minnir mann harkalega á að styrkja tengslin við sína nánustu, þau vega svo miklu meira en tíminn sem maður ver í þau gefur til kynna. Kæru vinir sem lesið þetta – takið upp tólið, ræktið þið sam- band við vini og ættingja. Lífið er hverfult. Elsku Egill. Börnin mín munu því miður ekki fá að kynnast þér betur og skapa með þér fleiri minningar, en ég mun svo sann- arlega segja þeim sögur af stóra, sterka bróður mínum. Verndar- vængnum. Hvíl í friði. Þinn litli bró, Andri. Elsku ástin mín, Orð eru fátækleg á svona stundu. Ég gæfi allt fyrir að þurfa ekki að kveðja minn besta vin alltof snemma. Ekkert nístir meira hjartað en að þú fáir ekki að njóta lífsins þíns áfram. Brosið þitt, einlægt og fallegt, smá feiminn, það var þinn sjarmi. Það var auðvelt að elska þig og þann mann sem þú hafðir að geyma. Þú varst mörgum góð- um kostum gæddur. Þú varst heilsteyptur, heiðarlegur og góð manneskja. Þú vildir öllum vel og hafðir samkennd með öðru fólki. Þú varst alltaf þú sjálfur. Þú varst ekki þannig gerður að þurfa að sýnast eða reyna að vera eitthvað annað en þú varst. Þú varst bráðgáfaður og skein það best í gegn í húmornum þín- um. Þú varst orðheppinn og spontant húmoristi, áreynslu- laust. Þú hafðir kosti sem gerðu þig að þeim afbragðslögfræðingi sem þú varst orðinn. Þú varst vinnusamur, vel lesinn, hár- nákvæmur, hnitmiðaður, skipu- lagður og strúktúreraður. Við fórum í gegnum okkar há- skólaár saman og þvílík gæfa fyrir mig að eiga svo rólegan, yndislegan, yfirvegaðan og hjálp- saman lífsförunaut í gegnum þann skóla, sem og skólann sem lífið sjálft var síðustu tíu árin. Tíminn fór ekki bara í að mennta sig heldur líka í að njóta lífsins. Við elskuðum að keyra um og skoða heiminn saman og höfum komið víða við. Ný borg, nýtt land, möguleikarnir voru endalausir. Þá nutum við góðs af bestu jólamörkuðum í Evrópu allt í kringum okkur og höfðum það að markmiði að prófa nýjan markað, helst hverja helgi. Þú sagðir í gríni að þú værir ekki mikið jólabarn, en þú værir mik- ið jólamarkaðsbarn. Stundum tókum við flugið og þá lengra og verð ég ævinlega þakklát fyrir ferðirnar okkar og þá sérstak- lega þær sem þú tókst þig til og skipulagðir fyrir okkur. Þá höf- um við ferðast um Ísland með fjölskyldum okkar og notið tíma í sveitunum okkar sem okkur þyk- ir svo vænt um, í Þingvallasveit- inni og í Vaðnesi. Við áttum dásamlega tíma saman sem aldr- ei verða teknir frá okkur og lifa í hjartanu. Nýlega varstu farinn að stunda fallhlífarstökk og naust þess að stökkva á nýjum stöðum um allan heim, hvað þá með litla bróður þinn þér við hlið sem þú smitaðir af bakteríunni. Þú elsk- aðir samverustundirnar ykkar. Brostið hjarta er hjarta sem elskaði og var elskað. Sorgin er yfirþyrmandi og óbærileg, en efst í huga mér er þakklæti til þín og fyrir þig. Þakklæti fyrir að hafa fengið að elska þig og vera elskuð af þér. Þakklæti fyr- ir lífið sem við áttum saman, hversdagsleikann, erfiðleikana sem styrktu okkur og öll ævin- týrin og hlátursköstin. Lífið var fallegt, skemmtilegt, spennandi og fyndið með þér. Við nutum forréttinda að hafa fengið að upplifa þessi ár sem við eigum að baki með öllu fólkinu okkar og hvort öðru. Hvíldu í friði og sofðu rótt, elsku fallegi vinurinn minn. Ég ætla að fá að trúa því að þú, minn besti vinur og sálufélagi, fylgir mér í gegnum lífið og haldir áfram að passa upp á stelpuna þína eins og þú hefur alltaf gert. Með virðingu, söknuði og ást. Þín alltaf, Sif.  Fleiri minningargreinar um Egil Daða Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.