Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 12.11.2018, Síða 23
mörgum framkvæmdum, s.s. bygg- ingu einbýlishúsa á Eyrarbakka, byggingu fyrstu húsanna í Þor- lákshöfn, byggingu núverandi ráð- húss Árborgar og fleiru. Kristín gekk í barnaskólann á Eyrarbakka og fór síðan í gagn- fræðaskólann á Selfossi, þá fór hún í fósturskólann og síðar í öldungadeildina við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Þá lagði hún stund á viðbót- arnám í uppeldis- og kennslufræð- um við Háskóla Íslands og fór síð- an í framhaldsnám í stjórnun með áherslu á stjórnun menntastofnana (M.ed.) við sömu menntastofnun. Loks bætti Kristín við sig diplóm- anámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberri stjórsýslu. Fyrst eftir útskrift starfaði Kristín við leikskólann Kópahvol í Kópavogi. Síðan fór hún að kenna bæði sex og tíu ára bekk við tvo barnaskóla; barnaskólann á Stokkseyri annars vegar og barna- skólann á Eyrarbakka hins vegar, og deildu þá yfirmenn vinnu- framlagi Kristínar. Frá 1985 hefur Kristín starfað að mestu við leik- skólastjórnun og síðastliðin átta ár verið leikskólastjóri í heilsu- leikskólanum Árbæ á Selfossi. „Ég hef fengið að starfa svo lengi með börnum að börnin sem ég passaði eru sjálf orðin foreldrar barna sem ég passa.“ Heilsuleikskólinn Árbær hefur fengið styrki vegna þróunarverk- efna í umsjón Kristínar, í sam- starfi við dr. Önnu Magneu Hreinsdóttur og að fenginni ráð- gjöf frá Allyson McDonald, Örnu H. Jónsdóttur, Jóhönnu Ein- arsdóttur o.fl. Kristín var í æskulýðsfélagi í ungmennafélagi Eyrarbakka. Þá sat hún í stjórn Slysavarnafélags- ins Bjargar á Eyrarbakka og er nú formaður Kvenfélags Eyrarbakka. Á árunum 2011 til 2015 var Kristín formaður Samtaka heilsuleikskóla, samhliða formennskunni í kven- félaginu. Helstu áhugamál Kristínar eru fjölskyldan, tónlist, kvikmyndir og lestur bóka. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Erling- ur Þór Guðjónsson, f. 1.1. 1958, vélvirki og athafnamaður. For- eldrar Erlings voru hjónin Erna Brynhildur Jensdóttir, f. 1.2. 1928, d. 2013, bóndakona á Tjörn í Bisk- upstungum, og Guðjón Gunn- arsson, f. 17.6. 1922, d. 2018 bóndi. Börn Kristínar og Erlings eru: 1) Helga Ýr, f. 27.7. 1983, hjúkrunarfræðingur, maki Hlynur Bárðarson líffræðingur (PhD), bús. í Kópavogi. Börn þeirra eru Krist- ín Edda, f. 2010; Margrét Una, f. 2014; og drengur, f. 2018. 2) Er- lingur Þór, f. 15.10. 1989, vélfræð- ingur, maki Vilborg Kolbrún Vil- mundardóttir, næringarfræðingur (MSc) og doktorsnemi, bús. í Reykjavík. Börn þeirra eru Guð- geir Þór, f. 2008; og drengur, f. 2018. Systkini Kristínar eru Ingibjörg, f. 26.2. 1954, þjónustufulltrúi, bús. á Selfossi; Sigurlína, f. 22.6. 1956, bankastarfsmaður, bús. á Eyrar- bakka; Helga, f. 26.2. 1960, d. 18.2. 1964; Árni, f. 10.3. 1965, bóndi á Ljónsstöðum við Selfoss. Foreldrar Kristínar voru hjónin Vigdís Ingibjörg Árnadóttir, f. 29.8. 1932, d. 20.7. 1990, húsmóðir, og Eiríkur Guðmundsson, f. 21.6. 1928, d. 1.1. 2017, húsasmíðameist- ari. Þau voru bús. í Hátúni á Eyr- arbakka. Kristín Eiríksdóttir Eiríkur Guðmundsson húsasmíðameistari í Hátúni á Eyrarbakka Sigurlína Jónsdóttir húsfreyja í Merkigarði á Eyrarbakka Jóhanna Helga Pálsdóttir húsfr. á Bjarnastöðum og Tröð Jón Gottsveinsson b. á Bjarnastöðum og Tröð á Álftanesi Guðmunda Kristinsdóttir húsfr. í RvíkGuðmundur Kristinssonfv. veitingamaður á Tröð Ingibjörg Eiríksdóttir þjónustufulltr. á Selfossi Halldór Valur Pálsson forstöðum. á Litla- Hrauni og Sogni Eiríkur Vignir Pálsson byggingafr. og eigandi Pro-Ark á Selfossi Ásmundur Eiríksson bóndi í Þórðarkoti Sigurlína Eiríksdóttir bankastarfsm. á Eyrarbakka Vigdís Sigurðar- dóttir líffræðingur og stærðfræðik. á Selfossi Ósk Guðmundsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Helga Guðmundsdóttir húsfr. í Þórðarkoti Guðmundur Eiríksson húsasmíðameistari í Merkigarði á Eyrarbakka Eiríkur Árnason bóndi í Þórðarkoti á Eyrarbakka Ólafur Árnason verkamaður á Eyrarbakka Gísli Ólafsson bakarameistari í Rvík Erlingur Gíslason leikari í Rvík Benedikt Erlingsson leikstj. og leikari Sigríður Álfsdóttir bústýra í Símonarhúsum á Stokkseyri Eiríkur Eiríksson sjómaður og b. í Símonarhúsum og víðar Árni Eyþór Eiríksson verslunarstjóri á Stokkseyri Ingibjörg Kristinsdóttir húsfreyja og bóndi á Stokkseyri Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hömrum Kristinn Jónsson bóndi á Hömrum í Grímsnesi Úr frændgarði Kristínar Eiríksdóttur Vigdís Ingibjörg Árnadóttir húsmóðir í Hátúni á Eyrarbakka Heilsuskóli Kristín veitir Heklukoti á Hellu viðurkenningu. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 2097/30 Króm / Brass verð 199.000,- Svart takmörkuð útgáfa verð 265.000,- Hönnuður Gino Sarfatti 95 ára Bergþóra Ólafsdóttir 90 ára Gróa Bjarnadóttir Ragnar Hafsteinn Hafliðason 85 ára Hafdís Helga Helgadóttir Halla Benediktsdóttir 80 ára Nanna K. Friðgeirsdóttir 75 ára Auður Grímsdóttir Gréta Aðalsteinsdóttir Gylfi Guðmundsson Hreiðar Ögmundsson Kristín Guðmundsdóttir 70 ára Anna Friðrikka Jóhannesdóttir Bjarni Oddsson Ellert Magnús Ólafsson Herdís Ingvadóttir María Guðbjörg Ingólfsdóttir Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Ragnheiður Hulda Bjarnadóttir Sigurður Árnason Ægir Rafn Ingólfsson Örn Ármann Sigurðsson 60 ára Guðmundína M. Hermannsdóttir Jóhanna Guðrún Tómasdóttir Jóhanna María Karlsdóttir Jón Gunnar Kristinsson Kristín Eiríksdóttir Maria Cleofe C. Tamidles Páll Ingibergsson Rósa Björk Guðmundsdóttir Stanislaw Wlodarczyk Vilhelmína Pálsdóttir Weixing Mi Þórir Ágúst Sigurðsson 50 ára Elísa Jóna Ásmundsdóttir Guntis Klava Magnús Hafsteinsson Maibritt Sundby Páll Magnús Pálsson Sigríður Árnadóttir Sigurður Brynjarsson Steven Allard Bos Sylvía Marta Borgþórsdóttir 40 ára Bjarni Þórisson Bragi Ingiberg Ólafsson Elínborg Auður Hákonardóttir Elsý Vilhjálmsdóttir Gunnar Ægir Björnsson Hilmar Valur Jensson Kristjana S. Benediktsdóttir Marcin Januszewicz Markús Sveinn Kötterheinrich 30 ára Aleksandra Brglez Anastasija Bazarova David Craig Ecker Elisabeth Þorbergsdóttir Fjóla Rún Jónsdóttir Grzegorz Zawadzki Guðmundur Róbert Guðmundsson Leroy M. Errol Souhuwat Lucia Paola C.Moraga Sigurður Kári Ásbjörnsson Sóley Smáradóttir Til hamingju með daginn 40 ára Bjarni ólst upp í Reykjavík en býr á Drangs- nesi. Hann er forritari á upplýsingatæknisviði hjá HÍ. Maki: Marta Guðrún Jó- hannesdóttir, f. 1978, skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi. Börn: Kristjana Kría Lovísa, f. 2008, stjúpsonur er Einar Hugi, f. 1999. Foreldrar: Þórir Helgason, f. 1944, og Elísabet Berta Bjarnadóttir, f. 1950. Bjarni Þórisson 40 ára Hilmar er frá Ísa- firði en býr í Hafnarfirði. Hann er ökuleiðsögu- maður og verktaki. Systkini: Magnfreð Ingi, f. 1974, og Amelía Stein- unn, f. 1981. Foreldrar: Jens Friðrik Magnfreðsson, f. 1950, fyrrverandi fiskvinnslu- maður, búsettur í Kefla- vík, og Ásdís Birna Otte- sen, f. 1955, heima- vinnandi húsmóðir í Reykjavík. Hilmar Valur Jensson 30 ára Sóley ólst upp í Breiðvík á Tjörnesi en býr á Akureyri. Hún er hjúkr- unarfræðingur á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Maki: Steinar Karl Ísleifs- son, f. 1988, húsamálari. Börn: Snorri Karl, f. 2011, Ragnheiður Lilja, f. 2013, og Kristín Sara, f. 2016. Foreldrar: Smári Kára- son, f. 1951, bús. í Breið- vík, og Stefanía Huld Gylfadóttir, f. 1958, bús. á Akureyri. Sóley Smáradóttir  Birna Þórisdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: D-vítamín á norðlægum slóðum – Inn- taka og búskapur íslenskra barna. (Vitamin D in northern latitudes – Intake and status in Icelandic child- ren). Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, pró- fessor við Matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands, og dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor við sömu deild. Markmið doktorsverkefnisins var að rannsaka mataræði sex ára barna, D-vítamíninntöku og D-vítamínbúskap við 12 mánaða og sex ára aldur og tengsl D-vítamíns og mataræðis við næmi fyrir fæðu við sex ára aldur. Þátttakendur voru börn fædd árið 2005 sem tóku þátt í rannsókn á nær- ingu ungbarna á fyrsta ári og eftir- fylgnirannsókn við sex ára aldur. Mataræði sex ára barna samræmdist ekki ráðleggingum hvað varðar græn- meti, ávexti, fisk, heilkornabrauð og trefjaríkar korn- vörur og D-víta- mínbætiefni. Niðurstöðurnar benda til þess að átaks sé þörf svo að íslensk börn fylgi betur ráð- leggingum um mataræði, þar á meðal um notkun D-vítamínbætiefna. Þær benda til þess að heilbrigð íslensk börn sem fylgja ráðleggingum, þ.e.a.s. fá 10 μg af D-vítamíni á dag, séu að öllum líkindum með fullnægjandi D-vítamínbúskap. Ófullnægjandi D-vítamínbúskapur og D-vítamín- skortur var hins vegar algengur meðal sex ára barna í rannsókninni vegna lítillar D-vítamíninntöku. Mikilvægt er að fylgjast með mataræði og D-víta- mínbúskap íslenskra barna og beina sjónum bæði að lágum og háum blóð- gildum. Þörf er á frekari rannsóknum á tengslum D-vítamíns og mataræðis við næmi og ofnæmi. Birna Þórisdóttir Birna Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1988. Hún lauk stúdentsprófi af nátt- úrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2007, BS-prófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MS-prófi í næringarfræði frá sama skóla árið 2013. Meðfram doktorsnáminu hefur hún starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri við Rannsóknastofu í næringarfræði. Í dag starfar Birna við fræðslu og forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Foreldrar Birnu eru Þórir Óskarsson íslenskufræðingur og Kristín Þórsdóttir tölvunarfræðingur. Birna er gift Ingólfi Birgissyni lyfjafræð- ingi. Þau búa í Kópavogi ásamt börnum sínum, Bjarka Þór og Anítu Auði. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.