Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viljir þú hafa áhrif og koma sjálfum þér á framfæri skaltu gera það með því að vera þú sjálfur. Að ímynda sér hið ómögulega kemur hugarfluginu af stað. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtur þeirra augnablika sem þú getur átt í einrúmi með sjálfum þér til fullnustu um þessar mundir. Róaðu hugann og njóttu kyrrð- arinnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Yfirstandandi ágreiningur gæti kom- ið róti á heimilislífið. Leitaðu leiða til að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar með einhverjum hætti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að ganga í það að leysa ein- hver verkefni heima fyrir en þau hefur þú látið sitja á hakanum alltof lengi. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að komast á skrið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert að velta fyrir þér viðurhlutamiklu efni og þarft ekki að örvænta, þótt lausnin liggi ekki í augum uppi. Hlutirnir eru í góðu lagi, þótt þeir séu ekki alfullkomnir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þær hindranir sem verða á vegi þínum eru til þess fallnar að sigrast á þeim en ekki til þess að stöðvast við. Skelltu skollaeyrum við slúðri sem vinnufélagar þínir eru að henda á milli sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Áður en þú setur afrek einhvers annars á stall, skaltu hugleiða þín eigin. Líttu í kringum þig og skoðaðu þá hluti sem þú hefur talið sjálfsagða til þessa og lærðu að meta þá. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú vilt breyta einhverju þá skaltu strax ganga í málin og sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Reyndu umfram allt að leysa málin á mýkri nótunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú stendur á tímamótum og verð- ur að gera hreint fyrir þínum dyrum. Farðu varlega og reyndu að gera ekki illt verra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ódrengilegt af þér að láta leiðindi yfir gömlum mistökum bitna á sam- starfsmönnum þínum. Heimurinn er nógu erf- iður, þótt ekki sé allt upp á alvarlega mátann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að vera einn með sjálfum þér og rækta andlegu hliðina. Ef eng- inn getur hlaupið undir bagga með þér verður þú að gefa einhver verk upp á bátinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu þér ekki leiðast þótt einhver þér nákominn virðist fjarlægur þessa dagana. Kíktu eftir tækifærum til þess að ganga í aug- un á öðrum eða bæta mannorð þitt. Skemmtun! Víkverji brá sér í Þjóð-leikhúsið á laugardagskvöldið þar sem Stuðmenn sungu og léku og voru í öllu sínu fullveldi. Allir kunnu lögin; leikhúsgestir klöppuðu, stöpp- uðu, sungu með og skemmtu sér kon- unglega. Nærri lét að sumir tækju til við að tvista, samanber lagið sem hljómsveitin lék í alveg nýjum takti og fantagóðri útsetningu. Í salnum mátti kenna fólk á öllum aldri og úr flestum kimum þjóðfélagsins sem segir okkur líka að Stuðmenn eru hljómsveit allra Íslendinga. Og endirinn á söng- skemmtun þessari var yndislegur; fjöldasöngur hvar fólk raulaði saman Öxar við ána og Popplag í G-dúr. x x x Á dögunum var í Bíó Paradís sýndmyndin Bráðum verður bylting eftir þá Sigurð Skúlason og Hjálmtý Heiðadal. Hápunktur myndarinnar er þegar íslenskir stúdentar tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi yfir vorið 1970, til þess að vekja athygli á kröppum aðstæðum sínum. Sama ár sprengdu Þingeyingar svo stíflu í Miðkvísl í Mývatnssveit til þess að sýna í verki andstöðu sína við virkj- unarframkvæmdir í Laxá. Hvort tveggja þessa gerðist þegar hart var á dalnum í þjóðlífinu, en segin saga er að við slíkar aðstæður skapast ólga í samfélaginu og mótmælendur láta í sér heyra. Raunar er mesti veigurinn í þessari mynd sá að þar eru mál skoðuð í stóru samhengi við bylting- arandann sem oft er kenndur við árið 1968. Þetta er fróðleg heimildamynd, sem borgarastéttin og vinstra fólki rífst um. Eðlilega! x x x Sumarauki. Í ungdæmi Víkverjafyrir 30-40 árum var oft brostið á með skítaveðri; norðangarra, snjó- komu og látum um þetta leyti í nóv- ember. Í dag koma slík vetrarskot mun sjaldnar, kannski ein til tvær gusur fyrir áramót en síðan ekki sög- una meir. Veturinn kemur ekki af neinni hörku fyrr en í febrúar og mars. Að minnsta kosti voru margir á ferðinni í Reykjavík í gær; fólk í göngutúrum, fjölmenni var í sund- laugunum og bílastæðin við Kringl- una og Smáralind alveg stöppuð. Bara gerist ekki betra! vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm: 100.3) 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Áfimmtudag birti Ólafur Stef-ánsson „heimkomukvittun“ á Leirnum: „Þá erum við, undirrituð eldri hjón, komin heim eftir mánuð í sólinni. Það er ekki eins og það sé tekið út með sældinni. Framfarir til þæginda ferðamönnum hafa engar orðið á túristastöðum í suðrinu þau fjörutíu ár sem ég hef verið að skreppa þetta. Seinast núna á þriðjudaginn þurftum við að standa í tvo og hálfan tíma til að fá innritun í flugið. Svo eru líka miklar göngur og langar á flugvöllunum, og ekki allt betra en í Keflavík. Vantar rana og fólk látið fara í ógnar stiga og ganga svo enn aðrar tröppur um borð, hvað sem á gengur. Lítið var ort og ekkert af viti, – enginn þess saknaði. Tíminn hvarf, það var taumlaus hiti, – ég tæplega vaknaði. Ég er búinn að vera svo lengi á sömu slóðum að ég er löngu farinn að spá í veðrið , skýjafar og hvaðan vindurinn stendur. Ef hann dregur upp um tólfleytið, þá er nokkuð öruggt að það rofi aftur til um þrjú og haldist til kvölds. Hins vegar er erfiðara að spá í mannfólkið. Úr mér dregur allan mátt, eirðin burtu flúin. Sker sig úr á skondin hátt, Skammkelsstaðafrúin. Allt er þó gert til hæfis hátt- virtum gestum, þegar flugvöllunum sleppir, og hótelfólkið nánast biðst afsökunar ef ský dregur fyrir sólu hálfan dag. Þá grípa þeir til kampa- vínsins við morgunverðarborðið: Allt er hér í heimi falt, heilir meðan tórum. Kampavínið út um allt – enda rignir stórum.“ Jón Arnljótsson sagði að „sumt í þessari frásögn vekur upp for- vitni“: Þess ég tel að þörf sé brýn, í þeirri lifi trúnni, að skenkir okkur skýra sýn af Skammkelsstaðafrúnni Og það gerði Ólafur með sínum hætti: Siglt var brátt í suðurátt, sumpart vegu snúna. Skorti ekki skemmtiþátt, í Skammkellstaðafrúna. Ingólfur Ómar orti þessa vísu um næstsíðustu helgi á leið um Hval- fjörð í snjókomu og byl: Heyrast sköll og fellur fjúk, freðinn völl má líta. Hamrafjöllin fannadúk faldar mjöllin hvíta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spáð í veðrið og mannfólkið „KLÁRAÐU HEIMAVINNUNA OG SEGJUM ÞETTA GOTT. ÞÚ GETUR GERT SKATTASKÝRSLUNA MÍNA Í FYRRAMÁLIÐ.” „HÚN ER ÚR EKTA KRÓKÓDÍLALEÐRI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja vera hvíti riddarinn hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER ÞREYTTUR OG EKKI AÐ UNDRA … Í NÓTT FÉKK ÉG EKKI NÓG AF OF MIKLUM SVEFNI HRÓLFUR, ÞÚ HEFUR TALAÐ UM SJÁLFAN ÞIG Í TUTTUGU MÍNÚTUR! FYRIRGEFÐUR! ÉG VAR SJÁLFSELSKUR! SEGÐU MÉR HVAÐ ÞÉR FINNST UM MIG!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.