Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.11.2018, Qupperneq 27
um hlutanum. Flæðið virðist líka miklu betra í öðrum hlutanum; byrj- unin er hálfstirð en síðan flæðir allt af stað. Án þess að vilja gefa of mikið upp um hvernig sögunni vindur fram í öðr- um hluta er í það minnsta hægt að skrifa að erfitt verður að leggja bókina frá sér. Óvæntir atburðir gerast og fléttan gengur upp á skemmtilegan hátt. Eins og minnst var á áður er aðal- persónan Una ekki alveg nógu áhuga- verð framan af. Hún vinnur á þegar líður á söguna en er þó sísti karakter- inn. Þorpsbúarnir eru mjög áhuga- verðir og ef til vill hefði verið gaman að sjá bókina skrifaða frá sjónarhorni eins þeirra. Hvernig það sé að búa í svona pínulitlum íbúakjarna, þar sem hlutirnir hafa alltaf verið eins, og kæra sig lítið um að ókunnugir eða fólk ótengt staðnum flytji þangað. Ekki er allt sem sýnist í þorpinu en „þorps- andinn“ og samstaðan vega þungt. Hægt er að líkja hlutum bókarinnar við lið í knattspyrnuleik. Liðið virðist ekki alveg tilbúið í fyrri hálfleik, á ekki sinn besta dag, en endar hálfleikinn vel. Það kemur af krafti í seinni hálf- leik og endar leikinn á góðu nótunum. Nær þá góður seinni hálfleikur að bæta upp fyrir daufan fyrri hálfleik? Það fer væntanlega eftir því hvernig leikurinn fer en í Þorpinu leikur höf- undur gríðarlega vel eftir leikhlé og tekst að snúa leiknum sér í hag. Aðdáendur Ragnars, sem eru fjöl- margir, munu ekki verða sviknir af seinni hlutanum í það minnsta. Það hlýtur að vera betra að enda af krafti frekar en að byrja vel og síðan fjari undan sögunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Draugagangur „Aðdáendur Ragnars, sem eru fjölmargir, munu ekki verða sviknir af seinni hlutanum í það minnsta,“ segir í rýni um nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar sem fjallar um dularfulla atburði í litlu þorpi úti í landi MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2018 Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 2/12 kl. 19:30 Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Insomnia (Kassinn) Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/12 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is hann áfram þar sem frá var horfið. Heimildarmyndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálið kom út vorið 1997 og í framhaldinu hélt Sigursteinn með tökuliði til Serbíu með það fyrir aug- um að fjalla um flóttamannavandann þar. „Um páskana 1998 berast okkur þær fréttir þegar við erum í Belgrad að þjóðernishreinsanir séu hafnar og vorum við með fyrstu fjölmiðlum til að koma á vettvang ofbeldisins. Voru að- stæður vægast sagt svakalegar og fór- um við um þorp þar sem allir karl- mennirnir höfðu verið drepnir skömmu áður. Var ég orðinn mjög ör þegar ég mætti á skrifstofu Flótta- mannaaðstoðar SÞ í Belgrad og krafð- ist þess að gripið yrði til aðgerða.“ Aftur þyrmdi yfir Sigurstein, en flóðgáttirnar brustu ekki fyrr en hann var staddur í Kaupmannahöfn, á leið aftur til landsins og gekk fram á úti- fund Serba á Ráðhústorginu, haldinn til stuðnings Slobodan Milosevic. „Ég vildi leggja orð í belg, æsist allur upp, og missi tökin. Næstu dagana var ég á ferð frá einu hóteli til annars, sann- færður um að einhver væri að njósna um mig, og það endar með því að danska lögreglan tekur mig og flytur á geðsjúkrahús. Þar kynntist ég ólum og spennitreyjum í fyrsta sinn, og vonandi það síðasta.“ Nær heilsu með heilbrigðu líferni Þriðja kastið kom 1999 eftir að Sigursteinn hafði unnið að heimildar- mynd um kynlífsbyltinguna á Íslandi, Sex í Reykjavík. „Um haustið fæ ég einhvers konar kærleiksmaníu. Ein- kennin voru vægari en áður – voru mitt viðbragð við því að geta ekki höndlað syndir heimsins – og aftur er ég nauðungarvistaður,“ rekur Sigur- steinn söguna og þvertekur fyrir að það hafi verið vinnan sem var kveikj- an að veikindunum. „Þvert á móti: þegar ég lít um öxl, sé ég hvað það skipti mig miklu máli til að ná bata að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég var kannski einn eða tvo mánuði að jafna mig, en gat svo haldið áfram að vera virkur og finna mér hlutverk og til- gang.“ Tókst Sigursteini að ná tökum á veikindunum. Hann uppgötvaði að með því að sofa og hvílast vel, borða rétt, stunda reglulega hreyfingu og passa upp á samskiptin við annað fólk gat hann forðast það að geðhvörfin tækju yfir. Auk þess að hugsa vel um líkama og sál tekur hann daglega Lit- arex, náttúrulegar málmsaltstöflur sem innihalda liþíum, og hjálpa til að halda boðefnabúskap heilans í lagi. Þegar hann finnur að örlar á einkenn- um og örum hugmyndum gætir hann þess að ná aftur jafnvægi og fá næg- an svefn. Eftir kastið 1999 stofnaði Sigur- steinn auglýsinga- og almanna- tengslafyrirtæki, varð virkur í stjórn Geðhjálpar, starfaði um tíma sem fréttastjóri og ritstjóri og var við góða andlega heilsu í röskan áratug. Hann var vistaður á geðdeild í fjórða og síðasta skiptið árið 2010, skömmu eftir að eldgos hófst í Eyjafjallajökli. „Ég hafði þá verið að vinna að dýra- velferðarmálum um nokkurt skeið. Ég og bandarískur sérfræðingur í viðbrögðum við náttúruhamförum vorum að huga að rýmingu manna og dýra og reyna að verða að gagni við þessar erfiðu aðstæður. Svefninn og daglegt ríf raskaðist, ég hafði hætt að taka lyfin mín hálfu ári áður, og hót- elið á Hvolsvelli var fullt af frétta- mönnum með æsilegar sögur úr gos- mekkinum. Smám saman sannfærðist ég um að landsmenn væru að fljóta að feigðarósi, að við værum fjarri því tilbúin að bregðast við alvarlegu eldgosi, og von á hörm- ungum á stórum hluta Suð- Vesturlands ef vindáttin breyttist í austanátt.“ Í bókinni veltir Sigursteinn því m.a. fyrir sér hvað gæti hafa valdið því að hann þróaði veikindin með sér. Hann segir erfitt að segja til um það með nokkurri vissu hvað sé orsök og hvað afleiðing. Kannski hafi uppeldið og uppvaxtarárin haft eitthvað að segja, eða það að Sigursteinn burð- aðist lengi með það leyndarmál að hann væri samkynhneigður. „Ég er orðinn 23 ára gamall þegar ég á mína fyrstu upplifun með öðrum manni, og klárlega hefur haft eitthvað að segja sú streita sem fylgdi því að ég lokaði árum saman á tilfinningar mínar og hver ég raunverulega var,“ segir hann en Sigursteinn kom út úr skápnum með bæði kynhneigðina og geðhvörfin í viðtali í DV 1999. Hugsa þarf kerfið upp á nýtt Geðheilbrigðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og reglu- lega birtast fréttir af alvarlega veiku fólki sem fær ekki hjálp við hæfi: öll pláss séu full og engir peningar til að gera meira. Sigursteinn þekkir vel til geðheil- brigðiskerfa annarra landa og segir hann að Ísland standi ekki endilega öðrum þjóðum að baki. „En við erum heldur ekki öðrum þjóðum fremri og gætum sinnt málaflokknum svo miklu betur.“ Að mati Sigursteins þarf að ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu en með öðru skipulagi og betri áherslum þurfi ekki endilega að verja meiri fjármunum í málaflokkinn til þess að ná langtum betri árangri. „Það þarf að snúa dótakassanum á hvolf og raða öllu inn í hann upp á nýtt,“ segir hann. Meðal annars þarf að sinna for- vörnum miklu betur, og gera það í gegnum skólakerfið og heilsugæsl- una. „Nær allt fjármagn til geðheil- brigðismála fer í tvö steinsteypt virki: annað er úti við sundin blá og hitt á Landspítalanum. Annars er litla geð- heilbrigðisþjónustu að fá í nær- umhverfinu, svo að ef fólki líður illa er það upp á sig sjálft komið og hætt við að það sigli annaðhvort upp í maníu eða detti niður í þunglyndi,“ segir hann. „Vöntun á forvörnum og nær- þjónustu þýðir að ekki er gripið inn í fyrr en komið er í óefni og fá úrræði eftir nema nauðungarvistun eða mjög dýr innlögn á geðdeild.“ Segir Sigursteinn að það sé líka mikilvægt að bjóða geðheilbrigðis- þjónustu í umhverfi sem sé ekki stofnanalegt og fráhrindandi, og að nauðungarvistun þurfi að fara fram með allt öðrum hætti. „Í dag er það þannig að eftir fyrstu 48 stundirnar eru nánustu aðstandendur ábyrgir fyrir ákvörðun um áframhaldandi naðungarvistun, sem er alveg galið. Þá er útkoma nauðungarvistar allt of oft sú að fólki er skilað út í samfélagið bálillu og bitru eftir að hafa verið svipt frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þetta festir marga í hringrás þar sem þeir verða reiðari og reiðari, og um leið veikari og veikari.“ úr landi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.