Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 52
verð kr.69.980- Kjólföt með vesti Í fótspor hinna útvöldu er yfirskrift sögugöngu sem Gunnar Þór Bjarna- son sagnfræðingur leiðir á morgun um slóðir fullveldis í miðbæ Reykja- víkur. Gangan hefst við Hörpu kl. 15 og verður gengið um miðbæinn og staldrað við hjá byggingum og stöðum sem tengjast sögulegum viðburðum ársins 1918 í aðdrag- anda þess að Ísland varð fullvalda. Þátttaka er ókeypis. Söguganga um slóðir fullveldis í miðbænum LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2018 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Við þurfum að skora tveimur mörkum fleiri en þeir í hverjum fjórðungi leiktímans, það er tvö mörk á hverjum fimmtán mínútum. Það er vel hægt,“ segir Patrekur Jó- hannesson, þjálfari karlaliðs Sel- foss í handbolta, en lið hans mætir pólska liðinu KS Azoty-Pulawy öðru sinni í dag í 3. umferð EHF-keppn- innar. »1 Þurfum tveimur fleiri á hverjum 15 mínútum Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari hefur staðið fyrir tónleikaröð, Moz- art-maraþoni, á árinu í tilefni af sjö- tugsafmæli sínu og markmiðið að flytja öll þau verk sem tónskáldið samdi fyrir píanó og fiðlu. Áttundu tónleikarnir af tíu fara fram á morg- un í Hljóðbergi Hannesarholts kl. 12.15 og mun Bjarni Frímann Bjarnason leika á píanó og Guðný að vanda á fiðlu. Þau munu leika þrjár sónötur sem Mozart samdi á árunum 1766, 1782 og 1778. Bjarni Frímann í Moz- art-maraþoni Guðnýjar ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Sönn vinátta á það til að takast með dýrum sem eru af ólíkri tegund og við erum ekki vön að sjá saman. Til eru hin ótrúlegustu dæmi um víða veröld, páfagaukur og hundur, ís- björn og refur, ljón og björn, svín og tígrisdýr, strútur og gíraffi, skjald- baka og flóðhestur og svo mætti lengi telja. Mikil og góð vinátta hef- ur tekist með geithafri og hesti hjá Lilju Pálmadóttur, hrossaræktanda á Hofi í Skagafirði, en allt hófst það með því að samkvæmt dýralækn- isráði var hún hvött til þess að fá geit sem félagsskap fyrir uppáhalds- graðhestinn hann Grámann, þegar hann veiktist alvarlega og varð fyrir vikið leiður, nánast þunglyndur. „Helga Gunnarsdóttir, dýralækn- ir á Akureyri, hvatti mig til að fá mér geit sem félaga fyrir Grámann, til að gleðja hann og dreifa hug- anum. Víða erlendis eru geitur gjarnan hafðar í hesthúsum því þær hafa góð áhrif á hesta sem eru í ein- hverjum vandræðum, taugaveiklaðir eða með hegðunarvandamál. Þeir fá félagsskap af nærveru geitarinnar og viðfang til að dreifa huganum. Milli hests og geitar eru engin vandamál með samkeppni eða gogg- unarröð og spennu sem við sjáum oft á milli hesta,“ segir Lilja sem fékk geithafurinn Randver hjá sveitunga sínum Ingólfi á Dýrfinnu- stöðum. „En Grámann hafði á þessum tíma ekki krafta eða þolinmæði til að takast á við styggðina í skepn- unni svo samband þeirra tveggja gekk ekki upp. Ég kom Randveri þá fyrir í stíu með ungum rauðum geld- ingi, hesti sem heitir Tími. Geithaf- urinn tók ástfóstri við þennan hest og hann fylgir honum eins og skugg- inn, inni og úti. Þetta er gagnkvæm vinátta, ef aðrir hestar fara eitthvað að atast í Randveri, þá hjólar Tími í þá, hann ver sinn vin af fullri hörku. Þeir passa hvor upp á annan.“ Hesturinn Tími ver sinn vin af fullri hörku Ræktandi Lilja með Grámanni.  Hestur og geithafur hafa bundist sterkum vináttuböndum M Geithafur og hestur... »12 Ljósmynd/Freyja Amble Gísladóttir Bestu vinir Hesturinn Tími og geithafurinn Randver eru óaðskiljanlegir. Hér á góðri stundu í stíunni sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.