Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Allir velkomnir!
ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Magnús Sveinn Helgason
Sagnfræðingur
Kristrún Heimisdóttir
Lögfræðingur
Björn Rúnar Guðmundsson
Hagfræðingur
Opinn fundur í Veröld -húsi Vigdísar
þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12-13.15
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framboð á farþegaflugi til Austur-
Evrópu hefur aukist mikið síðustu
ár. Átta flugfélög hafa flogið til þessa
heimshluta frá
Keflavíkurflug-
velli frá ársbyrj-
un 2016. Ung-
verska flugfélagið
Wizz Air er með
langmestu um-
svifin.
Guðjón Helga-
son, upplýsinga-
fulltrúi Isavia,
segir framboðið
hafa aukist á flugi
til Austur-Evrópu.
„Við höfum á síðustu tveimur ár-
um séð nokkra aukningu í framboði á
flugferðum til og frá ríkjum Austur-
Evrópu. Það á eftir að koma í ljós
hvort aukning verður þar á. En rétt
er að benda á að ungverska lág-
gjaldaflugfélagið Wizz Air er orðið
einn af stærstu viðskiptavinum
Keflavíkurflugvallar,“ sagði Guðjón.
Þúsundir flugferða
Samkvæmt upplýsingum frá
Isavia voru alls um 4.600 hreyfingar
flugvéla frá Keflavíkurflugvelli, til
Austur-Evrópu og frá, á tímabilinu
frá janúar 2016 til október 2018. Það
þýðir um 2.300 komur og jafnmargar
brottfarir frá Keflavík á tímabilinu.
Um 53% þessara hreyfinga (flug-
ferða), eða um 2.500, voru til Pól-
lands. Næst kom Ungverjaland með
um 600 hreyfingar og svo Lettland
með um 500. Tékkland var í fjórða
sæti með um 450 hreyfingar og
Litháen í því fimmta með um 430
hreyfingar.
Flestar hreyfingar til einstakrar
borgar á tímabilinu voru farnar á
vegum Wizz Air til Varsjár í júlí síð-
astliðnum, alls 36 hreyfingar. Það
þýðir að flogið var 18 sinnum fram
og til baka frá Keflavíkurflugvelli til
höfuðborgar Póllands í umræddum
mánuði.
Hefur Wizz Air flogið til pólsku
borganna Gdansk, Katowice, Pozn-
an, Varsjár og Wroclaw á tímabilinu.
Jafnframt hefur WOW air flogið til
Varsjár. Sýnist óhætt að fullyrða að
aldrei í sögu Íslands hafi verið jafn
greiðar og tíðar flugsamgöngur til
Póllands.
Wizz Air hefur jafnframt verið
með beint flug til höfuðborga Lett-
lands (Riga), Litháens (Vilníus) og
Ungverjalands (Búdapest).
Lettneska flugfélagið Air Baltic
hefur verið með nokkuð tíðar flug-
ferðir til Riga, höfuðborgar Lett-
lands, hluta úr árinu. Þá hefur tékk-
neska flugfélagið Czech Airlines
flogið reglulega til Prag yfir sumar-
ið. Wizz Air hætti beinu flugi til Prag
í sumar sem leið. Slóvenska flug-
félagið Adria Airways hefur verið
með beint flug til Ljubljana í Slóven-
íu og einu sinni til Zagreb í Króatíu.
Það var í júní 2017 en íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu tók þá á
móti Króötum á Laugardalsvelli.
Flogið til Rússlands út af HM
Icelandair, WOW air og rússneska
flugfélagið S7 Airlines flugu til
Moskvu í júní síðastliðnum, ásamt
því sem WOW air flaug til Rostov og
Volgograd, vegna HM í knattspyrnu.
Ferðir Icelandair og WOW air til
Mosvku voru vegna HM. WOW air
flaug til Vilníus, höfuðborgar Lithá-
ens, sumarið 2016 en svo lagðist sú
flugleið af. Þá hefur tékkneska leigu-
félagið Travel Service flogið til
Bratislava í Slóvakíu, Dubrovnik í
Króatíu og Prag í Tékklandi. Loks
flaug litháíska flugfélagið Small
Planet Airlines nokkrar ferðir til
Burgas í Búlgaríu sumarið 2017.
Rætt var við Jaroslav Knot, sendi-
herra Tékklands á Íslandi með að-
setur í Ósló, og Denisu Frelichová,
sendiherra Slóvakíu á Íslandi með
aðsetur í Ósló, í Morgunblaðinu í
gær. Lýstu sendiherrarnir yfir
áhuga sinna ríkja á auknum viðskipt-
um við Íslendinga. Sáu þeir meðal
annars tækifæri í ferðaþjónustu.
Kann þessi áhugi ríkjanna að birt-
ast í auknu framboði á flugi til þess-
ara landa á næstu árum.
Aukið framboð af flugi til A-Evrópu
Átta flugfélög hafa flogið frá Keflavíkurflugvelli til Austur-Evrópu frá ársbyrjun 2016 Ungverska
flugfélagið Wizz Air er langumsvifamest Það er orðið einn stærsti viðskiptavinur Keflavíkurflugvallar
Fjöldi koma og brottfara í beinu flugi til borga í Austur-Evrópu
300
250
200
150
100
50
0
janúar 2016 október 2018 2016 2017 2018
Samtals allar borgir frá jan. 2016 til okt. 2018 2016, 2017 og 2018*
samtals fjöldi
Hlutdeild flugfélaga 2016-2018* samtals Skipting eftir löndum 2016-2018* samtals
Wizz Air WOW air Air Baltic Czech
Airlines
Önnur
flugfélög
Pólland 2.482 53%
Ungverjaland 595 13%
Lettland 496 11%
Tékkland 448 10%
Litháen 427 9%
Eistland 125 2,7%
Slóvenía 56 1,2%
Rússland 34 0,7%
Slóvakía 27 0,6%
Búlgaría 13 0,3%
Króatía 4 0,1%
81%
781
1.689
2.134
*Fyrstu 10 mán. 2018
*Fyrstu 10 mán. 2018
6% 5% 4% 4%
Heimild: Isavia
Guðjón
Helgason
Aðflutningur fólks frá Austur-
Evrópu til Íslands kann að eiga þátt
í auknu framboði á flugi til austur-
hluta álfunnar á síðustu árum.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands bjuggu rúmlega 18 þúsund
innflytjendur frá níu ríkjum Austur-
Evrópu hér á landi 1. janúar 2017.
Tölur fyrir þetta ár hafa ekki verið
birtar á Hagstofuvefnum. Þá bjuggu
hér á fjórða hundrað innflytjendur
frá Rússlandi í byrjun síðasta árs.
Til einföldunar eru Eystrasalts-
ríkin Eistland, Lettland og Litháen
hér flokkuð undir A-Evrópu. Þá er
Rússland hér tekið með í samhengi
við flugtölurnar hér á opnunni.
Samtals hafa 5.630 fleiri erlendir
ríkisborgarar flutt til landsins á
fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu
þá frá landinu. Með því er árið 2018
komið fram úr þensluárunum 2006
og 2007. Pólverjar eru þar fjölmenn-
asti hópurinn. Innflytjendum hefur
því fjölgað mikið milli ára.
Morgunblaðið/Eggert
Aukin umferð Flugvélar á Keflavíkurflugvelli í byrjun mánaðarins.
Straumur frá
A-Evrópu til Íslands
Innflytjendum fjölgar ár frá ári
Innflytjendur frá nokkrum
ríkjum A-Evrópu 2017*
Búlgaría 342 1,9%
Króatía 229 1,2%
Lettland 874 4,7%
Litháen 1.880 10,2%
Pólland 13.771 74,6%
Rússland 337 1,8%
Slóvakía 338 1,8%
Slóvenía 33 0,2%
Tékkland 331 1,8%
Ungverjaland 315 1,7%
*T
öl
ur
fr
á
20
18
li
gg
ja
e
kk
i f
yr
ir
H
ei
m
ild
: H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s
Samtals
18.450
Flug milli Íslands og Austur-Evrópu