Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Nú fer sá tími í hönd þegar viðmælendur fréttamanna eru spurðirum jólaundirbúninginn. Sannið þið til: Helmingur viðmælenda áöllum aldri mun segja: „Ég er jólabarn.“ Slíkir fastir liðir í tilver-unni stytta skammdegið og fylla okkur öryggiskennd. „Jóla-
hvað?“ var sagt hér á árunum og þótti fyndið.
Og nú að öðru. Nýjasta kenning sjálfskipaðs eiganda íslenskunnar er sú að
börn skilji ekkert nema barnabækur. Þetta ber vott um sérkennilegt skop-
skyn. Hitt eru gömul sannindi að hjálpa þurfi börnunum af stað við lesturinn
og lestraráhugann. Það þarf að lesa fyrir þau þær bækur sem eru aðeins fyr-
ir „ofan“ lestrarstig þeirra sjálfra. Sama getur átt vel við í kennslustofunni
um þá texta sem teknir eru fyrir í kennslubókunum.
Tökum textabrot sem stendur þó sjálfstætt í skáldsögu. Kennari les upp-
hátt frammi fyrir bekknum, vitandi m.a. það að börn skilja fleira en barna-
bækur:
„Það eru heitir pottar við
hin húsin. Húsið sem ég
dvelst í er eina húsið þar
sem er enginn pottur nema
sá sem er á eldavélinni hjá
mér. Ósjálfrátt minna þessir
heitu pottar mig alltaf á
gömlu mannætubrandarana
úr Æskunni. Trúboðarnir sitja í sívaxandi hlýjunni meðan eldur logar undir.
Það styttist í kvöldmatinn.“ (Suðurglugginn (2012). Gyrðir Elíasson, bls. 29.)
Og svo er hitt, sem er reyndar erfiðara: að segja börnunum sögur, í nestis-
tímum eða fyrir svefninn, og einfalda frásögnina eftir þörfum. Ég nefndi eitt
sinn í pistli að ein af okkar vanmetnu Íslendingasögum, Finnboga saga
ramma, hefði „svínvirkað“ sem framhaldssaga í fjögur kvöld í barnaherbergi
(sjá netútgáfu Skólavefsins ásamt skýringum, leiðbeiningum til kennara og
upplestri; skolavefurinn.is). Önnur Íslendingasaga, Hávarðar saga Ísfirðings
(„skemmtilegasta Íslendingasagan“), stóð sig ekki síður í endursögn (einnig í
fjögur kvöld!).
Þetta krefst æfingar, og við getum auðvitað aldrei gert okkur vonir um að
verða nýr Steinþór á Hala í Suðursveit, sbr. snilldarfrásögn hans í Ríkis-
útvarpinu undanfarnar vikur. Það var Stefán Jónsson, sá stórsnjalli útvarps-
maður og rithöfundur, sem stóð á bak við þessar upptökur árið 1969.
Frásögn Steinþórs á Hala var tilgerðarlaus, engin milliorð eins og
„héddna“ og „heyrðu“. Og svo þessi safaríki orðaforði og fróðleikur um sam-
félag milli jökulfljóta við upphaf síðustu aldar.
Það vakti athygli mína við frásögn Steinþórs á Hala að hann hefur verið
með snert af hinu indæla „flámæli“ (flögur f. flugur; sker f. skyr o.s.frv.); að
ógleymdum hinum fallega skaftfellska rn-framburði: örn f. ördn; stjarna f.
stjardna o.s.frv., og einhljóðunum á undan gi: Bragi f. Bræi; stigi f. stíji
o.s.frv.
Allt breytist. Þegar ég var ungur var hlegið að metnaðargjörnum mennta-
skólanema sem sagðist í ræðustól gera þetta upp á sitt „einsdæmi“. Nú hlær
enginn að slíku – en samt er gaman að gera greinarmun á eindæmi og eins-
dæmi.
Mannætubrandarinn
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Tungutak
Bóklestur Það þarf að lesa fyrir börn, þau kunna vel að meta slíka stund.
Sjávarútvegurinn á Íslandi hefur á tveimur áratug-um orðið alveg ný atvinnugrein. Þetta er niður-staða greinarhöfundar eftir að sitja sjávar-útvegsráðstefnuna, sem stóð í tvo daga fyrir
rúmri viku í Hörpu. Það er magnað að sjá þá breytingu
sem hefur orðið á þessari grundvallaratvinnugrein þjóð-
arinnar í aldir á skömmum tíma. Að mörgu leyti voru hug-
hrifin þau sömu og þegar gengið var um landbúnaðar-
sýninguna í Laugardalshöll fyrir skömmu og fjallað var
um hér á þessum vettvangi þá.
Þessar tvær gömlu atvinnugreinar íslenzku þjóðar-
innar hafa gengið í endurnýjun lífdaga.
Hvað vakti mesta athygli?
Svarið er: Fólkið. Það er komin ótrúlega mikil breidd í
það fólk, sem með einum eða öðrum hætti kemur að mál-
efnum sjávarútvegsins þegar hér er komið sögu, ungt fólk
og miðaldra með mikla menntun og þekkingu, sem hefur
verið nýtt til þess að umskapa þessa
atvinnugrein m.a. með tæknibyltingu,
nýrri vöruþróun og auknu markaðs-
starfi.
Skýrt dæmi um þetta var söguleg
yfirferð Gunnars Tómassonar, fram-
kvæmdastjóra Þorbjörns í Grindavík,
um breytingar á saltfiskverkun á liðinni öld og það sem af
er þessari. Svo og lýsingar Sigurjóns Arasonar, prófess-
ors við Háskóla Íslands, á þróun þeirra nýju fram-
leiðsluaðferða, sem komið hafa til sögunnar.
Það var líka mjög áhugavert að fylgjast með fyrir-
lestrum um þróun og stöðu bolfiskmarkaða. Athygli vek-
ur hvað Engilsaxar, þ.e. Bretland og Bandaríkin, eru enn
mikilvægir bolfiskmarkaðir fyrir Ísland en ekki síður að
Frakkland sérstaklega skuli vera orðið jafn stór mark-
aður og raun ber vitni. Af hverju Frakkar frekar en Þjóð-
verjar?
Málstofa um þróun smábátaútgerðar og þær umræður
sem þar fóru fram undirstrika mikilvægi þess að hlúa að
þessum mikilvæga þætti sjávarútvegsins fyrir byggðir
landsins. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi eiga
undir högg að sækja. Það er rétt sem Pétur Pálsson,
framkvæmdastjóri Vísis, hafði á orði að það þarf að skil-
greina betur hvaða fyrirtæki falla undir þessi stærðar-
mörk. En það er ekki gott fyrir hvorki atvinnugreinina né
samfélagið að meiri samþjöppun verði í sjávarútvegi en
orðið er og að eftir standi bara nokkur mjög stór fyrir-
tæki.
Trillukarlinn er enn mikilvægasta táknmynd einka-
framtaksins á Íslandi.
Fyrirlestrar um uppsjávarveiðar á tímum loftslags-
breytinga brugðu upp svolítið ævintýralegri mynd af því
sem er að gerast í hafinu í kringum landið og hvað
straumar og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á lífið í
sjónum.
Eftir stóð þessi áheyrandi með spurninguna: Er hugs-
anlegt að slíkar breytingar geti orðið til þess að fiskurinn
hverfi af Íslandsmiðum?
Það skiptir augljóslega gríðarlega miklu máli að veru-
legum fjármunum sé varið til rannsókna á þessu sviði, svo
að við vitum hvað er að gerast í kringum okkur. Þegar
síldin kom og síldin hvarf á árum áður með miklum efna-
hagslegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið og lífskjör fólks
var lítið vitað um það hvað olli því að eitt árið komu millj-
ón tonn á land en það næsta 140 þúsund tonn og þar næst
60-70 þúsund tonn.
Nú eru breyttir tímar og svona breytingar jafnvel hægt
að sjá fyrir.
Á síðasta áratug 20. aldar stóðu harkalegar deilur í
samfélaginu um það, hvort taka ætti
upp auðlindagjöld í sjávarútvegi og
öðrum atvinnugreinum sem nýta tak-
markaðar auðlindir í sameign þjóðar.
Þegar gengið var um meðal ráð-
stefnugesta og fólk tekið tali var aug-
ljóst að skiptari skoðanir hafa verið
meðal þeirra sem starfa í atvinnugreininni um þau mál á
þeim tíma en fram komu opinberlega. Það skiptir ekki
máli nú heldur hitt, að nú hafa slík gjöld fest sig í sessi og
lítill ágreiningur um þau sem grundvallaratriði, þótt enn
sé deilt um upphæðir og aðferðir við ákvörðun gjaldanna.
Það eimir enn eftir af deilum fyrri tíðar en mikilvægt að
sættir takist á milli samfélagsins og atvinnugreinarinnar.
Það er umhugsunarefni í sjálfu sér, hvers vegna þessar
tvær gömlu atvinnugreinar, landbúnaður og sjávar-
útvegur, hafa báðar, þótt með ólíkum hætti sé, staðið í
hálfgerðum barningi í samskiptum við fólkið í landinu og
tími til kominn að þar verði breyting á.
Það er líka áleitin spurning hvernig á því stendur að
sjávarútveginum hefur ekki tekizt sem skyldi að miðla til
þjóðarinnar þeim athyglisverðu breytingum sem orðið
hafa á innviðum hans á tiltölulega skömmum tíma.
Kannski hefur engin áherzla verið lögð á það? Ef svo er,
hvers vegna ekki?
Svo má auðvitað velta því fyrir sér, hvort fjölmiðlar hafi
verið of uppteknir við að fjalla um ágreiningsefnin sem
snúa að sjávarútvegi og landbúnaði og að breytingar og
umbætur hafi einfaldlega farið fram hjá þeim og þar með
fólkinu í landinu.
Kannski eiga stjórnmálamenn hér einhvern hlut að
máli líka. Þeir hafi verið of uppteknir við að tala til gam-
alla hópa innan sjávarútvegsins til að veita athygli og
styðja við það nýja sem er að gerast á þessu sviði.
Alla vega er niðurstaðan sú, að það var bæði skemmti-
legt og lærdómsríkt að kynnast þeim nýja sjávarútvegi,
sem orðinn er til, á umræddri ráðstefnu, sem vekur bjart-
sýni um framtíð lands og þjóðar.
Og tímabært að „sögulegar sættir“ takist á milli sjávar-
útvegs og samfélags.
Sjávarútvegurinn er
endurnýjuð atvinnugrein
Tími kominn á „sögu-
legar sættir“ á milli sjáv-
arútvegs og samfélags.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árið 2006 kom út kennslubók ísögu Íslands og umheimsins,
Nýir tímar, ætluð framhalds-
skólum. Höfundarnir voru sagn-
fræðingarnir Gunnar Karlsson og
Sigurður Ragnarsson. Líklega eiga
þeir vanmæli (understatement)
allra tíma, þegar þeir segja á bls.
227, að Stalín hafi framkvæmt sam-
yrkjustefnu sína „í óþökk mikils
hluta bænda“. Sannleikurinn er sá,
að Stalín knúði bændur til samyrkju
með því að svelta til bana sex millj-
ónir manns í Úkraínu og Suður-
Rússlandi, og fjöldi bænda og
skylduliðs þeirra var líka fluttur
nauðugur til Síberíu.
Þeir Gunnar og Sigurður segja á
bls. 267 frá valdaráni kommúnista í
Tékkóslóvakíu fyrir sjötíu árum:
„Snemma árs 1948 viku fulltrúar
samstarfsflokka kommúnista úr
ríkisstjórn og kommúnistar mynd-
uðu stjórn með nánum samherjum
sínum. Þessi umskipti komu illa við
marga á Vesturlöndum því að þau
þóttu staðfesta að landið væri nú á
óskoruðu áhrifasvæði Sovétmanna.“
Þetta er annað vanmælið. Komm-
únistar fengu í samsteypustjórn eft-
ir stríð í sinn hlut innanríkis- og
varnarmálaráðuneytin og með því
yfirráð yfir lögreglu og her lands-
ins. Hófu þeir miklar hreinsanir í
lögreglunni. Þegar þeir neituðu að
fara eftir samþykkt meiri hluta rík-
isstjórnarinnar um að ráða aftur
ýmsa lögregluforingja, sem þeir
höfðu rekið, og hótuðu valdbeitingu,
sögðu samráðherrar þeirra af sér í
febrúar 1948.
Vopnaðar sveitir kommúnista
lögðu þá í skyndingu undir sig ráðu-
neyti hinna fyrrverandi ráðherra og
hröktu burt embættismenn, sem
þeir töldu sér ekki hliðholla. Komm-
únistar mynduðu stjórn og tóku allt
vald í sínar hendur, héldu áfram
hreinsunum í lögreglu og öðrum op-
inberum stofnunum og breyttu
Tékkóslóvakíu á nokkrum mánuð-
um í einræðisríki. Fjöldi manns
flýði land. Í ævisögu Halldórs Kilj-
ans Laxness segi ég frá dapurlegum
örlögum tveggja tékkneskra Ís-
landsvina, Zdeneks Nemeceks og
Emils Walters.
Sagt er að sigurvegararnir skrifi
jafnan söguna. Það á ekki við á Ís-
landi. Þótt kalda stríðinu lyki með
sigri vestrænna lýðræðisríkja yfir
kommúnismanum eru íslenskir
kommúnistar látnir skrifa þá sögu
sem framhaldsskólanemar læra.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Prag 1948
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.