Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
✝ Magnús Bergs-son var fæddur
í Ásnesi, Vest-
mannaeyjum, 3.
október 1942.
Hann lést á sjúkra-
húsinu í Vest-
mannaeyjum 15.
nóvember 2018 eft-
ir erfið veikindi.
Foreldrar hans
voru Ragnhildur
Magnúsdóttir hús-
móðir í Vestmannaeyjum, f. 17.
október 1903, d. 7. ágúst 1992
og Jóhann Bergur Loftsson vél-
stjóri í Vestmannaeyjum, f. 27.
október 1911, d. 25. janúar 1985.
Systkini Magnúsar eru Karl, f.
1939 og tvíburasystir hans Þór-
ey, f. 1942. Fjölskyldan fluttist
síðar að Hjalteyri við Vesturveg
13b, þar sem Magnús ólst upp
með systkinum sínum. Síðar
byggði hann sér hús
við Vesturveg 11b.
Hann gekk í
skóla í Vestmanna-
eyjum og lauk þar
gagnfræðaprófi.
Hann vann meðal
annars í fiski, hjá
Símanum í Vest-
mannaeyjum og við
lagningu vatnsveit-
unnar frá Eyjafjöll-
um til Vestmanna-
eyja.
Magnús lauk námi í rafvirkj-
un, en starfsvettvangur hans
var lengst af hjá Þórarni Sig-
urðssyni í Geisla, Vestmanna-
eyjum.
Magnús var ókvæntur og
barnlaus.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í dag, 24. nóvem-
ber 2018, klukkan 14.
Það var alltaf gaman að hitta
Magga frænda. Við kynntumst
honum vel sem börn enda
dvöldum við gjarnan nokkrar
vikur á sumrin hjá ömmu, afa
og Magga í Vestmannaeyjum.
Maður var alltaf frekar lítill
innan um þennan hávaxna
frænda okkar sem naut hádeg-
issólarinnar í bakgarðinum á
Hjalteyri með svart kaffi í
stóru mjólkurglasi, blandað
óhóflegu magni af sykri. Við lit-
um upp til hans. Hann þekkti
öll heimsins skip fannst manni,
enda mikill áhugamaður um
þau. Maður skyldi heldur aldrei
kalla skip bát í hans eyru. Það
var snarlega leiðrétt. Það sem
einkenndi Magga í okkar aug-
um var: Volvo, V-311, Adidas,
gallabuxur og bolur, bílskúrs-
hurðaopnari, VHS-vídeótæki á
undan flestum, örbylgjuofninn
sem við sáum fyrst hjá honum,
Stöð 2 og myndavélar. Hann
var sko með tæknina á hreinu,
og smitaði okkur laglega.
Bílskúrinn hans þótti okkur
mjög merkilegur. Við fengum
auðvitað ekki að fara þangað
inn nema með honum. Eitt sinn
fékk hann okkur yngri systk-
inin með sér í smá verkefni, við
áttum að losa hann við flösk-
urnar sem höfðu safnast fyrir í
bílskúrnum. Það var mikið verk
og skemmtilegt, við þræddum
sjoppurnar, seldum glerin og
keyptum nammi. Í minningunni
áttum við heilt fjall af nammi
eftir daginn. Þó að Maggi væri
alltaf til í að hjálpa okkur
systkinabörnunum við ýmis
uppátæki eins og að veiða
lundapysjur gat það eflaust tek-
ið á taugarnar t.d. þegar þær
sluppu úr kassanum og skitu út
um allt í skúrnum eða þegar við
vorum sérstaklega dugleg að
spila á rafmagnsorgelið hans án
þess að kunna á það. Hann
hafði húmor fyrir því.
Maggi hafði gaman af því að
taka myndir. Myndasafnið hans
hleypur á þúsundum. Hann tók
mikið af landslags- og náttúru-
myndum enda mikið náttúru-
barn. Hann þekkti Eyjar eins
og handarbakið á sér. Hann
kunni öll örnefni og kennileiti
og var duglegur að sýna okkur
þau og segja frá. Ef einhver gat
kennt kúrsinn Vestmannaeyjar
101 þá var það Maggi frændi.
Kennslustofan hans var bíllinn
og hann bauð okkur gjarnan á
rúntinn á kvöldin til að skoða
eyjuna. Þá þurfti auðvitað að
kanna hvaða bátar/skip lægju
við bryggju og að taka á móti
Herjólfi og jafnvel koma við á
flugvellinum. Kennslustundinni
lauk svo oft með sjoppustoppi í
Tótaturni, þar sem verðlaun
voru veitt fyrir glæstan náms-
árangur. Ís í brauði, þvílík
veisla.
Eftir að hann veiktist fylgd-
ist hann með í gegnum vini
sína. Honum voru færðar
myndir og myndbönd af lífinu á
Heimaey. Hann var rúmfastur
og komst ekki lengur á rúntinn
sinn. Okkur þótti mjög vænt
um það nú á haustdögum að
langþráður draumur hans varð
að veruleika og hann komst í
bíltúr um eyjuna með aðstoð
dyggra vina sinna.
Alltaf tók Maggi á móti okk-
ur á bryggjunni þegar við kom-
um til Eyja og kvaddi okkur
þar þegar við fórum. Það verð-
ur tómlegt að sjá hann ekki á
bryggjunni eins og við erum
vön. Í þetta sinn er það okkar
að kveðja kæran frænda.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi
þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Tómas, Ragnhildur,
Bergur og Kristín.
Eyjan mín kæra,
ég óska hjá þér
að eigi ég faðmlögin vís.
(Ási í Bæ)
Þessar ljóðhendingar ramma
inn hugrenningarnar þegar
fregnin um andlát Magga
frænda okkar í Hjalteyri berst
okkur og söknuðurinn er eins
og samofin rökkurstundum
haustsins. Leiftur löngu liðinna
ára leita á hugann og kalla
fram endurminningar frá
bernsku- og unglingsárunum
sem við áttum saman. Lítill
hópur frændsystkina sem flétt-
uðu saman líf og leiki í faðmi
samhentra fjölskyldna systr-
anna frá Dyrhólum í Mýrdal.
Þó að stundum væri þungt og
erfitt í þeirra ranni lifðum við
krakkarnir nokkuð áhyggju-
lausu lífi og nutum þess sem
Eyjarnar okkar höfðu upp á að
bjóða. Þegar svo unglingsárum
sleppti dró að breytingum á
högum og háttum og smám
saman fundum við hvert okkar
farveg á lífsins göngu. Eyjarnar
sem höfðu verið draumaland
uppvaxtaráranna urðu áfram
vettvangur sumra okkar en
önnur viku til annarra ver-
stöðva.
Maggi frændi var í hópi
þeirra sem völdu að eiga sitt
skjól og tilveru í heimabyggð
og var ef svo mætti segja eig-
inlega heitbundinn Eyjum alla
tíð, svo rækilega að hann vildi
varla dvelja þar sem ekki sæist
til þeirra. Hann valdi sér starfs-
vettvang, lagði gjörva hönd á
margt gegnum tíðina en starf-
aði lengstum sem rafvirki og
var vandaður og góður fagmað-
ur. Í kjölfar gossins í Heimaey
kvarnaðist enn úr frændgarði
og aðeins hluti sneri aftur.
Maggi var þeirra á meðal. Þá
breyttist margt, samverustund-
ir helst á stórhátíðum og sam-
eiginlegum mannfundum. Þá
leituðu umræðuefnin gjarnan í
þá gömlu góðu daga, fremur en
í hringiðu samtímans.
Maggi var ávallt frekar fá-
skiptinn en gat verið hrókur
alls fagnaðar þegar þannig stóð
á. Hann gaf lítið fyrir skjall og
hrós og gat verið nokkuð afund-
inn ef hann fann að ekki fylgdi
hugur máli. Hann unni náttúru
eyjanna, kunni skil á tilbrigðum
hennar og þekkti þar hvern
stein og þúfu. Lengi bjó hann
með foreldrum sínum í Hjalt-
eyri en síðan byggði hann sér
reisulegt hús við hlið æsku-
heimilisins og þar bjó hann til
margra ára.
Síðustu árin voru Magga
þungbær. Hann varð fyrir al-
varlegu áfalli og missti við það
mátt og alla starfsorku. Dvaldi
æ síðan á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja. Á þeirri vegferð
sýndi hann æðruleysi, ávallt
bjartsýnn og neitaði að vor-
kenna sjálfum sér þótt smám
saman drægi til þess er verða
vildi. Nú er lífsljós hans slokkn-
að, jarðvist lokið og bjarmar af
nýjum degi hins eilífa lífs.
Minningin merlar í sál og sinni.
Komið að kveðjustund og við
kveðjum með söknuði og biðj-
um algóðan Guð að veita ástvin-
um og fjölskyldum þeirra,
huggun og styrk á sorgarstund.
Blessuð sé minning Magnúsar
Bergssonar.
Fyrir hönd systkinanna frá
Gerði og fjölskyldna,
Magnús B. Jónsson.
Elsku Maggi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Minning þín lifir um ókomna
tíð.
Sendi systkinum og fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Erna Friðriks.
Magnús Bergsson
✝ Jón Einar Val-geirsson fædd-
ist 30. júlí 1939.
Hann lést á heimili
sínu 18. nóvember
2018.
Foreldrar hans
voru Halldóra Pál-
ína Þorláksdóttir, f.
28. sept. 1913, d. 16.
jan. 1989, og Val-
geir Kristján Svein-
björnsson, f. 29.
sept. 1906, d. 26. ág. 1976. Systk-
ini hans: Sigríður Þ. Valgeirs-
dóttir. f. 21. sept. 1932, d. 16. okt.
1984. Guðríður S. Valgeirsdóttir,
f. 4.11. 1986, Ómar Ástþór Óm-
arsson, f. 9.12. 1988, dóttir Em-
ilía Rut, f. 6.12. 2007. Kristján
Örn Ómarsson, f. 13.12. 1988.
Halldór Kristján Jónsson, f. 12.9.
1969. Eiginkona Alina Kerul, f.
8. jan. 1976. Börn: Erik Daníel, f.
17.8. 2002, Alexander Lúkas, f.
15. sept. 2008. 2) Þórkatla, f. 7.9.
1971. Eiginmaður Vakhtang
Gabroshvili, f. 26.9. 1987. Börn
Þórkötlu eru Elísabet Karen
Magnúsdóttir, f. 26.8. 1991, sam-
býlismaður Trausti Jóhannes-
son, dóttir þeirra Isabella Una.
Stephen Mitchell Magnússon, f.
3.3. 1998. Sambýliskona Ásrún
Fanný Hilmarsdóttir, dóttir
þeirra er Adríanna Rós. Sigur-
laugur Oddur Jónsson, f. 2.8.
1974.
Útför Jóns Einars fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 24. nóv-
ember 2018, klukkan 11.
f. 9. maí 1933, d. 28.
nóv. 2003. Þor-
steinn G. Freydal
Valgeirsson, f. 6.
apr. 1936, d. 23.
apr. 1984. Jósef
Valgeirsson, f. 25.
okt. 1942.
Eftirlifandi eig-
inkona er Elísabet
Kristjana Matthías-
dóttir, f. 30. jan.
1947. Börn þeirra:
1) Jóna Matthildur, f. 4. nóv.
1967, eiginmaður hennar er Sig-
urður V. Skarphéðinsson, börn
Jónu eru Jón Snævar Ómarsson,
Kæri vinur.
Hún kom óvænt fréttin um
andlát þitt, þótt svo að við vitum
að þetta sé fram undan hjá okkur
öllum.
Margar ánægjustundir vorum
við búin að eiga saman og spjalla
um heima og geima. Þú varst mér
góður vinur og vissir margt sem
ég skildi ekki, svo sem um veðrið
og spárnar. Þú hafðir einstaka
tilfinningu um hvort spárnar
gengju eftir eða ekki.
Eins elskaðir þú vorið og þeg-
ar þú heyrðir lóunnar dirrin-dí,
þá brostir þú og fannst ilminn af
komandi sumri. Þú opnaðir augu
mín fyrir mörgu, sem ég verð af-
ar þakklát fyrir alla mína daga.
Já, ég mun sakna þess, að geta
ekki strokið um kollinn þinn þeg-
ar ég kem í morgunkaffið á
morgnana og molann sem þú
passaðir alltaf að væri til.
Góðar voru líka stundirnar
sem við áttum saman úti á bekkn-
um og hlustuðum á fuglana
syngja í trjánum ykkar. Lundin
þín var svo létt og þú reyndist
mér svo vel í mörgum kringum-
stæðum sem voru þónokkuð
margar.
En nú hefur Drottinn tekið þig
heim, (í gullvagni varstu sóttur),
þar sem sólin sest aldrei til viðar
og allar þrautir horfnar, Perlu-
hliðið opið, og nú situr þú í faðmi
Frelsarans. Þegar stjarna þín
blikkar, þá vitum við, að þú
manst eftir öllum sem elska þig
og minnast af ævarandi þakklæti
fyrir góðar minningar.
Elsku vinkona, Elsa. Ég veit
að mikill er söknuður þinn og
missir.
Við vottum ykkur öllum okkar
innilegustu samúð á þessum erf-
iðu tímamótum.
Svava Friðrika og
Júlíus Hraunberg.
Jón Einar
Valgeirsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma, systir, mágkona og
frænka,
SIGRÚN FREDRIKSDÓTTIR,
f. 11. júlí 1947,
lést í Ålesund 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Krematoriet
þriðjudaginn 4. desember klukkan 10.30.
Jens Gunnar
Fridrik Ingi Olaug
†Sigridur
Katrin Julius
Heimir Tone
Sandra, Kamilla, Caroline,
Benedikte, Rebekka, Adéle,
Benjamin, Gabrielle, Kevin,
Sarah
Emilie, Oliver, Sebastian,
Torkil, Patrik
Øvrige familie
Hva du led det ingen visste,
Tapper var du til det siste.
Alltid kjærlig god og snill,
aldri vi deg glemme vil.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi
og bróðir,
BENEDIKT HARÐARSON,
Arahólum 4,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 8. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Magnús Benediktsson Rakel Ýr Björnsdóttir
Baltasar Breki Magnússon
Una Harðardóttir
Brynjar Harðarson Guðrún Árnadóttir
Hörður Harðarson Guðrún Hrund Sigurðardóttir
og systkinabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANN HJARTARSON,
húsgagna- og húsasmíðameistari,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
16. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Bjarnfríður Jóhannsdóttir
Jóhann Jóhannsson Jóna Lúðvíksdóttir
Málfríður Jóhannsdóttir Ragnar Snær Karlsson
Hjörtur Magni Jóhannsson Ebba Margrét Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ARNÓRS HARALDSSONAR
frá Þorvaldsstöðum,
Langanesströnd,
Víðilundi 24, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Aspar- og Beykihlíðar á
Öldrunarheimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun.
Júlía Friðriksdóttir
Þórunn Björg Arnórsdóttir Almar Björnsson
Unnur Helga Arnórsdóttir
Eydís Arnórsdóttir Ingimar Tryggvason
afa- og langafabörn
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri