Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 20
Kostnaðarþáttaka
í heilbrigðiskerfinu
ESB- og EES-lönd
Heimild: OECD – Health at a Glance: Europe
Albanía
56,9%
Meðaltal
ESB/EES
18,2%
Ísland
16,9%
Frakkland
Minnst:
9,8%
Mest:
inni á sjúkrahúsum og heilbrigðis-
stofnunum hafi verið áberandi mik-
ill á Íslandi og Danmörku allt frá
árinu 2009 og hvað mestur hér á
landi eða 9,7% að jafnaði á ári og
5,5% í Danmörku.
Í tólfta sæti yfir útgjöld til
heilbrigðismála í Evrópu
Heildarútgjöld til heilbrigðismála
á Íslandi voru 8,5% af landsfram-
leiðslu í fyrra og voru þau nokkuð
undir meðaltalinu í löndum innan
Evrópusambandsins.
Alls voru útgjöldin hærra hlutfall
Beinn hlutur heimilanna í kostnaði
við heilbrigðisþjónustuna hér á
landi er tæp 17% af heildarútgjöld-
unum í heilbrigðismálum sam-
kvæmt samanburði OECD á stöðu
heilbrigðismála í Evrópulöndum,
Health at a Glance: Europe 2018,
sem birt var í vikunni.
Er Ísland örlítið undir meðaltal-
inu í löndum Evrópusambandsins
en þar greiða íbúar að jafnaði 18,2%
úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjón-
ustu. Hlutur einstaklinga er lægri í
14 Evrópulöndum en hærri í 21 sem
samanburður OECD tekur til.
Lyfjaútgjöld í lausasölu um 39
þús. kr. á mann hér á landi
Ef eingöngu er reiknaður lyfja-
kostnaður í Evrópulöndum kemur í
ljós að öll lyfjaútgjöld í smásölu á
hvern íbúa á Íslandi voru að jafnaði
sem samsvarar 275 evrum á árinu
2016 eða um 39 þús. krónum á
mann á núverandi gengi. Er Ísland
í hópi þjóða þar sem þessi útgjöld
eru lægst. Að meðaltali voru þau
417 evrur á hvern íbúa í löndum
Evrópusambandsins.
Hið opinbera fjármagnaði 36% af
lyfjaútgjöldum í lausasölu en ein-
staklingar 59% á árinu 2016.
Tekið er fram í umfjöllun OECD
að árlegur vöxtur lyfjakostnaðar
af landsframleiðslu í 16 öðrum Evr-
ópulöndum samkvæmt samanburði í
skýrslu OECD.
Ef reiknuð eru útgjöld til heil-
brigðismála á íbúa kemur í ljós að
þau námu 3.309 evrum á hvern Ís-
lending eða sem svarar til 466 þús-
und króna á hvern íbúa. Þau námu
að jafnaði 2.773 evrum á hvern íbúa
að jafnaði í Evrópu á þessum sama
tíma og voru útgjöldin á íbúa hærri
en hér á landi í 11 Evrópulöndum.
Útgjöld til heilbrigðismála reikn-
uð á mann hafa vaxið að jafnaði um
3,3% á ári á Íslandi allt frá árinu
2013, sem er mun meiri aukning en
að jafnaði í löndum ESB þar sem
árlegur vöxtur hefur verið um 1,7%.
3,9 læknar á þúsund íbúa
Hér á landi eru 3,9 læknar á
hverja þúsund íbúa. Það er yfir
meðaltalinu í ESB en fleiri lækna á
hvern íbúa er þó að finna í tíu öðr-
um Evrópulöndum. Þá eru 14,2
hjúkrunarfræðingar á hverja þús-
und íbúa hér á landi en 8,4 að með-
altali í löndum Evrópusambandsins.
Í Noregi eru mun fleiri hjúkr-
unarfræðingar á hverja þúsund íbúa
en hér á landi eða 17,5 og sömu
sögu er að segja frá Danmörku þar
sem þeir eru 16,9 á hverja þúsund
íbúa.
Greiða 16,9% úr eigin vasa
Lyfjakostnaður á sjúkrahúsum hefur vaxið meira hér á
landi frá 2009 en í öðrum Evrópulöndum samkvæmt OECD
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á
heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í
útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250
mkr. og mikil verkefni framundan.
• Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er
lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð
280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum
undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
• Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og
fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð.
• Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltækni-
búnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum
iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og
EBITDA 25-40 mkr.
• Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti.
Ársvelta á bilinu 250-300 mkr.
• Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki
fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma.
• Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu
sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með
miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir.
• Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það
flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð.
Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
ÚR BÆJARLÍFINU
Albert Eymundsson
Höfn
Dagur íslenskar tungu var hald-
inn hátíðlegur með fjölbreyttri dag-
skrá í Nýheimum. Þar afhenti
mennta- og menningarmálaráð-
herra, Lilja Alfreðsdóttir, Eiríki
Rögnvaldssyni, prófessor emeritus,
verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
2018 fyrir framlag hans að tryggja
þróun og framtíð tungumálsins.
Sömuleiðis afhenti ráðherra sér-
staka viðurkenningu vegna verkefn-
isins „Skáld í skólum“, sem Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson veitti
viðtöku fyrir hönd Rithöfunda-
sambands Íslands. Sérstaka ánægju
vakti þátttaka grunnskólanemenda í
dagskránni með upplestri og hljóð-
færaleik. Þá kynntu nemendur í 6.
bekkjar nýyrði sem þeir höfðu smíð-
að í tilefni af opnun nýyrðabankans á
vefsíðu Stofnunar Árna Magnús-
sonar.
Nýr leikskóli, Sjónarhóll, var
tekin í notkun á Höfn eftir sumar-
leyfi og hýsir hann öll leikskóla-
börnin í einum skóla sem voru áður í
tveimur húsum. Skólinn er um 1.000
fermetrar og rúmar sex deildir og
150 nemendur. Mikil ánægja er með
nýja húsnæðið, lóðina og umhverfið
enda vandað til verka við að gera að-
stöðu barnanna og starfsmanna sem
besta.
Mikil eftirspurn er eftir hús-
næði og mikið er byggt jafnt í þétt-
býli sem og í sveitunum. Á Höfn er
21 íbúð í byggingu, átta einbýlishús,
tvö fjölbýlishús og parhús. Í Öræfum
er sveitarfélagið að byggja þriggja
íbúða raðhús í nýskipulögðu hverfi
við Hof. Auk þess eru framkvæmdir
við íbúðarhúsnæði og starfsmanna-
húsnæði víða um héraðið.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna að búið er að samþykkja
skipulagsbreytingar vegna lagn-
ingar hitaveitu frá Hoffelli til Hafn-
ar, byggingu flugskýlis við flugvöll-
inn í Skaftafelli sem er að ljúka,
viðbyggingu við Foss Hótel Jökuls-
árlón og framkvæmdir við skólp-
hreinsistöð í Óslandi. Þá er hafinn
undirbúningur að stækkun hjúkr-
unarheimilisins en áætlað að halda
samkeppni um hönnun þess í byrjun
næsta árs.
Af sjávarsíðunni er það að
frétta að síldarvertíðin er í fullum
gangi en veiðin hefur verið frekar
treg það sem af er vertíð. Bolfisk-
veiðin hjá tog- og línubátum hefur
verið með allra besta móti, fiskur
vænn og vel á sig kominn.
Mikil umræða hefur verið um
slæma stöðu humarstofnsins við
landið og auðvitað eru Hornfirðingar
áhyggjufullir vegna þess en humar-
inn er stór þáttur í veiðum Horna-
fjarðarbáta og landvinnslu hjá
Skinney-Þinganesi.
Vatnajökulsþjóðgarður var
stofnaður árið 1968 og því 50 ár frá
stofnun hans. Af því tilefni verður
dagskrá í dag, laugardag, í Skafta-
felli með fjölbreyttri dagskrá. Þjóð-
garðurinn hefur með árunum orðið
mikilvægari og skapað fjölmörg at-
vinnutækifæri fyrir samfélagið í hér-
aðinu.
Morgunblaðið/Albert
Orðasmiðir Nýyrðasmiðirnir ungu ásamt Lilju Alfreðsdóttur, Eiríki Rögnvaldssyni og verðlaunahöfum.
Orð lögð í nýyrðabankann
Nýja kaffibrennslan ehf. hefur fest
kaup á kaffihúsakeðjunni Kaffitár
ehf. Eru kaupin háð samþykki Sam-
keppniseftirlitsins en kaupverðið er
ekki uppgefið.Aðalheiður Héðins-
dóttir, stofnandi Kaffitárs, mun
starfa áfram með nýjum eigendum í
kjölfar viðskiptanna.
Aldarfjórðungur er liðinn frá
stofnun Kaffitárs en fyrirtækið hef-
ur selt kaffi sem keypt er beint frá
kaffiræktendum, rekur kaffi-
brennslu, pökkun og dreifingu sem
þjónustar verslanir og fyrirtæki.
Kaffihús Kaffitárs eru fjögur talsins
og þá rekur fyrirtækið einnig Kruð-
erí ehf.
18 ára gamalt fyrirtæki
Nýja kaffibrennslan ehf. er 18 ára
gamalt fyrirtæki og varð til við sam-
runa Kaffibrennslu Akureyrar og
Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber.
Nýja kaffibrennslan er systurfyrir-
tæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber
ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem
þjónusta bæði smásölumarkaðinn og
veitingahúsamarkaðinn.
Íslandsbanki var ráðgjafi seljanda
og Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráð-
gjafi kaupenda.
Nýja kaffibrennsl-
an kaupir Kaffitár
Háð samþykki samkeppniseftirlitsins
Morgunblaðið/Golli
Kaffi Aðalheiður fyrrverandi eig-
andi mun starfa áfram hjá Kaffitári.
taka
fi