Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margt eríbúumBosníu-
Hersegóvínu mót-
drægt. Landið fór
illa út úr borgara-
styrjöldinni, sem braust út
þegar Júgóslavía liðaðist í
sundur. Friðarsamkomulagið,
sem gert var þegar klæði voru
loks borin á vopnin 1995, átti
aldrei að vera til frambúðar, en
landinu er enn stjórnað í krafti
þess.
Í október fóru fram forseta-
kosningar í landinu. Kosnir eru
þrír forsetar og skiptast þeir á
að hafa forustu átta mánuði í
senn. Bosníuserbinn, Milorad
Dodik, ríður á vaðið. Hann hef-
ur verið í forustu í þeim hluta
landsins sem nefnist serbneska
lýðveldið í rúman áratug, fyrst
sem forsætisráðherra og síðan
forseti, og hefur lýst yfir því að
hann telji hugmyndina um
Bosníu misheppnaða. Hann
hefur einnig margfaldlega sagt
að hann styðji þjóðaratkvæði
um aðskilnað serbneska hlut-
ans við Bosníu. Hann kallar
Ratko Mladic, einn af for-
sprökkum þjóðernishreins-
ananna í landinu, serbneska
hetju.
Í kosningunum var einnig
kjörinn fulltrúi Bosníu-
múslima, Sefik Dzaferovic, og
Bosníukróata, Zeljko Komsic.
Dodik hefur mildað mál-
flutning sinn og sagst ætla að
starfa í allra þágu þótt hann
segi einnig að hann hafi ekki
skipt um skoðun, bara starf,
eins og kemur
fram í umfjöllun í
Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins.
Stutt er í að ald-
arfjórðungur verði
liðinn frá því að vopnin þögn-
uðu í Bosníu, en enn logar glóð.
Í daglegu lífi virðist margt
undirstrika að ekki búi ein þjóð
í landinu heldur þrjár. Börn
Bosníaka, eins og múslimarnir
í Bosníu eru nefndir, Bosníu-
serba og Bosníukróata ganga í
skóla eftir því hvaða hópi þau
tilheyra í stað þess að láta þau
ganga saman í skóla og kynn-
ast. Þessi aðskilnaður heldur
sér með ýmsum hætti og
blandast hóparnir ekki einu
sinni á skemmtistöðum.
Í borginni Mostar er Króata-
slökkvilið og múslimaslökkvi-
lið. Annað slekkur elda hjá
Króötum, hitt hjá múslimum.
Króataslökkviliðið fer ekki
einu sinni á vettvang þótt eld-
urinn í múslimska borgar-
hlutanum sé nær þeirra
slökkvistöð en slökkvistöð
múslimaslökkviliðsins.
Það er ekki keppikefli að spá
upplausn landa, en í Bosníu-
Hersegóvínu eru aðstæður
þannig að það er eins og lögð
sé áhersla á að skerpa línurnar
á milli múslima, Serba og
Króata og ala á tortryggni
frekar en byggja upp traust og
erfitt að sjá hvernig þeirri
þróun verði snúið við án rót-
tækra breytinga, sem enginn
virðist berjast fyrir eins og
sakir standa.
Í Bosníu breikkar
bilið milli múslima,
Serba og Króata}
Á leið til upplausnar?
Sú gagnrýni hef-ur lengi verið
við lýði að of mikil
áhersla sé lögð á að
beina ungu fólki í
bóknám og jafnvel
sé sú tilhneiging
fullágeng að gera meira úr bók-
inni en list- og verkgreinum.
Samtök iðnaðarins telja vægi
list- og verkgreina í grunn-
skólum landsins sláandi lágt og
vilja að úr því verði bætt. Í
Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins er rætt við Ingibjörgu Ösp
Stefánsdóttur, sviðsstjóra
reksturs mennta- og mann-
auðsmála hjá Samtökum iðn-
aðarins. Þar segir hún að í við-
miðunarstundaskrám eigi að
verja fimmtungi kennslunnar í
þessar greinar eða einni mín-
útu af hverjum fimm. Þessu sé
verulega ábótavant og í elstu
bekkjunum fari hlutfallið niður
í eina af hverjum þrettán mín-
útum. Í 5. og 7. bekk fylli 80%
skóla í Reykjavík ekki þessi
viðmið.
Hún segir einnig of mikla til-
viljun ráða
áherslum. Hafi
skóli til dæmis góð-
an textílkennara
geti hann farið
langt með að fylla
kvótann á kostnað
annarra greina, þótt þannig
hafi þetta ekki verið hugsað.
Ingibjörg Ösp bendir einnig
á að í könnun, sem Samtök iðn-
aðarins létu gera meðal nem-
enda í efstu bekkjum grunn-
skóla, hafi margir sagst geta
hugsað sér að vinna í skapandi
umhverfi og í höndunum frekar
en á skrifstofu, en vildu síðan
helst fara í MR eða Verzlunar-
skólann. „Þannig að börnin
velja skóla en ekki nám,“ segir
hún.
Þetta er þörf gagnrýni og
vert að taka mark á henni og
skoða þær tillögur, sem Sam-
tök iðnaðarins hafa lagt fram í
því skyni að breyta þessu. Það
er mikilvægt að skólakerfið sé
þannig úr garði gert að það
auðveldi nemendum að finna
sinn vettvang.
Ástæða er til að
leggja meiri áherslu
á verkgreinar í
skólakerfinu}
Vanræktar verkgreinar
Þ
að er mikilvægt að hér á landi sé til
staðar þekking og reynsla þegar
kemur að því að tryggja öryggi
borgaranna, hvort sem er í hern-
aðarlegu eða borgaralegu tilliti.
Hluti af því er að ræða með reglubundnum hætti
og af yfirvegun um öryggis- og varnarmál.
Það eru þó fleiri mikilvægir þættir sem
skipta máli. Þannig má nefna hugtök á borð við
frið, lýðræði og viðskipti – sem öll eru nátengd
þegar betur er að gáð. Sagan hefur sýnt okkur
að lýðræðisþjóðir eru líklegri til að eiga frið-
samlegri samskipti sín á milli og grípa síður til
vopna hver gegn annarri. Það sama má segja
um ríki sem eiga í frjálsum viðskiptum og eiga
þannig sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Þannig má nefna að ein meginforsenda friðar í
Evrópu sl. 70 ár er að ríkin sem áður börðust
hvert við annað á vígvellinum eru hvort tveggja
í senn orðin að lýðræðisríkjum og eiga sameiginlegra
hagsmuna að gæta í formi frjálsra viðskipta sín á milli.
Það þarf stöðugt að leggja áherslu á mikilvægi frjálsra
viðskipta á alþjóðavísu. Það má ætla að hvar sem við
stöndum á vængjum stjórnmálanna getum við flest verið
sammála um það að síðastliðin 200 ár eða svo hafa verið
þau framsæknustu í mannkynssögunni. Um þetta fjallar
sænski sagnfræðingurinn Johan Norberg í bók sinni
Framfarir, sem til er í íslenskri þýðingu. Líf okkar hér á
jörðinni hefur aldrei verið betra en einmitt nú. Það er
ekki persónuleg skoðun höfundar heldur fullyrðing sem
er rökstudd með staðreyndum.
Þó vissulega megi finna margar skýringar á
því þá eru aukin milliríkjaviðskipti algjör lykil-
þáttur í að skapa aukna hagsæld. Aukin milli-
ríkjaviðskipti skapa störf, ýta undir tækni-
þróun, hjálpa fátækari ríkjum að komast í
álnir og þannig mætti áfram telja. Þær þjóðir
sem hafa náð hvað mestum árangri og fram-
förum á síðustu árum, áratugum og öldum eru
sömu þjóðir og hafa lagt áherslu á milliríkja-
viðskipti og vinsamleg samskipti við aðrar
þjóðir.
Frjáls viðskipti eru þó ekki sjálfgefin og það
er mikið fyrir þeim haft. Svo ótrúlegt sem það
má vera árið 2018, þá heyrum við reglulega
orðið tollastríð í fréttum. Það snýr að mestu
leyti að þeim aðila sem nú ræður ríkjum í
Hvíta húsinu – en á sama tíma verðum við
ítrekað vör við vantrú og efasemdir um ágæti
milliríkjaviðskipta meðal þjóðarleiðtoga eða
einstakra stjórnmálaflokka í Evrópu og Asíu. Við erum
stöðugt minnt á að frjáls viðskipti eru ekki sjálfsögð.
Við Íslendingar eigum að halda uppi merkjum frjálsra
viðskipta hvar sem við getum. Við vitum að þau leiða til
hagsældar og framfara og við vitum að aukin viðskipti
auka líkurnar á friði í heiminum. Það er því mikilvægt að
við stöndum vörð um frjálsan flutning á vörum, þjónustu,
fjármagni og fólki. Þannig viðhöldum við í senn hagsæld
og friði. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Frjáls viðskipti viðhalda hagsæld og friði
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Staðan í bolfiskinum ermjög erfið og ekki sísthér í Grindavík,“ segirPétur H. Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis hf. í Grinda-
vík. Útvegsfyrirtæki í Grindavík
fengu Deloitte til að meta stöðuna
í samanburði við það sem er í
Vestmanna-
eyjum og á
Austfjörðum, en
fyrirtæki þar
höfðu áður feng-
ið greiningu á
stöðunni. Byggt
er á stórri út-
tekt fyrir landið
allt, sem Delo-
itte birti fyrr í
haust. Fulltrúar
fyrirtækja í Grindavík kynntu
niðurstöðuna fyrir bæjarstjórn í
vikunni og hafa rætt stöðuna við
fleiri.
Í niðurstöðum kemur fram að
tekjur í sjávarútvegi drógust sam-
an um 9% á milli áranna 2016 og
2017 . Á þremur fyrrnefndum
svæðum var EBITDA samdráttur
mestur í Grindavík. „Sé litið til
EBITDA framlegðarhlutfalls á
árinu 2017 þá nam það einungis
8% í Grindavík, samanborið við
24% á Austurlandi og 23% í
Vestmannaeyjum,“ segir í sam-
antekt Deloitte. Þá lækkaði hagn-
aður á þorskígildi í fyrra á öllum
svæðunum í úttektinni, um 82% í
Grindavík, 62% í Vestmannaeyjum
og 53% á Austurlandi.
Reksturinn ólíkur
Útgerð á svæðunum er með
talsvert ólíkum hætti og þannig
voru átta félög á Austfjörðum skoð-
uð, fjögur í bolfiski og fjögur í
blönduðum rekstri, það er bolfiski
og uppsjávartegundum. Í Grinda-
vík voru fyrirtækin fimm eingöngu
í bolfiski en í Vestmannaeyjum
voru 11 félög skoðuð, átta voru í
bolfiski, tvö blönduð og eitt var ein-
göngu í uppsjávarfiski.
Pétur segir að nú vinni Delo-
itte að sambærilegri úttekt fyrir
Snæfellinga. Þar sé útgerð og
vinnsla á margan með svipuðum
hætti og í Grindavík og forvitnilegt
verði að sjá niðurstöðuna.
Verða að grípa til ráðstafana
„Með því að skoða tölur Delo-
itte um framlegð í bolfiski má vera
ljóst að greinin er ósjálfbær og þá
ekki bara í Grindavík,“ segir Pétur.
„Það þýðir að menn verða að grípa
til einhverra ráðstafana til að halda
fyrirtækjunum á lífi. Ný lög um
veiðigjöld eru væntanleg og svo er
unnið að nýjum kjarasamningum. Í
framhaldinu verða menn að setjast
niður og reikna, en vissulega sjá
menn nokkurn veginn hvert þetta
stefnir.
Svo er það gengið og það getur
vissulega hjálpað okkur fram eftir
næsta ári, en því er spáð að það
styrkist næsta vor. Það er hins veg-
ar byggt inn í kerfið að verði ein-
hver ávinningur 2019 þá hækka
veiðigjöldin 2020 og þar með er það
farið.“
Spurður um hvaða aðgerðir
hann sjái fyrir sér í greininni segir
hann of snemmt að segja nokkuð
um það. Menn séu að reikna hver í
sínu horni og taki ákvarðanir út frá
þeim niðurstöðum.
Vinnsla á bolfiski
ekki lengur sjálfbær
Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi 2013 til 2017
EBITDA-framlegð eftir greinum
19% 19%
24%
17%
13%
Heimild: Deloitte og VÍSIR
2013 2014 2015 2016 2017
20%
22%
26% 25%
20%
2013 2014 2015 2016 2017
Botnfiskútgerð Botnfiskútgerð og -vinnsla Blönduð uppsjávar- og botnfiskfélög
28% 27% 28% 27%
22%
2013 2014 2015 2016 2017
Pétur segir að margir í greininni
hafi áhyggjur af útflutningi á
ferskum fiski til útlanda. Dæmi
séu um að erlendir viðskipta-
vinir kaupi beint af bátum og
aflinn fari þannig framhjá fisk-
mörkuðum. Að óbreyttu gæti
aukningin orðið um tíu þúsund
tonn milli ára. Fari úr 36 þúsund
tonnum í fyrra og gæti endað í
45-48 þúsund tonnum á þessu
ári í heild.
Hann segir að með útflutningi á
ferskum, óunnum fiski tapist
virðisauki. Samkeppnisstaða ís-
lenskrar fiskvinnslu hafi verið
að versna og fjárfestingageta
fyrirtækjanna sé ekki til staðar
lengur. Eina leiðin til að mæta
þeirri stöðu sé að fjárfesta í
markaðsmálum, tækni og rann-
sóknum.
Meira
flutt út
FERSKUR FISKUR
Pétur H. Pálsson