Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
ASA FERRO
Jólatré
Verð frá 1.990,-
IITTALA KAASA
Kertastjaki 115mm
Verð frá 12.700,-
KÄHLER NOBILI
Kramarhús f/sprittkerti
Verð frá 4.190,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Glæsileg jólavara
KAY BOJESEN
Jólasveinn og sveinka
Verð 11.990,- stk.
KAY BOJESEN
Söngfugl Ravn
Verð frá 10.990,-
ROSENDAHL
Karen Blixen aðventukrans
Silfur 11.750,- Gull 14.750,-
JUST RIGHT STOFF
Kertastjaki
Verð frá 5.100,- stk.
KÄHLER OMAGGIO
Jólakúlur 3 stk.
Verð 6390,-
HOLMEGAARD
Jólaskraut
Verð 1.900,- stk.
KÄHLER
HAMMERSHOI
STELLA hangandi
Verð 5.590,-
ROSENDAHL
KAREN BLIXEN jólaóróar
Verð frá 2.190,-
ICQC 2018-20
Hip hop-sveitin Reykjavíkurdætur
er ein tólf hljómsveita og tónlistar-
manna sem hljóta munu MMETA-
tónlistarverðlaunin á Eurosonic-
tónlistarhátíðinni í Groningen í
Hollandi í janúar á næsta ári.
Verðlaunin hétu áður EBBA og
eru á vegum Evrópusambandsins.
Þau hlýtur tónlistarfólk sem þykir
hafa náð frábærum árangri í því
að koma tónlist sinni til annarra
landa, þ.e. utan heimalandsins og
vera fulltrúar fyrir það besta sem
er að gerast í evrópskri samtíma-
tónlist. Reykjavíkurdætur munu
koma fram á Eurosonic og auk
þeirra tónlistarkonurnar Bríet, og
Hildur og hljómsveitirnar Kælan
Mikla, Hugar, Hatari og Un Mis-
ére.
Af fyrri verðlaunahöfum má
nefna Adele, Damien Rice, Mum-
ford & Sons, Ásgeir Trausta og Of
Monsters and Men. Verðlaununum
fylgir verðlaunafé, 5.000 evrur eða
jafnvirði um 700.000 króna, fyrir
kostnaði við tónleikaferðir og
kynningu á hljómsveitinni.
Reykjavíkurdætur hljóta
MMETA-verðlaunin
Morgunblaðið/Eggert
Hressar Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves 7. nóvember síðastliðinn.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég skrifaði síðast umþessa mektarsveit fyrirtveimur árum og var hún
þá farin að vekja verðskuldaða at-
hygli fyrir list sína og ýmiss kon-
ar virkni á menningarsviðinu
(hönnun, safnplötuútgáfa o.fl.).
Leiðin hefur, í sem skemmstu
máli, legið beint upp á við síðan
þá, æ fleiri tónleikaferðalög, um-
fjallanir, athygli o.s.frv. Má segja
að einum toppi hafi verið náð í
sumar, hið minnsta, þegar sveitin
lék á tvennum
tónleikum í
London, annars
vegar í Hyde
Park og svo á
Meltdown-hátíð-
inni en um list-
ræna stjórn þar
sá Robert Smith,
forsprakki The Cure og handvaldi
hann Kæluna inn á hátíðina (The
Cure lék og í Hyde Park og var
aðalnúmerið þar, nema hvað).
Fyrir hljómsveit sem leggur sig
eftir svipuðum hljóðheimi og The
Cure, gotneskum drunga og mel-
ankólísku skuggaflökti, er einfald-
lega ekki hægt að hlotnast meiri
heiður. Kælan Mikla hefur vaxið
jafnt og þétt í gegnum árin enda
slípa þær stöllur steininn frá
morgni til kvölds (og fram á nótt)
en sveitina skipa þær Sólveig
Matthildur, Margrét Rósa og
Laufey Soffía.
Plötusafnarinn í mér hvíslar
nú hátt í eyrað á mér að útkljá all-
an hugsanlegan misskilning um
útgáfur Kælunnar Miklu til þessa.
Árin 2013-2015 komu út prufu-
upptökur eða „demó“ og árið 2014
hljóðritaði sveitin plötu, Mána-
dans, ásamt Alison MacNeil (Kim-
ono) en platan var sett á ís. Fyrsta
eiginlega platan kom svo út 2016
en Mánadans leit dagsins ljós í
Að næturþeli
fyrra – og aftur í ár, en Artoffact
Records í Kanada gefur út, sem
og plötuna nýju, Nótt eftir nótt.
Samnefnda platan (2016) var
til muna fókuseraðri en fyrirliggj-
andi demó, skuggabylgjan svo-
kallaða („darkwave“) kirfilegur
grunnur, öll tónlistin hjúpuð
drungalegum, gotarokkslegum
blæ með sterkri skírskotun til
upphafs níunda áratugarins, og á
köflum eins og eitt langt tilbrigði
við Faith-plötu The Cure. Fínasti
frumburður þó að lög væru sann-
arlega misspennandi og í ófrum-
legra lagi á stundum og eitt og
annað sem þarfnaðaðist fínpússn-
ingar, nokkuð sem kemur venju-
lega með reynslu.
Nótt eftir nótt er engan veg-
inn stílbrot, það er haldið áfram
með sama kúrs en svo gott sem
allt hérna er betra, fumlausara og
straumlínulagaðra. Lög eru betri,
þéttari einhvern veginn, og rúlla
áreynslulaust áfram. Hugsað er
fyrir flæðinu á milli versa og við-
laga og stelpurnar eru vakandi
fyrir hvernig hægt er að nýta
hljóðáhrif; hvort heldur sem er í
inngangi laga eða innan um
hljóðfæraganginn. Spilamennskan
er líka orðin betri og gripurinn
allur hinn stöndugasti. Ég heyri í
The Cure, Siouxsie and the Bans-
hees, Rammstein, NIN og jafnvel
Depeche Mode, og þetta er ein-
faldlega meira „fullorðins“ en hef-
ur verið. Eðlilega.
Ég er svona korter frá því að
segja að bandið sé tilbúið fyrir
leikvangana! Tökum lag eins og
„Draumadís“, hvernig það rennur
hnarreist áfram, lyft upp af yndis-
legum, gamaldags hljóðgervli,
melódískum, Joy Division-legum
bassa og ákveðinni en um leið
blæbrigðaríkri söngrödd (Laufey
hefur vaxið mikið sem söngkona).
Dómar, jákvæðir, eru farnir að
birtast víða, í nafntoguðum neðan-
jarðarmiðlum og sveitin er að
verða þokkalegasta stærð í hinni
alþjóðlegu skuggabylgjusenu. Þá
hefur stórum nöfnum eins og
Chelsea Wolfe og Myrkri verið
kastað fram í dómum um sveitina.
Það verður því spennandi að fylgj-
ast með þessari harðduglegu sveit
næstu misseri.
»Kælan Mikla hefurvaxið jafnt og þétt í
gegnum árin enda slípa
þær stöllur steininn frá
morgni til kvölds (og
fram á nótt) en sveitina
skipa þær Sólveig Matt-
hildur, Margrét Rósa og
Laufey Soffía.
Platan Nótt eftir nótt er þriðja hljóðversplata hljómsveitarinnar Kælunnar Miklu. Sú síðasta,
samnefnd henni, kom út fyrir tveimur árum og er mikið vatn runnið til sjávar síðan.
Hulduverur Tríóið
Kælan Mikla er nú á
mikilli gandreið um
tónlistarheima.
Íslensk-pólska heimildarmyndin In
Touch, eftir Pawel Ziemilski, hlaut
dómnefndarverðlaun í aðalkeppni
IDFA heimildarmyndahátíðarinnar
í Amsterdam 21. nóvember sl. Ár-
lega sækja höfundar yfir 3.000
mynda um að fá þær sýndar á hátíð-
inni og eingöngu um 80 keppa til al-
þjóðlegra verðlauna, skv. tilkynn-
ingu. Myndin er fyrsta íslenska
heimildarmyndin sem hlýtur verð-
laun í aðalkeppni hátíðarinnar og er
framleidd af Lukasz Dluglecki og
Hauki M. Hrafnsyni fyrir NUR og
meðframleiðandi er Anton Máni
Svansson fyrir Join Motion Pictures.
Fjölmargir Íslendingar komu að
gerð hennar.
Um umfjöllunarefni myndarinnar
segir í tilkynningu: „Þorpið Stare
Juchy í Póllandi tvístrast eftir að
þriðjungur íbúa þess hverfur til
starfa á Íslandi. Þeir sem eftir eru,
flestir af eldri kynslóðinni, halda í
vonina um að börn þeirra og barna-
börn snúi einn daginn til baka þrátt
fyrir að hafa hafið nýtt líf hinum
megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli
þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo
fjölskyldur fá ekki að faðmast eins
oft og þær kjósa. Það besta í stöð-
unni er að vera í tíðu og áköfu sam-
bandi í gegnum Skype. Í In Touch
gerir Pawel Ziemilski, leikstjóri
myndarinnar, tilraun til þess að
færa þessar brotnu fjölskyldur sam-
an á ný á sjónrænan hátt með endur-
varpi hreyfimynda á bakgrunn sem
hefur sérstakt gildi og merkingu
fyrir þá sem eiga hlut að máli; á
veggi æskuheimilisins, félagsheim-
ilisins, úti í náttúrunni, á ástvini.“
Heiður Frá verðlaunaafhendingunni.
In Touch hlaut
verðlaun á IDFA