Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Jóhanna Þór-
hallsdóttir mynd-
listarkona opnar
í dag, laugardag,
klukkan 16 sýn-
ingu á verkum
sínum í Galleríi
Göngum, sýning-
arrými í safn-
aðarheimili Há-
teigskirkju.
Sýninguna kallar
hún „Ég hef augu mín til fjallanna“.
Við opnunina taka 3Klassískar
og 1Prúðbúinn lagið kl. 17.
Jóhanna lauk tveggja ára mynd-
listarnámi hjá Markúsi Lüpertz ár-
ið 2017 og hóf nám hjá Heribert Ot-
tersbach í haust. Einnig stundar
hún nám hjá Stephen Lárus Steph-
en. Aðrir kennarar hennar hafa
m.a. verið Jón Axel Björnsson og
Bjarni Sigurbjörnsson.
Jóhanna Þórhalls-
dóttir sýnir
Jóhanna
Þórhallsdóttir
Útskriftarsýning
nemenda list-
náms- og hönn-
unarbrautar
VMA verður opn-
uð í Ketilhúsi
Listasafnsins á
Akureyri í dag,
laugardag,
klukkan 15.
Sýningin í ár
er kölluð Taugar
og á henni eru verk eftir Berglindi
Björk Gísladóttur, Guðbjörgu
Helgu Aðalsteinsdóttur, Maríu Lind
Oddsdóttur, Söru Líf Huldudóttur,
Sesselíu Agnesi Ingvarsdóttur, Sig-
þór Veigar Magnússon og Tinnu
Rut Árnadóttur.
Nemendurnir fá eina önn til að
vinna að lokaverkefnunum og gef-
ur sýningin góða innsýn í námið við
listnáms- og hönnunarbraut VMA.
Nemendasýning
VMA á Akureyri
Verk eftir Guð-
björgu Helgu.
Jólasýningin
Jólaflækja verður
aftur tekin til
sýninga á Litla
sviði Borgarleik-
hússins í dag en
hún fjallar um
Einar sem er allt-
af einn, líka á jól-
unum. Hann finn-
ur alltaf upp á
einhverju til að
gera einveruna áhugaverða. Sýn-
ingin var tilnefnd til Grímuverð-
launa með Berg Þór Ingólfsson í að-
alhlutverki en hann er einnig
höfundur og leikstjóri sýningar-
innar. Að þessu sinni hefur Björgvin
Franz Gíslason tekið við hlutverk-
inu. Þess má geta að báðir koma við
sögu í væntanlegri jólasýningu,
Matthildi, sem Bergur Þór leikstýrir
einnig og Björgvin leikur í.
Björgvin Franz
leikur í Jólaflækju
Björgvin Franz
Gíslason
Ólafur Davíðsson (1862-1903)er í hópi merkisbera ís-lenskra fræða. Viðamikiðþjóðsagnasafn, útgáfa á riti
um galdur og galdramál og hlutdeild
hans í Íslenskum gátum, skemmt-
unum, vikivökum og þulum halda
nafni hans á lofti, að ógleymdum fjör-
legum bréfum og hispurslausri dag-
bók sem þó spannar einungis örfá ár
og með hléum; hann hefur sýnilega
verið skemmti-
legur maður með
býsna beitt skop-
skyn. Dagbókin
varpar ljósi á líf
pilta í lærða skól-
anum, bæjarbrag-
inn í Reykjavík og
slúðrið svo nokkuð
sé nefnt og Ólafur
lýsir vel þeim við-
brigðum sem það
voru ungum mönnum að koma til
Kaupmannahafnar og lýsir lífi Hafnar-
stúdenta með bráðlifandi hætti; frá-
sögnin af skógarferð þeirra er kostu-
leg! Samskipti pilta við kennara og
yfirvöld Lærða skólans eru furðuleg,
að ekki sé nú fastar að orði kveðið, og
eiga sér ekki hliðstæðu; deilur Jóns
Þorkelssonar við Björn M. Ólsen eru
makalausar. Orðalag í samræðum
nemenda og kennara er ekki til eftir-
breytni: „Jón Finnsson bað Sigurð
kennara um heimfararleyfi. S. sagði
honum að fara til fjandans. Jón fór
heim“ (91). Dagbókin fjallar ekkert
um veður eins og alsiða var á þessum
árum, en bregður birtu á hugmyndalíf
ungs manns.
Ólafur er greinilega mjög þrosk-
aður miðað við aldur og áform hans
eru metnaðarfull. Hann liggur í bók-
menntum, Brandesarsinni eins og
straumur tímans lá þá, skráir hjá sér
skrýtlur og sagnir, er ein af drif-
fjöðrum Bandamannafélagsins í skól-
anum og hann skemmtir sér, sýpur
áfengi, rembist við að læra að reykja;
borðar súkkulaði og annað „bonum“
(sælgæti). Bréf hans til föður síns eru
öllu hófstilltari en dagbókin en þó afar
hreinskilin; milli þeirra feðga var
kært.
Í dagbókinni eru eftirtektarverðar
hugleiðingar um ástir, bæði milli karls
og konu og milli aðila af sama kyni.
Ólafur hrífst af unglingi, Geir Sæ-
mundssyni, sem varla var nema 15 ára
þegar þeir kynnast, kallar hann unn-
ustu sína og þeir kela stundum, lúra
saman uppi í rúmi eða ein-
hvers staðar í laut, kyssast.
En hann talar líka um
ást til kvenna og
hugsar sér að
kvænast. Þetta
er sérstakt því
tíðarandinn
bannaði um-
fjöllun um
ástamál,
samkyn-
hneigð var
hneyksli í
huga
þorra
fólks,
óguðleg
uppá-
koma.
Ólafur er
greinilega
leitandi en
hann er af-
brýðisamur
þegar Geir lætur
blítt að öðrum.
Þetta er enda „tíma-
mótaverk í íslenskri
hinsegin sögu“ segir út-
gefandi (11). Hvað sem öðru
leið kvæntist Ólafur aldrei. „Jeg
dregst, að kvennholdinu, því jeg er
sannlega kvennsamur maður, en jeg
hrindist þó e-n veginn jafnframt frá
því“ (184).
Í fyrri útgáfu dagbókarinnar (Finn-
ur Sigmundsson 1955) eru öll opinská
skrif Ólafs um þessi mál felld niður
sem og klúrt orðalag sem á nokkrum
stöðum birtist þar sem Ólafur greinir
frá því sem hæst ber í umræðu bæjar-
búa, slúðrinu, aukinheldur lostugar
vísur. Þorsteinn auðkennir þessa kafla
í sinni útgáfu. Ekki er ljóst af hverju
Finnur hafði uppi þessa ritskoðun,
kannski hefur hann talið sig sverta
Ólaf með því að birta þessa kafla, en
jafnvel er hugsanlegt að hann hafi ein-
faldlega talið þá ögrandi fyrir samtíð
sína. Altént er útgáfa Finns alls ekki í
samræmi við ritstjórnarstefnu skrifar-
ans: Ólafur ætlaði dagbók sinni að
koma fyrir almenningssjónir. Hann er
hreinskilinn. „Jeg get hjartanlega sko-
pazt að vinum mínum bæði á brjóst og
á bak. Svona er jeg“ (98).
Ólafur fer oft í langa göngutúra, nið-
ur að sjó að sjá brimið bylta sér eða
um bæinn: „Gekk upp að skólavörðu.
Það er að þjer stormur að þú þeytir
sandi og óþverra upp í augun á okkur.
Annars ertu ágætur. Þú sópar deyfð-
arrykinu og mannleysisdordinglunum
úr hugskotum vorum. Vjer verðum
svo hressir og ljettir“ (122). Óneitan-
lega kallast þetta á við Storm Hann-
esar Hafstein, enda urðu þeir góðir
vinir á Hafnarárum. Margar skemmi-
legar færslur eru um bæjarbrag. Þeir
félagar eru á göngu: „Jeg taldi upp
fyrir þeim þær ógiptar stúlkur, er jeg
tæki ofan fyrir hjer í bænum. Þær eru
milli 10 og 20. Þorsteinn tekur ofan
fyrir öllum sæmilega búnum stúlkum,
hvort sem þær eru griðkur eða ekki.
Hver veit nú annars nema þessar fínu
frökenar sjeu verri og spilltari en
margar griðkur í raun rjettri“ (149).
Orðalag hans er víða sérstakt. Að út-
andskota e-m er ekki blíðlega gert
(184), að liggja skansanakinn, ber-
strípaður (187); einn kunningi Ólafs er
„hárugur“ í merkingunni tvöfaldur
(190) og mætti víðar bera niður.
Þorsteinn skrifar hnitmiðaðan for-
mála að útgáfunni og lýsir þar vel bak-
sviði bókarinnar og veröld skólapilta
og til hægðarauka helstu persónum og
leikendum í stuttu máli. Neðanmáls
eru góðar skýringar á ýmsum orðum
og skammstöfunum og þar birtast
nöfn þeirra sem getið er í textanum og
fæðingar- og dánarár, þar sem því
verður við komið. Auk þess er þar sýnt
hvar mislesið var í fyrri útgáfu dag-
bókarinnar. Myndir eru vel valdar og
lýsa upp textann. Þorsteinn hefur unn-
ið mjög gott verk við þessa útgáfu.
Bókin er í fremur litlu broti og fallega
úr garði gerð af hálfu forlags. Hún er
bráðskemmtileg, hressilegur aldar-
spegill.
Ólafur Davíðsson sneri próflaus
heim frá Kaupmannahöfn eftir 15 ára
dvöl við sundin. Það voru mikil von-
brigði fyrir prófastshjónin á Hofi í
Hörgárdal. Hulda Stefánsdóttir segir
skemmtilega frá heimkomu hans; að
sumu leyti var Ólafur eins og týndi
sonurinn þótt elstur væri í röð tólf
systkina. Sr. Davíð leiddi hann til stofu
og sagði: „„Úr því að þú ert kominn,
Óli minn, ættum við þá ekki að fá okk-
ur einn gráan?“ En Ólafur svaraði:
„Aldrei skyldi það skemma.““ (Minn-
ingar 1985, 177.)
Ólafur drukknaði í Hörgá 6. sept-
ember 1903, einungis 41 árs. Geir Sæ-
mundsson söng yfir moldum hans, þá
prestur á Akureyri.
Minningar
Hundakæti – Dagbækur Ólafs
Davíðssonar 1881-1884 bbbbn
Þorsteinn Vilhjálmsson annaðist
útgáfuna.
Mál og menning 2018. Innbundin,
224 bls., nafnaskrá, myndaskrá.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Ólafur
Davíðs-
son Bókin
er „hressileg-
ur aldarspegill,“
skrifar rýnir.
Vottorð um lífskjör
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s
Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s
Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Fös 11/1 kl. 20:00 16. s
Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s
Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s
Aðeins sýnt á aðventunni.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Atvinna