Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 29

Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 Karl G. Kristinsson prófessor skrifaði grein í Morgunblaðið laugardaginn 17. nóv- ember og fullyrti þar að yrði farið að dóm- um Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins, þess efnis að heimila skuli innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerils- neyddri mjólk frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, stæði mikil heil- brigðisvá fyrir dyrum vegna sýkla- lyfjaónæmra baktería. Ísland eigi ekki að fara að dómsniðurstöðunni, heldur reyna að semja sig frá henni. Undir þessi sjónarmið var tekið í leiðara Morgunblaðsins 20. nóvember. Vísindamenn á annarri skoðun Nú skal ekki dregið í efa að Karl byggi skoðun sína á vísindastarfi sínu, en margir vísindamenn eru honum þó ósammála. Raunar flest- ir. Félag atvinnurekenda fékk t.d. í fyrra tvo óvilhalla sérfræðinga í dýralækningum, smitsjúkdómum og matvælaeftirliti til að vinna fyrir sig skýrslu um áhættuna af inn- flutningi ferskvöru. Niðurstaða skýrsluhöfunda, byggð á langri reynslu og nýjustu vísindarann- sóknum, er að ekki séu haldbær rök fyrir því að innflutningur á slíkum vörum muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á út- breiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum. Skýrsluhöfundar vísa til nýlegra rannsókna í Danmörku og Hollandi sem benda til að lítið samhengi sé á milli lyfjaþolinna baktería í fólki og þeirra sem finn- ast í matvælum. Niðurstaða þeirra er að ofnotkun sýklalyfja í heil- brigðiskerfinu sé nær alfarið orsök lyfjaþols sýkla hjá fólki. Í skýrslu, sem starfshópur heil- brigðisráðherra um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfja- ónæmra baktería á Íslandi, skilaði í fyrra, kemur fram að lítil hætta sé á að ónæmar bakteríur berist í fólk með neyzlu búfjárafurða. Hins veg- ar megi færa rök fyrir því að líkur á smiti frá grænmeti séu meiri en frá kjöti. Hópurinn, sem innihélt bæði sóttvarnalækni og yfir- dýralækni, gerði engar tillögur um takmarkanir á matvælainnflutningi til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Vondu viðskiptahagsmunirnir Í grein Karls eru þeir gagn- rýndir, sem vilja að ís- lenzk stjórnvöld standi við þær skuldbind- ingar um frjálst flæði matvara á Evrópska efnahagssvæðinu sem þau sömdu um við Evrópusambandið. Læknirinn segir þá ganga erinda við- skiptahagsmuna, en því miður hafi lýð- heilsa og dýraheilsa iðulega vikið fyrir við- skiptahagsmunum. Skoðun hans er sú, sem jafnframt er sett fram í fyrirsögn greinar hans, að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ísland samdi á sínum tíma um að taka upp matvælalöggjöf Evrópu- sambandsins í EES-samninginn. Það þýðir að heilbrigðiseftirlit fari fram á upprunastað og síðan séu vörurnar í frjálsu flæði og sæti ekki heilbrigðiseftirliti á landamær- um með tilheyrandi kostnaði og töfum, Rétt er að rifja upp að ekki var samið um viðskipti með búvör- ur í tómarúmi, heldur í samhengi við að sjávarafurðir væru jafnframt í slíku frjálsu flæði innan svæðisins. Það er að sjálfsögðu gífurlegt hags- munamál fyrir íslenzkan sjávar- útveg. Ef íslenzka ríkið ætlar áfram að brjóta samning sem það gerði sjálft, jafnvel eftir að hafa verið dæmt brotlegt bæði fyrir al- þjóðlegum dómstóli og Hæstarétti, setur það þá miklu hagsmuni í upp- nám. Almennt talað eru opin og frjáls heimsviðskipti með matvæli mikið hagsmunamál lítils og fremur ein- hæfs hagkerfis eins og þess ís- lenzka, sem flytur inn mikið af mat en flytur þó fimmfalt meira út, ef horft er á verðmæti varanna. Al- þjóðaviðskipti með matvörur eru ein meginundirstaða hagsældar Ís- lendinga, sem gerir okkur kleift að starfrækja t.d. gott mennta- og heilbrigðiskerfi, en Karl G. Krist- insson starfar í báðum þeim geir- um. Niðurstaða þess máls, sem hér er til umræðu, skiptir líka máli varðandi stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi. Þeir, sem halda fram að Ísland eigi ekki að fara að niður- stöðum dómstóla, eru í raun að segja að Ísland geti gert samninga, sem eru mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið og þar með almanna- hagsmuni, en látið síðar undan þrýstingi sérhagsmunahópa og svikið samningana að hluta til án þess að taka afleiðingunum. Það er ekki gott afspurnar, hvernig sem á málið er litið. Rangar fullyrðingar Í síðari hluta greinar sinnar er Karl hættur í læknisfræðinni og tekur upp pólitískan málflutning Bændasamtaka Íslands ómengaðan. Ekki verður hjá því komizt að gera athugasemdir við nokkrar rangar fullyrðingar sem þar koma fram. Sú fyrsta er að við þurfum að viðhalda innlendri búvörufram- leiðslu til að tryggja fæðuöryggi ef landið einangrast vegna nátt- úruhamfara eða styrjalda. Þetta hefði kannski átt við fyrir 100 ár- um, en ekki þegar við horfum á ís- lenzkan nútímalandbúnað. Ef land- ið einangrast, fáum við ekki vinnu- vélarnar, olíuna, fóðrið, áburðinn, umbúðirnar og tækjabúnaðinn sem þarf til að framleiða búvörurnar okkar og erum í vondum málum hvort sem er. Önnur er að aukinn innflutningur stækki kolefnisspor Íslendinga, andstætt innlendri framleiðslu. Það getur átt við í sumum tilvikum, en í öðrum alls ekki. Til að framleiða eitt kíló af kjúklingi innanlands þarf til dæmis tvö kíló af innfluttu fóðri. Þannig er væntanlega minna vistspor af innflutningi á kjúklingi, sem er alinn á fóðri úr heimaland- inu. Og þá erum við ekki einu sinni byrjuð að tala um losun gróður- húsalofttegunda vegna framræslu votlendis eða beitarálags, í þágu innlendrar framleiðslu. 13. greinin á ekki við Þriðja ranga fullyrðingin er að 13. grein EES-samningsins eigi við um það mál, sem hér er til um- ræðu, og þess vegna sé hægt að senda sendinefnd til Brussel til að semja um að leggja megi hömlur á innflutning „sem réttlætast af al- mennu siðferði, allsherjarreglu, al- mannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra …“. Málsvörn íslenzka ríkisins á grundvelli þessarar greinar var hvorki tekin gild fyrir EFTA- dómstólnum né Hæstarétti, enda kom fram í skýringum við hana í frumvarpinu um lögfestingu EES- samningsins á sínum tíma að grein- in megi heita fastagestur í fríverzl- unarsamningum og hefð sé fyrir því að túlka ákvæðin þröngt. Sýna verði fram á að þær aðgerðir sem gripið er til séu ekki umfangsmeiri en nauðsyn krefur, að þær séu markvissar og að ekki sé fær önnur leið til að ná fram sömu áhrifum, sem ekki veldur röskun á viðskipt- um. Fortakslaust bann við innflutn- ingi ferskvöru uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum. Fyrir þessu eru svo ótal fordæmi í dómafram- kvæmd Evrópudómstólsins. Þar fyrir utan er í bezta falli vandræða- legt að bera fyrir sig slík sjónarmið eftir að hafa þegar samið um hið gagnstæða. Fyrir liggur að hið ólögmæta bann veldur bæði fyrirtækjum og neytendum fjárhagslegu tjóni. Fyr- irtækin munu án efa sækja missi síns hagnaðar en líkast til munu neytendur aldrei fá til baka þann ábata sem var ólöglega af þeim hafður. Þetta tímabil ólögmætis þarf að stytta og þar með draga sem mest úr bótaskyldu ríkisins. Það ætti að vera umræðuefnið, ekki hvort hægt sé að viðhalda brotum Íslands á alþjóðlegum skuldbindingum sínum, sem jafnt til skemmri og lengri tíma skaðar hagsmuni landsins. Meiri hagsmunir og minni Eftir Ólaf Stephensen » Í síðari hluta greinar sinnar er Karl hætt- ur í læknisfræðinni og tekur upp pólitískan málflutning Bænda- samtaka Íslands ómeng- aðan. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi. Mjög vönduð eign. Staðsett við nýja Stapaskóla. Stærð 111 m2 Verð kr. 41.500.000. Bjarkardalur 2, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Veldu Panodil® sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkan Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis d dreif eða lyfjafræ r par kanir. Sjá nánari up flur. Innihelduinntö ðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaver ku, Panodil Brus freyðitö i a, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til kjum. Hitalækkandi. serlyfjaskra.is. gum ver á www. acetamól. Við væ plýsingar um lyfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.