Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 4
skiptum. Svikararnir spili inn á það.
Svikin fara fram hjá viðskiptavin-
um bankanna án aðkomu þeirra og
bera bankarnir ekki ábyrgð á þeim.
Hákon segir þó að Landsbankinn
búi yfir ýmsum kerfum og að-
ferðum til að greina svik
og koma í veg fyrir þau.
Einnig leggi bankinn
áherslu á samfélags-
lega ábyrgð sína með
því að fræða við-
skiptavini sína sem
best um þessar
hættur og hjálpa
þeim að
verjast.
Við-
að fela slóðina eða taka peningana út í
reiðufé. Þórir Ingvarsson, lögreglu-
fulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir að svikararnir séu
fagmenn á sínu sviði, noti útibú sem
ekki er fylgst mikið með og feli
slóð sína.
Þórir segir að okkar sam-
félag sé því miður nokkuð
viðkvæmt gagnvart slík-
um svikum. Kostur sé að
búa í litlu samfélagi en
það bjóði jafnframt
upp á þá galla að
stjórnendur og fjár-
málastjórar séu
oft í miklum
og óform-
legum
sam-
fjármálastjóra og hver annist
greiðslur, nöfnum og netföngum.
Einnig geta þeir komið fyrir óværum
í tölvum stjórnenda. Ekki þarf tækni-
kunnáttu eða að fjárfesta í dýrum
búnaði til að ná árangri, aðeins að
vera góður í því að semja svikapósta
og senda sem víðast.
Upplýsingarnar eru notaðar til að
senda gjaldkerum eða fjármálastjór-
um trúverðug fyrirmæli í nafni hátt-
setts stjórnanda um greiðslur inn á
erlenda reikninga. Þetta eru gjarnan
afar óformleg tölvubréf og þá sett
með að þau séu send úr síma til þess
að afsaka smávægilegar villur. Oft
eru netföngin höfð lík netfangi við-
komandi stjórnanda. Beðið er um að
þetta sé gert fljótt og þrýstingnum
haldið áfram með ítrekunum.
Erfitt að endurheimta féð
Ef gjaldkeranum verður á að trúa
þessu og framkvæmir greiðsluna en
svikin uppgötvast fjótlega hefur
bankinn möguleika á að stöðva yfir-
færsluna til erlenda bankans. Sá
tími telst í klukkustundum. En ef
búið er að leggja inn á erlenda
reikninginn eru hverfandi lík-
ur á að hægt sé að ná pening-
unum til baka. Þrjótarnir hafa
stöðugan aðgang að reikning-
unum og millifæra strax eitt-
hvað annað og áfram eftir þörfum til
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Svokölluð stjórnendasvik eða fyrir-
mælafölsun, þar sem erlendum
glæpamönnum tekst að plata fjár-
málastjóra eða gjaldkera fyrirtækja,
félaga eða stofnana til að leggja fjár-
muni inn á erlenda reikninga, eru al-
gengustu fjársvikin á netinu nú um
stundir. Það er væntanlega vegna
þess að svikin heppnast oft. Lögregl-
an hefur ekki yfirlit yfir umfangið,
ekki einu sinni þau tilvik sem eru til-
kynnt, en það skiptir örugglega
hundruðum milljóna.
„Þetta hefur aukist mikið eftir að
gjaldeyrishöftin voru afnumin, eins
og við gerðum okkur grein fyrir að
myndi gerast. Að undanförnu hafa
verið gerðar hnitmiðaðar árásir á fyr-
irtæki og íþróttafélög,“ segir Hákon
Lennart Aakerlund, netöryggissér-
fræðingur hjá Landsbankanum.
Hann staðfestir að svikatilraunirn-
ar komi í hrinum. Þrjótarnir einbeiti
sér greinilega að Íslandi núna en færi
sig hratt á milli landa.
Þrjótarnir nota einkum tvær að-
ferðir til að undirbúa svikin, sam-
kvæmt upplýsingum Hákonar. Þeir
leita á vefsíðum fyrirtækja og félaga
eftir upplýsingum um forstjóra og
skiptabankarnir hafa sérstaka heim-
ild hjá samkeppnisyfirvöldum til að
vinna saman í baráttunni við fjársvik
á netinu. Þeir hafa samvinnu við lög-
regluna og eru með tengslanet er-
lendis. Númerum reikninga sem not-
aðir eru í þessum svikum og öðrum
upplýsingum er safnað og þeim miðl-
að. Þannig tekst að stöðva margar til-
raunir til svika. Stærsta fjárhæðin
sem þannig tókst að koma í veg fyrir
að færi til svikara var nærri 60 millj-
ónir kr.
Ekki treysta á tölvupóstinn
Stórar eða litlar upphæðir geta
haft slæm áhrif á fjárhag fyrirtækja
og félaga, allt eftir aðstæðum. Þórir
Ingvarsson segir mikilvægt að fyrir-
tæki, stofnanir og félög sem oft sýsla
með mikið fé hafi skýrt verklag um
það hvernig greiðslur eru fram-
kvæmdar. Ekki sé treyst á tölvupóst
eingöngu heldur athugað á annan
hátt hvort fyrirmælin komi sann-
arlega frá réttum aðila. „Ekki
trúa skrítnum beiðnum sem þú
færð heldur hringdu í viðkom-
andi eða farðu inn á skrifstof-
una til hans og spurðu hvort
hann sé virkilega að biðja um
þetta. Það er besta vörnin,“
segir Hákon. Mikilvægt sé að
hafa samband við viðskipta-
bankann sem allra fyrst.
Fölsun fyrirmæla algengustu svikin
Brotin færðust mjög í aukana eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin Hrina gengur nú yfir
Bankarnir hafa samvinnu innanlands og utan til að reyna að koma í veg fyrir að svikin heppnist
Svik Glæpamennirnir sitja við tölvu í öruggri fjarlægð og herja á fyrirtæki.
Thinkstock.com
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 23.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Hólar í Dýrafirði 1 skýjað
Akureyri -4 léttskýjað
Egilsstaðir -4 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 5 skýjað
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló -5 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 súld
Stokkhólmur -4 þoka
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 5 heiðskírt
Brussel 7 þoka
Dublin 7 skýjað
Glasgow 6 skýjað
London 7 þoka
París 4 þoka
Amsterdam 5 þoka
Hamborg 2 þoka
Berlín 3 þoka
Vín 6 skýjað
Moskva -4 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 10 léttskýjað
Barcelona 11 þoka
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 15 heiðskírt
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -1 þoka
Montreal -11 skýjað
New York -4 heiðskírt
Chicago 6 þoka
Orlando 24 heiðskírt
24. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:26 16:04
ÍSAFJÖRÐUR 10:56 15:44
SIGLUFJÖRÐUR 10:40 15:26
DJÚPIVOGUR 10:01 15:28
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Hæg breytileg átt og yfirleitt létt-
skýjað, en austan 5-10 m/s og stöku skúrir syðstl
Á mánudag og þriðjudag Suðaustan 5-10 og dálítil
væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig.
Hæg breytileg átt en austan 5-10 syðst á landinu. Skýjað með köflum um sunnanvert landið.
Hægir vindar, þurrt og bjart veður og kólnar heldur.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Lífrænt metangas, sem er öflug
gróðurhúsalofttegund, streymir frá
Sólheimajökli í miklum mæli. Frá
þessu var greint nýverið í Scientific
Reports. Talið er að um 48 tonn af
metani verði til daglega undir jökl-
inum þar sem jarðhiti skapar góðar
aðstæður fyrir metanframleiðslu.
Frá Jökulsá á Sólheimasandi losnar
um 41 tonn af metani á dag að sumri,
samkvæmt mælingum vísindamanna
frá breskum og bandarískum há-
skólum. Losunin og framleiðslan er
mest yfir sumarið.
Undir jöklum og ísbreiðum geta
verið góðar aðstæður fyrir metan-
myndun. Þungi jökulsins og þéttur
ísinn valda því að metanið getur
safnast upp og sleppur svo út í and-
rúmsloftið þegar ísinn bráðnar eða
með leysingavatni.
Andri Stefánsson, prófessor í
jarðefnafræði við Háskóla Íslands,
segir að metan og koltvísýringur séu
í öllu jarðhitavatni. Menn hafi greint
á um hver uppruni metansins sé.
Sumir telji að það sé ólífræn afurð af
koltvísýringnum. Aðrir telji að
metanið verði til við niðurbrot á líf-
rænu efni.
Ekki ólíkt því sem gerist við
metanvinnslu í Sorpu
„Lífræn efni geta borist í svona
kerfi á margan hátt og svo er alltaf
smá uppleyst lífrænt efni í vatni,“
segir Andri. Hann sagði að metanið
sem kemur undan Sólheimajökli
væri greinilega lífrænt að uppruna
og útstreymið frekar mikið miðað
við önnur svæði á Íslandi. Andri
sagði að menn hefðu séð lífræn efni
koma undan jöklum eins og í Gjálp-
argosinu 1996 þegar mikið lífrænt
efni kom undan jöklinum. Það voru
leifar frá því áður en jöklar huldu
svæðið.
„Menn eru farnir að hallast að því
að yfirleitt sé metangas í jarðhita-
kerfum lífrænt ættað. Útstreymið er
mjög breytilegt á milli staða og
svæða,“ sagði Andri. Mælingar á
jarðhitasvæðum sýna breytileika í
útstreymi metans yfir tíma, þótt
sveiflur í útstreyminu séu ekki mjög
miklar.
Andri sagði að það sem væri að
gerast undir Sólheimajökli væri ekki
mjög frábrugðið því ferli sem gerðist
í metanstöð Sorpu. Þar brytu bakt-
eríur niður lífræn efni við rotnun og
þá myndaðist m.a. metangas. Sama
væri að gerast undir jöklinum. Það
væri háhita niðurbrot vegna hita og
einnig kæmu bakteríur við sögu.
Umhverfið er loftfirrt og margar
bakteríur kunna vel við það. Þetta
umhverfi hvetur því til myndunar
metans.
Metan streymir undan Sólheimajökli
Breskir og bandarískir vísindamenn með nýja rannsókn á Sólheimajökli Um 41 tonn af metangasi
losnar frá Jökulsá á sumardegi Svipað og Gjálpargosið Losunin og framleiðslan mest yfir sumarið
Morgunblaðið/RAX
Sólheimajökull Metangas, sem er öflug gróðurhúsalofttegund, kemur und-
an jöklinum með leysingavatni og losnar úr Jökulsá á Sólheimasandi.
i
Hreinsum sófaáklæði
og gluggatjöld
STOFNAÐ 1953