Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 Afmælisútgáfa Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sannur vinur er sá sem gengur inn þegar aðrir ganga út. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Félagslífið tekur kipp næstu vikurnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Gleymdu öllum skyndilausnum í bili. Breyttur lífsstíll er langhlaup og í því ertu góð/ur. Skeyttu ekki um kjaftasögur, það er nóg að þú vitir sannleikann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert full/ur af orku og veist ekki alveg hvernig þú átt að vera. Einhver kemur þér að óvörum. Þú leitar logandi ljósi að ferðafélaga, hann finnst að lokum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist á móti þér þessa dagana. Sinntu vinum þín- um og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Sýndu kjark og talaðu út um vandamálin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk ber virðingu fyrir heilindum og heiðarleika í dag. Farðu á staði sem þú hefur lengi ætlað að skoða. Hvers vegna að bíða? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk veitir þér svo sannarlega eft- irtekt í dag. Einhver er með óhreint mjöl í pokahorninu, reyndu að finna út hver það er. Taktu til óspilltra málanna í bílskúrnum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns skemmtanir ráða ríkjum í dag. Leggðu áherslu á að þér líði sem best og þeim sem í kringum þig eru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sambandi við annað fólk gangandi. Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki að óttast að leggja starf þitt undir dóm annarra. Hreinskilni þín afvopnar alla sem í kringum þig eru. Kvef- pest gæti gert þér lífið leitt næstu daga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Svartsýni er ekki til í þinni orðabók. Þú ert góð fyr- irmynd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. Ein- hver innri órói gerir vart við sig. Jólastress? Mundu að það er hægt að kaupa smákökur, þær þurfa ekki að vera heimabakaðar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Ástvinir þínir auka bara á styrkleika þinn, staðfestu og kraft. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Fræknastur í flokknum er. Fer sér jafnan hægt á reitum. Á sér konu kæra ver. Kallast bústólpi í sveitum. Sigrún Hákonardóttir á þessa lausn: Kónginn fremst í flokki tel. Fetar hægt á taflsborðsreitum. Drottningu sér velur vel. Vist er kóngur fjalls í sveitum. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Sýnd er kóngi ljúfsár lotning. Hann lætur kónginn einn reit fara, en frúin hans er frækin drottning. Fjallkóngshlutverk vill’ún bara. Helgi Seljan leysir gátuna þann- ig: Kóngur í taflinu fremstur fer. færist þó gjarnan lítt úr stað, Í sveitinni fjallkóng finnum vér, en flott er drottningin víst um það. „Lausnin vill fá að vera svona,“ segir Helgi R. Einarsson: Þvílík mæða, oft ég er aumri glóru rændur, á vappi hér þó virðist mér vera nokkrir bændur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Bóndi í glímu bestur er. Bóndi fer sér hægt á reitum. Bónda nefnum brúðar ver. Bóndi er drifkraftur í sveitum. Þá er limra: Eyjabændurnir átu eggin sem mest þeir gátu og léttir í lundu að loknu því fundu svo eyjakonurnar kátu. Og síðan kemur ný gáta eftir Guðmund: Þrumuveður úti er, eldingarnar leika sér, einni laust á gluggans gler og gáta kom í huga mér: Svefnpurka nú hrýtur hér. Hreðjamikill þessi ver. Heiti á bekra annað er. Einnig leikþraut nefnum vér Guðmundur Pétursson bók- bindari orti: Óðum harðna í ári tók – enginn þvílíkt mundi – þá var Satans sveitarbók sett í skinn af hundi. Að lokum eftir Guðmund Guðmundsson bóksala: Hér er nóg af andans auð engin þurrð á kvæðum. Drottinn gefur daglegt brauð, dögg og skin af hæðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mikill er bóndans réttur Í klípu „Fyrst skaltu velja textann sem þú vilt minnka. annars minnkar hún allt.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „þar sem Þetta var villuboÐ ætla ég bara aÐ sprauta lítillega á þig.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eftirvænting! ÉG VELTI ÞVÍ FYRIR MÉR HVAÐ LÍSA SÉR VIÐ MIG, GRETTIR … GÆTI ÞAÐ VERIÐ HRJÚFT EN JAFN- FRAMT VIÐKVÆMT ÚTLIT MITT? HÆTTU AÐ BÍTA Í VÖRINA Á ÞÉR! ÞVÍ FYRR SEM ÞIÐ OPNIÐ HLIÐIÐ, ÞVÍ FYRR LOSNIÐ ÞIÐ VIÐ OKKUR! BEST AÐ HLÝÐA HONUM … ÉG NENNI EKKI AÐ MOKA! Merkin um að styttist í jól eru afýmsum toga. Ljósunum fjölgar í bænum og jólatónleikar eru aug- lýstir um allar trissur. Þá spreyta margir sig á útgáfu jólalaga og kenn- ir þar ýmissa grasa. x x x Víkverji er á því að eitt furðuleg-asta jóladúóið hafi verið þegar Bing Crosby og David Bowie komu saman og sungu Peace on Earth og Little Drummer Boy. Söngurinn er reyndar bráðfallegur, en spjall þeirra áður en þeir hefja upp raust sína með skrítnara móti. x x x Plata Bobs Dylans, Christmas inthe Heart eða Jól í hjarta, er líka frekar kynleg, ekki vegna þess að hún sé vond, heldur vegna þess að síst átti maður von á jólaplötu úr þeirri átt. x x x Nú hefur leikarinn William Shat-ner, sem gerði garðinn frægan í geimþáttunum Star Trek, gefið út jólaplötu þar sem hann fær tónlistar- menn úr ýmsum áttum til liðs við sig. Þar koma fram Rick Wakeman, sem lék á hljómborð í Yes, og Ian Ander- son úr Jethro Tull. Víkverja lék þó mest forvitni á að heyra ólátabelginn Iggy Pop syngja Heims um ból. Átti hann von á að flutningurinn myndi skera í eyru og jafnvel ganga fram af honum, en það var öðru nær. Pop syngur lagið af hógværð og virðingu og var ekki laust við að Víkverji yrði fyrir vonbrigðum. x x x Eric Clapton er einnig kominn íjólaskap. Hann var að gefa út plötuna Happy Xmas og leikur þar fjölda jólalaga þar sem hann auk þess að syngja mundar gítarinn og laumar blúsnum inn í laglínurnar. Þar má líka finna Heims um ból og er tilraunagleðin öllu meiri en hjá Pop þótt útgáfa Claptons sé mild og mjúk. x x x Það verður því hægt að hlusta ájólalögin mörg hver í nýjum bún- ingi þegar hafist verður handa við jólabaksturinn í ár. vikverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7.7)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.