Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 4
Fjöldi ökutækja sem fóru til förgunar 2007 til 2018* Fjöldi Meðalaldur (ár) *Jan.-okt. 2018 Heimild: Úrvinnslusjóður 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 18 17 16 15 14 13 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018* Fjöldi Aldur 7.997 8.338 5.077 2.990 2.802 3.973 4.463 5.245 6.063 6.527 9.483 9.705 ásamt bifreiðagjöldum til þess að borga fyrir þetta kerfi. Það er greitt í 15 ár með hverjum bíl. Eigandinn borgar þau ár sem hann á bílinn. Við sölu heldur kaupandi áfram að borga gjaldið sem er að hámarki í 15 ár,“ segir Guðlaugur. Gjaldið var lagt á allan bílaflotann í upphafi. Þ.e. ökutæki sem voru 25 ára og yngri. „Þannig myndaðist sjóður sem er verið að vinna niður. Við þurfum að fara að hækka gjaldið á ný. Gjaldið var upphaflega 1.040 krónur á ári en var lækkað í 750 krónur. Bráðum fer gjaldið að klípa okkur og þá aðlögum við það að kostnaðinum í kerfinu,“ segir hann. Greiða fyrir meðhöndlunina Skilagjald til síðasta eiganda er nú 20 þúsund krónur. Jafnframt greiðir Úrvinnslusjóður framlag til sveitarfélaga, og annarra samstarfs- aðila sjóðsins, fyrir meðhöndlun. „Þ.e.a.s. við borgum fyrir að láta taka spilliefni – rúðuvökva, olíu, bremsuvökva og annað slíkt – af bíl- unum og koma í förgun. Svo þarf að taka hjólbarðana af og koma þeim rétta leið. Síðan eiga viðkomandi að- ilar brotamálminn. Þetta tryggir lágmarkskostnað við kerfið. Við borgum 3.500 krónur fyrir að láta taka spilliefni af bílunum. Það er ekki mikið en á móti fá þessir aðilar brotamálminn,“ segir Guðlaugur. Hringrás og Fura taka við brota- málmi. Áður en honum er skilað geta fyrirtæki á borð við Vöku, sem hafa samning við Úrvinnslusjóð, selt varahluti úr bílunum til endurnýt- ingar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að 11-12 þúsund öku- tækjum verði skilað til förgunar í ár. Það er langt yfir fyrra Íslandsmeti. Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, áætl- ar að 11.500 til 12.000 ökutækjum verði fargað í ár, eða um 2.000 til 2.500 fleiri en fyrra metárið, 2017. Til samanburðar var um 8.400 ökutækjum skilað til förgunar 2008, sem er númer þrjú í röðinni. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru um 244.842 bifreiðar skráðar á Íslandi í árslok 2017. Eftir efnahagshrunið dró mjög úr förgun ökutækja. Mikil hækkun á verði nýrra bifreiða og mikill sam- dráttur í innflutningi, og þar með framboði nýlegra notaðra bíla, gerði viðhald eldri ökutækja fýsilegra. Náði hámarki árið 2016 Birtist þetta í hækkandi meðal- aldri ökutækja sem var skilað til förgunar. Meðaldurinn náði há- marki 2016 en er byrjaður að lækka aftur. Úrvinnslusjóður var stofnaður 2002. Samkvæmt EES-tilskipun um endalok farartækja skyldi ökutækj- um fargað á tiltekinn hátt. Þá meðal annars til að tryggja rétta með- höndlun á spilliefnum. Samkvæmt tilskipuninni getur síðasti skráði eigandi ökutækis skil- að því sér að kostnaðarlausu til endurvinnslu og endurnýtingar. „Frá árinu 2003 hafa bifreiðaeig- endur greitt 350 krónur tvisvar á ári Metfjöldi öku- tækja sendur í förgun í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðarlok Spilliefni eru tekin úr bílunum áður en þeir fara í brotajárn. Stundum falla til varahlutir.  Stefnir í að 12 þúsund ökutækjum verði fargað  Mikil aukning milli ára 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 26.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Hólar í Dýrafirði 0 súld Akureyri -7 léttskýjað Egilsstaðir -8 heiðskírt Vatnsskarðshólar 5 léttskýjað Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 4 skýjað Ósló -13 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki 0 léttskýjað Lúxemborg 3 alskýjað Brussel 5 rigning Dublin 8 skýjað Glasgow 4 alskýjað London 7 rigning París 6 alskýjað Amsterdam 4 rigning Hamborg 2 heiðskírt Berlín 1 léttskýjað Vín 2 rigning Moskva -6 léttskýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 14 rigning Róm 12 alskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal 2 alskýjað New York 9 alskýjað Chicago 2 rigning Orlando 23 alskýjað  27. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:35 15:57 ÍSAFJÖRÐUR 11:07 15:35 SIGLUFJÖRÐUR 10:51 15:17 DJÚPIVOGUR 10:11 15:20 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Vaxandi norðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis, en hvassari um kvöldið. Hlýnar í veðri. Á fimmtudag Allhvöss eða hvöss norðan- og norð- austanátt og snjókoma á N- og A-landi. Austan 5-13 m/s, en 13-18 undir Eyjafjöllum. Stöku skúrir eða él S-lands og með A-ströndinni, en annars hægara og léttskýjað. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 10 stig norðan heiða. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Málflutningur Egils Arnar Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Forlags- ins, er óforsvaranlegur, að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Odda. Egill hef- ur sagt að ástæða þess að íslenskir bókaútgefendur eigi erfitt með að endurprenta vinsæla titla sé meðal annars sú að Oddi sé hættur að prenta innbundnar bækur. Oddi seldi bókbandsvél sína úr landi eftir síðustu jól. Oddi „vísar þessum ummælum til föðurhúsanna“ í harðorðri fréttatil- kynningu um málið. Í henni segir meðal annars að upprunalega ástæð- an fyrir því að Oddi hafi lagt upp laupana í prentun innbundinna bóka sé sú að forlögin hafi í sparnaðar- skyni valið að prenta sínar bækur er- lendis. Ákvörðun Forlagsins að fá sínar bækur prentaðar í útlöndum hafi þannig verið stór þáttur í að Oddi gat ekki haldið úti umræddri starfsemi hérlendis lengur. Samtök iðnaðarins gagnrýna bókaútgefend- ur líka fyrir að beina viðskiptum sín- um yfir höfin. Samtökin sendu frá sér tilkynningu um málið þar sem haft var eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra að skammtíma- sjónarmið virðist hafa ráðið för hjá útgefendum. Bókaprentun sé 500 ára gömul iðngrein sem sjónarsvipt- ir sé að úr atvinnulífinu. Fjölbreytn- in minnki óneitanlega. Óforsvaranlegur málflutningur Egils  Segir það ákvörðun útgefenda að prenta bækur erlendis Morgunblaðið/Ómar Bókaútgáfa Ákvörðun útgefenda að prenta erlendis, segir Oddi. Laugavegur verður lokaður fyrir bílaumferð frá Barónsstíg að Vita- stíg í dag frá klukkan 8 til 18. Hús- ið Laugaveg 73 á að færa og verð- ur það híft stutta leið, yfir á lóðina á Hverfisgötu 92. Ekki er gert ráð fyrir að aðgerð- in krefjist flutningavagns. Gang- andi vegfarendur komast sinnar leiðar eftir gangstéttum þrátt fyrir þetta. Reykjavíkurborg tilkynnti þetta á vefsíðunni sinni og sendi upplýs- ingablað til íbúa í nágrenninu. Hluti Laugavegar lokaður til sex í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.