Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Ný, athyglisverð og bráð-skemmtileg skáldsagaBergsveins Birgissonar,Lifandilífslækur, gerist „á þeim dögum þegar líf hinnar ís- lensku þjóðar hékk á bláþræði“. Það var á þeim miklu hörmungatímum á níunda áratug 18. aldar, þegar móðu- harðindin gengu nærri þjóðinni og stráfelldu menn og skepnur; og það gaus víðar með tilheyrandi skaða og harðræði, stór- flóð gengu yfir, hafís lagðist að landi, stóra- bóla herjaði, og svo lést fólk af vondum og skemmdum mat. „Lífið var á sinn hátt ekki mögulegt,“ seg- ir í fyrsta kafla þar sem hörm- ungunum er lýst. Og fleiri en Íslend- ingar „voru farnir að úthugsa vissar ráðstafanir svo innbyggjarar lands- ins myndu ei þurrkast út með öllu.“ Þær ráðstafanir voru, eins og þekkt er, að flytja stóran hluta íbúa lands- ins á brott, að taka þá frá þessu hörmungarskeri. Sá fyrirhugaði brottflutningur er vissulega frábært söguefni, sem Bergsveinn vinnur með á fínan hátt. Frásögnin hefst á kostulegum fund- um í Kansellíinu í Kaupmannahöfn, þar sem rætt er um málefni Íslands og grafalvarlega stöðuna. Andmæli mega sín lítils gegn vilja kammer- herra Levetzows, um að björgunar- aðgerðir Íslendinga, með flutningi, verði útfærðar. Og lesandinn fylgir síðan einum þeirra fulltrúa sem send- ir eru til landsins „í rannsaks- tilgangi“. Hann heitir Magnus Aure- lius Egede, sonur dansks föður og íslenskrar móður – talar því mál inn- lendra, og er dæmigerður fulltrúi upplýsingarstefnunnar og nýjustu vísindahyggju þess tíma. Hugmynda sem eiga eftir að rekast illilega á hug- myndaheim innbyggjaranna á þeim hluta Íslands sem hann ferðast um, fyrst Vatnsnes og síðan norður Strandir, um heim sem var hvorki þekktur né mældur. En hlutverk Magnúsar er, auk þess að yfirheyra heimamenn með assistentum sínum, að mæla og hnita landið og hafa enn fremur „augu opin fyrir antikvítet- um, bréfum og pergamentbókum og kaupa vægu verði…“. Sögumaður kveðst byggja á sög- unnar anda og hans heimildar- mönnum, munnmælum þess tíma, þegar hann fylgir Magnúsi og kostu- legum aðstoðarmönnum hans eftir á ferðalaginu, milli ömurlegra kotbýla, og segir af samskiptunum við bláfá- tækan og illa leikinn lýðinn sem enn þraukar. Frásögnin er framan af brotin upp með formlegum bréfum sem Magnús ritar Levetzow, þar sem lýst er bæði upplifunum og ástandi, og blandast þar saman á snjallan hátt vísindanna andi sem rammasta hjátrú, og lesandinn er jafnframt upplýstur um ferðalagið úr annarri átt en frá sögumanni. Það gengur nefnilega alls ekki allt að óskum; að- stoðarmenn óttast norðurhluta Stranda og láta sig að lokum hverfa, Magnús verður fyrir ýmsum skakka- föllum – mergjuð náttúran tekur að hafa skynsemisnálgun hans undir – og alvarlegustum undir lokin, á leið til Hallvarðar bónda í Skjaldbjarnar- vík. Þar verður Magnús fyrir árás sem ríður honum nánast að fullu, og þarf eftir það að treysta á góð- mennsku, ást og trú á náttúruna til þess að lifa af. Í síðustu bókum sínum hefur Bergsveinn leikið sér að því að stíga á eftirtektarverðan hátt aftur í sög- una og vinna úr henni á persónulegan hátt. Í höfundarverki hans ber enn hæst Geirmundar sögu heljarskinns, sem hafði undirtitilinn Íslenzkt forn- rit, og byggðist á fræðilegri rann- sókn höfundarins sem áður kom út á merkilegri bók í Noregi en síðar hér, Leitin að svarta víkingnum. Berg- sveinn hefur því sýnt hvað hann er snjall að vinna á persónulegan, og oft skoplegan, hátt úr sögunni og fyrna um leið mál sitt sem hæfir. Hér leik- ur hann sér, og þá einkum í fyrri hlutanum, með kansellístíl og dönskuskotna íslensku 18. aldar, en færir tungutakið nær okkur í tíma og tali eftir því sem Magnús verður und- irgengnari háttum og kröftum nátt- úru og manna hér. Hann fær nokkra fylgdarmenn á leiðinni sem lesandinn áttar sig smám saman á því að hann sér einn; Magnús reynist ramm- skyggn og nær með mennskunni að aðstoða þessa vesalinga, sem um leið segja sögur sínar og draga upp átak- anlegar myndir af þeirri grimmd sem viðgekkst. Lifandilífslækur Bergsveins mun eflaust rata til margra, eins og þessi ævintýralega og fína saga á skilið, og því rétt að segja ekki of mikið um línulega frásögnina af upplifunum, ástum og lífsháska Magnúsar, sem rituð er bæði af list og snerpu. En Epilogus höfundar dregur í lokin upp allt aðra Íslandssögu en við þekkjum; hvernig fyrirætlun ráðamanna hafi gengið eftir og landsmenn verið flutt- ir á brott. Þar er á býsna snjallan og gagnrýninn en þó knappan hátt dregin upp mynd af því hvernig land- ið var lagt undir stóriðjuævintýri og annan djöfulskap eyðingarafla, allt nema Strandir, og þar kemur Magn- ús Árelíus aftur við sögu. Bergsveinn Sagan Lifandilífslækur er rituð „bæði af list og snerpu“. Þegar líf hinnar íslensku þjóðar hékk á bláþræði Skáldsaga Lifandilífslækur bbbbm Eftir Bergsvein Birgisson. Bjartur, 2018. Innb., 295 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Vilborg Auður Ísleifsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlest- urinn „Mann- gerðar hörm- ungar á 16. öld. Dýrt er drottins orðið“ í dag kl. 12.05 í fyrir- lestrasal Þjóð- minjasafns Ís- lands og er hann sá síðasti á þessu misseri í fyrirlestraröð sem Sagn- fræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema haustsins er hörmungar og segir m.a. um fyrirlestur dagsins: „Í Danmörku stefndi Kristján III að því að koma á nútímaríki í löndum sínum en máttarviðir þess voru miðstýrð stjórnsýsla með stöðluðu dómsvaldi, fastaher og lúthersk kirkja. Stofnkostnaður nútímaríkisins var mikill og hafði í för með sér gífurlega eignaupp- töku og eignatilfærslu í öllum löndum hins danska ríkis. Kirkjuordinanzían frá 1537 bylti hinni kaþólsku miðaldakirkju á Íslandi og ýmsum stofnunum hennar. Fyrirlesturinn mun fjalla um birtingarmyndir þessarar eignatilfærslu hérlendis og áhrif hennar á innviði íslensks sam- félags, sem rekja má allt fram á 20. öld, einkum hvað varðar stöðu fátækra.“ Manngerðar hörm- ungar á 16. öld Vilborg Auður Ísleifsdóttir Laumulistasamsteypan býður til annarrar kaffipásu sinnar undir titlinum Rúmelsi í Nýlistasafninu frá og með deginum í dag til 2. desember. „Á opnunartímum safnsins býðst gestum og gangandi að staldra við, í lengri eða styttri tíma, og taka sér pásu ásamt með- limum samsteypunnar,“ segir í tilkynningu. „Þetta er alveg að bresta á, við erum að fara að gera eitthvað stórkostlegt bara eftir smááá stund, einn kaffibolla í viðbót. Og kannski tíu dropa til,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Laumulistasamsteypan er hópur listamanna sem dvelja árlega og tímabundið saman í Hrísey. Ásgerður Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir stofnuðu samsteypuna. Annað Rúmelsi Laumulistasamsteypu Ásgerður Birna Björnsdóttir Tríó bandaríska píanóleikarans George Colligan leikur á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld. Tríóið hefur leik kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis að tónleikunum. Með Coll- igan leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Colligan hefur komið víða við á ferli sínum, segir í tilkynningu. „Hann vermdi lengi píanóbekkinn í sveitum söngkonunnar Cassandra Wilson og klarinettuleikarans Don Byron. Undanfarin ár hefur Collig- an leikið í kvartett trommuleikar- ans Jack DeJohnette auk þess að leiða sín eigin verkefni. Colligan er trompetleikari að mennt en skipti yfir á píanó að loknu tónlistarnámi og er sjálfmenntaður píanisti,“ seg- ir þar. Á efnisskránni í kvöld verða standardar, djasssmellir og verk eftir Colligan. Tríó George Colligan á Kex hosteli Píanóleikari Colligan lærði á trompet en skipti yfir í píanó. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fokkað í fullveldinu (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 22:00 Frekar vandræðaleg kvöldstund á Stóra sviðinu Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 20:00 6. s Fim 6/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Aðeins þrjár sýningar eftir! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Aðeins sýnt á aðventunni. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.