Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Kleifaberg er ótrúlegt skip eins og sagan sýnir,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Í upp- hafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frystitogara frá Reykjavík, en í upp- hafi næsta árs mun félagið aðeins gera út einn slíkan, Kleifaberg RE, sem var aldursforsetinn í flota fyrir- tækisins. Frystiskipum í flotanum hefur fækkað á síðustu árum. ÚR hefur í ár selt frystitogarann Brimnes til Rússlands og í síðustu viku var 36 manna áhöfn á Guðmundi í Nesi sagt upp og skipið sett á sölu- skrá. Fyrirtækið hefur fengið fyrir- spurnir um skipið. Fyrr í ár seldi ÚR útgerðina Ögurvík og Vigra með aflaheimildum upp á tæplega sjö þúsund þorskígildistonn til HB Granda. Aflaheimildir Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims hf., eru um 15.600 þorskígildistonn og segir Runólfur að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvernig staðið verði að veiðum á þeim. Allir möguleikar verði skoðaðir en ekki sé ráðgert að selja aflaheimildir. Einstakt aflaskip Kleifabergið var upphaflega smíð- að í Póllandi fyrir 44 árum og bar nafnið Engey þegar það kom til landsins, en margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á skipinu síðan. Kleifaberg hefur verið mikið aflaskip og í ár fer afli þess yfir tíu þúsund tonn sjöunda árið í röð. Runólfur segir að stærsti einstaki mánuður Kleifabergsins hafi verið um 1.900 tonn upp úr sjó og skipið geti að lík- indum fiskað 12-14 þúsund tonn á ári fái áhöfnin frítt spil. Í frétt ÚR frá því á sunnudag er m.a. fjallað um erfiðleika í útgerð frystitogara og sagt að „ástæður þessarar óheillaþróunar eru fjöl- margar en þær helstu eru erfiðar rekstraraðstæður frystitogara sem stjórnvöld á Íslandi bera verulega ábyrgð á með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda“. Áhugaleysi ráðamanna Um stimpilgjöldin segir í fréttinni að það segi sína sögu um áhugaleysi ráðamanna að í haust hafi verið lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám á sérstöku stimpilgjaldi á fiskiskip til að auka tækifæri þeirra til úthafs- veiða en það hafi ekki komist á dag- skrá Alþingis. Þarna er vísað til frumvarps sem Teitur Björn Einars- son lagði fram ásamt þremur öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerð með frumvarpinu segir að fiskiskip yfir fimm brúttó- tonnum séu einu atvinnutækin sem enn beri stimpilgjald þegar eignar- yfirfærsla á sér stað. Áður hafi flug- vélar og kaupskip verið undanþegin þessum gjöldum. „Með vísan til sjón- armiða um jafnræði atvinnugreina sem og þróunar í nágrannalöndunum er rétt að eignarheimildarskjöl er varða fiskiskip yfir fimm brúttótonn- um verði jafnframt stimpilfrjáls,“ segir í greinargerðinni. Tekjuáhrif fyrir ríkissjóð verði frumvarpið að lögum eru ekki metin veruleg. Möguleikar með niðurfellingu „Fari þetta frumvarp í gegn breyt- ir það því að við getum keypt stór og öflug skip og sótt verkefni erlendis,“ segir Runólfur. „Aflaheimildir bjóð- ast oft, en þá þarf yfirleitt að færa skip á skipaskrá viðkomandi ríkis. Ef við flögguðum Guðmundi í Nesi til Grænlands þyrfti að borga 50 millj- ónir í stimpilgjald þegar skipið færi út og annað eins þegar því yrði flagg- að til baka. Með niðurfellingu á stimpilgjöldum myndu skapast fleiri möguleikar og rekstrargrundvöllur þessara skipa yrði öflugri.“ Aðeins aldursforsetinn verður eftir Kleifaberg Skipið hefur í mörg ár verið meðal fengsælustu skipa flotans.  Kleifabergið með yfir 10 þúsund tonn sjöunda árið í röð  Ákveðið á næstunni hvernig staðið verður að sókn á næsta ári  Greiða þyrfti 100 milljónir í stimpilgjöld fyrir flöggun til Grænlands og aftur til baka Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.“ Þetta bókuðu borgarráðsfulltrúar meirihlutaflokkanna á síðasta fundi í tilefni af ítrekuðum fyrirspurnum Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrn- arfulltrúa Flokks fólksins, um sund- urliðun á kostnaði vegna bílstjóra borgarstjóra. Fyrir fundinn var lagt svar Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúans. Þar kemur fram að heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra er 13 millj- ónir króna. Framkvæmt var tíma- bundið verkbókhald á starfi bíl- stjóra borgarstjóra á haustmánuð- um 2018 svo unnt væri að svara ofangreindri fyrirspurn . Í kjölfar þess var sett fram eftir- farandi sundurliðun: Akstur fyrir borgarstjóra á þess- um tíma var 36% af heildar vinnu- framlagi bílstjóra. Daglegar póst- sendingar sem fela m.a. annars í sér þjónustu við Barnavernd , þjón- ustumiðstöðvar borgarinnar og þjónustuverið á Höfðatorgi voru 22% af vinnuframlaginu. Innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsend- ingar fyrir skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu voru 12%. Önnur verk- efni bílstjóra eru 30% af heildar- vinnuframlaginu og þar beri helst að nefna vinnu við fundi borgar- stjórnar. Geti hjólað eða tekið Strætó Í svari borgarstjóra kemur fram að mikið hafi verið hagrætt í akstri og bifreiðakostnaði í Ráðhúsinu á undanförnum árum. Áður voru þrjár bifreiðar í rekstri og tveir bíl- stjórar, annars vegar fyrir borg- arstjóra og hins vegar fyrir forseta borgarstjórnar. Síðustu ár hefur hins vegar aðeins verið ein bifreið og einn bílstjóri við störf í ráðhús- inu og enginn gegnir lengur starfi bílstjóra forseta borgarstjórnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun: „Nú liggur það fyrir að aksturs- hluti fyrir borgarstjóra er 36%. Þetta eru einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skyn- samlegra að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins. Það er mat borg- arfulltrúa að það væri góður bragur að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabíl- stjóra. Hann, eins og aðrir borg- arbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einka- bíl eða taka strætó.“ Starfsfólk Ráðhússins fái frið fyrir ágangi  Meirihlutinn óhress með fyrirspurn um kostnað vegna bíl- stjóra borgarstjóra  „Milljónir sem nota má skynsamlegar“ Dagur B. Eggertsson Kolbrún Baldursdóttir Morgunblaðið/Hari Borgarráð Fjörug skoðanaskipti urðu um akstur borgarstjóra á síðasta fundi. Tímabundið verkbókhald um aksturinn var haldið nú í haust. Rólegt hefur verið á kolmunna- veiðum austur af Færeyjum síð- ustu daga. Oft hefur afli á sólar- hring verið í kringum 200 tonn, stundum meira og stundum minna. Flest uppsjávarskipanna hafa ver- ið á kolmunna undanfarið, en kol- munninn er á suðurleið til hrygn- ingar eftir að hafa verið á ætisslóð í Norðurhöfum í sumar. Í gær voru Álsey VE og Jóna Eðvalds SF á veiðum á íslenskri sumargotssíld vestur af Reykja- nesi, en þær veiðar eru langt komnar. Rólegt á kolmunna í færeyskri lögsögu Á kolmunna Bjarni Ólafsson AK-70 var á Færeyjamiðum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.